Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Page 7
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Neytendasamtökin: Kvartað yffir óeðli- legum verðhækkunum - álagning hækkuð jafhframt sóluskattsbreytingunni Nokkur brögð virðast hafa verið að því að kaupmenn hafi notað tæki- færið til að hækka álagningu sína þegar söluskattur lagðist á matvæli. Þessa hafa efhahagssériræðingar meðal annars orðið varir við athug- un á efnahagsástandinu. „Já, það hefur borist töluvert af kvörtunum til okkar vegna þessa,“ sagði Elísabet Þorgeirsdóttir hjá kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna í samtali við DV í gær. „Við höfum skoðað þetta og vitum dæmi þess að kaupmenn hafi gripið tæki- færið og hækkað álagningu um leið og söluskattsbreytingin var fram- kvæmd." „Auðvitað koma verðhækkanag- usur á tilteknum vörum og þjónustu. Hins vegar er ég ekki tilbúinn að slá því fóstu að almennt sé um þetta að ræða,“ sagði Bjöm Bjömsson, hagfræðingur ASf, en hann á sæti í Kauplagsnefndinni sem ákveður hækkanir á framfærsluvísitölunni. Hjá Verðlagsstofnun fengust þau svör að ekki væri tímabært að reyna að slá þvi föstu hvort mikið hefði verið um hækkanir á álagningu þeg- ar kaupmenn verðmerktu á ný vegna söluskattshækkunarinnar. Verð- lagsstofnun telur að lengri timi sé nauðsynlegur áður en hægt er að meta þetta. Nokkur bið verður þvi greinilega þangað til endanlega fæst úr því skorið hvort almennar hækkanir á álagningu hafi fylgt söluskatts- hækkuninni. -ES Ingi R. Helgason og Ólafur B. Thors virða fyrir einn af 5500 bílum sem gert er ráð fyrir að verði fyrir tjóni á árinu 1987. Almennar og BÍ opna tjónaskoðunarstoð fyrir bíla: Geigvænleg aukning tjóna í unvferðinni Við opnun nýrrar Tjónaskoðunar- stöðvar, að Smiðjuvegi 1 Kópavogi kom fram að tjón á bílum í umferðinni iukust geysilega fyrrihluta þessa árs, Ólafur B. Thors, forstjóri Álmennra Trygginga, sagði að í krónum talið væri aukningin 66%, sem væri langt umfram verðbólgu. Ingi R. Helgason, forstjóri Bruna- bótafélagsins, sagði að tilkoma tjóna- skoðunarstöðvarinnar væri eitt þeirra atriða sem þessi tvö tryggingafélög hefðu gripið til í þvi skyni að auka hagkvæmni í rekstri og halda uppi fyrirbyggjandi starfi gegn slysum, en samtals tryggja þessi tvö félög u.þ.b. 40% af bílaflota landsmanna. Kristján G. Tryggvason, forstöðu- maður stöðvarinnar, sagði að hún væri byggð að erlendri fyrirmynd. Þama starfa revndir bílvirkjar og bíla- smiðir sem skoða bíla og meta viðgerð- arkostnað nýrra bíla, annast útboð á viðgerðum bílum sem verða á hverjum mánudegi, skoðun vörubíla og eftir- leiðis verður enginn bíll kaskótrvggð- ur hjá þessum tryggingafélögum. án undangenginnar skoðunar. Skoðunar- menn utan af landi verða þjálfaðir í stöðinni og munu þeir sjá um skoðan- ir út um land. Gert er ráð fyrir því að á þessu ári muni starfsmenn þessarra tveggja félaga skoða 5500 skemmda bíla, þar af 4500 af höfuðborgarsvæð- inu. Skuldir Hótel Atkar: „Ekki famir að óttast“ Lögmaður Gunnars Ásgeirsson- ar h/f hefur gert flárnám í Hótel Örk. Fjámámið er fyrir skuld sem nemur 950 þúsund krónum án kostnaðar. Ingvar Ásgeirsson, fjár- málastjóri Gunnars Ásgeirssonar, segir að fyrirtæki sitt sé ekki farið að óttast um að skuldin verði ekki greidd. „Því miður er svo að vanskil em alltaf að aukast. Fyrir fáum árum heyrði það til undantekninga ef um vanskil var að ræða. Þeir sem versla við okkur geta alltaf orðið fyrir óhöppum og venjan er sú að skuldimar em greiddar áður en til uppboðs kemur. Á þeim pappírum sem sriúa að Hótel Örk em Qeiri ábjTgðaraðilar en hótelið svo að við sjáum ekki ástæöu til að kvíða því að við féum ekki greitt,“ sagði Ingvar Ásgeirsson. Ingvar sagði einnig að nú væm bankar fyrri til en áður að skuld- færa gjaldfallna vixla á seljendur víxlanna. „Bankamir kaupa fljótt viðskiptavíxla af þeim fyrirtækjum sem em með stöðugt flæmi af við- skiptavíxlum en þeir em líka flj ótir að skuldfæra á okkur þá víxla sem falla á gjalddaga.'1 -sme Aftur fiskað Regina Thorarensen, DV, Gjögri Sjómenn em ánægðir með að kom- ast á sjóinn á ný eftir tíu daga stopp en jafriframt em þeir óánægðir með að hafa þurft að vera í landi þennan tíma samkvæmt ákvörðun ríkisstjóm- arinnar. Gott veður var og spegilsléttur sjór þennan tíma. Finnst mönnum það ein- kennilegt að 1-1 'A tonns trillum skuli vera bannað að veiða í tíu daga sam- fleytt og em þeir reiðir út í nýju ríkisstjómina. Siggu Viggur hjá Útnesi Ján G. Hauksson, DV, Akureyir Á Kópaskeri er það af sem var í vetur. Þar er nú botnlaus vinna. Allir hafa nóg að gera. „Við vinn- um hér alla daga nema sunnudaga í saltfiskinum," sögðu stúlkumar hjá Útnesi, glænýju salfiskverkun- arhúsi á Kópaskeri. Þær tóku því vel þegar þær vom kallaðar Siggu Viggur í höfuðið á þjóðkunnri teiknimyndafígúm. Saltfiskurinn, sem þær verka, fer rakleitt til Spánar þar sem hann flatmagar á diskum sælkera. Peningamir til Borgaraflokksins: Milljónin af fjárveitingu næsta árs - segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármalaradherra Nýlega fékk Borgaraflokkurinn eina milljón króna frá ríkinu af fé þvi sem þingflokkamir fá til starfsemi sinnar. Þetta telja þeir borgaraflokks- menn ekki nóg. þeir segjast eiga að fá 3 milljónir króna ef þeir eigi að sitja við sama borð og aðrir þingflokkar. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra var spurður að því hvers vegna hann væri svo naumur við Borgaraflokkinn. „Fjámpphæð sú, sem stjómmála- flokkamir fá fi'á ríkinu til starfsemi sinnar. er ákveðin á fjárlögum ár hvert. Það er sérstök nefnd á vegum flokkanna sem setur reglur um skipt- ingu á þessu fé. Nefndin hittist í byijun árs og skiptir því fé sem flokkarnir fá á Qárlögum. Þannig hefur þetta verið frá því farið var að veita flokkunum fjárstuðning. Það mætti spyrja hver vegna nefridin úthlutaði öllu þessu f um síðustu áramót aðeins nokkrur. mánuðum fyrir kosningar. Nefndin segir að þetta hafi allta verið gert með þessum hætti. Nefri er dæmi frá 1983 þegar tveir nýdr þing flokkar komu inn. líka í apríl. Það á var fénu skipt á gmndvelli þingflokka skipunar f>TÍr kosningar. Ég vísaf þessu máli til ríkislögmanns og han álit er að ekki sé hægt að finna neit að þessum reglum vegna fordæmis. Ákvörðun mín að veita Borgara flokknum eina milljón króna er bygg á því að ég veit að fjárhagsstaða flok kanna er slæm og ég lít á þetta ser fyrirframgreiðslu upp í skiptingi næsta árs.” sagði Jón Baldvin Hannib alsson fjíinnálaráðherra. -S.dó GJald á erlendar lántökur: Ótrúlegt að Flugleiðir fái undanþágu segir Jón Baldvin Hannibalsson Að sögn Jóns Baldvins Hannibals- sonar fjánnálaráðhen-a hafa fjöl- margir aðilar sótt um undanþágu frá gjaldi þvf sem fyrirhugað er setja á erlendar lántökur. Meðal þeirra em Flugleiðir hf. sem sent hafa Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra beiðni um undanþágu frá gjaldinu, en Flugleið- ir hf. fyrirhuga nú endumýjun á flugvélaflotasínum. Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða hf., hefur sagt að gjaldtakan muni kosta fyrir- tækið 100 milljónir króna. Jón Baldvin var inntur eftir því hvort Flugleiðir mundu fá undan- þágu frá gjaldinu. „Það þykir mér ótrúlegt," sag*' fjármálaráðherra. Hann var þá spurður hvort ein- hverjir hefðu fengið undanþágu og sagði hann svo ekki vera. Reglugerð- in varðandi gjaldtökuna væri nú á lokastigi í vinnslu og undanþágur yrðu ekki skoðaðar fy-rr en reglu- gerðin hefði litið dagsins ljóa -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.