Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987,
Svidsljós
Karó-
lína
eignað-
ist strák
Karólína Mónakóprinsessa og eiginmaður hennar, Stefano Casiraghi,
eignuðust sitt þriðja barn á laugardaginn. Lítið og myndarlegt sveinbarn
kom í heiminn og heilsast móður og barni vel. Hjónin áttu tvö börn fyrir.
Margar hljómsveitir og skemmti- Jóhann Hjartarson tefldi við marga unga skákmenn, þar á meðal nokkra unga heimsmeistara. Hér er hann íbygginn
kraftar tróðu upp við góðar undir- á svip og hyggur á næsta leik.
tektir viðstaddra.
Matreiðslumenn grilluðu fyrir svanga maga sem fjölmenntu á Lækjartorg.
Eins og sjá má var mikil ásókn í góðgætið.
Og maturinn bragðaðist bara býsna vel og um að gera að borða vel.
Ólyginn
sagði...
Haldið upp á
Reykj avíkur dag
Bruce Willis
nýtur' ekki aðeins vinsælda
kvenkynsins eins og við
greindum frá um daginn.
Hann er ekki síður vinsæll á
meðal karlmanna. Annað-
hvort er þá um að ræða
samkynhneigða karla, sem
tjá honum hve kynæsandi
hann er, eða aðra karlmenn
sem spyrjast fyrir um það
hvernig honum takist að
halda sér jafnvel útlítandi og
raun ber vitni. Bruce hefur
einhvers staðar látið það frá
sér fara að hann byrji hvern
dag á því að borða sig sadd-
an af ostrum. Þá hafið þið
það karlar, þeint í ostrurnar.
Reykjavíkurdagur útvarpsstöðvar-
innar Stjörnunnar og Tommaham-
borgara var haldinn hátíðlegur á
föstudagirín. Á Lækjartorgi var sam-
ankominn mikill mannfjöldi til að
taka þátt í gleðinni sem þar fór fram.
Hljómsveitir léku við hvern sinn
fingur, matreiðslumenn grilluðu
handa gestum, haldið var útitaflmót,
Jón Páll, sterkasti maður heims og
allra tíma, lyfti bíl og fleira skemmti-
legt var um að vera. Veður var hið
besta og fór skemmtunin vel fram.
Boy George
er, eins og kunnugt er, meira
gefinn fyrir karlpeninginn
heldur en kvenkynið. Hann
var í sambúð með yngis-
sveini einum, Michael
Dunn, en eftir þriggja ára
samveru leystist smbandið
upp. Því er stöðugt verið að
fylgjast með ferðum söngv-
arans og reynt að komast að
því hvort og þá með hverjum
hann sé að slá sér upp. Upp
á síðkastið hefur hann sést
í fylgd með Donny Osmond
og virðist fara mjög vel á
með þeim kollegum - svo
vel að menn eru farnir að
spyrja hvort geti verið að
Donny sé kannski samkyn-
hneigður og sé í sambandi
við Boy George. En þetta
eru nú einungis vangaveltur
og verðum við því þara að
bíða og sjá hvert stefnir.
'‘rii'1:!;;;
Nancy Reagan
er þessa dagana undir hand-
leiðslu nýrra fatahönnuða
og snyrtisérfræðinga. Hún
hefur vissulega haft nóg af
slíku fólki á sínum snærum
til að lagfæra og leiðbeina
en eitthvað fannst henni
ábótavant og réð því nýtt
fólk til starfa. Forsetafrúin
gerir sér grein fyrir því eins
og aðrir að aldurinn færist
yfir hana og vill hún nú
reyna að verða ögn „skvísu-
legri". Hún ætlar að láta
breyta hárgreiðslu sinni sem
og öllum öðrum stíl sínum.