Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 40
 62 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Tvær þyrlur í sjúkraflugi Tvær þyrlur, bæði frá Landhelgis- gæslunni og Vamarliðinu, voru í sjúkraflugi út á miðin við landið í V'Jfc nótt. TF-Sif, þyrla LHG, sótti slasað- ann sjómann af togaranum Otri þar sem hann var staddur um 70 mílur norðvestur af Bjargtöngum. Kom hún með manninn á Borgarsjúkra- húsið um kl. 4.20 í nótt. Klukkutíma síðar kom þyrla frá Vamarliðinu á þyrlupallinn við Borgarsjúkrahúsið með sjómann af rússneska togaranum Petroz Avo. Hafði borist beiðni um aðstoð til Slysavamarfólagsins sem hafði sam- band við Vamarliðið. Var rússinns- óttur í flota Rússanna sem staddur er um 220 mílur suðvestur af Reykja- nesi. íslenski sjómaðurinn hafði misst fingur af annarri hendi og hand- leggsbrotnað á hinni en sá rússneski hafði fengið botnlangakast. -FRI Fækkun sláturhúsa Jón G. Hauksscm, DV, Akuieyri: Nú em uppi hugmyndir um að fækka sláturhúsum vemlega. Slát- rx* urhús í landinu em nú um 55 talsins og er jafhvel talað um að fækka þeim um 20. „Ég vil ekkert segja um hversu mörgum sláturhúsum við leggjum til að verði fækkað. En það er ljóst að það verður að fækka þeim verulega. Gmndvallarsjónarmiðið, sem við höfúm verið að vinna út frá, er að koma á hagræðingu í slátruninni. En samfara fækkandi sauðfé á síð- astliðnum árum er fastakostnaður- inn vegna sláturhúsanna orðinn mjög mikill," sagði Margeir Daníels- son, formaður nefndar sem er að gera úttekt á rekstri afurðastöðva í landbúnaði. Margeir sagði að enn væri fyrirsjá- anleg meiri fækkun á næstunni. Sl. ' haust hefðu 12.800 tonn af kj öti kom- ið frá sláturhúsunum en ríkissjóður bæri ekki verðábyrgð nema á um 11.000 tonnum nú í haust. Stefht er að því að skila skýrslu þessarar nefndar til landbúnaðarráðuneytis- ins eftir hálfan mánuð. LOKI Þessi söngvakeppni er ekkert mál. Við vinnum - á! Aðstoðarstúlka á tannlæknastofú: Sveik stórfé út úr Tiyggingastofnun Aðstoðarstúlka á tannlæknastofu mun hafa svikið umtalsverða fjár- hæð út úr Tryggingastofhun með notkun falsaðra pappíra og vom svikin í gangi frá því seint á síðasta ári þar til í vor er þau uppgvötvuð- ust. Amar Guðmundsson, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglunni, staðfesti í samtali við DV að mál þetta hefði veríð kært til þeirra en harrn vildi að öðm leyti ekki tjá sig um það enda ránnsókn á frumstigi. Samkvæmt heimildum DV mun stúlkan hafa útbúið pappíra fyrir tannviðgerðum á tilbúið fólk og fengið þá borgaða hjá slysatrygg- ingadeild Tryggingastofhunar. Upp komst um svikin er reikningamir bárust Ríkisendursskoðun sem sendi beiðni um rannsókn málsins til RLR -FRI Bilainnflutningur til landsins hefur stóraukist á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra og hér má sjá breiðu af þessum „þarfasta þjóni“ nútímans sem nýlega hefur verið skipað upp. Á sama tíma færist mjög í vöxt útflutningur á hrossum, þarfasta þjóninum um margra alda skeið, og er nú kjörið tækifæri fyrir landsmenn til að rífast um hvort þeim finnist skiptin góð. DV-mynd GVA Fáir reykja á Kópaskeri Jón G. Hauksscn, DV, Akmeyii’ Fáir reykja á Kópaskeri og ná- grenni. Samkvæmt könnun sem Sigurður Halldórsson læknir gerði nýlega kemur í ljós að aðeins um 18,5% íbúanna reykja og að 55% heimila á svæðinu eru reyk- laus. Um 600 manns búa á þessu svæði. „Við héldum reykingavamanám- skeið fyrir rúmu ári og þessi hópur hittist aftur nýlega og þar kom fram hugmynd um að gera þcssa könn- un,“ sagði Sigurður Halldórsson læknir í samtali við DV. Sigurður sagðist hafa það á tilfinn- ingunni að námskeiðið hefði haft mikil áhrif og að margir heföu hætt að reykja á síðasta ári. Sigurður bjóst við að gera samsvarandi könn- un fyrir Raufarhöfh og nágrenni, sem er annað læknishérað, á næs- tunni. Könnunin náði til Kelduhverfis, öxarfjarðar og Presthólahrepps en þar búa um 600 manns sem þýðir þá að tæplega 120 manns á öllu þessu svæði reykja. Veðrið á morgun: Þurrt og bjart fýrir sunnan Norðanátt verður um allt land, víðast hvar 4 til 6 vindstig, skýjað og sumstaðar lítilsháttar rigning eða slydda fyrir norðan en þurrt og víða bjart veður á sunnaverðu landinu. Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig. Söngvakeppnin: ísland alltaf að vinna á Kristján Bemburg, DV, Bekjíir Samkvæmt nýjustu fréttum, en klukkan er nú 11.15 að staðartíma, er ísland alltaf að vinna á og sagði yfir- stjómandi hljómsveitar og sviðs að ísland væri með eitt besta lagið í keppninni. Hann sagði einnig að hon- um fyndist ísraelska lagið mjög gott en vegna stjómmálaaðstæðna væri ekki hægt að halda keppnina í fsrael og gæti það því ekki sigrað. Sama gilti um Kýpur, að hans mati. Reuter mun senda sérstakan ljós- myndara til þess að fylgjast með Höllu en þeir senda sérstaka ljósmyndara á fimm sigurstranglegustu keppenduma að þeirra mati og bætist hann við okkar ljósmyndara sem er búinn að vera eins og yfirfrakki á Höllu. Kaupfélag Eyfirðinga: Hagnaður nam 1,5 milljónum Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Nettóhagnaður Kaupfélags Eyfirð- inga var 1,5 milljónir króna á síðasta ári en velta félagsins nam rösklega 4,6 milljörðum króna. Beinar launa- greiðslur vom tæplega 531 milljón en starfsmenn vom 1056 talsins. Hagnað- ur árið 1985 nam rúmum 12 milljónum króna. Aðalfundur kaupfélagsins var hald- inn í gær í Samkomuhúsinu á Akur- eyri. Fundurinn var mjög fjölmennur. Fram kom að efhahagsstaða Kaup- félags Eyfirðinga var mjög sterk í árslok 1986. Eiginfjárhlutfall nam um 51% og skuldir námu 49% sem er mjög gott hjá stórfyrirtæki. Þess má geta að afmælishald KEA á síðasta ári vegna 100 ára afmælis fyrirtækisins kostaði rúmar sjö millj- ónir. Tjóní sinubruna Jan G. Hauksson, DV, Akuieyii: Um 250 trjáplöntur eyðilögðust í sinubmna skammt frá nýbyggingu Efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Akur- eyri. Það er Akureyrarbær sem hefur sett þama niður gróðurbelti við nýja iðnaðarhverfið á þessu svæði. „Það má reikna með því að þessi tré séu ónýt,“ sagði Eiríkur Bóasson garð- yrkjumaður um skemmdimar. Hann sagði að þetta væri um 500 fermetra svæði, sem eldurinn heföi leikið um, og kvað þama hafa orðið tilfinnanlegt tjón. Forseti ræðir við foringja Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins var væntanlegur á fund forseta íslands, Vigdísar Finnboga- dóttur, klukkan 11 í morgun. Forsetinn mun í dag og á morgun ræða við foiystumenn stjómmálaflok- kanna um stjómarmyndun. Um helgina eða á mánudag er búist við að forsetinn veiti einum þeirra umboð til myndunar ríkisstjómar. -KMU á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.