Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987. Sviðsljós Nordal talar Ólyginn sagði... Ársfundur Seðlabankans var haldinn að Hótel Sögu nú um helgina og á staðinn msettu allir helstu jóakimar landsins. Þegar ljósmyndari DV, GVA, leit þar inn stóð yfír lestur Jóhannesar Nord- al bankastjóra á ársskýrslu Seðlabankans og var það langur og greinagóður lestur. Fjórar konur fundust á stangli innan um allan karl- afansinn - Guðrún Agnars- dóttir frá Kvennalistanum, Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra, ritari Jóhannesar Nordal og ein kona að auki sem eflaust hefur haft gildar ástæður fyr- ir veru sinni á staðnum. Myndirnar sýna andann sem sveif þai'na yfir vötnum og þess skal getið að heilt ár er í næstu ársskýrslu Seðla- banka Islands. Flökurleikinn er sterkur í öllum þessum karlafans. Guðrún Agnarsdóttir kvennalistaþingmaður. Af löngum talnarunum fá svo jafnvel jákvæðustu spekingar heilmikinn höf- Það er óþarfi að telja kindur á slíkum Reka hvern ... hvað ... ha? Sverrir uðverk - Jón Þorsteinsson lögfræðingur. fundum ... Tómas Árnason seðla- Hermannsson menntamálaráð- bankastjóri hvílist. herra. Hagsmunum verkalýðsins er örugg- Faðir vor... fer hann ekki að hætta! °9 bankastjórana vantar ekki á staðinn - Jóhann Ágústsson, stjóri úr Lands- lega ekki gleymt i heitum bænum til Lúðvik Jósepsson, fyrrum þingmað- bankanum. almættisins - Björn Björnsson, hag- Ur, bankaráðsmaður og ráðherra. fræðingur ASÍ, og Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri að baki. Anthony Quinn hefur svo sannarlega dottið w ofan á dálaglega gullnámu og þarf því ekki að kvíða ellinni hvað auraeigninni viðkemur. Vafstur karlsins með liti og léreft malar honum gull í kass- ann og einkum og sér í lagi eru sjálfsmyndirnar vinsælar. Allar mögulegar og ómögu- legar gerðir af skeggjuðum körlum streyma nú frá hans hendi til kaupglaðra safnara sem þykjast hafa himin hönd- um tekið ef eitt slíkt listaverk kemst í þeirra hendur. Og svo bíða menn þess I ofvæni að Quinn safnist til feðra sinna svo verkið aukist að verðmæti en það er víst sorglega seigt * í þeim gamla. Charles Bronson leggur mikið upp úr því að halda ímyndinni sem heljar- mikið karlmennskutákn. Það hefur kappanum tekist ágæt- lega árum saman í augum aðdáenda sem allmargir reyna að líkjast goðinu á alla vegu. Sonurinn, Jason Bronson, er greinilega ekki blindur aðdá- andi föður síns og leitar fremur ímyndarinnar í þveröf- ugri átt. Saman mættu feðg- arnir til leiks í henni Hollí og þar skartaði sá yngri myndar- legum gulleyrnalokki og fremur kvenlegum fatnaði til þess að auka á áhrifin sem voru kappnæg fyrir. Ja- hérna ... hérna! Hvað sagði maðurinn? Sigurður Guðmundsson hjá Húsnæðisstofn- Undir slikum tölum sitja karlmenn ábúðarfullir á vangann. Gisii Ólafs- son, formaður bankaráðs Útvegs- bankans hf. A Larry Hagman var svo illa haldinn á taugum þegar frægðin fór að gera vart við sig að hann segist sjálfur hafa staðið æpandi og org- andi á vini og vandamenn allan sólarhringinn. Það var ekki fyrr en hann lagði hendur á barnungan son sinn sem honum varð Ijóst að eitthvað meira en lítið hafði farið úr- skeiðis. Leikarinn leitaði hjálpar sálfræðings sem sagði honum að skrifa niður á miða eina setningu og lesa hana daglega sér til sáluhjálpar. Þetta hreif og innan tíðar tipl- aði Larry um alsæll og syngj- andi daga og nætur. Setningin? Hafðu ekki áhyggjur og vertu hamingju- samur - punktur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.