Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Spumingin Hver finnst þér vera að- alkostur þess að búa á íslandi? Siguijón Jósepsson bensínafgreiðslu- maður: Kostirnir eru margir. Mér finnst gott að búa hérna, fólkið er gott, næg atvinna og öryggi. Ástand- ið er betra hér en annars staðar í heiminum. Margrét, vinnur við kennslu: Island er í alla staði ágætt, hér líður fólki vel, það hefur öll þægindi og lifir góðu lífi ef það er heilbrigt. Svo er alltaf best að vera þar sem ræturnar eru. Atli Geir Grétarsson: Kostirnir snúa að fólkinu, landið er hreint og við erum laus við mengun. En eitt er víst að ekki er það veðrið sem heillar. Ásmundur Jónasson verslunarmað- ur: Það er gott að búa hérna, hérna er maður fæddur og hér er lítil meng- un. Ég held að íslendingar vilji yfirhöfuð búa á Islandi. Ólöf Bjarnadóttir skrifstofustúlka: Ég held að það sé hvergi eins gott að búa og einmitt hér á íslandi en þó hef ég ekki búið annars staðar. Það er allt mjög jákvætt við það, hér er hreint loft og tært vatn og landið er fallegt. Heinir Ríkharðsson lögregluþjónn: Kosturinn er nákvæmlega einn: Knattspyrnuliðið Fram er á Is- landi. DV Lesendur „Áfengisútsölu fýlgja samfélagsleg vandamál‘ Seltirningur skrifar: Samtímis alþingiskosningunum 25 apríl sl. var kosið um það hvort opna ætti útsölu frá Áfengisverslun ríkis- ins í bænum. Mér til mikilla von- brigða var það samþykkt. Hætta á aukinni áfengisneyslu eykst þvi meir sem auðveldara verður að nálgast áfengið og margir munu eiga erfitt með að standast þá freistingu að koma við í áfengisversluninni á leiðinni heim úr vinnunni. Við forsetakosningamar 1980 var einnig kosið um það hvort opna skyldi áfengisútsölu á Nesinu. Bæj- arbúar voru því andvígir og felldu hugmyndina. En einhverjir sættu sig greinilega ekki við „neiið“ og því fór sem fór. Áfengisútsölu fylgja nefnilega ýmisleg samfélagsleg vandamál sem við Seltimingar eigum óneitanlega eftir að finna fyrir. Hún laðar að sér drykkjufólk og skapar umferðaröng- þveiti. Það hefur margsannast að hvar sem áfengisútsala er staðsett veldur hún óþægindum og ónæði fyrir þá sem búa nálægt henni eða þurfa að komast leiðar sinnar. Við sem búum á Nesinum ættum öll að vita hvemig bílamergðin er í kring- um Eiðistorgið og Nesveginn þegar eitthvað er um að vera þar. Fólki virðist því standa á sama þó bílaum- ferðin magnist verði áfengisútsölu komið á laggimar hér. Hætta á aukinni áfengisneyslu eykst því meir sem auðveldara er að nálgast áfengið. Margir munu eiga erfitt með að standast þá freistingu að koma við í áfengisversluninni um leið og -komið er úr vinnunni eða skroppið er út í búð. Hætt er við að fleiri settust ölvaðir undir stýri og umferðaróhöppum myndi fjölga. Góðir Seltimingar, við þurfum ekki áfengisútsölu á þennan friðsæla stað sem við búum á. Við skulum ekki stuðla að óþægindum, ónæði og böli annarra. - það er aldrei of seint að snúa við á rétta braut. Stjómarand- stöðuna heim Skúli Magnússon skrifan sér arði. Stjómmálaafskiptum gætu Nú að afloknum kosningum hill- þessir fúlltrúar andstöðunnar síðan ir undir breytingar á stjómun þessa sem best sinnt úr stofunni heima hjá fámenna lands, að vísu get ég ekki sér, skrifað greinar í blöð og tímarjt séð að það breyti miklu því þetta er sém allir vita jú að hafa miklu meiri alltsamigrauturinnísömuskálinni. áhrif en eitthvert málskrúð á Al- En það er eitt sem mér hefúr alltaf þingi sem enginn hlustar á. Það sem fundist dálítið skrítið, það er það sparast í launagreiðslum má síðan þegar búið er að semja um ríkis- setja í félagsraálapakka eða deila út stjórn. Afhveijuerþáveriðaðhalda á meðal fátækra sem allir vita að stjómarandstöðunni á launum? fyrirfinnast í þessu þjóðfélagi. Stjórnarandstaðn er til lítils gagns, Stundum er þvi haldið fram að það það vita allir sem vilja. Ekkert af sé einn af homsteinum lýðræðisins tillögum hennar er samþykkt á Al- að hafa Alþingi í því formi sem það þingi. Þama sitja því oft um 30 er nú. Það er á engan hátt réttmæt þingmenn sem hafa nánast ekkert fullyrðing því heimasetan myndi að gera nema naga á sér neglumar deilast á alla flokka jafnt og allir og rétta upp hönd á viðeigandi stöð- fengju með tímanum tækifæri til að um þegar verið er að samþykkja sína fram á að þeir gætu stjómað einhver frumvörp frá stjómarliðum. landinu. Því segi ég stjómarandstöð- Ég tel að við höfúm engin efiii á að una heim og ekkert múður, við halda þessu liði uppi, það væri miklu spörum stórfé sem hægt væri að nær að það stundaði einhver þau nýta til skynsamlegri hluta en borga störf í þjóðfélaginu sem skiluðu af fólkilaunsemhefúrekkertaðgera. Heppilegt stjómarmynstur 8457-5496 skrifar: Eftir kosningar hafa verið ýmsar hugmyndir í gangi um væntanlegt stjómarmynstur. Hér langar mig að koma á framfæri hugmynd sem mér finnst geta komið til greina. Hún byggist á samstarfi fiögurra flokka: Borgaraflokks (2 ráðherrar), Framsóknarflokks (3 ráðherrar), Al- jýðuflokks (3 ráðherrar) og Kvenna- lista (2 ráðherrar). Þingmannafjöldi stjómarinnar yrði 36. Forsætisráðherra yrði Albert Guð- mundsson, iðnaðarráðherra Júlíus Sólnes, utanríkissráðherra Steingrím- ur Hermannsson, fjármálaráðherra Halldór Ásgrímsson, dóms-, kirkju- og landbúnaðarráðherra Jón Helgason/ Guðmundur Bjamason, viðskiptaráð- herra Jón Sigurðsson, sjávarútvegs- ráðherra Kjartan Jóhannsson, félags- og samgöngumálaráðherra Jón Bald- vin Hannibalsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Guðrún Agn- arsdóttir og í lokin menntamálaráð- herra Krístín Halldórsdóttir. — Geri aðrir betur. Jón Baldvin á heiður skilinn Sigrún Jónsdóttir, Asparfelli 6, skrifar: Nokkrar umræður hafa orðið um hinar óformlegu stjómarmyndunartil- raunir Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hafa ýmsir orðið til þess að gagnrýna þessar tilraunir hans. Undirritaðri sýnist þvert á móti að Jón Baldvin eigi heiður skilinn fyrir þetta einkum af tveimur ástæðum: I fyrsta lagi hefur hann verið að ræða við þá flokka sem hann lýsti yfir fyrir kosningamar að ættu að reyna stjórn- armyndun að þeim loknum, sem sagt Sjálfstæðisflokk og Samtök um kvennalista auk Alþýðuflokks. Þama er því að þessu leyti samræmi milli orða og athafna. I annan stað er það lofsvert að ganga svona hreint til verks því á undanföm- um áratugum hafa flokksforingjar yfirleitt farið í stjómarmjmdunartil- raunum eins og kettir í kringum heitan graut enda árangurinn eftir því. Stjómarmyndanir hafa tekið margar vikur, stundum mánuði. - Það var því kominn tími til að reyna að breyta þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.