Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
PERMANENT FYRIR ALLA
VERIÐ VELKOMIN.
. uAr f V HÁRQREIÐSLUSTOFA
VALnULLA , nn,ZT~
■ SlMl-22158 ■
ÓÐIFÍSQÖTU 2, REYKJAVm
SAMKEPPNI
UM MINJAGRIPI
Feröamálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að efna til
samkeppni um gerð minjagripa tengdum Reykjavíkurborg
og Höfða.
Samkeppnin er haldin í tilefni þess að eitt ár er liðið frá stór-
veldafundi sovéskra og bandarískra ráðamanna í Reykja-
vík.
Þátttaka:
Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir og erlendir ríkisborgarar sem
hafabúsetuá íslandi.
Dómnefnd:
Dómnefnd skipa Björn Friðfinnsson, forstöðumaður lögfræði- og
stjórnsýsludeildar Reykjavíkur, Gísli B. Björnsson, teiknari F.Í.T. og
Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi ferðamálanefndar.
Ritari nefndarinnarerómar Einarsson, framkvæmdastjóri.
Trúnaðarmaður:
Trúnaðarmaðurdómnefndar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri.
Fyrirspurnir:
Fyrirspurnir má aðeins senda skriflega til trúnaðarmanns dómnefndar
fyrir 14. sept. 1987, og mun hann leggja afrit af þeim fyrir dómnefndina
en svara fyrirspurnum frá og með 15. september.
Keppnistillögur:
1. Keppnistillögum skal skila á ógegnsæjan pappír, stærð A-2 (59.4
cm x 42.0 cm) eða uppl ímdar á pappír af sömu stærð. Heimilað er
að tillögunum fylgi fullunninn gripur. Allur skýringartexti með tillög-
um skal vera vélritaður eða ritaður á annan vélrænan hátt.
2. Höfundum þeirra tillagna sem hljóta verðlaun verður falin endan-
leg gerð þeirra til fjöldaframleiðslu.
3. Ekki eru sett nein skilyrði um útlit eða gerð minjagripanna önnur en
að þeir henti vel til fjöldaframleiðslu.
Merking og afhending:
1. Tillögur skulu vera auðkenndar með 5 stafa tölu (kennitölu).
Ógegnsætt umslag merkt orðinu „nafnmiði" og kennitölunni fylgi
tillögunni. (umslaginu skal vera nafn og heimilisfang tillöguhöfund-
areða -höfunda.
2. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns, Ómars Einarssonar, Frí-
kirkjuvegi 11 í síðasta lagi 8. október 1987, kl. 16:00.
Úrslit:
Sigurvegurum keppninnar verður tilkynnt um úrslit strax og þau eru
ráðin á sérstökum Reykjavíkurkynningardegi 12. október 1987 og
þau síðan birt í fjölmiðlum.
Sýning:
I tengslum við ráðstefnu sem haldin er þennan sama dag um Reykja-
vík sem funda- og ráðstefnustað verður haldin opinber sýning á til-
lögunum.
Verðlaun:
Verðlaun eru samtals kr. 175.000,-.
Þar af eru: 1. Verðlaun kr. 100.000,-
2. Verðlaun kr. 50.000,-
3. Verðlaun kr. 25.000,-
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 12. október.
Hagnýting hugmynda:
Ferðamálanefnd áskilur sér rétt til fjöldaframleiðslu á verðlaunatillög-
um með þeim takmörkunum sem lög um höfundarrétt setja.
Ferðamálanefnd
Reykjavíkur
Fríkirkjuvegi 11,
101 Reykjavík
UÚönd
Viðurkenndi smygl
á sprengiefni
Hollenski mannfræðingurinn Klaas
de Jonge, sem á mánudag komst á
brott frá Suður-Afríku eftir að hafa
verið byrgður inni í hollenska sendi-
ráðinu þar um tveggja ára skeið,
viðurkenndi í gær opinberlega að hafa
smyglað vopnum og sprengiefni til
skæruliða sem berjast gegn stjóm-
völdum í S-Afríku.
Jonge var einn margra sem fengu
að fara frjálsir ferða sinna eftir að
mikil og flókin fangaskipti höfðu átt
sér stað milli stjómvalda í Suður-
Afríku og andstæðinga þeirra.
Jonge sagði í gær, á fréttamanna-
fundi á flugvellinum í Schiphol, þegar
hann kom þangað, að hann hefði
smyglað bæði vopnum og sprengiefni.
Hann kvaðst hins vegar ekki ætla að
skýra frá því að sinni hverju hann
hefði smyglað eða hvemig.
Jonge sagði fréttamönnum að samúð
sín með Afríska þjóðaráðinu hefði
aukist maðan á dvölinni í sendiráðinu
í Pretoríu stóð.
Jonge vísaði á bug hugmyndum um
að hollensk yfirvöld íhuguðu málaferli
á hendur honum vegna afbrota sem
hann kynni að hafa framið í Suður-
Afríku.
Klaas de Jonge við komuna til Schiphol.
Símamynd Reuter
Segjast hafa fellt
1700 Líbýumenn
Yfirvöld hersins í Chad skýrðu frá
því í gær að herir landsins hefðu
fellt sautján hundruð og þrettán
Líbýumenn í árásunum á flugstöðina
í Maatan As-Sarra um síðustu helgi.
Árásimar vom fyrsta tilvik þess
að Chad réðst inn í Líbýu og náði
innrás þeirra um eitt hundrað kíló-
metra norður fyrir landamæri ríkj-
anna tveggja.
I tilkynningu herstjómarinnar í
Chad segir að liðlega þrjú hundmð
fangar hafi verið teknir í árásinni á
flugstöðina á laugardag.
Líbýumenn hafa borið til baka
fregnir af því að her Chad hafi tekið
fanga og segja þær uppspuna einan.
Að sögn stjómvalda í Chad var
flugstöð Líbýumanna lögð gjörsam-
lega í rúst. Hún er ein fjögurra sem
vom skammt frá landamærum ríkj-
anna og höfðu flugvélar Líbýu-
manna gert árásir frá henni inn í
norðurhluta Chad þar sem bardagar
hafa staðið milli Chad og Líbýu um
nokkurt skeið nú.
Tilkynning hersins í Chad skýrði
frá því að meðal hinna handteknu
hefðu verið þrír málaliðar, tveir
Júgóslavar og einn Austur-Þjóð-
verji.
I tilkynningunni segir að Chad
hafi ekki orðið fyrir vemlegu mann-
tjóni í árásunum. Aðeins sextíu og
fimm hermenn úr liði þeirra hafi fall-
ið og eitt hundrað og tólf séu særðir.
Chad segist hafa eyðilagt tuttugu
og tvær flugvélar í árásunum, þar á
meðal hafi sex sovéskar MIG-23 orr-
ustuþotur verið teknar eða eyðilagð-
ar. Einnig hafi fjórar franskar
Mirage þotur verið eyðilagðar og ein
Mi-24 orrustuþyrla.
Þá kveðst herinn í Chad hafa eyði-
lagt um sjötíu skriðdreka, truflunar-
stöð, átta radarstöðvar, töluvert
magn af Sam-6 og Sam-13 eldflaugum
og tvær flugbrautir.
Kosningar
Þjóðaratkvæði
breytir engu
Leiðtogar kanaka í Nýju Kaledó-
níu segja að úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar, sem fara á fram þar í
landi næstkomandi sunnudag, muni
engu breyta um afstöðu þeirra og
þeir muni halda áfram að berjast
fyrir sjálfstjóm og jafnrétti á við
hvíta íbúa landsins sem flestir em
franskir innflytjendur.
Á sunnudag greiða íbúar Nýju
Kaledóníu þjóðaratkvæði um hvort
þeir vilji öðlast sjálfstjóm í málum
sínum eða halda áfram að vera
franskt yfirráðasvæði. Kanakar hafa
gagnrýnt mjög framkvæmd þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar sem þeir segja
ekki gefa atkvæðum sínum nægilegt
vægi. Þegar síðast var talið vom
þeir liðlega fjömtíu prósent íbúa
landsins og telja því að atkvæða-
greiðslan sé aðeins gæðastimpill á
frönsk yfirráð í landinu.
Segja kanakar Frakka ætíð hafa
reynt að einangra þeldökka á Nýju
Kaledóníu. Að sögn franskra stjóm-
valda er litið á kanaka sem Frakka
en sjálfir segjast þeir ekki geta notið
fullra borgaralegra réttinda fyrr en
hömndslitur þeirra breytist í hvítan.