Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. 5 Fréttir Belgísku bloðin: IHandi og Ítalíu er spáð sigri í keppninni Kristján Bembuig, DV, Brussek Blöðin slógu því upp hér að það yrðu írland og Ítalía sem myndu keppa til úrslita í söngvakeppninni. Belgisk- um blaðamönnum blöskrar verðið á svokölluðum VlP-bar, eða „Very Imp- ortant Bar“, en þar kostar bollinn af kafíi 50 franka sem á venjulegum degi kostar 25-30 franka. Litið brauð kost- ar þar 75 franka sem þeim finnst afleitt og réttur dagsins kostar þar 1.350 franka. Þetta blöskrar blaðamönnun- um hér og það er hending ef menn fá hér mat á 300 franka eins og hafði verið lofað fyrir keppnina. Blöðin birta myndir af Höllu og við- töl við hana og er hún númer eitt en næstvinsælust er Ólöf og það hjálpar henni mikið að hún er eiginkona Ar- nórs Guðjohnsen og það má segja að Ólöf þeytist út um allt til að aðstoða söngfólkið. Skipulagið hér hefur batnað mikið frá því sem áður var. Fjölgað hefur verið í lögregluliði við tónleikahöllina og aðgangur að henni er strangari enda mátti v.el við því. Stjórnendum' keppninnar verður oft á í messunni og þegar „íslenski" hesturinn hafði unnið annan riðilinn í veðreiðunum kom fram í nokkrum blöðum að Holl- and hefði sigrað og birtust myndir af Höllu þar sem sagt var að hún væri hollensk. Ástæða þessa er sú að hinir frönskumælandi Belgar gefa allt út á frönsku en þýða ekkert fyrir blaða- mennina. ' ■■ ■ < . . , ■ ■ : ■ - . Blöðin í Belgíu telja að það verði ítalia og Irland sem bítast um sigurinn i söngvakeppninni og er því óvist hvort nýjasta bragð Valgeirs, sem hér má sjá mynd af, dugar íslenska laginu til sigurs. DV-mynd De Cauwer Mikið stress á starfsfólki Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Smám saman tekur sýningarhöllin á Haysel á sig annan blæ. Fyrir hina 650 blaðamenn og ljósmyndara, sem nú eru allir komnir á staðinn, batnar aðstaðan smám saman, símalínur eru tengdar, rafmagn kemst á telextæki og í salnum sjálfum eru tæknimenn alltaf að bæta við og tengja nýjar lín- ur. Alstaðar má sjá verkamenn dytta að gosbrunnum og blómum sem verið er að koma fyrir. Mikið stress er á starfsmönnum og er venjulegur vinnudagur frá klukkan átta á morgnana og fram til klukkan 12 á kvöldin. Nokkrir starfsmenn hafa ekki sofið nema tvo tíma á nóttu síð- ustu tvær nætur. Rætt við Ólöfu í sjónvarpi Kristján Bemburg, DV, Brussel: Hún Ólöf Einarsdóttir hefur í nógu að snúast þessa dagana. í gærkvöldi kom hún fram í BRT sjónvarpsstöðinni i þætti sem heitii’ Argus og er það viðtalsþáttur sem hefur verið vinsæll í allan vetur og eru þar teknar fyrir þekktar persónur. Á undan Ólöfu var til dæmis rætt við Viktor Lazlo sem sjá mun um kynn- ingu á sönglagakeppninni á laugar- dagskvöld. Var þetta í beinni útsendingu og skilaði Ólöf sínu hlut- verki mjög vel. Var hún ekki aðeins spurð um keppnina sjálfa og keppend- m- heldm- líka mikið um Island og var þátturinn góð og jákvæð landkvnning. íslendingarnir fylgjast með veöreiðunum þar sem „islenski" hesturinn stóð sig svo vel. Diddú, Olöf Guðjohnsen, Halla Margrét og að baki þeim Ásta Ragnarsdóttir, Valgeir og Björn Björnsson. DV-mynd De Cauwer. Halla Margrét vekur jafrian mikla athygli blaðamanna og Ijósmyndara. Hér er hún umkringd nokkrum slikum. DV-mynd De Cauwer íslensku keppendurnir: Aballí Benz og Thunderbird Islensku keppendumir fóm á dans- leik í fyn-akvöld og var náð í Höllu og Valgeir á gömlum bílum og var Halla Margrét flutt í gullfallegum Merceders Benz, sennilega frá árinu 1950, en Valgeir og eiginkona hans voru í ekki síður fallegum bíl, Thund- erbird. Vom aðrir keppendur á svipuð- um bílum. Var mjög gaman að sjá hina fjöl- mörgu bíla keyra um Bmssel og vöktu þessir gömlu fallegu bílar, sem virkuðu sem nýir, mikla athygli vegfarenda þegar þeir keyrðu um borgina með listafólkið. Ballið sjálft fór fram i kuldalegum sal sem bauð ekki upp á mikið, en þó ágætan flutning tónlist- ar. Var þarna flutt rokktónlist og voru yfir 1.000 manns á ballinu, bæði lista- og blaðamenn. Halla Margrét fór snemma heim af ballinu, run klukkan 11, því dagurinn hafði verið eifiður og hún átti að fara á aðra æfingu ís- lensku keppendanna í gær. Vantar þig hurðir? Stálhuröir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt, grænt, blátt. Galvan iserað. Sendum menn tii upp- setningar um land alh. Afgreiðslufrestur 6-8 vikur. AUSTURSTRÖNO SÍMI 61-22-44. ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.