Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Utlönd Pedro L. Chamorro, einn af leiðtogum kontraskæruliða, skýrir fréttamönnum frá því að hinar ýmsu fylkingar uppreisnar- manna, sem berjast gegn ríkisstjóm Nigaragua, hafi ákveðið að sameinast i baráttunni. Símamynd Reuter Sameina skæru- liðasveitir sínar Leiðtogar uppreisnarmanna, sem berjast gegn stjómvöldum í Nig- aragua, náðu í gær samkomulagi um samruna tveggja meginfylkinga sinna og samhæfingu aðgerða gegn stjóm vinstri manna í landinu. Munu sveitir kontraskæmliða, sem studdar em af Bandarikjamönnum, og þær sveitir skæmliða, sem hafa aðsetur í Costa Rica, sameinast í einn her undir einni yfirstjóm. Vonast skæmliðar til þess að þetta auki mjög líkumar á því að tak- ast megi að fella ríkisstjóm marx- ista. Leiðtogar kontraskæmliða sögðu í gær að í kjölfar þessa samkomulags myndi fylgja róttæk endurskipulagn- ing og sameining andstæðinga stjóm- valda í einn þjóðarher. Þessi nýja samsteypa hefur verið nefnd Andspyrnuhreyfing Nigaragua. Búist er við að samkomulagið verði staðfest síðar í vikunni af ráðstefnu pólitískra leiðtoga hreyfinganna tveggja sem koma saman til fundar í Miami á morgun. Sveitir kontraskæmliða, sem stað- settar em í landamærahémðum Nigaragua og Honduras, hafa um fimmtán þúsund menn undir vopnum. Skæmliðamir í Costa Rica em eitt- hvað færri talsins en em taldir mun lýðræðislegri í vinnubrögðum. Leiðtogar kontraskæmliða sögðu í gær að megininntak þessa samkomu- lags væri að nú yrði hægt að halda uppi árásum á stjómarher Nigaragua á tvennum vígstöðvum. Leiðtogar skæmliðanna í Costa Rica töldu hins vegar mikilvægast í samkomulagi þessu að sjö manna borgaralegri nefiid yrði fengin í hendur full yfirstjóm á herjum skæmliðanna. Samningaviðræður skæmliðafylk- inganna hafa staðið um nokkurra mánaða skeið. Handtóku PLO-mann Alríkislögreglan í Bandaríkjunum handtók í gær félaga úr Frelsissam- tökum Palestínumanna, PIX), sem eflirlýstur er af ísraelsmönnum fyrir að varpa eldsprengju að strætisvagni og drepa ökumann hans árið 1986. Talsmenn lögreglunnar sögðu í gær að Mahmoud Atta, sem hefúr bandarískan borgararétt, hafi í gær komið til Kennedyfiugvallar í New York, frá Venesúela, en hann var gerður landrækur þaðan. Atta mun verða í haldi í banda- rísku fangelsi meðan yfirvöld fjalla um hvort hann skuli framseldur ísra- elskum yfirvöldum sem búist er við að krefjist framsals á honum. Játaði á sig morð áforeldrum „Bobbys“ Nítján ára unglingur hefúr óvænt játað á sig morðið á foreldrum Patricks Duffy, stjömunnar í „Dall- as“-sjónvarpsþáttunum. Búist er við að dómur falli síðar í þessum mánuði. Við yfirheyrslur í gær játaði Sean Wentz einnig á sig rán og líkamsárás. Hann og annar unglingur, Kenneth Miller, voru ákærðir fyrir morðið sem átti sér stað í nóvember. Var Miller dæmdur í 180 ára fangelsi í mars síð- astliðnum. Foreldrar Patricks Duffy ráku lítinn veitingastað í Boulder í Montana þar sem aðeins tólf hundruð íbúar hafa tekið sér bólfestu. Vom hjónin með myndir af syninum á baroum. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór K. Valdimarsson Sikileyingar deila á mafíuna Eiginkonan í Löðri látin Ólafiir Amaisan, DV, New York: Hver man ekki eftir Löðri og öllum þeim vitleysingum sem þar gengu laus- ir. Þættimir em fyrir löngu liðnir undir lok en óneitanlega brosir mað- ur út í annað þegar maður rifjar þá upp. Síðastliðinn mánudag lést í Los Angeles Cathryn Damon, sem í þátt- unum lék Mary Campbell, eiginkonu Burts. Krabbamein varð henni að ald- urtila. Hún var 56 ára að aldri. Árið 1980 fengu bæði hún og Ric- hard Mulligan, sem lék Burt, Emmyverðlaunin fyrir leik sinn í Löðri. Eftir að Löður rann sitt skeið kom Damon fram í nokkrum sjónvarps- myndaflokkum. Má þar nefiia Mike Hammer, Murder She Wrote og Webster. Hún lék einnig í mörgum leikritum á Broadway. Baldur Róbertsson, DV, Genúa: Þann 1. maí 1947 hittust þúsundir verkamanna rétt fyrir utan borgina Palermo á Sikiley í tilefni dagsins. Var það í fyrsta skipti eftir að seinni heims- styrjöldinni lauk. I miðri samkomunni birtist skyndi- lega hópur vopnaðra manna og byrjaði að skjóta á mannfjöldann. Ellefu manns létust og fimmtíu og sex særð- ust. Þeir sem skutu á mannfjöldann voru sendir út af mafíunni. Nú, fjörutíu árum seinna, komu verkamenn saman til að halda 1. maí hátíðlegan og minnast atburðarins. Virðist fólk ekki vera eins hrætt og áður við mafíuna því mikið var deilt á hana á fjölmennum útifundi í Pal- ermo. Þess má geta að Palermo er fæðingarstaður mafíunnar og í fjölda ára hefur fólk þar ekki þorað að hugsa um samtökin hvað þá tala upphátt um þau. Botha sigurvegari kosninganna Flokkur P.W. Botha, forseta Suð- flokkurinn, sem verið hefur við völd ur-Afríku, fór með sigur af hólmi í frá 1948, vann sæti frá frjálslyndum kosningum hvítra i gær. Þjóðar- og þegar tilkynnt hafði verið um 140 Chris Heunis, einn af valdamestu mönnunum í stjórn Suður-Afriku, fagnar naumum sigri yfir Denis Worral, fyrrum sendiherra í Bretlandi. Worral, sem er lengst til vinstri á myndinni, er hlynntur pólitiskum réttindum fyrir blökku- menn. Simamynd Reuter Götur i miðborg Jóhannesarborgar voru auöar i gær er ein og hálf milljón blökkumanna fór ekki til vinnu til að mótmæla kosningum hvitra i Suður- Afriku. Simamynd Reuter af hinum 166 hafði fiokkurinn hlotið 105 sæti. Fijálslyndir höfðu hlotið 19, íhaldsflokkurinn 15 og óháð- ir 1. Denis Worrall, sem olli miklu upj> þoti er hann sagði sig úr Þjóðar- flokknum, var nálægt því að sigra ráðherrann Chris Heunis sem hlaut 8.539 atkvaíði á móti 8.400. Worrall, sem verið hefur sendiherra í Bret- landi, er hlynntur pólitískum rétt- indum fyrir blökkumenn. Þegar hvítir gengu að kjörborði fór ein og hálf milljón blökkumanna í verkfall. Eru það viðamestu mót- mælin í sögu landsins. Þrátt fyrir ótta stjómarinnar um að skæruliðar myndu reyna að trufla kosningamar var kosingaþátttakan mikil og sums staðar allt að 80 prósent. Meðal sigurvegaranna í íhalds- flokknum var Arrie Paulus, formað- ur verkalýðsfélags hvítra námu- manna, sem hatrammlega hefur barist gegn því að öllum kynþáttum verði leyft að stunda hvaða vmnu sem er. Allir ráðherrar Bothas voru endur- kjömir en naumur sigur Heunis var mikið áfall fyrir flokkinn. Heunis hefur verið talinn líklegur eftii-mað- ur forsetans og hefur verið ábyrgur fyrir breytingum á kynþáttaaðskiln- aðamtefnunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.