Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEÍNN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Staða Sjálfstæðisf/okksins Úrslit kosninganna voru mikið áfall fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Menn höfðu reyndar gert ráð fyrir nokkru fylgistapi eftir að ljóst varð um flokksstofnun Alberts Guðmundssonar, en almennt ríkti þar nokkur bjart- sýni, allt fram á síðustu stundu, um að Sjálfstæðis- flokkurinn mundi vinna góðan varnarsigur. Þessi von mun meðal annars hafa byggst á miklum áhuga og vinnu þeirra sem tóku þátt í kosningastarfinu og frásögnum frambjóðenda flokksins um að þeir yrðu hvergi varir við andstöðu eða flótta fyrri kjósenda frá flokknum. Raunin varð önnur. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrökk niður í tæp tuttugu og átta prósent og tapið varð stærra en nokkurn óraði fyrir. Borgaraflokkurinn felldi þing- menn flokksins unnvörpum og jafnvel í þeim kjördæm- um þar sem Borgaraflokkurinn átti lítið sem ekkert fylgi var sömu sögu að segja. Draga verður þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einungis fengið sitt dygg- asta stuðningsfólk til kjörfylgis en ekki eitt atkvæði umfram það. Óákveðnir kjósendur, lausafylgið, sá hluti atkvæðanna sem kosningabaráttan snýst um, skilaði sér alls ekkert til Sjálfstæðisflokksins. Tapið verður því ekki einvörðungu skrifað á framboð Borgaraflokksins. Orsakanna er að leita þar, en einnig og ekki síður annars staðar. Þessi niðurstaða er því alvarlegri þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði allgóða, reyndar mjög góða, málefnastöðu þegar gengið var til kosninga. Margt hefur áunnist til frjálsræðis í atvinnu- og efnahagsmálum á síðasta kjörtímabili, velmegun hefur aukist, verðbólgan var komin á viðráðanlegt stig og þess sjást merki víðs vegar í þjóðfélaginu að fram- farir, áræði og velgengni voru ávextir farsællar stjórn- arstefnu. Síðast en ekki síst fer það ekki milli mála að unga kynslóðin hefur hafnað sósíalisma og vinstri stefnu í hefðbundnum skilningi og frjálsræði hvers kon- ar er krafa nútímans. Sjálfstæðisflokkurinn og sjálf- stæðisstefnan á að þrífast sem aldrei fyrr í slíku andrúmslofti. Þetta gekk þó ekki eftir og það hlýtur að vera stóra spurningin, sem sjálfstæðismenn spyrja sig og aðra þessa dagana, hvað veldur, hverju er um að kenna. Um leið og svara er leitað er verið að leggja drög að því augljósa markmiði að Sjálfstæðisflokkurinn endur- heimti fyrri stöðu sína, nái kjósendum sínum aftur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til höfðað til lang- stærsta hluta þjóðarinnar og hann hlýtur að geta gert það áfram, ef rétt er á haldið. Sú sérkennilega staða hefur komið upp eftir kosning- arnar, þrátt fyrir útreiðina sem flokkurinn fékk, að myndun starfhæfrar ríkisstjórnar er nánast útilokuð án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur lykil- stöðu að þessu leyti og gefur honum tækifæri til að spá í ýmis spil í því flókna tómarúmi sem nú hefur mynd- ast. Þetta gengur auðvitað þvert á úrslit kosninganna og er þversögn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðstöðu en ekki umboð til að setja sig á háan hest í komandi stjórn- armyndunarviðræðum. Hann á þess vegna að fara með löndum. Verkefni flokksforystunnar er að endurreisa flokkinn en ekki persónur sem hafa farið illa út úr þessum kosn- ingum. Sjálfstæðisflokkurinn verður að halda þannig á málum að flokkurinn styrki stöðu sína meðal kjósenda í krafti þeirrar stefnu sem hann fylgir. Að öðrum kosti getur áminningin, sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk i þessum kosningnum, orðið að dauðadómi í þeim næstu. Ellert B. Schram „Þá er alveg Ijóst að ein öflug björgunarþyrla og sérhannaður björgunarbátur í hverjum landshluta er for- senda fyrir því að takist að veita ferðamönnum (og sæfarendum) öryggi. Slíkar fjárfestingar eru fljótar að borga sig.“ Orvggi ferðamanna Við hverja leit að ferðamönnum á hálendinu vaknar umræða um ör- yggis- og björgunarmál sem snúa að útivistarfólki og ferðamönnum. Flestir hafa sem betur fer fátt að athuga við ferðalög um hálendið, hvort sem er að vetri til eða á sumri. Umræðan snýst fremur um hve erf- itt reynist að koma á nýjungum í öryggismálum og um það hvemig að leit að mönnum er staðið. Fleiri ferðalög—fleiri vafamál Það kemur óhjákvæmilega fyrir að leit er gerð að fólki að óþörfu. Stundum kemur þar til að ferðalang- ar halda ekki áætlun án þess að nokkuð bjáti á. I slíkum tilvikum er öll aðstoð óþörf en það kemur oft ekki í ljós fýrr en menn „finnast". Stundum eru menn veðurtepptir og þá hefur komið fyrir að leit er hafin á umdeilanlegum tíma, þ.e.a.s. mönnum er ekki gefinn neinn sann- gjam tími til þess að ná til byggða. Og í einhverjum tilvikum er byrjað að leita að fólki vegna misskilnings eins og nú rétt fyrir páska. Auðvitað fylgir mikil ábyrgð því að fresta leit eða koma ekki til að- stoðar leiki gmnur á að eitthvað sé að hjá ferðamönnum. En hitt er jafh- ljóst að óþörf leit er dýr aðgerð og það er fólki áhyggjuefhi ef það veit að minnstu frávik geta valdið fjaðra- foki; að slepptu öllu umstanginu sem verður ef til leitar kemur án tilefnis. Þessar vangaveltur minna á að þeg- ar allt kemur til alls hljóta tilefhis- lausar aðgerðir stundum að koma til. Ferðafólk, jafiit sem björgunar- sveitir, verður að sætta sig við það. En hvað sem vangaveltunum líður em meginatriði málsins önnur en ofangreindar undantekningar. Þau em þessi: Aukin umferð um hálendið og meiri útivist kallar á að fóljc geti haft samband við menn í byggð. Og leitar- og björgunaraðgerðum mun fjölga. Tilkynningarskylda -fjarsam- band Ég hef verið talsmaður eins konar tilkynningarskyldu í sumum hálend- isferðalögum: Að menn láti vita um brottfór, leit og komutíma. Nú hefur hún verið tekin upp, ekki sem skylda heldur sem „þjónustutilboð". Reynslan segir okkur að of fáir noti sér þjónustuna og þeim fjölgar lítið. Útlendingar tilkynna yfirleitt ekki um ferðir en þeir ættu manna helst að gera það sökum lítillar reynslu í sérstæðu ferðalandi. Að sjálfsögðu þyrfti ekki að til- kynna allar ferðir. Það nægði að búa KjaHaririn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, kennari Menntaskólanum við Sund til lista yfir tilkynningarskyldar ferðir og leiðir sem ástæða er til þess að fylgst verði með. Ég nefni til dæmis Homstrandaferðir, göngu- ferðir um Lónsöræfi, langar skfða- göngu- og gönguferðir um hálendið, langar jöklaferðir, erfiðar klifurferð- ir, akstur um erfiðustu hálendisslóð- imar og jöklana, bátsferðir á illfæmstu ánum o.s.frv. Fjöldi hóp- ferða er vitanlega undanþeginn tilkynningu því þar er vitneskja um ferðir sjálfgefin. Annað atriði varðar sæluhúsin. Nú em 40-60 sæluhús og fjallaskálar í landinu. I flestum húsanna em ekki talstöðvar; fáein hafa síma og í nokkrum em húsverðir með tal- stöðvar yfir blásumarið. Á þessu hlýtur að verða breyting. Ein leið er sú að setja upp einátta sendistöðv- ar sem duga til tilkynninga eða hjálparbeiðna en útiloka samræður. Önnur leið er að hanna hljóðmerkja- stöðvar líkt og neyðarsenda flugvéla. Með þeim má bæði kalla að hjálp og tilkynna að allt sé í lagi. Kostn- aði af uppsetningu og rekstri stöðv- anna má skipta milli eigenda húsanna, notenda og ríkisvaldsins. Yfirleitt taka ferðahópar, sem ekki nota ökutæki, sjaldan með sér tal- stöðvar. Ástæður em margar: treg leyfisveiting, hár kostnaður, skamm- drægni stöðvanna (flestra tegunda) og þyngd tækjanna. Á þessu finnst ef til vill lausn. Hún felst í því að nota mjög litlar, ódýrar og einfaldar stöðvar sem ná sambandi frá jörðu við flugvélar er fljúga í nágrenninu. Eins og málum er nú háttað þyrfti að breyta reglum um fjarskipti við flugvélar og tryggja að eingöngu væri um neyðamot að ræða. í Bret- landi getur hver sem er (að uppfyllt- um nokkrum skilyrðum) hagnýtt sér svona tæki. Ein öflug björgunarsamtök Ekki má gleyma sjálfum björgun- arsamtökunum. Á síðustu árum vom loksins tekin smáskref til meiri sam- vinnu og samþættingar björgunar- og leitarstarfa sem em nú á hendi þriggja allstórra sambanda, Land- helgisgæslu, lögreglu og svo Almannavama ríkisins og Rauða krossins ef allt er tínt til í stórslysa- stíl. Ég ítreka þá skoðun mína að hér þurfi að skipuleggja eitt björgun- ar- og leitarsamband undir einni stjórn. En þá verður líka að gæta þess að taka mið af því að núver- andi sambönd em um sumt sérhæfð og hafa orðið til fyrir mikið sjálf- boðaliðastarf og óeigingimi fólks; og eiga sér ólíkar sögur. Við skipu- lagningu nýrra samtaka og stjóm- skipan yrði því að gæta þess að dreifa valdi, viðhalda miklu sjálf- stæði deilda og frumkvæði hópa. Samtímis ætti að leggja áherslu á að auka hlut ríkisins í starfinu (eink- um fjármálunum), auka verkaskipt- ingu og sérþjálfun, fjölga launuðu fólki og nýta betur þá miklu vinnu sem lögð er nú fram í þrígang. Þá er alveg ljóst að ein öflug björgunar- þyrla og sérhannaður björgunarbát- ur í hveijum landshluta er forsenda fyrir því að takist að veita ferða- mönnum (og sæfarendum) öryggi. Slíkar fjárfestingar em fljótar að borga sig. Tími kotbúskapar, samkeppni og nýjabrums er liðinn þegar erlendir ferðamenn taka að nálgast hálft annað hundrað þúsund og tugþús- undir íslendinga stunda alhliða útivist á ári hverju. Ari .Trausti Guðmundsson „Ég ítreka þá skoðun mína að hér þurfi að skipuleggja eitt björgunar- og leitar- samband undir einni stjórn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.