Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. 29 Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Þjónusta Veisl þú að það er opið alla daga hjá okkur frá 8-19 og þjónustan tekur aðeins 10 mín.? Við tökum einnig í handbón og alþrif, djúphreinsun. Sækjum, sendum. Bón- og bílaþvotta- stöðin, Bíldshöfða 8 (v/hliðina á Bifreiðaeftirlitinu), sími 681944. Tilsölu Sumarbústaðaeigendur! 12 volta vindrafstöðvarnar komnar. Vinsam- legast staðfestið pantanir. Góð greiðslukjör. Hljóðvirkinn sf., Höfðatúni 2, sími 91-13003. Eigum nokkur einlök af Otto Versand listanum, stórkostlegt vöruúrval. Dragið ekki að senda pantanir. Hring- ið/skrifið. S. 666375, 33249. Verslunin Fell, greiðslukortaþjónusta. Kápusölurnar auglýsa: Vorið er komið, líka hjá okkur. Við eigum góðar kápur úr léttum og þægilegum sumarefnum. Póstsendum um land allt. Kápusalan, Borgartúni 28, Reykjavík, og Kápu- salan, Hafnarstræti 88, Akureyri. Ymislegt NEW NATURAL COUOUR (1 TOOTHMAKEUP Pearlie tannfarðinn gefur aflituðum tönnum, fyllingum og gervitönnum náttúrulega hvíta áferð. Notað af sýn- ingarfólki og fyrirsætum. Pearlie- umboðið, póstkröfusími 611659, sjálfvirkur símsvari tekur við pöntun- um allan sólarhringinn. Box 290, 171 Seltjarnarnes. Verð kr. 490. Bílaklúbbur Akureyrar heldur torfæru- keppni 25. maí, keppt verður í út- búnum og, standardflokki, keppnin gildir til íslandsmeistara. Skráning fyrir 20. maí í síma 96-24646 frá 9-18 og 96-26869 á kvöldin. Verslun Ný sending af hannyrðavörum, púðar, myndir, strengir o.m.fl. Póstsendum um land allt. Strammi, Óðinsgötu 1, sími 13130. Sænskar innihurðir. Glæsilegt úrval af innihurðum, nýja hvíta línan, einnig furuhurðir og spónlagðar hurðir. Verðið er ótrúlega lágt, eða frá kr. 7.600 hurðin. Harðviðarval hf., Krókhálsi 4, sími 671010. Sumarkápur, gaberdínfrakkar, jogg- inggallar, buxur, blússur, pils, peysur, ótrúlega lágt verð. Verksmiðjusalan, Skólavörðustíg 43, s. 14197. Opið virka daga 10-18. Spegilflísar. Mikið úrval af spegilflís- um í stærðum 15x15 cm, 30x30 cm, verð frá kr. 58 stk. Einnig úrval kringlóttra-, boga- og raðspegla. Ný- borg hf., Skútuvogi 4, sími 82470. VERUM VARKÁR FOROUMST EYDNI Rómeó & Júlía býður pörum, hjónafólki og einstaklingum upp á geysilegt úrv- al af hjálpartækjum ástarlífsins í yfir 100 mismunandi útgáfum við allra hæfi. Því er óþarfi að láta tilbreyting- arleysið, andlega vanlíðan og dagleg- an gráma spilla fyrir þér tilverunni. Einnig bjóðum við annað sem gleður augað, glæsilegt úrval af æðislega sexý nær- og náttfatnaði fyrir dömur og herra. Komdu á staðinn, hringdu eða skrifaðu. Ómerkt póstkröfu- og kreditkortaþjónusta. Opið alla daga nema sunnudaga frá 10-18. Rómeó & Júlía, Brautarholti 4, 2. hæð, símar 14448 - 29559, pósthólf 1779,101 Rvík. ■ BQar til sölu Þessi veitingabill er til sölu. Uppl. í sím- um 77573 og 985-22660. Til sölu af sérstökum ástæðum Daihatsu Rocky árg. ’87, ekinn 3.000 km. Bíllinn er búinn ýmsum aukahlut- um. Uppl. í síma 27022 (286) og 79580. Til sýnis í Daihatsusalnum, Armúla. Mitsubishi Pajero SW disil turbo til sölu. Bíllinn er árgerð 1985, ekinn 73 þús. km, vökvastýri, rafdrifnar rúður, sjálfvirkar drifiæsingar, 4ra dyra, silf- urgrár. Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 11, sími 686644. Ford Econoline Van til sölu, árgerð 1983, ekinn 50 þús. mílur. Bíllinn er með gluggum og farþegasætum, sjálf- skiptur og með vökvastýri, aircondit- ion. Gísli Jónsson & Co hf.. Sundaborg 11, 686644. 26 manna Benz árg. '80 til sölu. Uppl- í síma 93-6664. Börn líta á lífið sem leik. Ábyrgöin er okkar- fulloröna fólksins. yssEEMv'R Fréttir Lionessuklúbburinn AGLA stofnaður í Borgarnesi Siguiján Gunnaisson, DV, Borgamesi: Laugardaginn 11. apríl var stofiiaður í Borgamesi lionessuklúbbur er hlaut nafnið Lionessuklúbburinn AGLA. Lionessuklúbbar eru nokkurs konar kvennaarmur Lionsklúbba því hjá ljónunum eru hreinar kynskiptingar, þ.e. sér karlaklúbbar og sér kvenna. Lionessuklúbburinn var í raun stofiiaður 20. janúar en nú var svoköll- uð stofnskrárhátíð, þ.e. formleg stofn- hátíð þar sem afhent var viðurkenn- ingarskjal frá alþjóðahreyfingunni um inngöngu þessa klúbbs. I klúbbnum eru 28 konur og eru það að mestum liluta eiginkonur Lions- manna. Fyrsta stjóm Lionessuklúbbsins ÖGLU er þannig skipuð að formaður er Þóra Björgvinsdóttir, ritari Hanna Kalla Proppé og gjaldkeri Þóra Þor- kelsdóttir. Skólaskák á Dalvík Jón G. Hauksson, DV, Akureyn: Skólaskákmeistarar Skáksambands íslands verða krýndir á Dalvík nk. sunnudag en þar fer fram skólaskák- mót grunnskólanna. Það er Dalvík- urskóli sem heldur mótið í þetta skiptið fyrir hönd Skáksambands íslands. Mótið hefst kl. 20 á fimmtu- dagskvöldið og stendur fram á sunnudag. Tíu keppendur em í hvor- um flokki, í yngri flokknum, 1- 6. bekk, og þeim eldri, 7.-9. bekk. Vorboði sem margir biða eftir. Krian í Tjarnarhólmanum leikur listir sinar. DV-mynd S Krían komin í Tjarnarhólmann í gærmorgun fréttist af fyrstu kríun- um i Tjamarhólmanum. Voru þar komnar einar fimm kríur en að sögn heimildarmanns DV vom engar kríui' við tjömina í fyrrakvöld. Þeim fjölgaði svo vemlega þegar leið á daginn í gær. Krían kemur hingað eftir að hafa lagt að baki allt að 20 þúsund kíló- metra leið en hún hefur vetursetu á suðurhveli jarðar. Ratvísi hennar þyk- ir með ólíkindum en hún verpir ætíð í sama hreiðrið, ár eftir ár. Hún er hvorki seint né snemma á ferðinni þetta árið, hún er vön að koma um þetta leyti, en í hugum margra er hún eitthvert skýlausasta merkið um vorkomu. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.