Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987.
13
Foreldrarnir bak viö rimlana.
frá móður sinni og komið fyrir hjá
afa sínum og ömmu.
„Hún getur á engan hátt aðlagast
lífinu utan fangelsismúranna,11 segir,
Piero Fagiano, afi Valentínu. „Það
er ómannlegt að taka hana frá móður
sinni,“ bætir hann við.
„Ef fangelsið er eini staðurinn þar
sem hún getur fundið hamingjuna
þá verður hún að fá að vera þar. Hún
þekkir ekkert annað líf,“ segir afinn.
„Valentína var hamingjusöm í fang-
elsinu. Samfangarnir voru fjölskyld-
an hennar. Hún deildi öllu með þeim
og ætti að fá að vera þar áfram.
Hún fékk að sjá föður sinn í nokkr-
ar klukkustundir á hverjum sunnu-
degi en alla aðra daga var hún með
móður sinni. Hún vissi ekki að lífið
væri öðruvísi og því var þetta henni
eðlilegt."
Valentína vill aftur inn
Hvern dag sem Sonia fór til æfinga
í fangelsisgarðinum fylgdi Valentína
með og virtist njóta þessara stunda.
Nú grætur hún sig í svefn á hverju
kvöldi. Svo virðist sem hún eigi eng-
an að nema bangsann sem faðir
hennar gaf henni og hún kallar nú
mömmu.
Fjölmargar ítalskar konur hafa
tekið málstað Soniu og kreljast þess
að yfirvöld endurskoði úrskurð sinn
og leyfi Valentíunu að fara aftur í
fangelsið. Sonia fór nýverið í mánað-
arlangt hungurverkfall til að leggja
áherslu á kröfu sínu um að fá dóttur
í fangaklefanum
Nokkrum dögum eftir fæðinguna á
sjúkrahúsi fangelsisins voru móðir
og dóttir fluttar á ný í fangaklefann
sem þær deildu með Susan Ronconi
sem var meðal stofnenda Rauðu her-
deildanna. Valentína kallar Susan
alltaf frænku.
Valentína svaf fyrstu vikurnar í
vöggu en eftir það var hún látin vera
í aukarúmi í klefanum. Þegar Val-
entína var þriggja ára úrskurðaði
ítalskur dómstóll að hún skyldi tekin
ab-mjólk fyrir þinn innri mann
ítalska stúlkan Valentína, sem get-
in var í fangelsi, hefur krafist þess
að fá að fara til móður sinnar í Nu-
ove fangelsið í Tórínó á Ítalíu.
Foreldrar Valentínu eru kunnir
hryðjuverkamenn, Sonia Benedetti
og Marco Fagiano.
Meðan foreldrarnir voru fyrir dómi
árið 1983 kom dóttirin undir. Sam-
farir þeirra áttu sér stað í búri í
réttarsalnum en samfangar þeirra
skýldu þannig að rétturinn sá ekki
til.
Móðirin, Sonia, var dæmd í 30 ára
fangelsi fyrir hlutdeild sína í
sprengjutilræðum, ránum og morð-
um öfgahóps sem kallar sig Víglín-
una. Valentína fæddist á fyrsta árinu
sem Sonia sat í Nuovefangelsinu.
Fangelsisstjórnin leyfir Valentinu
nú að sjá móður sína einu sinni í
mánuði. „En það er ekki nóg,“ segir
afinn. Valentína bíður nú aðeins eft-
ir næstu heimsókn í fangelsið. „Síð-
ast þegar ég fór til mömmu var búið
að taka rúmið mitt burtu. Mig lang-
aði til að vera eftir hjá henni og
Susan frænku en ég mátti það ekki.
Ég gæti alveg sofið á gólfinu," sagði
Valentína.
Snarað/GK
Valentina með bangsann sem nú
er eina huggunin.
Nafn sitt dregur mjólkin af tveimur
gerlum sem í henni eru, a og b.
a stendur fyrir lactobacillus acidophilus og
b fyrir bifidobacterium bifidum.
a og b - þú getur ekki
án þeirra verið
Þessir gerlar eru í öllum heilbrigðum
einstaklingum en margt getur orðið til þess að
raska nauðsynlegu og stöðugu jafnvægi þeirra,
eins og t.d. veikindi af ýmsum toga, neysla
fúkalyfja, streita og snöggar breytingar á
mataræði.
Dagleg neysla ab-mjólkur styrkir stöðu
okkar innri manns gegn slíkum uppákomum.
Rannsóknir benda einnig til þess að
starfsemi a og b gerlanna geti komið í veg fyrir
myndun kólesteróls í bWðinu.
ab-mjólk
- morgunverður sem
stendur með þér
ab-mjólk er öllum góð
ab-mjólk minnir um margt á súr-
mjólk. Hún er kalk- og próteinrík eins og
aðrar mjólkurafurðir og kjörin sem
morgunverður eða skyndimáltíð, í hádegi
eða að kvöldi, þá ýmist með blöndu
af korni og ávöxtum eða
ávaxtasafa.
Dóttirin vill
sína aftur.
| .OOBqS £>0 08U0S mmí'í