Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. íþróttir 300 milljón króna knatt- spymuveisla Þá er búið að reikna út hvað knattspymuvertíðin kostar Norð- raenn. 300 milljónir íslenskra króna kostar knattspymuveislan í 1. deild eins og hún leggur sig og þykir Norðmönnum það ekki mik- ið. Það em 12 lið í 1. deild og skipta þau þessum kostnaði á milli sín þó að þau séu vissulega misfrek til flárins. Bryne eyðir mestu af liðunum eða 35 milljónum en Kongsvingers eyðir minnstu liðanna, eða 11,5 milljónum. Að sögn Kjell Olaf Stangeland þurfa þeir hjá Bry'ne 3000 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína til að endar nái saman. íslendingaliðin Brann og Moss em í íjórða og sjötta sæti á þessum lista. Brann kemur til með að eyða 29 milljónum en Moss eyðir 25 milljónum. -SMJ Tékki til LE Havre Tékkneski landsliðsmaðurinn Jan Fiala hefúr gert tveggja ára samning við franska 1. deildar lið- ið LE Havre og mun h;mn byrja að leika með félaginu á næsta keppnistímabili. Fiala, sem er 29 ára gamall vam- arleikmaður, hefur leikið 55 landsleiki fyrir Tékka og í nokkr- um þeirra verið fvrirliði. -JKS 10 æfingar í hverri viku Um næstu mánaðamót hefjast æfingar á fúllum krafti hjá ís- lenska landsliðinu í handknatt- leik. Æfingamar em liður í undirbúningi liðsins fyrir ólympíu- leikana í Seoul á næsta ári. Stefnt er að því að hafa 10 æfing- ar í viku og verða þær í íþróttahúsi Seljaskóla. Bogdan landsliðsþjálf- an dvelst um þessar mundir í Póllandi en er væntanlegur til ís- lands nálægt mánaðamótunum. Allir okkar sterkustu leikmenn, hér heima og erlendis, taka þátt í þessu stífa æfingaverkefni. HSÍ hefúr ákveðið að taka þátt í 50 ára afinælismóti norska hand- knattleikssambandsins sem fram fer í desember. Meðal þátttöku- þjóða verða Austur-Þjóðverjar, Tékkar, Sovétmenn, Svíar og heimamenn. Milli jóla og nýárs tekur liðið þátt í fjögurra landa móti í Danmörku. Eins og fram hefúr komið tekur liðið einnig þátt í sterku móti í Júgóslavíu og Suð- ur-Kóreu í sumar. -JKS OL í Beriín? Nú hefur komið upp sú hugmynd að halda ólympíuleikana árið 2000 í Berlín og er ætlunin að bæði austur- og vesturhluti borgarinnar sameinist um að halda leikana. Ólympíuleikarnir ' hafa verið haldnir tvisvar áður í Þýskalandi, 1936 í Berlín og 1972 í Múnchen. Ef af þessu verður myndi það marka tímamót í samskiptum þess- arar tvískiptu borgar. Það er Willi Daume, er hafði yfirumsjón með leikunum 1972, er hefur hrint þess- ari hugmynd af stað. -SMJ • Gary McGuiness, Dundee United, á hér i baráttu við Svíann Tord Holmgren í liði IFK Gauta- borgar í leik liðanna í gærkvöldi. Simamynd/Reuter :,y-: ■ ■■ ■■■ „Er ekkert hræddur við seinni leikinn“ - sagði Tommy Holmgren, fyririiði Gautaborgar, eftir sigurinn gegn Dundee Ufd „Ég er bjartsýnn á að okkur takist að sigra í þessari keppni. Við sigruðum að vísu í leiknum með minnsta mun. Ég er ekkert hræddur við síðari leik- inn í Skotlandi. Okkur hefur ekki gengið síður á útivöllum í keppninni til þessa og ég vona það verði ekki breyting þar á,“ sagði fyrirliði IFK • Stefan Pettersson fagnar hér sigurmarki sínu í fyrri úrslitaleik IFK Gautaborg- ar og Dundee United. Spurningin er hvort mark Petterssons nægir Sviunum til að verða Evrópumeistarar félagsliða. Simamynd/Reuter Gautaborg, Tommy Holmgren, eftir að IFK Gautaborg hafði sigrað Dundee United, 1-0, í fyrri úrslitaleik UEFA-keppninnar í knattspyrnu á Ullevi leikvanginum í Gautaborg í gærkvöldi, að viðstöddum 50.000 áhorfendum, þrátt fyrir að leiknum hafi verið sjónvarpað í sænska sjón- varpinu. Síðari leikur liðanna fer fram í Dundee eftir hálfan mánuð. Leikurinn í gærkvöldi var góður og sýndu bæði liðin ágætisknattspymu. Skotamir drógu lið sitt ekki í vöm þó að um útileik væri að ræða. Gauta- borgarar sóttu öllu meira í fyrri hálfleik og áttu þá hættulegar skyndi- sóknir. Á 39. mínútu skoraði IFK Gautaborg eina mark leiksins og var Stefan Pett- erson þar að verki. Billy Thomson, markmaður Dundee United, misreikn- aði skallabolta frá Patterson, líklega blindast af sólinni en glampandi sól var meðan á leiknum stóð og fór knött- urinn yfir Thomson og í netið. í síðari hálfleik skiptust liðin á skyndisóknum. Tvívegis varði Thom- son glæsilega frá þeim Patterson og Lennart með stuttu millibili. Skotar fengu sitt hættulegasta tækifæri á 63. mínútu er Ian Redford átti gott skot að marki Gautaborgar en Wemerson markvörður var vel á verði og varði með því að slá knettinum yfir markið. Gautaborg tók enga áhættu það sem eftir lifði leiksins - reyndi frekar að halda fengnum hlut. Þess má geta að IFK Gautaborg hefur ekki tapað leik í UEFA-keppninni í síðustu 24 leikj- um. Liðið sigraði í UEFA-keppninni árið 1982. -JKS Valsmenn vígðu í gær nýjan gamli völlurinn en skipt var alveg um jc 1949 léku Valsmenn sinn fyrsta leik á c völlurinn sem Valsmenn eignuðust á þe í vigslunni í gær tók Úlfar Þórðarson, fj Pétur Sveinbjarnarson ávarp. Jónas Gisl; un sína yfir völlinn. Strax að lokinni víg: Juventus Seinni leikimir í þriðju umferð frönsku bikarkeppninnar fóm fram í gærkvöldi. Bordeaux og Marseille komust bæði áfram. Úrslit leikjanna urðu annars þessi og samanlögð úrslit aftast: Monaco - Bordeaux.............2—1(2—3) Brest - Laval...................1—2(2—3) Auxerre - Lille................2—2(2—5) Lyon - Marseille...............2-2(2-4) Toulouse - Srasbourg...........2—3(4—5)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.