Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
3
Fréttir
lifeyiissjóðiniir - Húsnæðisstofnun:
Óvæntur aftur-
kippur kominn
í viðræðumar
■ ríkið enn með nýjar vaxtatillogur
Um síðustu helgi var nánast ekkert
annað eftir í viðræðum lífeyrissjóð-
anna og fulltrúa ríkissjóðs og
Húsnæðisstofnunar um skuldabréfa-
kaup en að skrifa undir samninga. Þá
kipptu fulltrúar ríkisins að sér hönd-
um og vildu í þriðja sinn fara að ræða
vaxtaprósentuna sem búið var að fall-
ast á að yrði 7%.
„Þeim þykja þessi vextir greinilega
of háir og eru að reyna að finna aðra
samkomulagsfleti. Við erum búnir að
fara í tvo hringi í málinu og ég veit
ekki hvort ég legg í þann þriðja," sagði
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Landssambands lífeyrissjóða, í samtali
við DV.
Pétur sagði að engar forsendur væru
íyrir því að lífeyrissjóðimir lánuðu fé
á lægri vöxtum en 7%. Vextir á ís-
landi væru háir, jafiit fyrir ríkið sem
aðra er taka lán.
Sigurður E. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
ríkisins, benti á Sigurð Þórðarson,
skrifstofústjóra fjármálaráðuneytis-
ins, þegar hann var spurður hvað nú
hefði komið upp á frá hendi ríkisins.
Sigurður Þórðarson vildi ekki skýra
frá því hvað í milli bæri.
Fundur, sem þessir aðilar höfðu
ákveðið með sér á mánudaginn, var
afboðaður og nýr fundur hefur ekki
verið boðaður.
-S.dór
Kartöflusalan úr gáminum i Mjóddinni var aftur komin i fullan gang í gær.
DV-mynd S
Gámasalan á kartöflum:
Lokað vegna
misskilnings
Gámasölu á ódýrum kartöflum, sem
verið hefur í gangi frá því fyrir helgi
í Mjóddinni í Breiðholti, var lokað um
tíma á mánudag. Það var Heilbrigðis-
eftirlitið sem fór fram á að sölunni
væri hætt þar sem tilskilin leyfi væru
ekki fyrir hendi. Þar mun þó hafa
verið um misskilning að ræða og eftir
rúman klukkutíma hófst sala á ódýr-
um kartöflum aftur úr gámnum.
Að sögn Kristínar Guðnadóttur hef-
ur salan gengið mjög vel það sem af
er og hefúr selst á annan tug tonna.
„Það var geysimikil sala fyrir helgi
og mér fannst allir ánægðir að geta
keypt úrvalskartöflur á svona lágu
verði,“ sagði Kristín.
Þess má geta að kartöflumar, sem
eru frá Norður-Nýjabæ í Þykkvabæn-
um, fást í 15 kílóa pokum og kostar
pokinn 350 krónur.
-ATA
Seyðisfjörðun
Þriggja ára
vildi sigla
Þriggja ára drengur á Seyðisfirði og kallaði hann ánægður til hennar
var gripinn mikilli löngun tii sigl- að hann væri að sigla.
inga í gær. Systir hans var að passa Tveir menn, sem komu aö, sjósettu
snáða og þurfti að víkja frá honum kænu og reru á eftir hinum unga en
aúgnablik. Hann nýtti sér frelsið ákveðna sægarpi. Kajakinn mun
heldur betur og fékk til liðs við sig hafa rekið um fimm hundruð metra.
jafnaldrasinntilsetjaáflotplastkaj- Þeir sem á horfðu óttuðuat að
ak. drengurinn yrði hræddur og tæki
Þeim félögum, þó ungir séu, gekk upp á að yfirgela fleyið en sem betur
verkið betur en æskilegt getur tal- fór varð það ekki. Þegar mennimir
ist Kajakinn rak ört frá landi með kornu til hans var hann hvergi bang-
áhugasaman siglingakappa innan- innenvonandilæturhannafþessum
borð8. Þegarsystirhanskomað.þar siglingaáhuga, allavega um nokk-
sem hún hafði skilið við bróður sinn, urra ára skeið.
sér hún hann um borð í kajaknum -sme
■
B .;
Q
FifTtr,-
iLiil JJLL IX
t f'
Dær
HÁMARKSÁVÖXTUN
ALLTAF LAUS ALLS STAÐAR
Eins og hinir fjölmörgu viðskiptavinir Kaupþings hf. vita,
sem notið hafa hámarks ávöxtunar á undanfömum ámm, urðu
vextir Einingabréfa 14.23% á síðastliðnu ári. Meginkostur
Einingabréfanna auk hinna háu vaxta er að mati eigenda þeirra að
þau eru alltaf laus þegar þeir þurfa á fjármunum að halda.
Nú eykur Kaupþing enn þjónustuna við viðskiptamenn sína og
gerir þeim kleift að innleysa Einingabréfin um allt
land, hvar sem er hvenær sem er.
'
/
...
EININGABRÉF ALLTAF LAUS
UM ALLT LAND
KAUPÞiNG HF
Húsl verslunarinnar. simi 68 69 88