Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Page 33
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. 33 Erlend myndsjá DV Nancy Reagan hefur verið umdeild forsetafrú. Gagnrýnendur hennar telja hana freka og afskiptasama, segja áhrif hennar í stjórn Bandaríkjanna of mikil, jafnvel að hún stjórni húsbónda sínum, forsetan- um, með harðri hendi jafnt í þjóðmáíum sem heima fyrir. Nancy ver hins vegar aðgerðir sínar, segist einvörðungu taka eðlilegan þátt í að verja pólitíska og persónulega velferð Ronalds. Hún kveðst ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvorki afskiptum sínum af mannahaldi í Hvíta húsinu né öðru. Hún þarf þó, sem flestar aðrar konur, að snyrta sig ofurlítið stöku sinnum og tók því upp púðurdósina við hádegisverð á Waldorf Astoria á dögunum. Þann fimmta maí var haldin hátíð drengja í Japan. Tilgangur þessara hátíðahalda er sá að stappa stálinu í drengi samfélagsins og hvetja þá til að lifa og starfa í anda gömlu samuraianna. Gengu sveinar í skrúðgöngum þennan dag, íklæddir hertygjum í stíl vígamannanna og höfðu uppi fyrirheit um dug og styrk. Að lokinni göngu var þó full þörf að hvíla sig enda erfitt að vera hetja og ganga á stuttum leggjum í fótspor goðsagna. Annar ljósmyndari náði svo mynd af nunnu sem greinilega skemmti sér konunglega méðan hún beið komu páfa. Blessaðar konurnar hafa greinilega kímnigáfuna sameiginlega. Hins vegar munu þær ekki vera að hlæja að geispa hans heilagleika því þær voru í Essen en ekki Múnchen. AKUREYRI Bílstjóri óskast til aö dreifa DV á Akureyri. Þarf aö hafa bíl til um- ráða. Upplýsingar í síma 25013 milli kl. 13 og 19. ER VATNSKASSINN BILAÐUR? Gerum við. Seljum nýja. Skiptum um element. bi/Zksmiðjah Ármúla 19,128 Reykjavík. Símar: 681877 blikksmiðaverkstæðið. 681949 vatnskassaverkstæðið. 681996 skrifstofan. I ÓDÝRT! ÓDÝRT! Rúskixmsmokkasíur. Verö aöeins 1.455,-. Sérlega mjúkar og þægilegar. Stæröir 36-41. Litir: svart, hvítt, millibrúnt og grábrúnt.Sendum í póstkröfu. STJÖRNUSKÓBÚÐIN, Laugavegi 96, sími 23795. Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Vegna mikillar eftir- spurnar stendur tilboð- ið áfram út þessa viku. 24 timar á aðeins 1600 krónur. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.