Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Útlönd_____________________ Vinstri róttæklingur að verja nasista Jacques Verges, lögfræðingurinn sem tekið hefur að sér vörn fyrrum óvinar, hlýðir á spurningar á blaða- mannafundi. Hann er ákveðinn i að SS-foringinn fyrrverandi fái þá bestu vörn sem hægt er. -simamyndReuier Þegar lögfræðingurinn Jacques Verges ákvað að taka að sér vöm Klaus Barbie, fyrrum SS-foringja í Frakklandi, vom viðbrögð flestra Frakka á einn veg, þeir lýstu undrun inni. Það virtist nsesta ótrúlegt að Verges, sem er róttækur vinstrisinni og var í hersveitum frjálsra Frakka í síðari heimsstyijöld, ætlaði að veija einn alræmdasta stríðsglæpamann nasista í Frakklandi fyrir dómstóli í Lyon. Þegar Verges lýsti því enn- fremur yfir að hann myndi ekki þiggja nein laun af Barbie og bygg- ist við að leggja fram allt að fjórar milljónir króna af eigin fé í máls- kostnað varð undmnin enn meiri. Málaferlin á hendur Klaus Barbie hafa vakið mikla athygli í Frakk- landi og víðar. Barbie, sem stundum er kallaður slátrarinn frá Lyon, hef- ur tvisvar verið dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi sína í Frakklandi, í bæði skiptin að honum sjálfum fjar- verandi. Hann var búsettur í Bólivíu um þrjátíu og tveggja ára skeið, fékk þar borgararétt árið 1952 en var vís- að úr landi og afhentur frönskum yfirvöldum árið 1983. Um þessar mundir dvelur Barbie því í frönsku fangelsi og bíður þess að réttað verði yfir honum fyrir morð á gyðingum. Þess má geta að Bólivíumenn hafa fengið einhverja bakþanka vegna Barbiemálsins og íhugar nú hæsti- réttur landsins hvort brottvísun hans úr landi hafi verið lögleg. Verði niðurstaða sú að honum hafi verið ólöglega á brott vísað má búast við að bólivísk stjómvöld reyni að end- urheimta hann frá Frökkum. Hefði skotið hann Raunar er sú hugmynd að fá brott- vísunarmál Barbie tekið fyrir hæstarétt Bolivíu runnin undan rifj- um Jacques Verges. Er hún eitt af skýrum dæmum þess að lögfræðing- urinn hyggst beita öllum tiltækum klækjabrögðum til að veijá skjól- stæðing sinn þó svo að Barbie sé dæmigert tákn alls þess er Verges hatast við í heimi hér. Verges hefúr lýst því yfir að ef Barbie hefði orðið á vegi hans þegar hann var meðal þeirra er frelsuðu París úr höndum nasista hefði orðið brátt um SS-foringjann. „Ég hefði skotið hann,“ sagði Verges, „en nú er ég einfaldlega að vinna mín störf sem lögfræðingur.“ Verges óttast að réttarhöldin yfir Barbie verði ekki réttlát. Segist hann ákveðinn í að starfa að þeim á þann veg að Þjóðverjar geti séð að þessi fyrrverandi foringi úr herj- um þeirra hafi verið varinn eins og best var hægt. Telur hann sig í þeim efnum vera verjanda heiðurs franska dómskerfisins ekki síður en Barbies. Tilnefnir aðra Verges hefur þegar lýst því yfir að Barbie muni við réttarhöldin til- nefha nokkra fyrrum félaga í frönsku andspymuhreyfingunni, fé- laga sem gerðust svikarar við málstað hreyfingarinnar. Sumir þeirra munu í dag njóta virðingar í Frakklandi og sitja í háum stöðum. Þá mun Verges ætla að leggja áherslu á það hversu reiðubúnir margir Frakkar vom til samvinnu við Þjóðverja í síðari heimsstyijöld- inni. „Það er kominn tími til þess að sleppa eitrinu lausu, að líta raunsæ- um augum á fortíðina," segir Verges. Telur hann tímabært að franska þjóðin fái innsýn í það sem gerðist í landinu meðan á hemámi stóð og segist stefna að því að bijóta á bak aftur „opinberar lygar" um víðtæka andspymu gegn Þjóðverjum. Þá hyggst Verges nota það tæki- færi sem honum býðst við réttarhöld þessi til þess að vekja athygli á stríðsglæpum vestrænna þjóða gegn þriðja heiminum, einkum gegn frels- ishreyfingum þjóða þriðja heimsins. Telur hann að ef hægt sé að dæma skjólstæðing hans sekan um glæpi á grundvelli laga sem sett vom árið 1964 þá hljóti hið sama að eiga við um liðsforingja úr franska hemum sem staðið hafa að stríðsglæpum í Alsír og víðar. „Hvemig er hægt að gleyma sum- um glæpum en ekki öðrum?“ spyr Verges. Lengi umdeildur Jacques Verges hefur lengi verið ákaflega umdeildur lögfræðingur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann vekur fúrðu landa sinna. Hann er róttækur vinstrisinni og hefur á undanfömum þrem áratug- um gerst talsmaður flestra byltingar- hreyfinga sem upp hafa komið þeim megin í stjómmálum. Hann var á tímabili stalínisti, þá eldheitur maó- isti, ákaifúr andstæðingur nýlendu- stefnu og hefur undanfarin ár barist fyrir málstað þeirra sem eiga í höggi við Israelsmenn í Mið-Austurlönd- um. Á námsárum sínum eignaðist Verges að vini ungan námsmann frá Kampútseu, Pol nokkum Pot, sem síðar varð tákn fyrirhyggjulausrar róttækni vegna aðgerða sinna i heimalandi sínu. Þá mun Verges hafa kynnst Mao Tse-Tung og aðhyllst kenningar hans svo mjög að hann tók að sér forstöðu fyrir tíniariti maoista í Frakklandi. Ennfremur hefur Verges viður- kennt að hafa tekið þátt í beinum stúðningsaðgerðum við skæruliða sem börðust gegn yfirráðum Portú- gala í Mosambík og Angóla. Segist hann hafa flutt til þeirra vopn. Þessar athafnir Verges hafa orðið til þess að franskir fjölmiðlar og jafn- vel starfsbræður hans meðal lög- fræðinga telja hann útsendara ókennilegra afla. Hefúr hann verið sakaður um að starfa fyrir sovésku leyniþjónustuna, KGB, að vera með- limur í samtökum Palestínumanna og að vera hluti af alþjóðlegu neti hiyðjuverkamanna. Hvarf í niu ár Verges hefur sjálfur gert lítið til að draga úr sögusögnunum, virðist raunar njóta þeirra og fremur ýta undir þær. Hefur hann til dæmis alfarið neitað að gefa nokkra skýr- ingu á því hvar hann dvaldist á ámnum 1970 til 1978 en á því tíma- bili hvarf hann algerlega af sjónar- sviðinu. Meðal þeirra hugmynda sem menn gera sér um þessa fjarvist hans eru tilgátur um að hann hafi verið í Kampútseu, að hann hafi verið í skæruliðabúðum Palestínumanna til þjálfúnar og að hann hafi verið í fangelsi erlendis, í Kína, Sovétríkj- unum eða Alsír. Verges gerir hvorki að játa né neita neinum af þessum tilgátum. Hvers vegna? Þótt málaferlin gegn Barbie veki mikla athygli er ekki fjarri lagi að áætla að vangaveltur um Verges skipi enn hærri sess meðal Frakka í dag. Hvar var hann þessi níu ár? Hvert stefnir hann? Hvers vegna tók hann að sér mál Barbies? Þessari síðustu spumingu telja margir fréttaskýrendur auðveldast að svara. Segja Verges einfaldlega sjá í Barbiemálinu hentugan vett- vang til þess að viðra hugmyndir sínar um vestrænt samfélag, sem flestar eru heldur neikvaiðar. Flest það sem frá Verges hefur komið í tengslum við málið rennir stoðum undir þessa kenningu. Ljóst er að hann ætlar að nota málið til þess að bjóða birginn þeim hug- myndum sem vestræn ríki gera sér um stríðsglæpi. Það hefur löngum loðað við að til stríðsglæpa teljist einvörðungu afbrot þeirra sem lægri hlut biðu í átökunum. Verges vill ná fram nýrri skilgreiningu, fá þá sem framið hafa glæpi í umboði sig- urvegaranna dregna fyrir dóm líka. Næsta ólíklegt verður að teljast að honum takist það. En benda verð- ur þó á að hann hefur alla lögfræð- ingstíð sína lagt áherslu á að taka að sér málstað þeirra sem taldir hafa verið fyrirfram dæmdir. Hefur hon- um orðið verulega ágengt í sumum tilvikum og ef til vill verður svo einnig í þessu. Klaus Barbie bíður réttarhaldanna sem hefjast eiga þann 11. maí. Hann nýtur nú lögfræðihæfileika fyrrum andstæðings síns. - Simamynd Reuter Umsjón: Halldór K. Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.