Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. 15 Ný ríkisstjóm ogfatlaðir likleg ríkisstjórn hefur áhuga á málefnum fatlaöra eöa ekki.“ Þessa dagana fylgiumst við öll grannt með viðræðum flokkanna um stjómarmyndun. Ég er ein af stórum hópi fatlaðra, aðstandenda þeirra og áhugamanna sem láta sig varða stefnu stjómvalda í málefnum fatlaðra. Það skiptir sköpum fyrir fatlaða á íslandi að ný ríkisstjóm setji sig inn í málefni þeirra og leggi lið þeirri uppbyggingu á þjónustu sem hafin er. Allt of lengi hefur dregist að stjómvöld þessa lands taki ákvörðun um hvort eigi í raun að standa að uppbyggingu á þjónustu við fatlaða. Nauðsynlegt er að nýir ráðherrar hafi skilning og vilja til að taka á málum af festu og einurð. Ný stjóm verður að gera þeim kleift að stíga skrefið til fulls sem stigið var þegar lög um málefni fatlaðra vom sett árið 1984. Allir fatlaðir og aðstandendur þeirra munu taka afstöðu eftir því hvort líkleg ríkisstjóm hefur áhuga á málefhum fatlaðra eða ekki. Mörg- um er í fersku minni öflug kynning á málefnum fatlaðra sem hagsmuna- samtök þeirra beittu sér fyrir, þ.e. Skammdegisvöku fatlaðra í des. sl. og Kosningavöku fatlaðra sem hald- in var í mars sl. I framhaldi af fyrri kynningunni var Framkvæmdasjóð- ur fatlaðra hækkaður um 42 milljón- ir frá því að fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram. Við það jukust vonir Reykvíkinga um að hægt yrði að sinna þeirri brýnu þörf sem hér er til staðar þar sem tæpur helmingur fatlaðra er búsettur. í ár 31 % í fyrra 45% Nýlega var fjölmiðlum send frétta- tilkynning frá fúndi sem Svæðis- stjóm málefna fatlaðra í Reykjavík efndi til með fulltrúum þeirra 14 stofnana og félagasamtaka sem sóttu um framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra fyrir árið 1987. Á fundinum KjaUaiinn Ásta M. Eggertsdóttir framkvæmdastjóri svæðisstjórnar málefna fatlaðra i Reykjavík. var fjafiað um afgreiðslu Stjómar- nefndar málefha fatlaðra á umsókn- um til stofnana fatlaðra hér í borginni og vinnubrögð nefndarinn- ar átalin gagnvart úthlutun til Reykjavíkur sem í ár nemur aðeins 31% af ráðstöfunarfé sjóðsins en var 45% í fyrra. Þessari þróun hlýtur Svæðis- stjómin í Reykjavík að mótmæla. í framhaldi af því langar mig til að bæta við nokkrum línum til að und- irstrika ábyrgð stjórnvalda á fram- kvæmd laga um málefni fatlaðra. Togstreitan um málefni fatlaðra Skerðing Framkvæmdasjóðs fatl- aðra hefur haft víðtáek og alvarleg áhrif á uppbyggingu á þjónustu við fatlaða, ekki síst í Reykjavík. Lög um málefhi fatlaðra, sem tóku gildi þ. 1. jan. 1984, ná til allra hópa fatl- aðra og spanna málefni 3ja ráðu- neyta, þ.e. félags- og heilbrigðis- og menntamála. Framkvæmdasjóður fatlaðra á skv. lögunum að fjár- magna framkvæmdir í þágu fatlaðra. Æ fleiri eygja þar möguleika á fé til framkvæmda í þágu fatlaðra sem erfitt er að fá annars staðar i stjóm- kerfinu. Við þessar aðstæður, sem skapast hafa af skertu framkvæmdafé annars vegar og ásókn sífellt fleiri aðila í sjóðinn hins vegar, kemur óhjá- kvæmilega upp togstreita um skipt- ingu of lítils §ármagns. Togstreitan sést í störfum stjórnamefndar um málefni fatlaðra sem hefur það tví- þætta hlutverk að samræma alla þjónustu opinberra aðila og deila þessum litla sjóði niður á allar fram- kvæmdir á landinu í þessum mála- flokki. Eina leiðin til að leysa þá tog- streitu er að móta skýra stefhu um uppbyggingu í þjónustu við fatlaða og veita fjármagn til hennar. Kæfðar í fæðingunni Stefhumörkun situr nú á hakanum og tilburðir svæðisstjóma í þá átt kæfðir í fæðingunni. Þessi staða í málefnum fatlaðra hefur áhrif á allan píramíta kerfisins og bitnar harðast á þeim sem síst skyldi, hinum fótluðu sjálfum. Alvarlegast er ástandið í vistunar- og húsnæðismálum. Biðlistar um pláss á sambýlum lengjast stöðugt og er hvergi hægt að fá vistun, hversu alvarlegar sem aðstæður fólks em. Sama má segja um fleiri mála- flokka, t.d. atvinnumál. Fatlað fólk. sem ekki getur unnið úti á almenn- um vinnumarkaði, hefur beðið árum saman eftir að fá vinnu á vemduðum vinnustað og margir þeirra em á hringsóli út og inn af geðdeildum. oft vegna þess að þeir hafa ekkert við að vera á daginn sem býðm- því heim að einkenni sjúkdóms þeirra komi fram á ný. Þegar lög um málefni fatlaðra .litu dagsins ljós gáfu þau fyrirheit um að stjórnvöld gerðu átak í þvi að rétta hlut fatlaðra í samfélaginu á öllum sviðum í opinberri þjónustu. Ekki nóg að setja lög Miðað við stöðu málefna fatlaðra árið 1980 hefur nokkuð áunnist en það væri óheiðarlegt að fela sig bak við þann ávinning vitandi um öll þau viðfangsefni sem óleyst em. Stjómvöld verða að taka afstöðu til þess hvort lög um málefni fatl- aðra eiga að standa. Eg levfi mér að vona að væntanleg ríkisstjóm taki öðmvísi á málum en hingað til hefur verið gert. Það er ekki nóg að setja lög. fjár- magn verður að fylgja svo hægt sé að framfylgja þeim. Asta M. Eggertsdóttir „Skerðing Framkvæmdasjóðs fatlaðra hefur víðtæk og alvarleg áhrif á upp- byggingu á þjónustu við fatlaða, ekki síst í Reykjavík.“ Enn um stjómina og Kvennalistann Umræður um nýja og væntanlega ríkisstjóm halda áfram. Áhugi venjulegs borgara á þessu máli er mikill, enda eigum við væntanlega að búa við þá stjórn næstu fjögur árin. Hvaða mál verða sett á oddinn? Hverju ætlar ný stjóm að lofa? Hvert verður andlit og ímynd nýrrar stjórnar? Kvennalistinn Eins og kunnugt er vann Kvenna- listinn umtalsverðan sigur í alþingis- kosningunum og hefur þvi verið horft til hans og spurt: Hvað vilja konumar? I þessu efni er rétt að benda á að mikill munur er á þeim hlutum sem lofað er í kosningum og stefht er að og svo því sem hægt er að framkvæma með sæmilegu móti. Engin ríkisstjóm getur gert allt fyrir alla. Raunar er slíkt hrein óstjóm KjaUaiinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður „Konur fá oft í daglegu lífi ákveðna upp- hæð til heimilishalds og verða að láta hana duga. Þetta má yfirfæra á samstarf í ríkisstjóm.“ sem endar með ósköpum. Verkefhi ríkisstjómar er því að segja nei við öllum kröfum, sem setja þjóðfélagið úr skoðrum, en finna mál sem hægt er að sameina þjóðina um og horfa til framfara og umbóta. Ég skrifaði grein hér í Dagblaðið eftir kosningamar og lagði þar til að Kvennalistinn fengi forsætisráð- herra í næstu ríkisstjóm. Þessa tillögu vil ég endurtaka, enda er hún vel framkvæmanleg og einungis við- urkenning á jafnréttisbaráttu kvenna og þeirri hugsjón að heimilið og bömin skuli njóta þess sem þjóð- félagið getur gert og látið af hendi rakna með góðu móti en þar er margt sem huga þarf að og þarf ekki alltaf að kosta mjög mikið. Ég trúi Kvennalistanum vel fyrir þvi að sinna þessum málum en konumar verða að hugleiða þá staðreynd að öllum óskum verður ekki fullnægt á einum degi fremur en á nokkm heimili. Á vel stjómuðu heimili er oft sagt nei við böm og fullorðna. Það færi því bezt á því að konurnar fengju í nýrri ríkisstjóm ákveðna upphæð til sinna sérmála. t.d. 500 milljónir á ári, svo tala sé nefnd. þótt henni sé slegið fram út í loftið til hugleiðingar og umræðu. Konur fá oft í daglegu lífi ákveðna upphæð til heimilishalds og verða að láta hana duga. Þetta má vfirfæra á sam- starf í ríkisstjóm. Viðreisn + Kvennalisti Það hefur verið spurt: Með hverj- um vilja konumar vinna? Þær verða að svara því sjálfar. Fomiaður Al- þýðuflokksins, Jón Baldvin Hanni- balsson. hefur komið með þá tillögu að Kvennalistinn taki upp samstarf við Sjálfstæðisflokk og_ Alþýðuflokk um nýja ríkisstjóm. í framkvæmd gæti þetta með raunsæju móti starf- að þannig að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu nýja Við- reisn en nytu stuðnings Kvennalista sem verði stjómina falli og fengi fram sín sérmál innan þess ramma sem samið hefði verið um. Þær fengju forsætisráðherra og þar með vrðu þær andlit ríkisstjómarinnai'. ef svo má segja. Lokaorð Sameiginlega hafa Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur sterk tök í stjómkerfinu. Þeir eru öflugir í verkalýðshre>lingunni. Sérstaklega standa þeir sterkt víða í þéttbýli. Það er þri ekki út í loftið þegar rætt er um þessa tvo flokka sem grundvöll ríkisstjómar. ásamt þriðja aflinu. Þetta ber að hafa í huga. Ný ríkis- stjóm verður að hafa að leiðarljósi bætt lífskjör og nýja tekjuskiptingu. Hún þarf ekki sist að leiða þjóðina til nýs hugsunarháttar. Mikið fæst aldrei fyrir lítið. Sterkur og sam- hentur meirihluti á Alþingi og með þjóðinni gæti skilað okkur langt. Lúðvík Gizurarson. \ n % I ] w ys’íA:'!; „í framkvæmd gæti þetta með raunsæju móti starfað þannig að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu nýja Viðreisn en nytu stuðnings Kvennalista... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.