Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Side 3
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987.
3
Fréttir
4365 (171.9)
■ ■
.
■
.
SeHjamames:
Bæjarstjórinn
tapaði málinu um
„húsiðsem hvaif ‘
„Ég vona bara að áramótabrenna
bæjarstjórans verði honum dýrkeypt.
Þessi dómur bendir reyndar til að svo
verði,“ sagði Kristján Elíasson, fyrr-
um ritstjóri Lögbirtingablaðsins,
sem unnið hefur áfangasigur í ára-
löngu stríði sínu við bæjarstjórann
á Seltjarnarnesi. í undirrétti hafa
Kristjáni verið dæmdar þrefaldar
bætur fyrir missi lóðar og húss við
sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi miðað
við það sem matsnefnd eignarnáms-
bóta hafði áður ákveðið.
Skrýtin saga
Reyndar er þetta löng og skrýtin
saga:
Frá stríðslokum hafði Kristján átt
reisulegt hús á sjávarlóð við Nesveg
á Seltjarnarnesi. Fallegri lóð með
aðgangi að sjó og útsýni yfir fjörðinn
til Bessastaða. Svo fóru menn að
byggja allt í kringum hús Kristjáns
og sífellt þrengdi að. í kjölfarið
fylgdu málaferli en hápunkti náðu
erjurnar þegar bæjarstjórinn á Sel-
tjarnarnesi skipaði svo fyrir að hús
Kristjáns skyldi rifið og brennt á
áramótabrennu Seltirninga á Val-
húsahæð 1985-86. Var það gert að
Kristjáni forspurðum og hann varð
að vonum hissa þegar húsið hans var
allt i einu horfið.
„Húsið mitt er horfið“
I viðtali við DV 9. jánúar 1986 seg-
ir Kristján meðal annars: „Sonur
minn hringdi í mig í gær og sagði
mér að húsið mitt væri horfið.“ Á
sama stað segir Sigurgeir Sigurðs-
son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesí:
„Húsið fuðraði upp á gamlárskvöld.
Það var fjarlægt og notað í brennu
á Valhúsahæð.“
Þrefaldar bætur
Reyndar hafði Kristján Elíasson
ekki átt húsið í hálft annað ár þegar
þessir atburðir urðu. Seltjarnarnes-
bær hafði tekið það eignarnámi og
með úrskurði matsnefndar eignar-
námsbóta var ákveðið að greiða
Kristjáni 350 þúsund krónur fyrir
lóðina og 160 þúsund fyrir húsið.
Kristján vildi ekki sætta sig við
þessa upphæð enda hafði næsta lóð
við verið seld á rúmlega milljón
krónur skömmu áður. Höfðaði hann
því mál til ógildingar mati mats-
nefndar og það mál vann hann eins
og fyrr sagði. Er Seltjarnarnesbæ nú
gert að greiða Kristjáni tæpar 1400
þúsund krónur fyrir missi húss og
lóðar en framreiknuð verður sú upp-
hæð tvöfalt hærri.
Ekki fleiri brennur!
„Ég sé samt eftir lóðinni og hús-
inu. Þarna bjó ég eitt sinn með konu
minni og öll börnin min hafa hafið
sinn búskap þarna. Þetta er einhver
Úrval
LESEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
Seltjamamesbær tók hús í áramótabrennu:
Atfeiii bæjarstjórnar
er nánast refsivert
Kristján Elíasson ásamt Elíasi syni sínum á lóðinni þar sem hús þeirra
stóð áður en það var brennt á áramótabrennu. Að baki þeim er eitt feg-
ursta útsýni á Seltjarnarnesi yfir til Bessastaða. DV-mynd KAE
Jgbmir minn í aújl óg
^&mér aft húsii tr.itt vsan horí-
Mgfti KnntjAn Elífcswr. um
húaií Klhða- *em var vift Nenveg a
Iðcilt Mur verió uir. þetta hu»
i áít5 ér. <l»tl .Ut«i i tuí
»6 þfctu færi svotta," ««6* Kn*É'
foðroöi um> * gamUm-
kvðld. Það var fjtirW. o« mxað í
brcnm^^alhújah®&j^pði Sin-
„Þcgar eignamemt. í þ***u hlvilo
þwjarstjóm SeHjartifcrntw, hcíur
grcilt maUljárh«6 hefnr hann
heimild t»l «ö fá umráð íágitamm-
Ðoejaratjómin greiddi inn ft hóL
Við Mmþykktum ckki þetta o>3t>
40» maUnefnd eignamwnsböta
úr»k urðnói, upp á 610 þúíund krótv
510 þiUund krnnur voru bcniýni-
lcga n.n«t mat. Þcss vegrm íengum
vA dómkvadúa mftUmmin. Þetrra
mat hljóðaði upp 6 ijto Þú*1™
krónur. Þeir n»«tum þrefokluðu
fifcrbttðují.
Þessa fþirhmð háíur bajmtjörn-
in ekki t'Ujað jrciða Um þ«tta
hefur vnrið ágntinisitcur.
Bapjftrfttjómin hefur ukki ftn>;iq
r.eiuft heiaúld tvi 8ð fara m<-6 etrl
lól á húfcið Ojf eyðiUggja- ÞeJ
evðilðgðu meðai annw» hmkur oi
bðkbftntífcefni «m vuru í hú*inu.
Þftta er nánost rcfstvert Atfcrhi
B*iarM.jómm I»kur »ér þama vali
sem hún hefur ekki. Það kcta u>l
mjog á óvftrt að þesfti l«ð úi'Æ
httia verið farin ' r
F.f Sininceir hftldur þvi fr*i>B
Frétt DV frá 9. janúar 1986 um „húsið sem hvarf
fallegasta lóðin á Nesinu. Hins vegar
vona ég að dómurinn verði ef til vill
til þess að bæjarstjórinn reyni ekki
að stela fleiri húsum af fólki og
brenna að vild á Valhúsahæð." sagði
Kristján Elíasson.
Dóminn í bæjarþingi Seltjarnar-
ness kvað upp Már Pétursson
héraðsdómari en meðdómendur hans
voru Stefán Ingólfsson verkfræðing-
ur og dr. Gaukur Jörundsson laga-
prófessor. Ekki tókst að fá álit
Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra
á dómnum þar sem hann er staddur
erlendis.
-EIR
pLUEBIRD LÍNUR - BLUEBIRD TÆ
| í SÉRFLOKKI - FYRIR VANDLÁÍ,
4405 (173.4}
■