Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Side 13
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
13
Neytendur
viKncSAV0RN FYW,R QLUQGA. HUROtR.
°S*EI0AR: GRiNOVCRK, TiMBURHUSOC «■
Eg hélt að hann meinti þetta
Ódyr viðarvörn 1
Besd sjávarrétturinn 1987:
Meistarakokkar
Gísli G. ísleifsson, lögfræðingur
Verðlagsstofnunar, skrifar:
Það hefur að mínu áliti alltaf verið
ljóður á ráði manna að gera öðrum
upp skoðanir og leggja síðan út frá
þeirri ímynd á þann veg sem að þeim
þykir hentugast.
Þetta þurfti þó að koma fyrir „tals-
mann neytenda", Jónas Bjamason,
í grein í DV þann sjötta þessa mán-
aðar sem á að teljast svar við þeirri
setningu minni um væntanlegan
grænmetismarkað í grein í DV þann
30. fyrra mánaðar sem hljóðar svo:
„Þó virðist okkur það vera til bóta,
miðað við þær upplýsingar sem að
við höfum“.
Um þetta segir Jónas:„Lögfræð-
ingi Verðlagsstofnunar finnst það
vera til bóta að þessi svokallaði
grænmetismarkaður ætli ekki að
starfa samkvæmt lögum“.
Til skýringar fyrir neytendur alla,
en ekki bara þá sem Jónas talar fyr-
ir, þá á grænmetismarkaðurinn
væntanlegi að vera uppboðsmarkað-
ur, svipað og fiskmarkaður. Þetta
er eins fjarri samráði og hugsast
getur.
Ég er því hræddur um að fullyrð-
ingin í tilvitnaðri setningu Jónasar
verði að fara ofan í kokið á honum
sjálfum og vona ég að honum verði
ekki bumbult af.
Jónasi bauðst að tala við mig þeg-
ar hann hringdi í Verðlagsstofnun
út af grein minni en þáði það ekki
heldur skrifaði grein 1 DV sem í
rauninni er ekki svaraverð. Það eina
sem má vera Jónasi til afsökunar er
að hann haldi að í grein minni sé
verið að fjalla um núverandi græn-
metismarkað í tilvitnaðri setningu,
en þar er átt við væntanlegan mark-
að, eins og skýrt kemur fram,
samanber: „... dálítið erfitt með að
tjá okkur um væntanlegt fyrirkomu-
lag á grænmetismarkaðnum sem
þeir hyggjast koma á fót“.
í upphafi greinar minnar kemur
skýrt fram að það er skoðun mín og
Verðlagsstofhunar að samráð það
sem að nú ríkir í grænmetissölu er
lögbrot. Jónas er því að slást við
vindmyllur þegar hann gefur í skyn
að ég styðji lögbrot. Bið ég hann því
að lesa grein mína aftur og þá ekki
eins og sumir lesa Biblíuna.
En meðal annarra orða, Jónas,
enun við íslendingar ekki allir neyt-
ÓDÝR
OG
HAGKVÆM
VIÐARVÖRN
SEM
ENDIST
KJÖRVARI er hefðbundin viðarvörn
og til í mörgum litum. Ef einkenni
viðarins eiga að halda sér, er best að
verja hann með Kjörvara.
iK
má/ning«
Samkeppr)in um Besta sjávarréttinn
1987, á vegum Marska og DV, stendur
yfir þessa dagana. Dómnefnd er skipuð
valinkunnum mönnum, þremur mat-
reiðslumeisturum, einum matvæla-
verkfræðingi og loks á blm. DV sæti
í nefhdinni.
endur? Lifir hér ekki hver á öðrum.
bæði með vörur og þjónustu og erum
því allir nevtendur - ekki bara þeir
sem að fara út í búð og kaupa vörur
- heldur líka bændur. sjómenn.
kennarar, lögfræðingar. verkamenn.
og jafnvel verkfræðingar? Er ein-
hver hópur nevtenda öðrum rétt-
hærri, og þá hvaða hópur?
Þá væri æskilegt að Jónas aflaði
sér einhverrar lögfræðiþekkingar
áður en hann skrifar meir um lög-
fræðileg atriði. þ\d kunnátta hans í
þeirri fræðigrein virðist svona álíka
og mín í verkfræði.
Svo vona ég að Jónasi takist að
slökkva bálið í kringum Verðlags-
stofhun sem ég á að hafa kveikt en
var ekki nema stormur í vatnsglasi
hans.
Meistarakokkar
Hilmar B. Jónsson og Úlfar Ey-
steinsson eru landsþekktir sem meist-
arakokkar. Hilmar fylgir forseta
okkar, Vigdísi Finmnbogadóttur, þeg-
ar hún fer í opinberar heimsóknir og
eldar krásir ofan í útlenda heiðurs-
gesti, sem hann og gerir hér á landi.
Þar fyrir utan er hann ritstjóri eina
íslenska tímaritsins sem fjallar um
mat, Gestgjafans.
Úlfar er þekktastur fyrir sérlega góða
matreiðslu sína, einkum á sjávarfangi
alls konar. Úlfar rekur nú veitinga-
staðinn Úlfar og ljón á Grensásvegin-
eina uppskrift í hvert umslag, eigin
nafh og heimilisfang í öðru umslagi,
merktu sama leyninafni. Sami maður
má senda margar uppskriftir, gætið
þess að merkja þær greinilega.
Ef svo ólíklega vill til að ekki berist
hæfar uppskriftir að mati dómnefridar
og Marska fellur keppnin niður.
-A.BJ.
Erlendis er grænmeti og ávextir selt á sannkölluðum mörkuðum. Þá fer
verðið oft lækkandi eftir því sem á daginn liður. Þar vilja menn heldur
selja við lágu verði heldur en að sitja uppi með framleiðsluvörur sinar að
vinnudegi loknum. Myndin er af erendum markaði. A.Bj.
hægt verði að nota hjá Marska í fram-
tíðinni.
Undirritaður,Anna Bjamason
blaðamaður á DV, hefur séð um neyt-
endasíðuna í áraraðir og hefur reynslu
bæði í matargerð og skrifum um mat.
Skilafrestur í samkeppninni er til 15.
ágúst næstkomandi. Sendið uppskrift-
imar ykkar merktar leyninafni, aðeins
Dómnefndin í samkeppni Marska og DV um Besta sjávarréttinn 1987.
um en það er einn af bestu sjávarrétta-
veitingastöðum höfuðborgarinnar.
Dr. Einar Matthíasson er matvæla1
verkfræðingur hjá Iðntæknistofhun
Islands. Iðntæknistofhun aðstoðaði
Marska við þróun á þeim réttum sem
þar em framleiddir í dag og vom allir
réttimir prófaðir hjá stofnunni áður
en þeir fóm í framleiðslu.
Steindór R. Haraldsson er mat-
reiðslumeistari og jafhframt fram-
leiðslustjóri Marska á Skagaströnd.
Hann hefur átt einna mestan þátt í
þróun þeirra rétta sem framleiddir em
hjá Marska og er óþreytandi við að
afla nýrra uppskrifta. Hann hefur
mikla trú á að út úr þessari sam-
keppni komi fínar uppskriftir sem
í dómnefhdinni
Tækifæri sem margir hafa beðið
eftir. Hressingardvöl við Svarta-
hafið. 2ja, 3jaog4raviknaferðir.
íslensk hjúkrunarkona er með í
ferðum. 5000 kr. afsláttur fyrir
ellilífeyrisþega.
í þessum ferðum er hægt að fara
í sérferðir t.d. til Istambul og
Saloniki í Grikklandi, auk ýmissa
ferða um Búlgaríu.
Bæklingur á skrifstofunni.
-r:
ERUM FLUTTI MIÐBORGINA
FERDA&WALhf
Hafnarstræti 18
Símar: 14480-12534