Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Side 30
42 FÖSTUDAGUR 29. MAl 1987. sM4 TINDURINN ÞESSA VIKUNA SUZANNE VEGA - LUKA (A&M) Blítt og ljúft lag eins og rödd söngkonunnar ungu. Þetta er hreinskilið popp, laust við allar krúsidúllur og prjál, bara hefðbundin hljóðfæri og rödd. Skemmtilegur syngjandi í gítarspilinu set- ur léttan blæ á lagið og þó svo þetta sé ekki dæmigert vinsældapopp spái ég því að það geri það samt gott á vin- sældalistum. AÐRAR NOKKUÐ HÁTT UPPI BRUCE WILLIS - UNDER THE BOARDWALK (MOTOWN) Margir hafa spreytt sig á þessu gamla lagi og einna minnisstæðust er túlkun Rolling Stones fyrir rúmum 20 árum. Hér tekst Bruce Willis mjög vel upp og gerir að mínu mati rétt í því að taka annan pól í hæðina en rollingarnir. Enn ein skraut- fjöðrin í hatt Bruce Willis. BRUCE SPRINGSTEEN - BORN TO RUN (CBS) Annar Bruce og þessi öllu þekktari og fer hér á kostum í tónleikaútgáfum af þessu lagi, sem kom honum á spor frægðarbrautarinnar fyrir um tíu árum. Þetta er rokk eins og rokk getur best orð- ið. Áheyrendur eru greini- lega sammála. OMD - SHAME (VIRGIN) Það er ávallt nokkur létt- leikandi en jafnframt letileg- ur sjarmi yfir tónlist OMD og þetta lag er engin undan- tekning þar frá. Hljómsveit- in beitir hljóðgervlum sínum mjög hóflega í þessu lagi og raddir fá að njóta sín til fullnustu. Sérlega sumarlegt lag. PRINCE - IF I WAS YOUR GIRLFRIEND (WB) Ekki er ég alveg sammála þessu vali Prince á smáskífu af Sign Of The Times en Prince er svosum þekktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir og hver veit nema þetta geti slegið í gegn þó svo lagið sé ekki af því tæinu sem menn raula með sjálfum sér í baðinu. CARLY SIMON - GIVE ME ALL NIGHTS (ARISTA) Carly Simon kemur nú fram á sjónarsviðið á ný eftir nokkurt hlé og tekst bara vel upp í þessu lagi. Hún er sjálfri sér lík, lagið frekar í mýkri kantinum og lætur ljúflega í eyrum. - SþS - Carly Simon - Coming Around Again: Gömul kynni endumýjuð Á hátindi ferils síns um miðjan átt- unda áratuginn var Carly Simon uppáhald margra. Sérstök rödd henn- ar og beinskeyttir textar voru það sem allir hrifust af og í kringum hana myndaðist viss dulúð. Sjálfsagt er hennar þekktasta lag Your So Vein sem er uppgjör hennar við gamlan kærasta og fær sá það óþvegið í skörp- um texta. Eftir að hún giftist söngvaranum James Taylor fór að bera minna á henni og má segja að á tímabili hafi hún horfið af sjónarsviðinu. Hefur komið í ljós að í langan tíma átti Ja- mes Taylor við alvarleg eiturlyfia- vandamál að stríða og tók barátta fyrir heilsu eiginmannsins mikinn tíma Simon ásamt bamauppeldi. Þau eru í dag skilin að skiptum og þó ekki hafi borið mikið á Carly Simon að undan- fömu þá siglir hún lygnan sjó og plata frá henni vekur alltaf athygli. Nýjasta afurð hennar heitir Coming Around Again eftir vinsælu lagi sem prýðir þá plötu. Coming Around Aga- in var samið fyrir kvikmyndina Heartburn og svó sannarlega er lagið það besta við kvikmyndina. Sjálfsagt eitt besta lag Simon í langan tíma. Annars er platan í heild hin þokkaleg- .asta. Að sjálfsögðu á Carly Simon heiðurinn af að hafa samið flest lögin. Þó hefur hún leitað í smiðju annarra. Má nefna nýtt lag eftir Bryan Adams, It Should Have Been Me. Ágætt lag sem ég held samt að passi betur fyrir hann sjálfan. Þá má nefna tvö gömul lög, klassíska slagarann As Times Go Bye, sem Simon fer sérlega vel með og nýtur þar aðstoðar Stevie Wonder, sem fer snilldarhöndum um munn- hörpuna, og gamlan sveitaslagara eftir Joe Tex, Hold What You’ve Got, sem Simon hefur breytt að mínu mati til betri vegar. Þótt titillagið Coming Around Again sé besta frumsamda lagið eru fleiri frumsamin lög sem eru eftirtektarverð eins og Do The Walls Come Down og The Stuff That Dreams Are Made Of, sem ég hef á tilfinning- unni að sé mjög persónulegt. Coming Around Again er að öllu leyti hin þægilegasta plata og góð fyr- ir þá sem vilja endumýja kynni sín við Carly Simon. HK. Shy - Excess To All Areas Byrjendafeimnin 611 á bak og burt Ég man ekki betur en ég hafi gefið fremur lítið fyrir frumraun Shy, Brave the Storm, er hún kom út 1985. Spá- dómsgáfa undirritaðs hefur til þessa ekki verið til útflutnings og rétt eina ferðina virðist honum ætla að skjöpl- ast. Shy hefur nefhilega rétt hressilega úr kútnum og gæti með smávægilegri heppni veitt sveitum á borð við Bon Jovi og fleirum úr þeirri deild verðuga samkeppni. Shy er uppnmnin frá Birmingham í Englandi en hefur alla tíð átt erfitt uppdráttar á heimaslóðum. Staðfest- ing á því fékkst fyrir skömmu er undirritaður sá fimmmenningana hita upp fyrir Gary Moore í Lundúnum. Þrátt fyrir nánast stökkbreytingu á hálfu öðru ári náði sveitin ekki til áheyrenda þetta kvöld enda varð fátt um svör er söngvarinn Tony Mills æpti af öllum lífs og sálar kröftum: „Kom nokkur hingað til að hlusta á okkur?'1 í framhaldi af dræmum viðtökum heima fyrir hefur Shy flutt sig vestur um haf, þar sem markaðurinn fyrir tónlist af þeirra tagi er meiri en víðast annars staðar. Fer þó litlum frægðar- sögum af velgengni Shy á vesturströnd Bandaríkjanna, þar sem sveitin hefur hreiðrað um sig. Ef marka má fram- gang sveita á borð við Bon Jovi, Ratt, Mötley Crúe, Europe o.fl. verður þess tæpast langt að bíða að Shy nái að festa rætur í Bandaríkjunum. I hnotskum er tónlist Birmingham- búanna fimm nánast ’87-útgáfan af þeirri tónlist sem Styx sló í gegn með fyrir réttum áratug. Eini munurinn er sá að gítarinn er meira áberandi nú en þá og það gildir um flest afbrigði popptónlistar. Sérstaða Shy felst fyrst og fremst í söng Tony Mills. Honum liggur hátt rómur en hann misbýður röddinni aldrei. Þegar best lætur slagar hann hátt í Geoff Tate, söngvara Queensryc- he og er þá nokkuð sagt. Gítarleikar- inn Steve Harris (alnaíhi bassaleikara Iron Maiden) er slyngur en aðrir með- limir í meðallagi góðir. Eigi færri en fimm laga Excess to All Areas teljast í betri kantinum; Talk to Me, Young Hearts, Break Down the Walls, Ur.der Fire og gamla góða lagið Devil Woman sem Shy ger- ir góð skil. Svo aftur sé vikið að takmörkuðum spámannshæfileikum undirritaðs þá spáði ég því 1985 að Bon Jovi myndi drukkna í öllu popp/rokk-flóðinu vestra. I mars í fyrra heyrði ég fyrst Final Countdown með Europe og þótti rétt þokkalegt. Gaf ekki mikið fyrir þá tónlist. Báðar hafa umræddar sveit- ir slegið í gegn með „stæl“. Ætli ég spái ekki Shy betra gengi. Hver veit nema Tony Mills og vinir hans verði á vinsældalistunum að ári - jafnvel á þessi ári? Sigurður Sverrisson Fleetwood Mac - Tango In The Night Dansað af list Bresk-bandaríska hljómsveitin Fle- etwood Mac á langa og merkilega sögu að baki. Hljómsveitin var upp- haflega stofiiuð í Bretlandi skömmu fyrir 1970 og lék þá ryþma- og blústón- list af mikilli innlifun. Þegar svo þessi tónlistarstefha söng sitt síðasta upp úr 1970 skipti Fleet- wood Mac um gír og samfara inn- göngu tveggja bandarískra tónlistar- manna í hljómsveitina gerðist hún poppuð og þannig sló hún í gegn svo um munaði í Bandaríkjunum. Og þar hefur hún starfað að mestu síðan með nokkrum hléum og einu slíku var ein- mitt að Ijúka um daginn. Ameríkumennimir, sem gengu til liðs við Fleetwood Mac 1974, vom þau Steve Nicks og Lindsay Buckingham og þau tóku strax meira og minna yfir tónsmíðamar og sönginn og á þessari nýju plötu Fleetwood Mac leika þau enn aðalhlutverkið á þessum sviðum. Hin þrjú, sem hafa starfað í hljóm- sveitinni svotil frá upphafi, Mike Fleetwood, John & Christina McVie, em þó ekki síður máttarstólpar, til dæmis fyrirfinnst tæpast pottþéttari bassa- og trommudúett í nokkurri starfandi hljómsveit en þeir Fleetwood og MacVie. Á þessari nýju plötu heldur hljóm- sveitin sig á svipuðum slóðum í tónlist- inni og á síðustu plötum; melódískt popp í léttum grípandi dúr situr í fyr- irrúmi og það sem gerir þessa plötu mun betri en nokkrar þær síðustu, að mínu mati, em jafnari og betri tón- smíðar og því ekki úr vegi að álykta sem svo að þetta nokkurra ára hlé, sem hljómsveitin tók sér, hafi verið til góðs. Lindsay Buckingham kemur sérlega vel út úr sínum þætti á þessari plötu, hann á þátt í sex af tólf lögum plötunn- ar, ýmist einn eða í samvinnu við aðra. Christina McVie kemur líka vel út en hlutur Stevie Nicks í tónsmíðunum er minni en oft áður. Fjölbreyttur söngur hefur verið eitt sterkasta tromp Fleetwood Mac í gegnum árin og er það enn, þau Lindsay Buckingham, Stevie Nicks og Christine McVie em hvert fyrir sig mjög sérstakir söngvarar og um leið ólík, þannig að breiddin í söng og túlk- un er mjög mikil. Þetta er plata sem unnendur van- daðrar popptónlistar ættu ekki að láta framhjá sér fara. -SþS- Sæl nú!... Thompson Twíns virðast ekki eiga upp á pall- borðið hjá breskum tónlistar- aðdáendum um þessar mundir; hljómsveitin varðfyrir skemmstu að aflýsa tónleika- ferð um Bretlandseyjar öðru sinní vegna dræmrar miðasölu. Hljómsveitin mun engu að siður koma fram á tónleikum í nokkr- um stærstu borgum Bret- lands ... Ray Mayhew, trommari Sigue Sigue Sputnik, sem á dögunum varsýknaður af ákærum um árás á áhorfanda hljómsveitarinnar slapp ekkí eins vel þegar dæmt var í máli gegn honum fyrir árás á fyrrver- andi kærustu sína. Mayhew viðurkenndi árásina og fékk fyr- ir vikið eins árs fangelsi, skilorðsbundið i tvö ár... Það er annars af hljómsveit May- hews að frétta að sögusagnir hafa verið á kreiki í Bretlandi að undanförnu þess efnis að hljómsveitin sé hætt en þær tengjast þó að engu leyti dómn- um yfir Mayhew ... Boy Ge- orge er óðum að hjara við eftir allt dópsukkið og innan tfðar sendir pilturinn frá sér sína fyrstu sólóplötu og ber hún nafnið Sold. Drengurinn vill þó minna á sig enn frekar og send- ir fyrst frá sér smáskifu með laginu Keep Me in Mind ... Upprennandi stórsölupiata var að koma út i Bretlandi i fyrra- dag; þetta er hljómleikaplata með skosku stórsveitinni Simple Minds, sú fyrsta sinnar tegundar með sveitinni... Eng- in kvikmynd með kvikmyndum erframleidd núorðið án þess að innihalda svo og svo mörg lög flutt af poppstjörnum. Þetta hefur Mel Brooks löngu skilið og i nýjustu mynd hans verður hægt að heyra í The Spinners og þá syngja þau Kim Carnes og Jeffrey Osboume dúett i sömu mynd . .. Og meira um kvikmyndatónlist, nýjasta myndin um ævintýri James Bond verður frumsýnd á næs- tunni og titillag þeirrar mýndar er flutt af ekki ómerkari mönn- um en norsku strákunum i A-Ha. Lagið heitir eins og myndin The Living Dayl- ights,.. Ron Wood, gitarleik- ari Rolling Stones, er með sólóplötu i smíðum og koma þar margir frægir við sögu, meðal annars nýtur hann að- stoðar Johnny Marr, gitarleik- ara Smiths, við gítarspilið ... RogerTaylor, fyrrum trumbu- slagari Duran Duran, sá hinn sami og hætti i hljómsveitinni til að gerast bóndi!, varð pabbi á dögunum og sendum við hon- um og frúnni bestu kveðjur... til hamingju, Roger... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.