Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. 19 Menning Víðsýnn og kurteis heimsmaður Gylfi Þ. Gíslason: Hagsæld, timi og hamingja Úr ritgerðum og ræðum Almenna bókafélagið, Reykjavík 1987. Gylfi Þ. Gíslason naut takmark- aðra vinsælda, á meðan hann var stjórnmálamaður. Bar þar margt til. Mörgum fannst hann um of framagjarn, og haft var á orði, að hann væri hégómlegur. Hann þótti ennfremur nokkur tækifærissinni. Það spillti líka fyrir honum, að í utanríkismálum átti hann lengi samleið með kommúnistum. Og vandfýsnum vísindamönnum á sviði stjórnmála og hagfræði fannst hann ófrumlegur og grunnfærinn í orði og hugsun, þótt hann væri langskólagenginn og hefði verið háskólaprófessor, áður en hann varð ráðherra. „Gylfi Þ. Gíslason hefur aldrei skrifað djúpan texta,“ sagði mér einn þeirra. Eftir að Gylfi hætti stjórnmálaaf- skiptum, hefur orðstír hans hins vegar aukist. Nú rifja menn upp, hversu vinnusamur og samvisku- samur ráðherra hann var, sérstak- lega í viðreisnarstjórninni. Enginn vafi leikur á því, að hann er í hópi frambærilegustu stjórnmálamanna síðustu áratuga, og það má hann eiga, að hann hefur aldrei verið áreitinn eða illvígur í stjórnmála- starfi. Gylfi nýtur þess nú, að hann er víðsýnn og kurteis heimsmaður jafnframt því sem hann er einlægur áhugamaður um íslenska menn- ingu, listir og bókmenntir. Frjáls- lyndir menn á íslandi kunna og að meta, að hann hefur öðrum félags- hyggjumönnum fremur verið hlynntur frjálsri verslun og frjálsri samkeppni. Hagsæld og farsæld Meginstefið í bók þeirri, sem Al- menna bókafélagið gaf út á sjötugs- afmæli Gylfa Þ. Gíslasonar í febrúar 1987, er, að hagsæld leiði ekki sjálfkrafa til farsældar. Mann- inum nægi ekki að eignast auð: hann verði líka að bjarga sál sinni. Gylfi kemur þessari hugsun alls staðar að, hvort sem um er að ræða langar fræðilegar ritgerðir eða tækifærisræður, og hún verður honum tilefni til margra háfleygra orða og setninga. Ef einhver annar rauður þráður er í bókinni, þá er hann sennilega sá, að hið frjálsa hagkerfi fái, þrátt fyrir ýmsa góða kosti, ekki staðist án víðtækra af- skipta ríkisins. En sú ritgerð, sem samnefnd er bókinni, er að mínum dómi athyglisverðust. Þar segir Gylfi frá hugleiðingum ágæts sænsks hagfræðings (og eins leið- toga sænska Ihaldsflokksins), prófessors Staffans Burenstams Linders, um tímaskortinn, sem sigli í kjölfar tækniþróunar og aukinnar velmegunar. Það er alkunna, að fátæku fólki í Suðurlöndum liggur oftast ekki á. Lífið gengur þar sinn hægagang, á meðan allir ílýta sér sem mest þeir mega á þeirri Fimmtutröð, sem Einar Benediktsson orti um í kvæði sínu frá New York. Hvernig stendur á þessu? Skýring Linders er í fæstum orðum, að tíminn verði fólki því meira virði sem tækifær- unum fjölgi til þess að nýta hann betur. Eftirspurnin eftir honum eykst, ef svo má að orði komast, en framboðið er næstum því óbreytt, eins og alræmt er. Aftan við þessar hugleiðingar Linders hnýtir Gylfi þeirri frómu ósk, að menn láti þennan aukna tímaskort ekki ná of sterkum tökum á sér. Þeir megi ekki gleyma sjálfum sér í heimsins glaumi. Þeir verði að breyta sér og bæta sig. Réttlát tekjuskipting Bókin skiptist í sex hluta. Einn er helgaður jafnaðarstefnunni, en Gylfi hefur löngum verið einn ötul- asti talsmaður hennar á íslandi. Gylfi viðurkennir raunar, að al- menn velmegun verði miklu meiri í frjálsu eða sjálfstýrðu hagkerfi heldur en í því miðstýrða hagkerfi, sem sósíalistar fyrri ára hugsuðu sér. En hann telur ranglátt (bls. 70), „að eign færi eiganda nokkru sinni meiri tekjur en svarar til þess verðs, sem hæfilegt er að greiða fyrir þjónustu hennar. Hér er um að ræða eitt helsta ágreiningsefni jafnaðarmanna og einkareksturs- sinna, sem telja markaðslögmál eiga að ráða þeim tekjum, sem eignamenn hafa af eignum sínum og aðstöðu." Hér er margt að athuga. Hvað er „hæfilegt" að greiða fyrir þjón- ustu eignar? Frjálshyggjumenn telja, að það hljóti kaupandi og Bókmenntir Hannes H. Gissurarson seljandi að ákveða í frjálsum samn- ingum sín á milli. En við því hreyfir Gylfi þeirri mótbáru, að stundum séu slíkir samningar ekki frjálsir, þar eð seljandi hafi einokunarað- stöðu og geti knúið fram hærra verð en hæfilegt sé. Frjálshyggju- menr. taka undir, að þetta geti stundum gerst, enda sé eina eðli- lega skilgreiningin á arðráni, að það sé einokunarhagnaður. En hvað um samninga, sem eru í raun og veru frjálsir? Hér greinir frjáls- hyggjumenn á við jafnaðarmenn. Þeir geta sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel. Jafnaðarmenn siga hins vegar á fólk skattheimtu- mönnum. Og hvaða tryggingu höfum við raunar fyrir því, að sú tekjuskipting, sem leiðir af samn- ingum á vettvangi stjórnmálanna (þ.e. pólitískum hrossakaupum), sé réttlátari en sú, sem leiðir af samn- ingum úti á frjálsum markaði? Einokun og stórfyrirtæki Önnur andmæli Gylfa við hinu sjálfstýrða hagkerfi eru sótt í rit bandaríska sósíalistans Johns Kenneths Galbraiths. Þau eru, að það hafi tilhneigingu til að breyt- ast í kerfi einokunarkapítalisma, þar sem nokkur stórfyrirtæki ráði mörkuðum. „I nútímaiðnríki hefur hins vegar verið um sívaxandi til- hneigingu til stórreksturs að ræða,“ skrifar Gylfi. „Stór fyrir- tæki og fyrirtækjasamtök setja í æ ríkara mæli svip sinn á atvinnulíf- ið. Þá koma ný vandamál til skjalanna. Hætt er við, að slík fyr- irtæki öðlist óeðlilega mikil áhrif í þjóðfélaginu. Þess vegna verður hið opinbera að hafa skilyrði til þess að hafa með þeim eftirlit." Ég ræddi um þessi andmæli í nokkrum smáatriðum í doktorsrit- gerð minni, sem gefin var út í Bandaríkjunum um svipað leyti og bók Gylfa hér á landi, og komst að þeirri niðurstöðu, að jiau styddust ekki við staðreyndir. A síðustu ára- tugum hefur ekki verið tilhneiging til þess að fyrirtæki stækki og þeim fækki, eins og þeir Galbraith og Gylfi halda fram. Öðru nær. Sam- keppni fyrirtækja er nú harðari en áður, meðal annars vegna þess að fólki hefur fjölgað, samgöngur hafa batnað og tækni hefur fleygt fram. Þetta merkir, að fyrirtæki starfa við meiri aga en áður, svo að minni þörf er á eftirliti ríkisins með þeim. A ýmsum sviðum atvinnulífsins er stórrekstur ekki heldur eins hag- kvæmur og smárekstur, þar sem sérþekking einstaklinga nýtist Gylfi Þ. Gíslason. jafnan betur. Og hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum? Ættum við satt að segja ekki að hafa mestar áhyggjur af einokun- arfyrirtækjum ríkisins, til dæmis Ríkisútvarpinu. þar sem stjórnend- ur og starfsmenn virðast fara sínu fram án nokkurs tillits til þarfa og óska neytenda? Hugmyndir Gylfa um stjórn- skipan Gylfi Þ. Gíslason er einn örfárra stjórnmálamanna á íslandi. sem spyrja ekki aðeins að leikslokum í stjórnmálum. heldur velta líka fyr- ir sér þeim leikreglum. sem þar gilda. í bókinni er einmitt birt vfir- gripsmikil ritgerð um stjórnar- skrármál frá 1945. Kjarninn í tillögum Gvlfa er. að takmarka þurfi kost þingmanna á hrossa- kaupum með þvi að minnka þau áhrif, sem þeir geti haft á fram- kvæmdavaldið. Hann telur. að til þess eigi þjóðkjörinn forseti að skipa ríkisstjórn. Hann er ennfrem- ur þeirrar skoðunar. að einmenn- ingskjördæmi geri þingmenn of háða kjósendum sínum. svo að at- kvæðakaup aukist. Þess vegna leggur hann til. að landinu sé skipt í fimm stór kjördæmi (en svipuð hugmynd var framkvæmd árið 1959, en landinu var þá skipt í átta kjördæmi). Ég held að Gvlfi flvtji vandann aðeins til með þessum hugmyndum. en leysi hann ekki. Það skiptir ekki eins miklu máli. hverjir fara með valdið og hvaða skorður því eru settar. Segjum sem svo. að þjóð- kjörinn forseti skipi ráðherra og fari með framkvæmdarvald. Hvaða tryggingu hefur Gvlfi fvrir því. að slíkur forseti verði óháður pólitísk- um hrossakaupum? Albert Guðmundsson fékk þrátt fvrir allt um 20% atkvæða í forsetakjöri árið 1980. Og gallinn við það að skipta landinu i fá og stór kjördæmi er. að smáfiokkar eiga auðveldara með að koma mönnum á þing. en við það eykst upplausn. Ég held, að við hljótum á næstu árum einkum að huga að því, hvernig við getum endurbætt stjórnarskrána, þannig að misnotkun valds verði valds- mönnunum sjálfum dýrari og því óliklegri. Ég get ennfremur ekki stillt mig um að nefna örlítið dæmi um. að ekki verður við öllu séð-með skyn- samlegum leikreglum. Gylfi segir (bls. 57): „Ákæruvaldið í opinber- um málum hefur og verið í höndum dómsmálaráðherra. og hefur ekki reynst heppilegt. að stjórnmála- menn fari með það vald. Það hefur átt sér stað. að því er virðist vegna stjórnmálahagsmuna. að ekki hafi verið höfðað mál á hendur mönn- um. sem réttarrannsókn hefur þó leitt í ljós. að gerst hafa brotlegir við lög. og er slíkt vitanlega óhæfa." Þetta var sem betur fer gert á viðreisnarárunum: ákæru- valdið var tekið af dómsmálaráð- herra og falið sérstökum saksóknara ríkisins. En síðan kom Hallvarður Einvarðsson til sögu... Ágætur frágangur Helgi Skúli Kjartansson sagn- fræðingur bjó þessa bók til prent- unar. Frágangur hennar er ágætur og vandað til pappírs og leturs. Margar mvndir af Gylfa. fjölskvldu hans og ýmsum fvrirmönnum. sem hann hefur hitt um dagana. prýða hana. Við snöggan vfirlestur rakst ég þó á nokkrar afleitar villur: Þing vestur-þýskra jafnaðarmanna í Godesberg. þar sem horfið var frá miðstýringu og áætlunarbúskap. var til dæmis ekki haldið árið 1952. eins og'segir á bls. 87. heldur 1959. Og ræðustúfur eftir Gvlfa er kvnnt- ur á bls. 139 sem ávarp á 50 ára afmæli Leikfélags Akureyrar. en þetta er greinilega erindi á fimmtíu ára afmæli Háskóla íslands. Sjálfur hefði ég hins vegar hagað þessari útgáfu með öðrum hætti. Ég hefði valið annað efni til út- gáfu, sleppt innihaldslitfum tæki- færisræðum frá ráðherraárum Gylfa, en birt í staðinn fróðlega háskólafyrirlestra hans frá fimmta áratugnum, sem prentaðir voru á sínum tíma í Samtíð og sögu, til dæmis „Er styrjöldin stríð milli hagkerfa?" og „Vísindalegt þjóð- félag“. En þetta breytir því ekki, að Gylfi er vel að bókinni kominn og að henni mikill fengur fyrir alla áhugamenn um þjóðmál. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. SHIPMATE RS 8000 - allar rásir - tvöföld hlustun - 1 og 25 vött - hagstætt verð Fridrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 - 14340. Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 interRent Urval vid allra hæfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.