Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Fréttir íslensku flugfélögin: Aldrei jafnmiklar bókanir og í sumar ferðum hefur verið fjölgað og flugvélar teknar á leigu Miðað við þær bókanir sem þegar liggja fyrir hjá íslensku flugfélögun- um, Amarflugi hf. og Flugleiðum hf., stefnir í metsumar í farþegaflutn- ingum hjá báðum flugfélögunum. Amarflug hf. hefur þegar íjöigað áætlunarferðum hjá sér og Flugleið- ir hf. hafa tekið tvær þotur á leigu til að anna eftirspum. Uppselt er í flestar ferðir á háferðamannatíman- um. Halldór Sigurðsson, blaðafulltrúi Amarflugs hf., sagði að nú væri búið að bóka um 30% meira en var á sama tíma í fyrra. Hann sagði að þegar væri búið að fjölga áætlunar- ferðum og alveg ljóst að um enn frekari fjölgun á þeim yrði að ræða. Fyrir utan áætlunarflug er Amar- flug hf. mikið í leiguflugi, bæði til sólarlanda og Þýskalands. „Það má eiginlega segja að vélar okkar verði í flugi allan sólarhringinn í sumar,“ sagði Halldór. Sæmundur Guðvinsson, blaðafull- trúi Flugleiða hf., sagði að í maí væm bókaðir hjá Flugleiðum hf. 52 þúsund farþegar á móti 39 þúsund farþegum á sama tíma i fyrra og væri aukningin 33,4%. Hér er átt við flug milli Ameríku og Evrópu sem og flug frá og til íslands og Evrópu. í júní er búið að bóka 72.400 farþega á móti 64.400 í fyrra og í júlí er búið að bóka 79 þúsund far- þega á móti 73 þúsund farþegum í fyrra. Samtals er búið að bóka hjá Flugleiðum mánuðina maí-ágúst 267 þúsund farþega á móti 232 þúsund farþegum í fyrra. Flugleiðir hf. hafa tekið á leigu til 3ja ára Boeing þotu 727-200 sem tek- ur 164 farþega og verður notuð í Evrópuflugið og DC8 þotu sem tekur 249 farþega en hún verður notuð jafnt í leiguflug, Ameríku- og Evr- ópuflugið eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Framundan er því meira anna- sumar hjá íslensku flugfélögunum en nokkm sinni fyrr. -S.dór Skógræktarfélagið vildi jörð: Heimamenn heimtuðu sauðfjárrækt áfram Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur á undanfömum árum talsvert leitað eftir að fá land til skógrækt- ar fyrir einstaklinga og i vetur fékk félagið vilyrði frá eigendum jarðar- innar Hlíðar í Grafningi um að það gæti fengið landið til skógræktar er fyrrum ábúendur þar hættu bú- skap. Landgræðsla ríkisins mælti ein- dregið með því að félagið fengi jörðina þar sem hún væri illa farin eftir langvarandi sauðfjárbeit. Við þetta brá svo við að heima- menn heimtuðu að jörðin yrði áfram sauðfjárræktarjörð og studdi bæði hreppsnefhdin og jarðanefnd sýslunnar þær kröfur þannig að til afnota. Hann lagði málið fyrir Skógræktarfélagið varð af jörð- hreppsnefnd sem hafnaði því að inni. undangengnum hreppsnefndar- Jörðin er í eigu sjóðs sem Páll fundi þar sem allir voru á móti Melsted stofnaði fyrir erfíngja sína þessu. Þeim finnst víst skógrækt og átti arður af henni að renna til til óþurftar á þessum stað,“ sagði menntunar þeirra en enn sem kom- Vilhjálmur. ið er hefur sjóðurinn aðeins borið „Okkurfinnstþaðskrýtiðsjónar- kostnað af jörðinni. mið að hreppurinn skuli vilja hafa Vilhjálmur Sigtryggsson, fram- jörðina áfram sem sauðfjárræktar- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- jörð því þann búskap á að reyna ins, sagði í samtali við DV að þessi að skera niður eins og hægt er.“ málalok hefðu verið mikið áfall 1 máli Vilhjálms kom ennfremur fyrir félagið þar sem félagið hefði fram að féfagið myndi áffam reyna lengi leitað að jaíhákjósaniegum að fá land fyrir einstaklinga til stað og þessum. ræktunar. „Sjóðurinn bauð okkur jörðina -FRI í dag mælir Dagfari DV Gullfoss er enn á sinum stað. Til vinstri sést örmjótt haftið sem enn heldur honum í gamla farinu. Gullfoss að breytast „Þeir sem koma að Gullfossi einu sinni á ári sjá ekki þessar breytingar. Hinir sem eru þama reglulega sjá hins vegar hvað er að gerast; austurhluti fossins er að færa sig til vesturs í gljúf- ur sem er sífellt að dýpka,“ sagði Þórir Sigurðsson í Haukadal sem unnið hef- ur að þrifum á Gullfosssvæðinu undanfarin ár. „Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað er að gerast við Gullfoss, hvorki náttúru- vemdarmenn né aðrir.“ Þórir segir að breytingar á vatns- flæði í Gullfossi hafi verið mestar á undanfömum þremur árum. Nú sé aðeins smáhaft sem haldi austurhlut- anum aðskildum frá gljúfrinu vestur af og þegar það gefi sig megi búast við því að sá hluti fossins sem þekkt- astur af af myndum hverfi að mestu. Eftir standi ber klöppin. „Öllu má hjálpa og ég held að það sé kominn tími til að menn fari að huga að fossinum vilji þeir bjarga honum,“ , sagði Þórir Sigurðsson í Haukadal. -EIR borgarstjórinn Það hefur gengið á ýmsu í sam- skiptum Davíðs borgarstjóra annars vegar og borgarstarfsmanna hins vegar. Borgarstarfsmenn hafa ýmist fellt gerða kjarasamninga, brennt þá á báli eða játað sig sigraða í taugastríði sínu við borgarstjóra. Samskipti borgarstjórans og starfs- manna hans virðast helst einkennast af vígorðum, móðgunum eða lög- regluaðgerðum og viðræður þeirra í milli fara aðallega fram í gegnum fjölmiðla. Nú síðast er formaður starfsmannafélagins búinn að leggja höfuð sitt að veði til að standa við einhver loforð sem Davíð á að hafa gefið honum fyrir fóstrur en formað- urinn þurfti að hafa milligöngu um skilaboð milli þessarar stéttar og borgarstjórans vegna þess að Davíð er hættur að tala við starfsmenn sína. Þetta ástand kemur okkur hinum nokkuð spánskt fyrir sjónir enda er Davíð Oddsson sagður hinn'vinsæl- asti maður og vel metinn af Reykvík- ingum. Kannski það henti ekki svoleiðis mönnum að eiga orðastað við þá sem starfa hjá þeim og kannski byggjast vinsældir Davíðs á því að hann tali ekki við hvem sem er. Hvers vegna eiga borgarstjórar líka að vera að tala við hvem sem Sjálfur er? Þetta er upp til hópa rakkara- pakk sem sífellt er að heimta hærri laun og kann aldrei gott að meta. Óforskömmugheitin eru jafnvel svo mikil að borgarstarfsmenn eyða vinnutímanum í að fella samninga og nota til þess ökutæki borgarinn- ar. Hvað gerðu ekki slökkviliðs- menn? Þegar borgarstarfsmenn gengu til allsherjaratkvæðagreiðsl- unnar í síðasta mánuði notuðu þeir slökkviliðsbílana til að fella samn- ingana. Það er Davíð sem á þessa slökkviliðsbíla en ekki letingjamir á slökkvistöðinni enda sá borgarstjóri til þess næst þegar gengið var til atkvæðagreiðslu að lögreglan væri mætt á staðinn til að njósna um ferð- ir slökkviliðsmanna. Borgarstjórinn sigaði með öðrum orðum löggunni á slökkviliðið og fyrirskipaði víkinga- sveitinni að liggja í leyni með alvæpni ef sá alvarlegi hlutur gerð- ist að slökkviliðsmenn sæjust aka um á brunabíl í einkaerindum. Svona eiga borgarstjórar að vera enda eiga aumir borgarstarfsmenn að skilja að það er sjálfúr borgar- stjórinn sem ræður og það er hann sem er vinsæll og skemmtilegur í augum borgarbúa en ekki einhver letidýr hjá borginni sem kunna ekki að meta bætt kjör sem borgarstjór- inn sjálfur hefur af manngæsku sinni samþykkt. Til þess er lögreglan að halda uppi lögum og reglu og vera til taks þegar óþjóðalýðurinn í bmnaliðinu óhlýðnast sjálfum borg- arstjóranum. Undanfama daga hafa fóstrur tek- ið upp á því að óhlýðnast sjálfum borgarstjóranum. Eins og fyrr segir hafa hvorki fóstrur né Davíð talast við frekar en aðrir sem vinna hjá borginni en formaður starfsmanna- félagsins hefur flutt skilaboð í milli eins og nú tíðkast þegár einhver þarf að tala við sjálfan borgarstjó- rann. Öll þau ósköp enduðu með því að fóstrumar játuðu sig sigraðar og Davíð hefur sýnt það og sannað að hann er kvensterkur vel. Þetta er mikill sigur fyrir Davið borgarstjóra og sannar þá kenningu hans að sjálfur borgarstjórinn á ekki og þarf ekki að leggja sig niður við að tala við starfsmenn sína. Ekki nema þá í gegnum fjölmiðla og senda þeim þannig tóninn að þeir fari á taugum og skilji að sjálför borgar- stjórinn er orðinn reiður. Þannig getur Davíð borgarstjóri terroriser- að allt liðið, ýmist með því að siga löggunni á það eða gefa þvi langt nef með meinlegum athugasemdum í blöðum og sjónvarpi. Nú er maður að lesa það og heyra að borgarstarfsmenn vilji að sjálfur borgarstjórinn biðji þá afsökunar á því að hann hafi verið vondur við þá. Heyr á endemi. Davíð biður eng- an mann afsökunar enda em það þeir en ekki hann sem hafa verið með múður og fellt samninga og brennt samninga og verið með ósanngjamar launakröfur löngu eft- ir að Davíð er búinn að bjóða þeim allt sem hægt er að bjóða. Hvað á hann þá að vera að tala við þetta fólk þegar hann hefúr ekkert meira við það að tala? Kvensterkur maður- inn. Sjálfur borgarstjórinn! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.