Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Page 5
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
5
Fréttir
Það eru engin harðindi í heyskapnum á Gullatúni. Þær fara mjúkum hönd-
um um heyið, stúlkurnar Anna Hilda Guöbjörnsdóttir, Freygerður Sigur-
sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir og Steingeröur Sigtryggsdóttir.
DV-mynd JGH
DV á Ólafsfirði:
Túnið heitir Gullatún
en Gunni í Hlíð á það
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii:
Þær sögðu að túnið héti Gullatún
en Gunni í Hlíð, skólastjóri bamaskól-
ans og hestamaður, ætti það og hann
fengi allt heyið. Þær eru eldhressar,
stúlkumar í unglingavinnunni á Ól-
afsfirði.
„Við rökum með gamla laginu, not-
um hrífur. Hjá okkur er engin stór-
brotin tækni eða vélar í gangi,“ sögðu
þær stöllur.
„Það er ágætt að vera í heyskap.
llmurinn af heyinu er alltaf jafngóð-
ur,“ bættu þær við með fangið fullt
af heyi handa honum Gunna í Hlíð.
Ritstjóramálið á Þjoðviljanum:
Hef heyrt
þennan kaffi-
húsaorðróm
enginn úr útgáfustjóminni rætt máiið við mig, segir Ólafur Ragnar
Ráðning ritstjóra á Þjóðviljanum
fer í gegnum framkvæmdastjóm AI-
þýðubandalagsins til samþykktar
eða synjunar. Ólafúr Ragnar Gríms-
son er formaður framkvæmdastjóm-
ar og DV innti hann eftir því hvort
það hefði verið rætt þar að Össur
Skarphéðinsson ritstjóri yrði látinn
hætta á blaðinu.
Ólafúr sagði að enginn úr útgáfú-
stjóm blaðsins hefði rætt þetta mál
við sig en hann kvaðst hafa heyrt
kafShúsaorðróm um að hugmyndir
væru uppi um að láta Össur hætta.
Guðni Jóhannesson, sem sæti á í
útgáfustjóm Þjóðviljans, sagði að
málið hefði ekki verið rætt opin-
berlega í útgáfustjóminni. Hann
kannaðist aftur á móti við að hafa
heyrt orðróm rétt eins og Ólafur
Ragnar. -S.dór
Salmonella í fiskimjöli:
„Almennt hreinlæti
skiptir öllu máli“
UTSALA
Á ÞREMUR STÖÐUM
- segir Hannes Magnússon gerlafræðingur
„Því miður getur þetta alltaf komið
fyrir og illmögulegt að koma í veg
fyrir að salmonella berist í fiskimjöl.
Ein mesta hættan á salmonellusýk-
ingu er þegar menn moka upp í poka
mjöli sem hefúr dottið á gólfið í stað
þess að láta endurvinna það. Salmon-
ellusýkillinn drepst við 60 gráða hita
og lifir því ekki af endurvinnslu. Ann-
ars er það almennt hreinlæti sem
skiptir öllu máli,“ sagði Hannes
Magnússon, gerlaffæðingur hjá Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, í samtali
við DV vegna salmonellu í fiskimjöli
á Siglufirði.
Hannes sagði að talið væri að um
15% mávastofnsins væri sýktur af
salmonellu. Fuglinn sækir mjög í loðn-
una og fiskúrgang og fúglasaur er því
mjög hættulegur. Það gerir ekkert til
þótt hann fari í hráefnið vegna þess
að salmonellan drepst við bræðslu og
þurrkun mjölsins.
En fúglasaur getur borist með skóm
I skugga hrafnsins:
Unnið eftir
sænskum leik-
arasamningi
„Það náðist samkomulag um það við
framleiðendur kvikmyndarinnar að
láta sænska leikarasamninginn gilda
alfarið, þannig að bæði sænskir og
íslenskir leikarar væru á sömu kjör-
um. Þessi samningur er umtalsvert
betri en íslenskir kvikmyndasamning-
ar,“ sagði Amór Benónýsson, formað-
ur Félags íslenskra leikara.
Amór sagði að sænski samningur-
inn væri ffá árinu 1985 og hefði verið
gerður á milli sænska leikarafélagsins
og kvikmyndagerðarmanna. Þetta
væri svokallaður verktakasamningur
sem mikið væri af í afþreyingariðnaði
hérlendis. Verktakinn, í þessu tilfelli
leikaramir, tæki að sér verkefni fyrir
ákveðnar greiðslur samkvæmt samn-
ingnum. Þeir þyrftu því sjálfir að sjá
um að standa skil á launaskatti og
öðrum launatengdum gjöldum.
-JFJ
manna inn á gólf verksmiðjuhúsanna.
Síðan fellur mjöl á gólfið og því er
síðan mokað upp án þess að það sé
endumnnið. Hannes sagði að gott
væri að hafa mottur með sótthreinsi-
efni við allar dyr og væri stjómendum
verksmiðjanna ráðlagt það.
Hannes sagði salmonellu vera eitt
mesta vandamálið sem verksmiðjum-
ar ættu við að glíma og ekkert ráð til
að koma alfarið í veg fyrir hana.
-S.dór
Smiðjuvegi 2B
Sími 79866
Skólavörðustíg 19 Hringbraut 119
Sími 623266 Sími 611102
F3MARLEY
FLOORS
Marleyflex
Slitsterkar vinyl-gólffiísar
MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar frá MARLEY FLOORS sameina góða
endingu, fallegt útlit, gæði og gott verð. Sérlega hentugar á verslunar-
húsnæði, skrifstofur, skóla, sjúkrahús og aðra þá staði sem mikið
mæðir á. MARLEYFLEX vinyl-gólfflísar eru asbestfríar og fást í fimm
litum. Stærð 30x30 cm og þykkt 2.5 mm. Ávallt fyrirliggjandi.
VEGGFÓDRARINN-
MÁLNING & JÁRNVÖRUR
Heildsala:
Síðumúla 4, 108 Reykjavík.
Símar 687171 og 687272.
Marinó
Pétursson hf.
32 Sundaborg, 124 Reykjavík.
Sími 681044.