Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Nýjar bækur DV JlHlWN HlXKASt, CartHC mmm 3nýjarfráUglu Uglan - íslenski kiljuklúbburinn - hefur nýlega sent frá sér þrjár nýjar bækur. Þær eru Raunir Werthers unga eftir Johann Wolfgang Goethe, Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald og Morð fyrir fulfu húsi eftir Ngaio Marsh. Raunir Werthers unga kom fyrst út árið 1774 og olli þá miklu fjaðrafoki. Sagan fjallar um ást Werthers hins unga á Lottu sem er lofúð öðrum og endar á að Werther fyrirfer sér af ástar- sorg. Bókin varð metsölubók og hún orkaði svo sterkt á lesendur að ungir menn um alla Evrópu fóru að dæmi Werthers og styttu sér aldur. Þýðingin er ef'tir Gísla Ásmundsson en Kristján Amason bókmenntafræðingur ritar eftirmála. Bókin er 169 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentstofú G. Bened- iktssonar. Kápu hannaði Sigurður Armannsson. Gatsby (The Great Gatsby) eftir F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1926. Sagan er hrífandi ástarsaga, sögð af ungum manni sem sest að í New York, ákafúr að kynnast stórborgarlífinu. Hann Iýsir á nærfæmislegan hátt anda bjartsýnistímans eftir 1920, þegar gullið heillaði margan manninn en siðspill- ingin skaut upp kolli þegar minnst varði. Atli Magnússon þýddi söguna og er hún 208 blaðsíður, prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar. Guðjón Ketilsson hannaði kápuna. Morð fyrir fúllu húsi er leynilögreglu- saga eftir Ngaio Marsh. Ngaio Marsh er nýsjálensk að uppruna og hefúr skrifað mikinn fjölda vánsælla spennu- sagna um áratuga skeið. Margar þeirra gerast meðal leikara og er þessi saga hennar dæmigerð að því leyti. Man'a Kristjánsdóttir þýddi bókina sem er 238 blaðsíður að stærð og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Sigurð- ur Ármannsson hannaði kápu. Engin þessara bóka hefúr komið út á íslensku áður. Skotta og vinir hennar Rétt fyrir páska kom út ný bamabók, sumargjöfin í ár: Skotta og vinir henn- ar, eftir Maigréti E. Jónsdóttur. Anna V. Gunnarsdóttir teiknaði margar myndir í bókina. Mál og menning gefur út Sagan segir frá dýralifi við sumarbú- stað í íslenskri sveit. Húsamúsin Skotta er ein eftir í holu fjölskyldunnar 0g verður skelfingu lostin þegar mann- Karnitu enga mannasiði - krakki? Sverrir jpy | y • f Framkoma Morðinna við böm Guðjonsson er nafa Vikunnar Jökull, jökull, herm þú mér Viðtal við útibússtjóra Alþýðubankans Grein um suðurheimskautssvæðið á Akureyri, eftir dr. Sverri Olafsson Kristínu Jónsdóttur VIKAN slIIsl vikuna fólkið birtist um vorið. En hún er hugmyndarík og dugleg og ákveður að læra mannamál til að ráða betur við þessa óvæntu gesti í bústaðnum sem holan hennar er við. Hún fær önnur dýr í lið með sér, háðsku músina Bollu, Hróbjart gamla hagamús, þröstinn geð- vonda og hans góðu frú. Saman sitja þau kennslustundir hjá hrafhinum. Þegar þau em búin að læra málið, sem mennimir tala, geta þau farið að stríða þeim svolítið. Margiét E. Jónsdóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu, þetta er fyrsta bókin hennar. Anna V. Gunnarsdóttir vinnur líka sína fyrstu bókarskreytingu í Skottu og vinum hennar. Bókin er 98 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Hávamál og Völuspá Gísli Sigurðsson Bókaforlagið Svart á hvítu hf. hefur öðru sinni sent frá sér bókina Hávamál og Völuspá sem kom út skömmu fyrir síðustu jól og seldist upp á þremur dög- um. Að þessu sinni er útgáfan aukin frá því sem hún var því nú birtast Hávamál öll en í fyrri útgáfunni var einungis Gestaþáttur, auk Völuspár. Kvæðin eru með nútímastafsetningu og skýringum eftir Gísla Sigurðsson sem einnig ritar eftirmála. Hávamál eru einstök í bókmenntum heimsins. Þau geyma siðfræði sem á rætur sínar að rekja til norrænnar heiðni en er sígild og á við í dag á sama hátt og fyrir þúsund árum. í kvæðinu eru ráðleggingar um almenna hegðun, visku- leit, menntun og hófsemi, umræða um félagsþörf mannsins og trygglyndi, ásta- mál og undirferli, galdra og heiðna speki. í skýringum við Hávamál er stuðst við nýjustu rannsóknir á kvæðinu og brydd- að upp á ferskum hugmyndum. Völuspá er eitt stórbrotnasta kvæði norrænnar menningar. Þar er sagt frá sköpun heimsins, tilkomu hins illa og stigmögnun þess þar til óvinir goða og manna láta til skarar skríða í ragnarök- um þar sem allt sekkur og brennur til þess þó að rísa upp aftur, fegurra og bjartara en fyrr. Texti Völuspár er eingöngu tekinn úr aðalhandriti eddukvæða, Konungsbók, og verður það til þess að kvæðið birtist almenningi í nokkuð amiarri mynd en hingað til. Við það falla stoðir undan ýmsum hugmyndum fræðimanna um Völuspá. f eftirmála bókarinnar gerir Gísli Sigurðsson grein fyrir þeim helstu og ennfremur hvernig hægt er að skýra kvæðið í ljósi texta Konungsbókar. Bókin Hávamál og Völuspá er í litlu handhægu broti, innbundin í fallegt rú- skinn og ætti því að henta sérstaklega vel til tækifærisgjafa. Hún er fáanleg í tveimur litum, djúpbláum og vínrauðum, og kostar einungis 1.190,00 kr. ÞAÐ KEMUR MEÐ 20ÁRA ÁBYRCÐ, ALCJÖR BYLTINC Á ÍSLANDI TUFFRAIL STERKAR PLAST GIRÐINGAR *Auðvel0ar i uppsetningu * Margar stærðir *Lítur vel ut og Þarfnast * Funar ekki ekki viðhaias Einmg husakiaedmg þakrennur o s frv ÆU/I/IENIA ER MEIRA EN VENJULEG SÖG Rafbraut Bolholti 4, Símar: 681440 og ^81447^^^^^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.