Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987.
Sandkom
31
Hannes Hólmsteinn.
Velferð
til vinstri
Nýr stundakennari hefur
vcrið ráðinn í félagsvísinda-
deild Háskóla íslands fyrir
næsta vetur. Sá heitir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn hefur
áður komið við sögu í við-
skiptafræðideild svo og í
heimspekideild. Þær hafa báð-
ar haft orð á sér fyrir að vera
frekar til hægri heldur en hitt.
Ekki ílentist Hannes Hólm-
steinn þó þar en hefur nú tekið
sér bólfestu í félagsvísinda-
deildinni. Haft er á orði að nú
hafi hann farið úr bláu yfir í
rautt því margir, þar á meðal
hann, hafa talið deildina á
vinstri kantinum. En það
verður víst ekki á allt kosið.
Allirvilja
til útlanda
íslendingar eru ferðaglöð
þjóð með afbrigðum. Enda
þy kir enginn maður með
mönnum nema að hann fari
út að minnsta kosti tvisvar á
ári, þar af í annað skiptið til
sólarlanda. Auðvitað er ekki
nema gott eitt um þetta að
segja svo fremi að málin séu
afgreidd í sátt og samlyndi.
En það er ekki alls staðar.
Það er til að mynda ekki
langt síðan að ólga kom upp
innan stjómar íþróttasam-
bands fslands vegna ferða-
laga. Var ágreiningsefnið
skiptingar utanferða stjómar-
manna. Þá lá fyrir að tveir
stjómarmenn skyldu sækja
Evrópuráðstefnu í Grikklandi
og auðvitað vildu allir fara.
Endir málsins varð sá að
stjómin gekk til atkvæða-
greiðslu um hverjir skyldu
fara á ráðstefnuna. Mun það
í fyrsta skipti sem til slíkrar
atkvæðagreiðslu kemur innan
fSÍ. Og að sjálfsögðu voru
menn mjög mismunandi á-
nægðir með niðurstöðuna
þegarhúnláfyrir.
Kvennalisti í
heimspress-
unni
Kvennalistinn hefur verið
mjög í sviðsljósinu eftir að
hann vann frækinn kosninga-
sigur á dögunum. Hafa
kvennalistakonur tæpast haft
undan að afgreiða þá fjölmiðla
sem hafa viljað hafa við þær
viðtöl vegna sigursins.
Til að mynda hefur mikið
verið fjallað um málefni
flokksins í Bretlandi og
Kanada. Þá hefur utanríkis-
ráðuneytið gripið til þess ráðs
að senda upplýsingar um
Kvennalistann til sem flestra
íslenskra sendiráða erlendis
því þangað leita fjölmiðla-
menn viðkomandi lands fyrst
eftir upplýsingum.
í gær eða í dag var svo von
á ítalskri blaðakonu til lands-
ins til að ræða við kvenna-
listakonur. Þá hafa þær fengið
fyrirspurn frá sjónvarpsstöð í
Astralíu sem er að gera þátt
um flokkinn.
Loks má geta þess að kon-
Guðrún Agnarsdóttir.
unum hefur verið boðið að
senda fulltrúa sinn til sjón-
varpsstöðvar í Barcelona.
Mun sá fulltrúi, ef af verður,
koma fram í beinni útsend-
ingu stöðvarinnar síðar í
þessum mánuði. Leita kon-
umar nú að spönskumælandi
fulltrúa í sínum röðum til að
þekkjast þetta boð og skreppa
út fyrir landsteinana.
Það er sumsé eins og fyrri
daginn að alltaf leggst smá-
þjóðinni eitthvað til.
Braust inn
í baðið
Stundum geta menn verið
svo skelfilega óheppnir að
engu tali tekur. Það gerðist
til dæmis um daginn, að sögn
Víkurfrétta, að lögreglumað-
urá Keflavíkurflugvelli
ætlaði í gufubað sem laganna
verðir hafa við hlið lögreglu-
stöðvarinnar. Þegar hann
kom á staðinn uppgötvaði
hann að hann hafði gleymt
lyklinum að baðhúsinu. Lögg-
an dó ekki ráðalaus en ákvað
að losa glugga og skríða inn.
En ekki tókst betur til en
svo að þegar maðurinn steypti
sér inn um gluggann stungust
festingamar á löggumerkinu
í húfu hans í höfuðið á honum
Ragnhildur Helgadóttir.
og hlaut hann af einhverjar
skrámur. Verra var þó að
hann kom svo illa niður að
panta þurfti sjúkrabíl úr
Keflavík til að flytja hann á
sjúkrahús þar sem gert var að
meiðslum hans. Varlögreglu-
þjónninn óvinnufær eftir
innbrotstilraunina.
Óvígur her
Þótt kvenréttindakonur
hafi farið eins og hvítur storm-
sveipur um þjóðfélagið og séu
að brjótast til metorða á hin-
um ýmsu sviðum, sem karlar
réðu áður, eiga þær enn ýmsar
slóðir ótroðnar.
Þetta kom ágætlega í ljós á
ársfundi æðstu peningastofn-
unar landsins, þ.e. Seðlabank-
ans, fyrr í þessari viku. Þar
var saman komin karlafjöld,
sjálfsagt vel á annað hundrað
spekingar úr virðulegri geir-
um þjóðfélagsins - Og aðeins
fjórar konur. Tvær þeirra vora
starfsstúlkur Seðlabankans.
Hinar tvær voru Ragnhildur
Helgadóttir heilbrigðisráð-
herra og Guðrún Agnarsdótt-
ir, alþingismaður Kvenna-
lista.
Það era sumsé ýmis vígi
óunnin enn.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
íslendingar í víking á mark-
að franskrar matargerðarlistar
\
Bjarni Þór Ólafsson, Hótel Loftleiðum, Kristján Frederiksen, veitingahús-
inu Bakkanum, og Jón Ragnar Kristjánsson, Smiðjunni, Akureyri.
Það er með tilboði fyrirtækisins
Les Étapes des Gourmets í Lyon í
Frakklandi sem íslenskir matreiðslu-
menn og einnig bakarar eiga þess
nú kost að geta valið á milli 69 veit-
ingastaða og hótela og 19 kökugerð-
arstaða og dvalið þar eina viku til
að kynna sér það helsta sem þessir
staðir hafa upp á að bjóða.
Það eru rúmlega 90 franskir mat-
reiðslumeistarar, sem starfa á
sumum bestu veitingahúsum og hót-
elum í Frakklandi, sem hafa tekið
að sér að leiðbeina og sýna erlendum
matreiðslumönnum hvaðanæva úr
heiminum inn í heim hins viður-
kennda franska eldhúss og köku-
gerða.
Aðeins einn erlendur gestur dvelur
á sama staðnum eina viku í senn og
á þess kost að vinna og taka þátt í
þeirri starfsemi sem fram fer eins og
honum þykir henta.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir ís-
lenska matreiðslumeistara sem eru
þekktir fyrir að fylgjast með því sem
er að gerast á þeirra vettvangi og
tileinka sér það sem þeim þykir vera
æskilegt að koma á framfæri hér
heima.
Þótt fyrirtækíð, sem stendur að
þessum nýmælum í Frakklandi, geti
fundið hinum erlendu matreiðslu-
mönnum stað svo til hvar sem er í
Frakklandi er það borgin Lyon og
umhverfi hennar sem orðið hefur
fyrir valinu að því er íslenska mat-
reiðslumenn varðar.
Hinir fyrstu, sem notfærðu sér
þetta nýmæli og fóru héðan frá Is-
landi, voru yíirmatreiðslumenn frá
þremur veitingahúsum, frá Hótel
Loftleiðum, veitingahúsinu Bakkan-
um í Lækjargötu og frá veitingahús-
inu Smiðjunni á Akureyri.
Þeir höfðu fengið inni á þremur
bestu veitingahúsum borgarinnar til
að kynna sér, hver á sínum stað,
matreiðsluaðferðir og tilhögun hjá
þeim virtu matreiðslumeisturum sem
venjulega gera veitingastaði eftir-
sótta og þekkta.
Veitingastaðirnir voru þessir: Le
Gourmandin, sem er í eldri hluta
Lyonborgar, Restaurant Gérard
Nandron og Vettard, sem eru í hjarta
borgarinnar.
Um borgina Lyon í Frakklandi má
annars segja að hún er sú borg lands-
ins þar sem finna má uppruna hvað
flestra klassískra matreiðsluaðferða
sem haldið hafa velli fram á þennan
dag.
En umhverfi borgarinnar, einkum
út frá henni í norður og suður, er
einnig þekkt fyrir framúrskarandi
veitingastaði og hótel þar sem fólk
hvaðanæva úr heiminum sækir í að
dvelja og njóta þeirrar sérstæðu
þjónustu sem þar er að frnna á sviði
hótel- og veitingamennsku.
Það má því telja líklegt að íslensk-
um matreiðslumönnum og bakara-
meisturum finnist hér hafa opnast
nýr vettvangur að sækja á til að
auka þekkingu sína og endurhæf-
ingu.
Þrír íslenskir matreiðslumeistarar
hafa nú rutt brautina og enn fleiri
hafa leitað eftir að fá inni hjá frönsk-
um í þessum tilgangi.
Það líður kannski ekki langur tími
þar til við hér sjáum á matseðlum
veitingahúsanna einhverja þá rétti
matar sem vinsælir eru á megin-
landinu og raunar víðar.
Quiche lorraine er franskur smá-
réttur sem samanstendur af osti.
skinku, beikoni og stundum græn-
met.i. Ris de veau eða Ris d'agneau
er gómsætur réttur úr kálfa- eða
lambabrisum (finnast í kringum
hálsvöðva kálfa og lamba þar til þau
eru um þriggja mánaða gömul). Þetta
eru með dýrustu hráefnum sem seld
eru í kjötverslunum erlendis - eða
Bouillabaisse, sú fræga franska fiski-
súpa.
Þetta eru dæmi um rétti sem enn
hafa ekki sést hér á matseðlum veit-
ingabúsanna. Ekki er ósennilegt að
við færumst nú enn nær þeirri marg-
rómuðu matarmenningu sem megin-
land Evrópu er þekkt af.
Aukin samskipti íslenskra matar-
gerðarmanna við starfsbræður sína
í Frakklandi leiða líkur að því.
INNSKRIFT
Óskum eftir að ráða fólk til innskriftarstarfa. Góð vélrit-
unar- og íslenskukunnátta nauðsynleg. Uppl. gefur
verkstjóri, sími 27022, milli kl. 10 og 12.
Prentsmiðja
PANTANIR
SÍMI13010
VfSA
KREDIDKOFÍTAÞJONUS TA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
Opið ð laugardögum
GRUNNSKÓLI
ESKIFJARÐAR
Þrjá kennara vantar að skólanum næsta skólaár. Um
er að ræða eftirtalda kennslu:
★ íslensku og dönsku i eldri bekkjum.
★ Almenna kennslu í 4.-6. bekk og yngri bekkjum.
★ íþróttir og líffræði.
Skólinn starfar í nýju húsnæði og er vinnuaðstaða
kennara mjög góð. íbúðarhúsnæði er útvegað á góð-
um kjörum og einnig kemur greiðsla flutningsstyrks
til greina. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í síma
97-6472, heimasími 97-6182, og formaður skóla-
nefndar í síma 97-6422.
Skólanefnd.
Gefðu okkur
gaum
Uppsettu baðherbergin í verslun
okkar eru þess virði að skoða þau.
veláminnst!
Gólfteppin okkar eru iöngu landsþekkt
Útborgun 20%.
Eftirstöðvar í allt að 9 mánuði.
arma
Byggingavörur
hf.
Reykjavlkurvegi 64. Hafnarfirði, simi 53140