Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987.
Andlát
Helga Karlsdóttir lést 21. júní sl.
Hún fæddist 29. janúar 1929. Útför
hennar verður gerð frá Bústaða-
kirkju í dag kl. 13.30.
Sveinbjörn Lárus Hermannsen
lést 22. júní sl. Hann fæddist í Ás-
byrgi, Vestmannaeyjum, 13. desemb-
er 1930. Útför Sveinbjörns fer fram í
Vestmannaeyjum.
Kristín Þorgrímsdóttir Brúarholti
2, Ölafsvík, andaðist í St. Fransis-
kusspítala, Stykkishólmi, aðfaranótt
29. júní.
Elín Ásgeirsdóttir frá Garðsvík
andaðist 27. júní á Seli. Jarðsett
verður frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 3. júlí kl. 13.30.
Soffia Jónsdóttir frá Nýjabæ lést í
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. júní.
Útförin fer fram frá Landakirkju
laugardaginn 4. júlí kl. 14.
Útför Guðrúnar Margrétar Þor-
steinsdóttur hjúkrunarfræðings,
Stóragerði 10, verður gerð frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 2. júlí kl.
15.
Útför Margrétar Jónsdóttur,
Hrafnistu, Hafnarfirði, fer fram frá
Dómkirkjunni föstudaginn 3. júlí kl.
10.30.
Reynir Guðmundsson bóndi,
Nýja-Bæ, verður jarðsunginn frá
Bæjarkirkju í Borgarfirði laugardag-
inn 4. júlí kl. 14.
Kristján Andrésson, Ásbyrgi, verð-
ur jarðsunginn fimmtudaginn 2. júlí
kl. 14 frá Útskálakirkju, Garði,
Gerðahreppi.
Guðrún Magnúsdóttir, Ingólfs-
stræti 7b, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júlí
kl. 15.
Birgir Harðarson, forstöðumaður
skrifstofu Eimskips í Norfolk, er and-
aðist í New York sunnudaginn 20.
júní sl., verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 3. júlí nk. kl.
13.30. Jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjugarði.
Tilkyrmingar
Eymundsson 115 ára
Starfslaun til þess að
vinna að kennslubók
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar á
115 ára afmæli á þessu ári. Ákveðið var í
tilefni afmælisins að auglýsa og veita
starfslaun til þess að vinna að gerð
kennslubókar og slá þannig tvær flugur í
einu höggi: Minnast afmælis verslunar-
innar og styrkja um leið útgáfu íslensks
kennsluefnis. Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar áskilur sér forkaupsrétt á
því/þeim námsbókarhandritum sem starfs-
launin verða veitt til þess að vinna.
Starfslaunin hafa verið auglýst og hefur
Sigurður Pálsson á skrifstofu bókaversl-
unar Sigfúsar Eymundssonar tekið við
fjölda fyrirspurna og umsókna. Vegna
margra eindreginna óska hefur verið
ákveðið að lengja skilafrest fram til 6. júlí.
Trúnaðarbréf afhent
Hinn 26. júní afhenti Sverrir Haukur
Gunnlaugsson sendiherra Jan Martenson,
framkvæmdastjóra skrifstofu Sameinuðu
þjóðanna í Genf. trúnaðarbréf sitt sem
fastafulltrúi Islands hjá alþjóðastofnunum
í Genf.
Kona í dag, kona í framtíð
í sumar verður boðið upp á námskeið fyr-
ir konur á landsbyggðinni sem ber yfir-
skriftina , kona í dag. kona í framtíð. Hér
er á ferðinni upplýsinga- og fræðslunám-
skeið fyrir konur á öllum aldri. Námskeið-
inu er skipt í tvennt. þar sem fyrst verður
fjallað um félags- og efnahagslega þætti
og í seinni hluta verður íjallað meira um
konuna sjálfa. Námskeiðið er byggt upp
með stuttum fyrirlestrum, umræðum og
hópvinnu. Námskeiðið stendur í tvö kvöld.
eða í u.þ.b. 10 klst. Námskeiðin hófust í
júní og þeim lýkur í ágúst. Áætlað er að
námskeiðið verði haldið á eftirtöldum
stöðum: Stykkishólmi, Akranesi, Blöndu-
dósi, Egilsstöðum. Neskaupstað. Höfn,
Hólmavík. Isafirði. Húsavík og Búðardal.
Möguleiki er að bæta við fleiri námskeið-
um sé þess óskað. Allar nánari upplýsingar
er að fá í síma 93-4158. Leiðbeinandi á
námskeiðunum er Hansína B. Einarsdóttir
stud. polit.
Innhverf íhugun
Nýtt námskeið í innhverfi íhugun (TM-
tækninnar) hefst með kynningarfyrirlestri
á morgun. fimmtudag, kl. 20.30 í Garða-
stræti 17. Þar verður fjallað um áhrif
tækninnar á streitu andlegt og líkamlegt
heilbrigði, mannleg samskipti o.fl. Nánari
upplýsingar í síma 16662.
Húnvetningar - Ættarmót
Klemens Ólafssonar og Þórunnar Björns-
dóttur, sem bjuggu á Kurfi, Skagaströnd,
verður haldið dagana 4. og 5. júlí 1987.
Mótið verður sett í félagsheimilinu Skaga-
strönd kl. 14 laugardaginn 4. júlí. Kl. 15
kaffiveitingar. Kl. 16 verður farið að Kurfi
og Hofskirkju. Borðhald hefst kl. 20 í Fé-
lagsheimilinu, síðan verður skemmtidag-
skrá og endar kvöldið með dansi meðan
kraftar endast. Sunnudaginn 5. júlí kl. 10
verður farið um Höfðakaupstað og Skaga-
strönd og stoppað á merkum minningar-
stöðum. Ættarmótinu verður slitið kl. 15.
Meðan á ættarmótinu stendur liggur
frammi bók sem fólk getur ritað nöfn sín
í sem kaupendur að ættartölunni. Bókin
er í smíðum en ekki er vitað hvenær hún
kemur út. ÖUum veitingum og mat verður
reynt að halda í lágmarksverði. Öll sjálf-
boðavinna er vel þegin. Mætum öll, gerum
góða daga skemmtilega.
Tapað - Fundið
Hver saknar hjóls?
Grænt kvenreiðhjól var skilið eftir við hús
í Garðabæ fyrir ca 3 mánuðum. Upplýsing-
ar í síma 14040 eða 53361.
t
Útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Garðars Jónssonar
sjómanns,
Jökulgrunni 5a,
fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 2. júlí
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á heilsugæslusjóð Hrafnistu.
Guörún Karlsdóttir
Birgir Garðarsson Ingibjörg Einarsdóttir
Baldur Garðarsson Jóna Jónmundsdóttir
Bragi Garðarsson
Bergur Garðarsson Guðmunda Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
A&næH
65 ára er í dag, 1. júlí, Guðríður B.
Gunnarsdóttir, Ásgarði 47, Reykja-
vík. Hún er í dag stödd á heimili
dóttur sinnar að Keflavíkurgötu 17,
Hellissandi.
50 ára afmæli á í dag, 1.
Heimir Steinsson á Þingvöllum.
Hann og kona hans, Dóra Þórhalls-
dóttir, taka á móti vinum og ættingj-
um með kvöldkaffi á Hótel Valhöll
í kvöld kl. 20.30.
Spakmælið
Allir hafa sínar myrku hliðar sem þeir sýna ekki
frekar en máninn.
- Mark Twain
Ferðlög
Útivistarferðir
Miðvikudagur 1. júlí
kl. 20. Kvöldferð á Strompahella, létt
ganga og hellaskoðun vestan Bláfjalla.
Sérkennilegar hellamyndir. Hafið vasaljós
með. Verð 600 kr., frítt f. börn m. fullorðn-
um. Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Fimmtudagur 2. júlí kl. 20.
Viðeyjarferð. Allir ættu að kynnast þess-
ari útivistarparadís. Gengið um eyjuna.
Verð kr. 350. Frítt f. böm 12 ára og yngri
m. foreldrum sínum. Brottför frá Korn-
hlöðunni í Sundahöfn. Sjáumst.
^1%
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTK)
Sumarferð
Breiðfirðingafélagsins
verður farin helgina 3.-5. júlí nk. Upplýs-
ingar í símum 41531 og 32562.
Gönguklúbburinn Hana nú
íKópavogi.
Á hVerjum laugardegi allan ársins hring
fer Gönguklúbbur Frístundahópsins Hana
nú í Kópavogi í sitt vikulega bæjarrölt.
Það er komið saman að Digranesvegi 12
kl. 10 f.h., drukkið molakaffi og rabbað
saman og síðan gengið um bæinn í klukku-
tíma. Þessi laugardagsganga er ekki
eingöngu ætluð fyrir fyrir félaga í Hana
nú heldur eru allir Kópavogsbúar vel-
komnir í gönguna. 1 laugardagsgöngunum
er rölt um bæinn og margir Kópavogsbúar
hafa kynnst bænum í fyrsta sinn í göngun-
um. 1 laugardagsgöngunni er gengið í
hægðum sínum og hæfir hún vel fjölskyld-
um og oft ganga tvær eða þrjár kynslóðir.
Aðstandendur Hana nú vilja hvetja íbúa
í Kópavogi - unga og aldna - til að reyna
þennan einfalda og skemmtilega tóm-
stundakost.
bæklingur inniheldur upplýsingar um
sérstakt málefni. Þeir íjalla um styrki og
lán til verkfæra- og tækjakaupa, náms-
styrki og námslán, stuðningsfjölskyldur
og fjárhagsaðstoð við framfærendur, auk
uppíýsinga um svæðisstjómir.
Tímarit
Kynningarbæklingar um
málefni fatlaðra
Félagsmálaráðuneytið hefur nýlega gefið
út fimm bæklinga til kynningar á málefn-
um fatlaðra. Um er að ræða útgáfu á
bæklingum sem eru gefnir út í samræmi
við lög um málefni fatlaðra í þeim tilgangi
að kynna fötluðum réttindi sín og þá þjón-
ustu sem ráðuneytið stendur fyrir. Hver
Ökuþór
málgagn Félags íslenskra bifreiðaeigenda,
er komið út. Þetta er 1. tölublað 1987 -
24. árgangur. Meðal efnis í blaðinu er
Handbók FÍB 1987 kynnt, verðskrá er yfir
algengar tegundir fólks- og jeppabifreiða.
FÍB hefur aukið þjónustu sína með því að
hafa skrifstofu félagsins einnig opna í
hádeginu, milli kl. 12 og 13, til hagræðis
fyrir félagsmenn. Mánudaga til föstudaga
verður því opið kl. 9-17 nema mánudaga
og föstudaga er opið til kl. 19. Þetta gildir
mánuðina júní, júlí og ágúst.
Jón Baldvin Hannibalsson svarar Steingrími Hermannssyni:
Samkomulag strandaði á
ráðherrastól í vanskilum
„Það er misskilningur að ég hafi
lofað Steingrími Hermannssyni skrif-
legri fundargerð frá stjómarmyndun-
arviðræðunum. Ég hef hins vegar
riflað upp fyrir honum atburðarásina
með nákvæmum tímasetningum þrátt
fyrir að það ætti að vera óþarfi," segir
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, í athugasemd sem
hann hefur óskað að verði birt vegna
ummæla Steingríms Hermannssonar,
formanns Framsóknarflokksins, í DV
í gær.
„Vegna misvísunar í frásögnum af
atburðarás og tillöguflutningi er það
fyrst og fremst eftirfarandi sem þarfn-
ast skýringa:
1. Á sameiginlegum fundi formann-
anna þriggja milli klukkan 22 og 22.20
á sunnudagskvöld lagði ég fram mála-
miðlunartillögu um verkaskiptingu og
óskaði eftir því að þeir legðu þessa
miðlunartillögu fyrir þingflokká sína.
Áður hafði ég rætt ítarlega við hina
formennina sitt í hvoru lagi. Ég tók
það skýrt fram að þessi tillaga væri
enginn úrslitakostur heldur málamiðl-
un og því ekki óeðlilegt að fram kæmu
breytingatillögur.
Báðir voru óánægðir með þessa
málamiðlun svo sem vænta mátti.
Steingrímur kvaðst ekki geta borið
hana upp í sínum þingflokki nema
með tveimur breytingum. í fyrsta lagi
að hann fengi sjávarútvegsráðuneytið
frá Sjálfstæðisflokki í skiptum fyrir
iðnaðarráðuneytið. í annan stað að
hann fengi jafnmarga ráðherra og
Sjálfstæðisflokkur, það er fjóra.
Þessi breytingatillaga Steingríms
var ekki samþykkt heldur óskað eftir
því að málamiðlunartillagan væri
fyrst borin upp.
2. Sjálfstæðismenn samþykktu mála-
miðlunina. Þeir kynntu breytingatil-
lögu Steingríms en báru hana ekki
undir atkvæði. Steingrímur lagði hins
vegar ekki fram málamiðlunartillög-
una í sínum flokki heldur nýja tillögu
með sínum eigin breytingatillögum.
Það hefur valdið misskilningi að
þingmenn Framsóknarflokks skildu
orð hans svo að við Þorsteinn hefðum
samþykkt breytingatillöguna og þar
með fallist á fjölgun ráðherranna. Svo
var ekki.
3. Eftir þetta voru mál komin í óefni
og tíminn að renna út. Þá gerði ég enn
eina úrslitatilraun til samkomulags.
Ég skoraði á formann Sjálfstæðis-
flokksins að leita samþykkis þing-
flokksins fyrir því að láta sjávarútveg-
inn af hendi til Framsóknarflokksins
í skiptum fyrir iðnaðarráðuneytið að
því tilskildu að Steingrímur beitti
formannsmyndugleik sínum til að falla
frá kröfunni um fjórða ráðherrann
enda fengi hann sjávarútvegsráðuney-
tið í sinn hlut.
Til þess að sýna góðan vilja í þessu
máli bauðst ég til að leggja það fyrir
mina menn að við féllum frá rétt-
mætri ósk um forseta Sameinaðs þings
til þess að allir hefðu fómað einhverju
fyrir endanlegt samkomulag.
Það sem gerðist var að sjálfstæðis-
menn stóðu við sitt. Þeir samþykktu
á síðustu stundu skiptin á iðnaðar-
ráðuneytinu og sjávarútvegsráðu-
neytinu í trausti þess að þar með
myndu framsóknarmenn falla frá kröf-
unni um fjórða ráðherrastólinn og þar
með hefði tekist endanlegt samkomu-
lag.
Við stóðum einnig við okkar hlut
og féllum frá kröfu um forseta Samein-
aðs þings með sömu skilmálum.
Þrátt fyrir að framsóknarmenn
hefðu þannig fengið sjávarútvegsráðu-
neytið, eins og þeir óskuðu, komu þeir
með gagnkröfu um að ráðherraemb-
ættum Sjálfstæðisflokks yrði fækkað
um eitt.
Því má svo bæta við að í reynd hef-
ur Framsóknarflokkur fjögur og hálft
ráðuneyti en við aðeins þrjú og hálft
þar sem við féllumst á að láta utanríki-
sviðskipti frá viðskiptaráðuneyti til
utanríkisráðuneytis til þess að gera
veg fráfarandi forsætisráðherra, Stein-
gríms Hermannssonar, sem veglegast-
an. Það veikir enn kröfu Framsóknar-
flokks um fjórða stólinn.
Þess ber einnig að geta að í viðræð-
um allra formannanna þriggja á
undanfómum vikum hefur það komið
fram óteljandi sinnum að við teldum
fjölgun ráðherra óþarfa og reyndar
neyðarbrauð.
Niðurstaðan er þess vegna óumdeil-
anlega sú að það var orðið hreint og
klárt samkomulag, samþykkt af öllum
þingflokkunum þremur, um verka-
skiptingu. Það sem út af stóð, og
endanlegt samkomulag að lokum
strandaði á aðfaranótt mánudagsins,
var krafa um ellefta ráðherrastólinn,
sem ég leyfði mér að kalla ráðherra-
stól í vanskilum.
Loks er þess að geta að ég mæltist
eindregið til þess við hina formennina
tvo að þeir lokuðu þingmenn sína inni
og létu það aldrei um sig spyrjast að
stjórnarmyndunarviðræður, s'em
komnar væru á slíkt lokastig, strön-
duðu á elleftu stundu á kröfu um einn
stól,“ sagði Jón Baldvin.
-KMU