Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 7. MAI 1987. 17 Lesendur Iþróttaþáttur Heimis var sá albesti en nú er Heimir dottinn í sömu gröf og Bjami Felixson sem felst í þvi aö nota allan þáttinn fyrir aðeins tvær til þrjár íþróttagreinar. „ Stöð 2: „Iþróttaþátturinn hríðversnar“ Sigurður Pétursson skrifar: íþróttaþáttur Heimis Karlssonar á Stöð 2, sem byijaði sem sá albesti sem sést hefur, er nú dottinn niður í meðal- mennskuna og jafnvel orðinn sá slappasti á svæðinu (síðan Heimir fékk Iron man delluna). Breytingin á þáttunpm er sú að fyrst þegar hann byrjaði var hann fjöl- breyttur og kom víða við og stoppaði helst ekki lengur við hverja íþrótta- grein en ca 15 mín. Þannig að maður sat léttilega af sér þá grein sem maður hafði kannski ekki neinn sérstakan áhuga á eða hafði jafnvel gaman af í svona stuttan tíma. En 'nú er Heimir dottinn í sömu gryiju og Bjami Felixson hefur verið fastur í svo lengi, þ.e.a.s. að nota allan þáttinn fyrir aðeins tvær til þrjár íþróttagreinar. Ef fyrsta eða önnur íþróttagreinin falla manni ekki í geð er þátturinn manni glataður því maður gengur tæplega frá tækinu í hálftíma til klukkutíma og kemur síðan aftur. Maður er einfaldlega farinn að gera eitthvað annað. Með íþróttaþáttakveðju og von um að rétt verði úr kútnum. SVEITARSTJÓRI Starf sveitarstjóra í Grýtubakkahreppi er auglýst laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 1987. Umsóknum fylgi upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 22. maí. Upplýsingar veitir Stefán Þórðarson sveitarstjóri í síma 96-33159. KJÖTVINNSLUÁHÖLD Til sölu vacuum pökkunarvél, buffhamar (Hobart), áleggshnífur (Hobart), kjötskurðarborð, lítil kjötsög, filmuborð, Iwo kjötborð, 2 og 3 m, sem ný, kælipress- ur, 9 m kælir, einingar frá Berki, einnig ýmis áhöld til kjötvinnslu, Rafha eldavél (hótel), Ijósaskilti, peninga- kassi og 2 frystikistur. Uppl. í síma 641591. Ætlarðu að ■—\ v ^ Láttu okkur uþvottur, og þuntam a aðerns ta. 390.- .^o.tepputu ^SSt'ÍS mea hinu uáaeterlta Mjatlarva^ont Klöpp - Sími 20370 liitíyiyuBMiiiiii ii V/Umferðarmiðstöðina - Sími 13380 Höfðabón Höfðatúni'4 - Sími 27772 Meira af unglingamyndum Gunnar Freyr Benjamínsson hringdi: Mér finnst allt of lítið af unglinga- myndum bæði í ríkissjónvarpinu og á Stöð 2. Unglingar eru svo stór hópur að það verður að sinna þeim meira en hingað til hefur verið gert. Hvemig væri t.d. að sýna Heavenly Kid, Eina af strákunum eða eitthvað í þeim dúr. í lokin vildi ég nota tækifærið og biðja Stöð 2 að endursýna ekki sömu myndirnar svona oft og með svona stuttu millibili. Stórbrotið meistaraverk Reynir Arnarsson hringdi: Eg vil þakka sjónvarpinu fyrir kvik- myndina sem sýnd var á laugardaginn, Touch of evil. Þetta meistaraverk Or- son Welles gladdi hjörtu listunnenda. I leiðinni vil ég hvetja sjónvarpið til að sýna meira af svona svarthvítum úrvalsmyndum. Takið upp við- skiptavmanúmer Haraldur Jónsson skrifar: Það er alkunna að íslendingar kunna ekki og geta ekki staðið í biðröðum enda kemur sú staða ekki oft upp. En það fer ákaflega illa í raig og fleiri þegar sú staða kemur upp að bíða þarf eftir af- greiðslu að flestir reyna að troðast eins og hægt er. Til dæmis fór ég ó Kentucky Fried Chicken matsöl- una í Hafnarfirði um daginn. Þetta var um helgi og þá er yfirleitt mjög mikið að gera. Margt fólk að bíða og allir reyna að troða sér fram að borðinu til að fá afgreiðslu sem fyrst. Þama varð maður var við ýmiss konar brögð sem notuð voru. Afgreiðslufólkinu virtist vera al- veg sama enda ef til vill nóg að gera að sinna því sem komst að. En það er til auðveld lausn á þessu máli og það er viðskiptanúm- erakerfi eins og hefur verið tekið upp viða á íslandi, svo sem í Bíla- nausti, Búnaðarbankanum og viðar. Þá eru viðskiptavinimir teknir eftir þeirri röð sem þeir koma inn og allir eru ánægðir. Þessi númer valda því að fólk þarf ekki að troðast því þaö veit að þeg- ar þess númer kemur þá fær það afgreiðslu. Þessi ábending á einnig við i mörgum öðrum fyrirtækjum á íslandi þar sem mikið er að gera. SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild - sími 27022. Macintosh eigendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.