Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1987, Side 9
FÖSTUDAOTJR 14. ÁOÚST 1987. 9 Verkfallið breiðist út I Seoul í Suður-Kóreu urðu í gær átök milli öryggisvarða og mótmælenda sem kröfðust að fá að hitta forstjóra sem sagður var hafa haft niðrandi orð gegn verkalýðnum. Simamynd Reuter Lögð var niður vinna í fleiri fyrirtækj- um í Suður-Afríku í gær samtímis því sem óeirðir brututst út í kolahéruðum landsins. Þúsundir námumanna æddu um göt- ur borgarinnar Taebaek í gær og ógnuðu borgarbúum . Virtust margir þeirra drukknir að sögn lögreglunnar. Köstuðu þeir grjóti að heimilum fram- kvæmdastjóra námanna. Húsgögn á skrifstofu námufélags voru brotin og kveikt í þeim og símar eyðilagðir. Óeirðalögreglan hélt sig fjarri af ótta við að til blóðugra átaka kæmi. Áður hafði lögregla beitt táragasi að hundruðum námumanna sem höfðu komið sér íyrir á jámbrautarteinum nálægt Chongson. Að minnsta kosti fimmtán námur voru lokaðar í gær en tekist hefur að leysa deilumar í fimmt- án öðrum undanfama tvo daga. Að sögn embættismanna nær verk- fallið til að minnsta kosti tvö hundruð Haukur L. Bauksson, DV, Kaupmarmahöfn; Framkvæmdastjóri einn frá Kaup- mannahöfn hefur skrifað sambandi hóteleigenda í Danmörku og beðið þá um að koma ámælum áleiðis til SAS. Ástæðan er, að sögn framkvæmda- stjórans, einkennileg notkun eða öllu heldur misnotkun SAS á einokun þeirri sem flugfélagið hefur á leiðum frá Skandinavíu til Bandaríkjanna. og fimmtíu fyrirtækja með meira eða minna móti. I sjötíu og þremur hefur vinna verið tekin upp á ný í vikunni þar sem lofað hefur verið kauphækk- unum og bættum vinnuskilyrðum. Framkvæmdastjórinn var ásamt framkvæmdastjórum nokkurra hótela í Kaupmannahöfn á ferð í Bandaríkj- unum fyrir skömmu. Þar sagði ferðaskrifstofueigandi einn að SAS hefði tilkynnt honum að ef hann pantaði ekki herbergi á SAS hótelunum í Kaupmannahöfn fyrir viðskiptavini sína gæti hann gleymt öllu um sæti í SAS þotu yfir Atlants- Leiðtogar strætisvagnastjóra hót- uðu í gær með verkfalli um allt landið ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra um verulegar kauphækkanir fyrir lok mánaðarins. hafið. Kom tilkynning þessi frá SAS í Bandaríkjunum. Segir i bréfi framkvæmdastjórans að þeir hóteleigendur sem ekki eigi flug- félag sjái betur en nokkru sinni hvemig einokun SAS blómstrar. Séu hóteleigendur hafðir að fíflum af fyrir- tæki sem að hluta til er í ríkiseigu. Þeir séu þreyttir á ofríki SAS og óska eftir frjálsri samkeppni um hótelgest- ina. Tap vegna rigninga Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaimahöfh; Fyrirtæki og félög, sem þéna fé á sumarfríi Dana í eigin landi, hafa farið á mis við sumarleyfispeninga tvö hundruð þúsund Dana í sumar. Nýleg skoðanakönnun, þar sem sumarfrí Dana var undir smásjánni, leiddi í ljós að sextíu þúsund manns, er höfðu ætlað að eyða sumarfríinu í sumarhúsi, á tjaldstæði eða á sum- arhóteli í eigin landi, frestuðu fríinu vegna kulda og regns. Fimmtíu og fimm þúsund eyddu fríinu heima í stofu af sömu ástæðum. Loks fengu sjötíu þúsund Danir meira en nóg af regninu og kuldanum, þustu á ferðaskrifstofu og flugu í sólina og hitana í Suður-Evrópu. Engu að síður eyddu sex hundruð og fimmtíu þúsund fríinu í sumar- húsi og þess háttar og átta hundruð þúsund hjá vinum og vandamönn- um. Meira en fjórðungur þeirra er eyddu sumarfríinu í Danmörku ætla örugglega til sólarlanda næsta sum- ar til að vera vissir um að fá ein- hverja sól. SAS misnotar einokunaraðstöðu Botha hótar sendHulltrúum Til greina kemur að takmarka ferða- anríkismálum þar. frelsi vestrænna stjómarerindreka í P. W. Botha forseti tilkynnti þetta í Suður-Afríku ef þeir skipta sér af inn- þingræðu sem hann flutti í gær. Vitn- Öryggisverðir leita i bíl við vegatálma nálægt gullnámu fyrir utan Jóhannesar- borg í Suður-Afriku. Mikil gæsla er nú kringum aliar námur þar sem vinna hefur verið lögð niður. Símamynd Reuter aði hann í aðgerðir Bandaríkjamanna gegn sendimönnum og kvað ekki úti- lokað að stjómin í Suður-Afríku gripi til svipaðra aðgerða gegn vissum sendiráðstarfsmönnum. Samskipti stjómarinnar í Suður- Afríku við Vesturlönd hafa versnað jafnt og þétt frá því að blóðug átök vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnunn- ar hófust 1984. Vesturlönd hafa aukið efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Suð- ur-Afríku og sum sendiráð þar i landi hafa aukið samskipti sín við hópa sem vilja minnka veldi hvítra. Víðtækasta verkfallið í sögu Suður- Afríku breiddist enn meir út í gær að sögn verkalýðsleiðtoga sem fullyrða að um þrjú hundmð þúsund námu- menn af rúmlega fjögur hundmð þúsund hafi lagt niður vinnu. Tölur þessar stangast á við upplýsingar yfir- manna námanna sem segja verkfallið í rénun. Lögreglan í Suður-Afríku skaut í gær gúmmíkúlum og táragasi að hundmðum verkamanna við gull- námu fyrir utan Jóhannesarborg. Sjö særðust og tuttugu og þrír vom hand- teknir. Annars hefur ekki komið til stórvægilegra átaka á suður-afrískan mælikvarða. í fyrri verkföllum hafa tugir verkamanna látið lífið en enn sem komið er hefur aðeins einn látið lífið í þessu verkfalli. Þó nokkrir hafa særst og tvö hundmð hafa verið fang- elsaðir. Útlönd Frestar ferð vegna þunka Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hefíir frestað fyrirhugaðri heimaókn sinni til þriggja Evrópu- landa vegna þurrka þeirra sem nú hrjó Indveija, að sögn talsmanns utanríkisráðuneytis Indlands. Gandhi ætlaði að heimsækja Vest- ur-Þýskaland, Ungveijaland og Júgóslavíu. Þurrkamir em hinir verstu sera orðið hafa á Indlandi undanfarin ár og er talið að forsætisráðherrann þurfi að vera heimavið til að hjálpa við að finna lausnir ó vandamólum sem af þeira stafa. Kastró fylgjandi frfðaráætluninni Fidel Kastró, leiðtogi Kúbu, hefur lýst sig fylgjandi friðaráætiun þeirri sem forsetar Mið-Ameríkuríkja sam- þykktu í Guatemalaborg í síðustu viku. Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, hefur verið á Kúbu til viðræðna við Kastró undanfama daga en sneri í gær heimleiðis. Sameiginleg yfirlýsing var gefin út að loknum löngum fundi þeirra Ortega og Kastró. í yfírlýsingunni er friðaráætlun forsetanna lýst sem mjög jákvæðri og lýsa kúbumenn því yfir að þeir styðji tilraunir til þess að leita friðar í Mið- Ameríku á gmndvelli áætlunar forsetanna. Hjálparstaif vlð hvali Hiálparstarf við hvali virðist vera með vinsælii athöfnum um þessar mund- ir. I gær eltu þyrlur frá bandarísku strandgæslunni hval nokkum undan ströndum Kalifomíu. Hvalurinn hafði flækt sporð ainn í fiskineti og var von strandpeslumanna sú að þeim tækist að losa hann og bjarga þannig lífi hans. I yfirlýsingu segir að sextíu og fimm hvalir hafi lent í fiskinetum það æm af er þessu ári. Þá er nú áætlað að flytja hvalinn Guðrúnu, sem náðist fyrir um ellefu árum við Island, frá heimili hennar i Amsterdam til Bandaríkjanna til þess að lina ástarbríma þann er heltekið hefíir hana. Guðrún er eini hvalurinn sinnar tegimdar í Amsterdam en vonast er til að í Bandaríkjunum finnist maki handa henni. Óeirðir í ísrael Lögreglan í Jerúsalem handtók í gær nokkra útlendinga sem efnt höfðu til mótmæla við ræðismanns- skrifstofu Bandaríkjanna í austur- hluta borgarinnar. Útlendingamir voru að mótmæla hersetu Israels- manna á vesturbakkanum og á Gaza-svœðinu. Tveir meiddust í átökum við lögreglu en sex manns voru handteknir. Alls tóku um fjöru- tíu útlendingar þátt í mótmælaað- gerðunum. Fimmtíu bíða dauðadóms Fimmtíu af þeim nær þúsund aðilum, sem handteknir liafa verið vegna brota á fikniefnalöggjöf í Malaysíu undanfama mánuði, mega búast við því að hljóta dauðadóm fyrir afbrot sín þegar þeir koma fyrir rétt. Tuttugu og tveir til viðbótar mega búast við lífstíðarfangelsi eða fimm ára lágmarksfangelsi og opinberri hýðingu. Samkvæmt iögum Malaysíu má dæma til dauða hvem þann sem tekinn er með meira en fimmtán grömm af heróíni eða meira en tvö hundmð grömm af kannabisefrium. Á fyretu sex mánuðum þessa áre hafa um fimm þúsund og fimm hundruð manns verið handteknir vegna brota á fikniefhalöggjöf landsins og þar af munu nær þrjú hundruð hljóta dauðadóm. Skutu niður flugvél Skæruliðar uppreisnarmanna í Afganistan skutu í gær niður flutn- ingaflugv’él. Að sögn útvarpsins í Kabul, liöfuðborg Afganistan, fóriLst tólf manns með flugvélinni en skæruliðamir notuðu bandaríska Stinger-eldflaug til þess að granda henni. Meðal þeirra sem fóruat voru fimm áhafhartneðlimir og sjö farþegar, þar af tvö böm. Ekki var tekið fram hvort einhver hefði komist lífs af. Atvikið átti sér stað um klukkan hálffimm í fyrrinótt Vélin, sem var so- vésk og af gerðinni AN-26, var á leið firá Kabul til bæjarins Khost, í austanverðu landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.