Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. íþróttir Er Lineker bestur allra? - skiptar skoðanir í Englandi um það • Gunnar Gíslason. „íslensk granít- blokk“ Moss, lið Gunnars Gíslasonar, kom mjög á óvart í sínum fyrsta leik í norsku 1. deildinni uxn síð- ustu helgi. Þá sigraði liðið Lille- ström norsku meistarana, 2-1, fyrir framan 4095 áhorfendur. Gunnar fær mikið lof fyrir leik sinn í norsk- um blöðum og er hann sagður vera „íslensk granítblokk í stuttbux- um“ og eiga Norðmenn varla nógu sterk lýsingarorð til að lýsa styrk- leika Gunnars sem er svo sannar- lega góð auglýsing fyrir íslenska lýsið. Gunnar og Per Morten Haugen eru sagðir hafa ráðið lög- um og lofum á miðju vallarins og með þvi lagt grunninn að sigri Moss. -SMJ Karl-Heinz Rúmliggjandi Miklar líkur eru á að Karl Heinz Rummenigge fari undir kutann innan tíðar. Forseti Inter Milan segir að Karl fari í ítarlega rann- sókn í Sviss og þar verði tekin ákvörðun um framhaldið. Rummenigge hefur átt við slæm ökklameiðsl að stríða á síðustu vikum og hefur hann af þeim sök- um verið fjarri sínu besta. Gárungar segja að Karl hafi nú verið visinn eða frá keppni á annað ár og því sé vert að kalla hann réttu naíni eða Karl Heinz Rúm- liggjandi. -JÖG Englendingar eru ekkert smáræði stoltir af markaskorara sínum, Gary Lineker. Síðan hann skoraði ijögur mörk gegn Spáni nú í vetur þykir mönnum sýnt að hér sé einn mesti markaskorari Englands fyrr og síðar • Lineker, umkringdur spönskum blaðamönnum eftir að hafa skorað 4 mörk gegn Spáni. Þær Evertonkempur, Kevin Sheedy og Adrian Heath, hafa fagnað mjög upp á síðkastið enda Englandsmeistar- ar í knattspymu. En nú em blikur á lofti hvað þá fóstbræður varðar. Knattspymusambandið þar í landi hyggst nefnilega sækja þá pilta til saka fyrir dólgslega framkomu á velli. Eiga forkólfar sambandsins þar við á ferð. - Og mesti markaskorari Eng- lands hlýtur að vera á lista meðal mestu markaskorara heims - eða það þykir Englendingum! En ef Lineker er borinn saman við aðra markaskorara, hvað kemur þá í ljós? Hvernig er hann til dæmis í sam- anburði við Jimmy Greaves? Greaves gerði úafn sitt ódauðlegt með því að skora 350 deildarmörk. Það er ljóst að Lineker nær aldrei því marki. Lineker hefur hins vegar skor- að 18 mörk fyrir landsliðið og telja menn að hann geti vel ógnað meti Bobby Charlton sem skoraði 49 mörk með enska landsliðinu. „Lineker á eft- ir að slá metið mitt. Ég hef ekki séð neinn knattspymumann sem er betri fyrir framan markið,“ sagði Bobby Charlton um Lineker og bætti við: „Hugur hans er sneggri en elding og hann ákveður sig á sekúndubrotum fyrir framan markið. Tvö marka hans gegn Spáni sýna þetta. Hjá öðrum leikmönnum hefðu þetta ekki einu annarlegt látæði þeirra Sheedy og Heath sem espuðu síðan áhangendur til áfloga og vafasamra aðgerða af því taginu. Þetta ku hafa gerst í viðureign Liverpool og Everton en þeirri glímu töpuðu þeir síðamefndu, 0-3. -JÖG • Adrian Heath með Góðgerðar- skjöldinn ásamt Trevor Steven, félaga sínum ÍBR________________________KRR REYKJAVfKURMÓT MEISTARAFLOKKUR Fimmtudag kl. 20.30. Leikið um 7.-8. sæti ÍR - ÞRÓTTUR Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL „Lárus fugl á sigurbraut Nú er úrslitakeppnin hafin vestra og hinir rammgöldróttu körfuknatt- leiksmenn NBA-deildarinnar glíma nánast upp á líf og dauða. Þegar hafa fræg lið helst úr lestinni enda standa fyrir dyrum undanúrslit í keppninni. „Sjötíu og sexumar" frá Fíladelfíu féllu til að mynda snemma úr keppni þetta árið og vom risamir heldur framlágir yfir óförum sínum. Gengið á enda öðm að venjast en að bíða lægri hlut. Lakers frá Los Angeles, eitt fræg- asta körfuknattleikslið heims, er á hinn bóginn enn í fremstu röð og víglínu. Aðfaranótt miðvikudags mætti það „vígamönnum gullna rík- isins", Golden State Warriors. Vígamenn stóðu ekki undir nafni og vom lagðir að velli, 125-116. LA- piltamir standa því betur að sinni í viðureigninni við vígamenn með 1-0. Seattle Supersonics sigmðu sömu- leiðis flugeldakempumar í Houston Rockets, 99-97, aðfaranótt miðviku- dags. Það var helst til lítið púður í eldflaugum Houstonborgar í þetta sinnið en ástæðulaust að leggja árar í bát þótt staða flugeldadrengja sé lakari, þeir em undir, 0-1. Boston Celtics, sem lengi hafa átt velgengni að fagna, héldu upptekn- um hætti í vikunni og sigmðu Milwaukee Bucks, 111-93. „Láms“ nokkur „fugl“ hefur í áravis gert garðinn frægan með þeim Boston- kumpánum. Virðast kraftar hans duga til afreka nú sem oft áður. Haukamir frá Atlanta unnu fræki- legan sigur á Detroit Pistons, 115-102. Liðin em þó enn jafnvíg þrátt fyrir þessi úrslit, bæði hafa einn vinning. -JÖG Sheedy og Heath með dólgslæti • Bobby Charlton kveður Lineker muni taka markamet hans með enska landslið- inu. n % sinni orðið marktækifæri." Þá telm- Charlton að Englendingar eigi góða möguleika á því að verða Evrópu- meistarar á næsta ári ef Lineker verði í formi. Rush er betri Flestir í Englandi eru sammála Charlton í því að Lineker sé fáum lik- ur, en að líkja honum við hálfguðinn Greaves sé þó fullmikið af því góða! „Lineker hefur vissulega mikinn hraða og tilfinning hans fyrir mark- tækifærum er ótrúleg en hann er engin Greaves. Jimmy var snillingur," sagði George Best. „Nei, menn ættu að bíða með þessa samlíkingu. Þar að auki stendur Lineker Ian Rush langt að baki. Rush hefur skorað yfir 30 mörk að meðaltali i deildinni síðan 1981 og er mun meiri alhliða leikmaður en Lineker,“ segir George Best. -SMJ Mark Hateley hl Bayem Miinchen Mark Hateley stefnir frá Italíu þegar samningstíma hans við AC Milan lýk- ur. Það er því ljóst að hann fer frá félaginu nú í sumar. Hateley sagðist í gær vera í samn- ingaviðræðum við Bayern Múnchen og Glasgow Rangers. Kvaðst hann taka ákvörðun um félagaskipti eftir síðasta leik AC Milan í deildakeppn- inni ítölsku þann 17. maí. Berlusconti, forseti AC Milan, segist hins vegar ætla að halda Hateley í röðum félagsins og leigja krafta hans. Með því móti hyggst Berlusconti hafa Hateley til reiðu ef einhverjar kúvend- ingar verða í ítalskri knattspymulög- gjöf. „I lok júní verð ég ekki lengur á mála hjá Berlusconti. Samningur minn við AC Milan fjarar þá út og þegar þannig er komið málum get ég tekið stefnuna í þá átt sem ég sjálfur kýs,“ svarar Hateley þessari yfirlýs- ingu forseta síns. Ray Wilkins, sem einnig leikur með AC Milan, er sömu- leiðis á förum frá félaginu. Ákvörðun beggja, hans og Hateley, er eðlileg því tveir hollenskir landsliðskappar mæta til leiks hjá AC á næsta keppnismiss- eri. Þetta eru þeir kumpánar Ruud Gullit og Marco Van Basten. Kvóti erlendra leikmanna á Ítalíu er mjög lítill. Aðeins er heimild fyrir tveimur útlendingum í liði á hverju keppnismisseri. -JÖG • Mark Hateley. Skuldahalinn vefur sig um Alpafjöllin ífjárhagskröggum Svo kann að fara að næni öll misseris. Eru þetta félögin La keppnislið í fyrstu og annarri deild Chaux-de-Fons og Winterthur. Óf- svissnesku knattspymunnar verði áum liðum hafa einnig verið settir gerð útlæg frá þátttöku f lands- eða úrslítakostir. Er forkólfum þeirra deildarkeppni. Þetta kemur til vegna skipað að rétta Qárhaginn hið fyrsta skulda en slíkur hali er orðmn lang- ellegar verði þeim meinað að kaupa ur hjá fiestum félögum í þessum leikmenn. Fylgb* útlegðin síðan í tveimur deildum. kjölfarið fyllist kassinn ekki þegar Rót vandans liggur i erlendum málum er þannig komið, knattspymumönnum sem leika Þess má geta að tveir íslenskir stærri hlutverk í sfrnun liðum með landsliðamenn leika í Sviss. Það em hveiju nýju tímabili. þeir fóstbræðui* Ómar Torfason og Tveimur liðum hefur þegar verið SigurðurGrétarsson.Ijeikaþeirbáð- meinuð þátttaka í mótum næsta ir með Luzerne. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.