Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 18
•18 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. ORÐSENDING FRA FÓSTURSKÓLA ÍSLANDS Innritun fyrir næsta skólaár er hafin. Umsóknir um skólavist þurfa aö berast skólanum fyr- ir 1. júní nk. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri. KENNARAR - KENNARAR Velkomnir til Reyðarfjarðar Kennara vantarað grunnskóla Reyðarfjarðar. Kennslu- greinar: enska, líffræði og almenn kennsla. Húsnæði á góðum kjörum og önnur fyrirgreiðsla í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri í símum 97-4247 eða 97-4140 og formaður skólanefndar í símum 97-4101 eða 97-4110. Skólanefnd. Umboðsmaður óskast á Stokkseyri. Uppl. hjá afgreiðslu DV í síma 91 -27022. Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkurtekurtil starfa um mánaðamót- in maí - júní nk. I skólann verða teknir unglingar fæddir 1972 og 1973 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1986 -1987. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar, Borgartúni 3, sími 623340 og skal umsókn- um skilað þangað fyrir 22. maí nk. Vinsamlegast hafið með nafnskírteini eða önnur skil- ríki. Vinnuskóli Reykjavíkur. TRYGGINGAMIÐSTOÐÍN ^ AÐALSTRÆTI 6-101 REYKJAVÍK - SlMI 26466 TILBOÐ Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Toyota Corolla Twim Cam árg. '86 Toyota Crown dísil árg. '82 Toyota Corolla station árg. 77 MMC Lancer EXE árg. '87 MMC Galant 1600 station árg. '82 MMC Lancer árg. '81 MMC Tredia árg. '83 Mazda 323 árg. '85 Daihatsu Charade árg. 79 Datsun 120 Y árg. 77 Suzuki bitabox árg. '81 Nissan Sunny sendibíll árg. '85 Sunbeam Alpina árg. 71 Bifreiðarnar verða til sýnis fimmtudaginn 7. maí frá kl. 12.30 til 17.00 að Hamarshöfða 2, sími 685332. Tilboðum sé skilað eigi síðar en föstudaginn 8. maí kl. 12.00 á skrifstofu vora, Aðalstræti 6, Reykjavík. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF., Aðalstræti 6, sími 26466. Menning <#¦ jT 7 /**?•¦ *?' . w,*A$ v&% Haukur Dór - Úr myndröðinni „Höfuðlausnir". DV-mynd Al Landslagið hið innra Haukur Dór að Kjarvalsstoöum I gamla daga, þegar Haukur Dór var einn mikilvirkasti og einarðasti leirlistarmaður á Islandi, duldist eng- um sem listamanninn umgekkst að þótt keramíkin ætti hug hans og skaff- aði honum lifibrauðið var myndlistin, teikning og málverk, honum meira en lítið hjartfólgin. Lengi vel fékk Haukur Dór útrás fyrir teikniþörfina í skreytingu leir- muna sinna og í kyrrþey hrannaði hann litum upp í opnar, ofsafengnar kompósisjónir um manneskjuna „ný- expressjónískar" komposisjónir sem hann síðan bar á hauga eða brenndi. Eftir mikla búferlaflutninga, uppgjör og umrót hefur Haukur Dór nú sagt skilið við keramíkina fyrir fullt og allt og hefur ofan af fyrir sér sem list- málari, er meðal annars á samningi hjá virtu galleríi í Kaupmannahöfh. Þótt óneitanlega sé eftirsjá í leirlist Hauks Dór er líka mikill fengur að þeirri málaralist sem hann hefur nú þróað og sýnir að Kjarvalsstöðum - og er ekki síður jarðbundin. Þessi sýning er rökrétt framhald af sýningu sem listamaðurinn hélt á sama stað fyrir fimm árum þar sem hann lagði út af íslensku landslagi og náttúruvitund með nýjum hætti. I augum Hauks Dór er íslensk nátt- úra ekki aðeins sumarlandið góða, sem Ásgrímur málaði forðum og svo marg- ir málarar hafa klifað á síðan, heldur einnig harðneskjulegt vetrarríki, hraungrýti og berangur, þar sem allt gerist í svörtu, hvítu og gráu. Grátónar og teikning Slíkt landslag gerir óneitanlega meiri kröfur til mannfólksins heldur en sumarlandið og þar með meiri kröf- ur til listamanna - sem er sennilega hluti af aðdráttarafli þess fyrir Hauk Dór. MyndJist Aðalsteinn Ingólfsson Það gerir hvort tveggja í senn, að krefja listamanninn um sterk, sjálf- stæð viðbrögð og stemma þau vinnu- brögð af. Listamaðurinn getur, ekki reitt sig á litrófið heldur verður hann að spila með grátóna og teikningu, kannski teikninguna fyrst og fremst. Þar er Haukur Dór í essinu sínu. Með pentskúf sínum byggir hann upp mikla og blakka massa, brýtur þá síð- an upp með undur kvikri og þjálli pensilskrift. Teikning hans er eins lifandi og snjósk og hugur manns, bæði lauflétt og þungvæg, eða hvort tveggja í senn í sömu sveiflu, allt eftir því hvernig listamanninum er innanbrjósts. Því þrátt fyrir augljósar skírskotanir í náttúruna, vörður, hraun og mela, fjalla þessar myndir Hauks Dór fyrst og síðast um landslagið hið innra. Húmanísk vídd Eins og Kjarval, og kannski Kristján Davíðsson líka, ítrekar Haukur Dór þessa húmanísku vídd á allri lands- lagstúlkun með fígúratífum minnum, mannsprófílum, augunv stöku hendi eða lend. Sýning Hauks Dór að Kjarvalsstöð- um er mikil að vöxtum (74 verk), þétt hengd en þó ekki uppáþrengjandi. Þótt mikill meirihluti verkanna sé í svörtu, hvítu og gráu er heildin langt frá því að vera drungaleg, svo mikil er sköpunar- og leikgleði málarans. Sú gleði birtist ekki síst í þeim sterku litum sem blossa upp öðru hverju í myrkviðum þessara dramatísku mynda. Ef ég ætti að segja einhvern löst á þéssari sýningu þá tengist hann leik- gleðinni. Ég vil nefha tilhneigingu málarans til að of-vinna málverk sín á stöku stað, til að veita línunni helst til mikið frjálsræði. En þegar á heildina er litið er hún umtalsverður sigur og gott veganesti fyrir málarann sem bókaður er til sýn- inga í Svíþjóð, Þýskalandi og Banda- ríkjunum á næstu misserum. -ai lm Memoriam Jacquillat Tónleikar i minningu Jean-Pierre Jacquillat í Bústaðakirkju 30. apríl. Flytjendur Martin Berkofsky, Einar Jóhann- esson, Gunnar Kvaran, Guðný Guðmunds- dótlir, Anna Málfriður Sigurðardóttir. Efnisskrá: Robert Schumann: Fantasiestiicke fyrir klarínettu og píanó; Ludwig van Beetho- ven: Sjö tilbrigði um dúettinn „Bei Mannern, welche Liebe fiihlen"; Claude Debussy: Su- íte pour le Piano; Olivier Messiaen: Abime des Oiseaux; César Franck: Sónata fyrir fiölu og pianó í A-dúr. Mönnum brá er þeir fréttu andlát Jean-Pierre Jacquillat á liðnu sumri. Þótt ekki gegndi hann lengur stöðu aðalhljómsveitarstjóra voru tengslin við hann síður en svo rofin og flestum tónleikagestum fannsthann ekki leng- ur vera gestur heldur einn af okkur. .Það féll í hans hlut að móta hljóm- sveitina okkar á umbrotaárum og „handbragð" hans máist síður en svo af leik hennar í einu vetfangi. Að styðja gott málefni Það var eiginlega ekki seinna vænna að nokkrir af okkar fremstu tónlistar- mönnum tækju sig saman og héldu tónleika í minningu Jean-Pierre Jacquillat. Þau fundu sér annað verð- ugt verkefni að styðja með því að ánafha allan ágóða Húsi tónlistarinn- ar en byggingu þess bar Jacquillat, eins og margir fleiri, mjög fyrir brjósti. Tórúist Eyjólfur Melsted Tónleikarnir hófust með því að Ein- ar Jóhannesson og Martin Berkofsky léku Fantasiestúcke Schumanns. Þau kannast menn við af nýútkominni plötu Einars. Þá sem þekkja til hinna ríku skapsmuna Berkofskys kann að undra hversu hógvær og samvinnufús meðleikari hann er. Þó verður ekki sagt að hann skipti beinlínis um ham heldur hemji sitt ólgandi skap mjög svo vel. Þannig reyndist hann bæði Einari og Gunnari Kvaran í Mozarttil- brigðum Beethovens sem komu næst á eftir. Píanóleikurinn verkaði í það hvassasta fyrir minn Beethovensmekk en að öðru leyti var ég afar sáttur við flutning beggja verkanna. Verðug minning um látinn tónvin Síðan kom röðin að Berkofsky ein- um og tilreiddi hann Debussysvítuna á sinn eina og sanna Berkofsky-íska hátt fyrir áheyrendur. Fyrri hluta tón- leikanna lauk svo með því að Einar Jóhannesson jók, með leik sínum, enn á snilld Messiaens í þættinum unv ómælisdýpi fuglanna úr kvartett um endalok tímans fyrir einleiksklarí- nettu. Lokaverkið var sú vel þekkta og vinsæla Sónata Césars Franck fyrir fiðlu og píanó í A-dúr. Leikur Önnu Málfríðar og Guðnýjar var rismikill, vel samstilltur og fágaður í alla staði og glæsilegur lokapunktur á vel heppnaða tónleika. Var látins tón- vinar þar minnst á verðugan hátt. -EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.