Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Andlát fæddist á Eyrarbakka 21. september 1900. Foreldrar hennar voru ísak Jónsson og Ólöf Ólafsdóttir. Ólöf giftist Einari Kristjánssyni en hann lést árið 1960. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Utför Ólafar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Sigurður Ármann Magnússon stórkaupmaður lést 24. apríl sl. Hann fæddist á Ketu á Skaga 26. mars 1917. Foreldrar hans voru Magnús Árna- son og Sigurbjörg Sveinsdóttir. Sigurður lauk námi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1940. Þá fór hann á vinnumarkaðinn og vann m.a. á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík. Hann stofnaði og rak kjörbúð, byggingavöruverslun og heildverslun. Árið 1971 stofnaði hann ásamt fleirum Mazda umboðið Bílaborg hf. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Lilja Halldórsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Utför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Ólafur Þ. Sigurðsson bifreiðar- stjóri lést 2. maí sl. Hann var fæddur í Reykjavík 27. febrúar 1921, sonur hjónanna Sigurðar Þorsteinssonar og fvrri konu hans, Lilju Marteins- dóttur. Sigurður lauk meiraprófí bifreiðarstjóra og keyrði lengi eigin leigubifreið. Eftir að hann hætti leigubílaakstri var hann allmörg ár við lager- og útkeyrslustörf hjá Mið- stöðinni hf., en síðustu fimmtán árin starfaði hann í Álverinu í Straums- vík. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Davíðsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Áður en Ólafur kvæntist eignaðist hann tvö börn. Utför hans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Óli S. Hallgrímsson, Stórholti 24, Reykjavík, lést í Landspítalanum 6. maí. Garðar Kristjánsson frá Einholti, Hornafirði, lést í Landspítalanum 5. maí. Sigurlaug M. Jónsdóttir, Lang- holtsvegi 97, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mai kl. 10.30. Svanlaug Löve, form. Kattavinafé- lags Islands, Reynimel 86, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju kl. 13.30 föstudaginn 8. maí. Sigurður Andri Sigurðsson, Vest- urbergi 35, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. maí kl. 23.30. Páll Norðmann Björnsson, Grett- isgötu 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. mai kl. 13.30. UtförFríðu Guðmundsdóttur, sem lést 3. maí, verður gerð frá Dómkirkj- unni 8. maí kl. 15. Björn Högnason múrari, Stóragerði 12, sem lést 30. apríl, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 8. maí kl. 15. Brynjólfur Oddsson, fyrrverandi bóndi, Þykkvabæjarklaustri, verður iarðsunginn frá Þykkvabæjarklaust- urskirkju laugardaginn 9. maí kl. 14. Guðmundur Valdimar Tómasson bifreiðarstjóri, Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstu- daginn 8. maí kl. 15. Tilkyimirigar Broddurá Lækjartorgi Konur úr söfnuði Hrepphólakirkju ætla að selja brodd og fleira á Lækjartorgi föstudaginn 8. maí oghefst salan kl. 11 f.h. íslandsmyndir Mayers á ensku og frönsku Skömmu fyrir síðustu jól kom út hjá Erni og Örlygi bókin Islandsmyndir Mayers og hafði hún að geyma myndir þær sem Au- guste Mayer og fleiri gerðu í leiðangri Paul Gaimards um ísland fyrir 150 árum. Afrakstur leiðangursins var margvíslegur, m.a. þær tæplega 200 myndir sem flestar eru prentaðar í fyrsta sinni í lit í framan greindri útgáfu. íslandsmyndir Mayers, sem er hinn mesti kjörgripur, er í fagurri öskju. Þegar bókin kom út fyrir síðustu jól vannst ekki tími til þess að útbúa öskj- ur með enskum og frönskum texta en nú hefur verið úr þessu bætt og er bókin fáan- leg í öskjum á báðum málunum. Myndakvöld Útivistar, það síðasta i vor, verður í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Fjölbreytt efni. Fyrir hlé kynnir ferðanefnd sumarleyfisferðir Útivistar 1987 í máli og myndum. Tilvalið fyrir þá sem eru að skipuleggja sumarleyf- ið. Eftir hlé mun Herdís Jónsdóttir segja frá Ódáðahrauni og sýna myndir þaðan og einnig frá Tröllaskaga. Hvorutveggja nýtt og áhugavert efni. Hvar lá t.d. forna biskupsleiðin? Allir velkomnir. Skráning nýrra félaga á staðnum. Margrómaðar kaffiveitingar kvennanefndar í hléi. Sjáumst. Utivist. Landsþing Landssambands málfreyja á íslandi Dagana 8.-10. maí verður landsþing Landssambands málfreyja á íslandi haldið á Hótel Loftleiðum. Þingið hefst með skráningu á föstudagskvöld kl. 19.30. Heiðursgestir þingsins verða Geraldine Lightfoot, ritari/gjaldkeri ITC (alþjóða- samtakanna), og Lára V. Júlíusdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands. Munu þær báðar flytja erindi á þinginu. Málfreyjur eru nú 540 talsins og starfa í 25 deildum víðs vegar um landið. Lands- þing málfreyja 1988 hefur verið ákveðið á Akureyri næsta vor. LOKAÐ Vegna jarðarfarar SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR stórkaupmanns lokum við í dag kl. 12 á hádegi. BÍLABORG HF„ Fosshálsi 1. I gærkvöldi Bjöm Thoroddsen hljómlistarmaður: „Menningarútvarpið rás 1“ Ég hlusta talsvert á rás 1, ég kalla hana yfirleitt menningarútvarpið. Það er þessi rás sem ég opna helst fyrir ef ég ætla að hlusta á eitthvað sérstakt. Það er einn þáttur sem mér finnst einna skemmtilegastur, hann heitir Tónspegill og er á iaugardög- um og síðan er það djassþátturinn sem ég hlusta oft á ásamt fréttum. Rás 2 hefur heldur vinninginn yfir Bylgjuna, morgunþátturinn er ágæt- ur þegar maður heíúr eitthvað annað að gera um leið. Ég er ekkert yfir mig hrifinn af Bylgjunni, hún er einna helst eins og sjoppa sem selur eina tegund af Prins Póló á mismunandi aldri og á ég þá við tónlistarvalið aðallega. En ekkert er alvont, mér finnast frétt- irnar hjá Hallgrími góðar og þætt- Björn Thoroddsen. irnir hjá Páli eru einnig ágætir enda er hann alinn upp hinum megin. Ég dæmi þetta aðallega út frá mínum tónlistarsmekk, en ég tiiheyri minni- hlutahópi jassunnenda. Bylgjan mætti passa sig á þeim útvarpsstöðv- um sem eru að fara í gang og koma til með að þjóna minnihlutahópun- um sem eru margir hverjir fjölmenn- ir. Ég horfi mjög lítið á sjónvarp, að- allega á fréttir og bíómyndir. Ég horfi jafnmikið á Stöð 2 og ríkissjón- varpið, það er jafnlítið af jassi á báðum stöðvunum þannig að ég gef þeim ekki háa einkunn. Um leið og þeir setja upp stöð númer fimm sem sjónvarpar eingöngu djassi þá gerist ég áskrifandi. Kvenfélagasamband Kópavogs Konur, munið eftir mæðradagskaffinu sunnudaginn 10. maí. Tekið á móti kökum í Félagsheimilinu frá kl. 10 f.h. sama dag. Tónlistarskólinn í Keflavík 30 ára Á þessu ári verður Tónlistarskólinn í Keflavík 30 ára og er ætlunin að minnast þeirra tímamóta á laugardaginn. Afmælis- hátíðin hefst með nemendatónleikum í Félagsbíói í Keflavík kl. 15 og að tónleik- unum loknum verður gestum boðið í afmæliskaffi í Tónlistarskólanum. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Skól- inn var stofnaður af TónÍistarfélagi Keílavíkur í október 1957 og voru frú Vig- dís Jakobsdóttir og Guðmundur Nordahl aðaihvatamenn að stofnun hans. Fyrsti skólastjóri var Ragnar Björnsson. I tón- listarskólanum í Keflavík eru nú 232 nemendur og er þar kennt á öll helstu hljóðfæri auk söngs. Skólinn tók í notkun glæsilega viðbyggingu sl. haust og er að- staðan nú ein sú besta á landinu. Núver- andi skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík er Kjartan Már Kjartansson. Gylfi Gíslason sýnir í Gallerí Borg I dag kl. 17 opnar Gylfi Gíslason sýningu á teikningum í Gallerí Borg. Teikningarn- ar eru unnar á árinu. Myndefnið sækir Gylfi í umhverfi nútímans og þjóðsögurn- ar. Sýningin verður opin daglega kl. 10-18 nema mánudaga kl. 12-18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 18. maí. Tímaritið Gróður og garðar er komið út Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er viðtal við Pál Bergþórsson veðurfræðing um rannsóknir sem gerðar hafa verið á hugsanlegum áhrifum hitahækkunar á norðurhveli jarðar á gróðurfar. Þá er við- tal við Þorstein Tómasson, forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, um tilraunir á vegum áhugamannahóps til þess að rækta beinvaxið birki. Rætt er við Óla Val Hansson um afrakstur fræ- söfnunarleiðangurs tii Alaska. Rætt er við frumheijann Ingólf Davíðsson grasafræð- ing og „suðrænn garður við Sörlaskjól" er sóttur heim. Sagt er frá heimsókn í Lystigarðinn á Akureyri og starfi Skóg- ræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Loks má nefna að Guðmundur R. Sigurðsson landslagsarkitekt gefur lesendum góð ráð og Halldór Sverrisson plöntusjúkdóma- fræðingur ritar ítarlega grein um helstu méindýr og sjúkdóma sem herja á gróður. Ymislegt fleira er í blaðinu sem gefið er út af Frjálsu framtaki hf. Ritstjóri er Eirík- ur St. Eiríksson. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur fund laugardaginn 9. maí ki. 15. Rætt verður um kvöldferðalagið. Ný frímerki hafa verið gefm út í tilefni Evrópudagsins 1987 og sýna þau hluta steindra glugga í Fossvogskapellu eftir Leif Breiðfjörð. Verðgildi frímerkjanna er 12 og 15 krónur. Fundur um friðarmál í Skagafirði Almennur fundur um friðarmál verður að Löngumýri í Skagafirði nk. laugardag, 9. maí, kl. 15. Dr. Snorri Ingimarsson læknir mun flytja erindu um friðarmál, Anna María Guðmundsdóttir syngur friðar- söngva, Guðmundur Ingi Leifsson fræðslu- stjóri ræðir um friðaruppeldi. I framhaldi af hans erindi munu tveir nemendur grunnskóla Sauðárkróks ræða friðarmálin út frá sjónarmiði barna og unglinga. Auk þess verða almennar umræður og kaffi- sala. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavik verður með síðasta fund vetrarins í kvöld kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Spilað verður bingó. TM-miðstöðin Almennur kynningarfyrirlestur um TM- tæknina verður haldinn í Garðastræti 17 í kvöld, fimmtudag 7. maí, kl. 20.30. Fjall- að verður um áhrif TM-tækninnar á andlegt og líkamlegt heilbrigði, mannleg samskipti og fleira. Síminn i TM-miðstöð- inni er 16662. Aðalfundur Landfræðifélagsins verður haldinn fimmtudagskvöldið 7. maí 1987 kl. 20.30. Fundarstaður er Þerney, 2. hæð Hótel Esju. Dagskrá: 1. Venjuleg að- alfundarstörf. 2. Önnur mál, kaffiveiting- ar. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Hádegisverðarfundur Kvenréttindafélags íslands Föstudaginn 8. maí nk. kl. 12 efnir Kven- réttindafélag íslands til hádegisverðar- fundar að Litlu-Brekku. Gestur fundarins verður finnska skáldkonan Márta Tikkan- en en hún hefur m.a. skrifað skáldsöguna „Karlmönnum verður ekki nauðgað" sem kom út árið 1976 og ljóðabókina „Ástar- saga aldarinnar" en fyrir hana hlaut höfundurinn norræn bókmenntaverðlaun kvenna árið 1979. Márta Tikkanen hefur verið virk í kvennahreyfingunni í Finn- landi og mun segja frá stöðu mála þar í landi. Fundurinn er öllum opinn. Frakki tekinn í misgripum Ljósgrár frakki var tekinn í misgripum á kosningakvöldið úr fatahengi í Blóma- salnum á Hótel Loftleiðum. Sá sem tók frakkann er vinsamlegast beðinn að skila honum þangað aftur eða hringja í síma 673720. TónleikarTónlistarskólans í Reykjavík Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykja- vík heldur tvenna tónleika þar sem flutt verða frumsamin tónverk eftir sex nem- endur sem ljúka prófi í vor. Fyrri tónieik- amir verða fimmtudaginn 7. maí nk. í Langholtskirkju kl. 20.30. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur undir stjórn Arthurs Weisberg og flutt verða hljómsveitarverk eftir Helga Pétursson, Guðna Ágústsson, Guðrúnu Ingimundardóttur og Tryggva Demantsbrúðkaup eiga í dag hjón- in Ágúst Jónsson byggingameist- ari og Margrét Magnúsdóttir, Skipað í Barnaverndarráð Islands Menntamálaráðhen'a hefur skipað í Barnaverndarráð íslands til næstu íjög- urra ára frá 10. mars sl. að telja. Aðal- menn: Sigríður Ingvarsdóttir héraðs- dómari, formaður, Guðlinna Eydal sálfræðingur, Vilhjálmur Árnason heim- spekingur, Rannveig Jóhannsdóttir kennari, Jón Kristinsson barnalæknir. Varamenn: Haraldur Johannessen lög- maður, varaformaður, Þorgeír Magnússon sálfræðingur, Hlédís Guðmundsdóttir geð- læknir, Olöf Sigurðardóttir kennari og Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur. Útifundur Samtaka kvenna á vinnumarkaði Á útifundi Samtaka kvenna á vinnumark- aði þann 1. maí var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Útifundur Samtaka kvenna á vinnijmarkaði þann 1. maí sendir fyrrum fóstrum Reykjavíkur baráttukveðjur. Stöndum saman allar sem ein. Að kvöldi 1. maí kom tengihópur Samtaka kvenna á vinnumarkaði saman og sendi frá sér eftir- farandi samþykt: „Samtök kvenna á vinnumarkaði lýsa hneykslun á orðum borgarstjóra í kvöldfréttum þann 1. maí, vegna uppsagna fóstra. Aðgerðir fóstra eru ekki sérhagsmunabarátta, heldur bar- átta kvennastéttar fyrir launum sem hægt er að lifa af. Hafi einhver aðili hleypt samningsviðræðum í hnút var það borgar- stjóri. Þar talaði sá sem valdið hafði.“ Tónleikar M. Baldvinsson. Síðari tónleikamir verða fostudaginn 8. maí í húsakynnum skólans, Laugavegi 178, Bolholtsmegin, kl. 18. Flutt verða verk eftir Ásgeir Guðjónsson og Gylfa Garðarsson. Flytjendur eru kór Tón- listarskólans í Reykjavík, hljóðfærahópur nemenda skólans og annarra en stjómandi er Snorri S. Birgisson. Afmæli Reynivöllum 6, Akureyri. Þau eru að heiman í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.