Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987. Ólafiir Hauksson: Útvarpstjóri Stjornunnar „Ætli megi ekki segja að ég reyna að gera útvarpstöðina betri. Ég mun byrja á að kanna þörf á einhverri brevtingu eða uppstokkun. Það er að mestu spuming um áferð. ekki tilfærslu." sagði Olafur Hauksson sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri 'Stjörnunnar. Ólafur tekur við störf- um næstkomandi miðvikudag. Um leið hættir hann samstarfi við félaga sína á Sam-útgáfunni þar sem hann hefur starfað í þrettán ár. nú síðast sem framkvæmdastjóri. ..Ég aðstoðaði Stjörnumenn við ráðgiöf er þeir voru að koma út- varpsstöðinni í gang og nú fóru þeir þess á Ieit við mig að taka útvarps- stiórastarfið að mér. Mér finnst það spennandi starf og geysilega skemmtilegt að revna eitthvað nýtt.“ sagði Ólafur ennfremui-. „Það er hörkusamkeppm í gangi og mér líst vel á hana. Ég hef trú á að meðan útvarpsstöðvarnar eru svona fáar geti þær gengið." Ólafui- hefur auk blaðamennsk- unnar og blaðaútgáfu unnið talsvert fyrir útvarp og sjónvarp. Hann hefur lengi verið mikill áhugamaður um frjálst útvarp en hann hefur BS gráðu í fjölmiðlun fi-á University of OregoníBandaríkjunum. -ELA Evrópumótið í bridge: íslendingar í fimmta sæti íslendingar og Xorðmenn skildu jafnir í fimmtándu umferð Evrópu- mótsins í bridge sem haldið er í Brighton í Englandi. íslendingar eru nú komnir í fimmta sæti mótsins. Svíar eru í fyrsta sæti. Frakkar í öðru sæti. Bretar í þriðja og Israelar í fjórða sæti. Islendingar spila á móti Dönum í sextándu umferðinni í kvöld en alls verða spilaðar 23 umferðir. „Þetta er aldeilis frábær frammi- staða hjá strákunum. langt umffarn okkar björtustu vonir.“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hjá Bridge- sambandinu." íslenska kvennasveitin tapaði í gær fvrir þýsku sveitinni, fékk 2 stig á rnóti 25. Frakkar eru nú í efsta sæti. Italir i öðru og Brelar í þriðja sæti. lslenska kvennasveitin er í 17. sæti. ATA LOKI Þá á Jón Páll bara eftir að verða „meistari alheimsins"! Þtjú ungmenni handtekin á Höfh í Homafiröi: Játa stórfelld skemmdaiverk Lögreglan á Hornafirði handtók á laugardag þrjú ungmenni vegna stórfelldra skemmdarverka og inn- brota. Ungmennin, sem eru tveir ungir menn og ung kona, hafa játað að hafa unnið mikið tjón á bílum og tækjum á Höfn auk innbrota bæði á Höfn og eins í Nesjum. Samkvæmt heimildum DV réðust ungmennin á rútu á Höfh og brutu í henni allar rúður auk fleiri skemmda, svipaða meðferð fengu nokkrir fólksbílar, munu þeir vera um tíu talsins. Þau munu hafa brotist inn á verkstæði á Höfn og unnið þar míklar skemmdir auk þess sem þau stálu lítillega af verð- mætum. Einnig brutust þau inn í veitingaskála í Nesjum, unnu þar mikil skemmdarverk og stálu þar einliverjum verðmætum. Þau stálu einnig tveimur dráttarvélum og nánast eyðilögðu aðra þeirra. Ág- iskun manna á Höfn er að ung- mennin hafi valdið hundruða þúsunda tjóni og jafhvel er talið þegar allt verður tínt til að tjónið sé vel á aðra milljón. Skömmu fyrir miðnætti i gær ákváð fulltrúi sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu að láta ungmennin laus úr fangageymslu en þá lágu fyrir játningar frá þeim. Ungmennin þrjú eru aðkomufólk á Höfn og hafa aðeins verið þar stutt- an tíma. Fyrst og fremst virðist skemmdarfýsn hafa ráðið gerðum ungmennanna. í innbrotunum var litlu af verðmætum stolið en skemmdir þess meiri. -sme Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður landsins og heimsins, fer hér léttilega með jeppabifreið í keppninni á laugardaginn. Nánar segir frá átökum íslensku jötnanna á bls. 2. DV-mynd JAK Veðrið á morgun: Austlæg átt á landinu öllu Á morgun verður austlæg átt á landinu, strekkingur við suður- ströndina en fremur hægt annars staðar. Á Austurlandi og úti fyrir Norðurlandi verður þokuloft eða dálítil súld en annars þurrt og víða bjart veður vestanlands. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig, hlýjast suðvest- anlands. Fomlerfarannsoknir: Hafa fundið bæ Snonra „Já, við teljum það mjög líklegt að við séum komin niður á bæ Snorra Sturlusonar. Við höfum grafið upp göngin ffá Snorralaug þar sem þau koma norðan undan skólahúsinu og lengd þeirra og stefha benda til þess að við séum að grafa þar sem bærinn stóð,“- sagði Guðmundur Ólafsson, fomleifafræðingur hjá Þjóðminjasafni íslands, þegar blaðamaður DV spurð- ist fyrir um fomleifarannsóknir sem staðið hafa yfir í Reykholti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku. Sex fomleifafræðingar vom þama við vinnu í síðustu viku, þrír Islend- ingar og þrír Bandaríkjumenn, en fjórir þeirra munu halda rannsóknun- um áfram a.m.k. út þessa viku. Auk þess að hafa grafið upp göngin norðan við skólahúsið hefur verið grafin þver- sneið frá vestri til austure inn í garði sem stendur sunnan við kirkjugarð- inn. „Við höfum komið þama niður á eitthvað sem líkist hellulögðum bæjar- göngum, auk þess sem þarna em mörg gólf og torfveggir,“- sagði Guðrún Sveinbjamardóttir fomleifaffæðingur, sem enn vinnur að rannsóknunum. Guðrún taldi einnig mjög líklegt að þama væri bæ Snorra að finna en hins vegar væri engu hægt að lofa á þessu stigi málsins um fornleifafundi sem hægt væri að aldursgreina ná- kvæmlega. Slíkir fundir myndu hins vegar skera úr um það öðm fremur hvort þama væri um að ræða bæjar- stæði frá því á þrettándu öld. Guðmundur gat þess að þær rann- sóknir sem nú stæðu yfir væru eins konar forrannsóknir. „Við væntum þess að fá að rannsaka þetta til hlítar næsta sumar en þær rannsóknir ráð- ast af fjárveitingum og því ekki gott að segja hvað úr verður.“ „Reyndar stöndum við ffammi fyrir hálfgerðu neyðarástandi í fomleifa- rannsóknum hér á landi því að okkur bráðvantar stöður fyrir fomleifaffæð- inga,“ sagði Guðmundur. Þjóðminja- safnið er að vinna að þessum rannsóknum fyrir Reykholtsnefhdina en við hjá Þjóðminjasafni hefðum ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að fara út í þessar rannsóknir af sjálfs- dáðum.“__________________KGK Svindlað á kvótanum: Afli gerður upptækur hjá 5fyrirtækjum Sjávanítvegsráðuneytið hefur gert kröfu um að afli verði gerður upptæk- ur hjá fimm fiskvinnslufyrirtækjum sem ekki gátu gefið viðhlítandi skýr- ingu á mismun innvegins afla og útseldra afurða við rannsókn ráðu- neytisins á kvótasvindlinu svokallaða. Óskað hefur verið eftir skýringum á þessum mismun hjá fleiri fyrirtækjum og er þeirra nú beðið. „Við munum ekki gefa stax upp hvaða fyrirtæki þetta em. Þessi fimm fyrirtæki hafa kærufrest vegna þessa máls og fyrr en hann er liðinn verða nöfh þeirra ekki gefin upp,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarút- vegsráðuneytisins, í morgun. Hann sagði að það væri mjög misjafnt hve mikill mismunuiánn væri hjá fyrirtækjunum fimm, eða allt frá því að vera lítill og upp í það sem hann sagðist kalla mikinn. Varðandi önnur fyrirtæki, sem hefðu verið beðin um skýringar, sagði Jón að sum hefðu þegar sent inn viðhlítandi skýringu en önnur hefðu ekki svarað eða ekki getað gefið marktæka skýringu á þeim mismuni sem fannst við rannsókn. Rannsókn á kvótasvindlinu svo- nefnda er haldið áfram og verður svo meðan kvótakerfið er við lýði, að sögn Jons B. Jónassonar. -S.dór Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.