Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. Fréttir Kirkjudeilur safhaðarins í Amessókn: Samþykktu að þyggja nrýja kirkju og varðveita þá gömlu Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur hefur skrifað formanni sóknar- nefndar Árnessóknar í Stranda- sýslu þar sem hann biður formanninn að afhenda þeim aðil- um, sem vinna að endurbyggingu gömlu Árneskirkju, fé það sem veitt hefur verið til endurbygging- arinnar. Þrátt fyrir óskir þjóðminjavarðar hefur féð ekki verið afhent þeim sem Þór Magnússon hefur tilgreint sem fulltrúa þeirra sem vinna að endurbyggingunni. Þór Magnús- son hefur skrifað menntamála- ráðuneytinu bréf þar sem hann æskir þess að ráðuneytið leggi sér lið í baráttu sinni fyrir að féð kom- ist til réttra aðila. Fé það sem hér um ræðir var veitt af Alþingi til endurbyggingar- innar. Þegar formaður sóknar- nefndar var spurður hvort ekki væri verið að hundsa vilja Alþing- is, þegar fénu væri haldið frá þeim sem vinna að endurbyggingunni, sagði hann að það mætti vel vera. Hann sagði einnig að líklegast væri að féð yrði endursent. Á almennum safnaðarfundi í Ár- nessókn, sem haldinn var 3. maí 1986, var samþykkt að byggð yrði ný kirkja í sókninni af hóflegri stærð. Á sama fundi var einnig samþykkt tillaga um að áhuga- mönnum um varðveislu hennar sé veitt heimild til viðhalds á henni og að það verði ekki á vegum safn- aðarstj órnarinnar. Söfnuðurinn samþykkti að fé það sem húsafriðunarnefnd veitir til viðhalds kirkjunni gangi til þess máls. Fundurinn samþykkti að þeim, sem standa að viðgerð á kirkjunni, skuli skylt að halda kirkjunni í nothæfu ástandi. Til- lagan um varðveislu gömlu kirkj- unnar var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13. Áhugahópur leitar til þjóöminjavarðar Áhugahópur um varðveislu gömlu kirkjunnar sendi þjóðminja- verði bréf 17. maí 1986. I bréfinu segir að mikill áhugi sé meðal sóknarbarna og brottfluttra að varðveita gömlu kirkjuna í Árnesi. I bréfinu segir: „Áhugamenn um þetta mál komu saman, óformlega, þann 14. maí 1986 til að tala um hvernig hægt væri að standa sem best að málum. Voru menn einhuga um að hrinda endurbyggingu í framkvæmd sem fyrst því málið þolir enga bið." í bréfinu var þess getið að kosnir hefðu verið fimm aðilar í fram- kvæmdanefnd. í niðurlagi bréfsins segir: „Nú óskum við þess að fá að vita hvort þurfi að stofna formlega félag áhugamanna um þetta mál eða hvort hin svokallaða fram- kvæmdanefnd yrði tekin gildjút á Árnesskirkja, hún var byggð árið 1850. Hún er líklega næstelsta hús í Strandasýslu og aðeins ellefu árum yngri en elsta timburkirkja á landinu. Nú hefur kirkjan verið klædd og sett á hana nýtt þak og það málaö. Kirkjan er kiædd með rekavið, það er bæði ytra og ihnra byrði. Þykktin á viðnum er ein tomma og kvart. Heimamenn gófu viöinn, söguðu hann og hefluðu. Á myndinni eru heimamenn að vinna að viðgerð ásamt manni frá húsafriðunarnefnd. Heimamenn hafa gefið alla vinnu sína við viðgerðina. við því við höfum öll hug á góðri samvinnu við húsfriðunarnefnd og munum leita til hennar liðsinnis í þessu máli, bæði hvað snertir ráð- gjöf og fjárframlög." Einnig óskaði hópurinn eftir umsögn þjóðminjavarðar um á hverju væri heppilegast að byrja og hvort húsfriðunarnefnd gæti bent á góðan smið. Þjóöminjavöröur biður sóknarnefnd að liggja ekki á fénu Húsafriðunarnefnd hefur veitt til endurbyggingar gömlu kirkjunnar 105 þúsund krónur. Það fé hefur farið til þess máls. Aðrar fjárveit- ingar til sama verks hafa komið frá Alþingi, alls krónur 145 þúsund. Sóknarnefnd geymir það fé á spari- sjóði. Þjóðminjavörður hefur reynt að koma formanni sóknarnefndar ítrekað í skilning um, til hvers féð sé ætlað. Hefur hann nefnt Valgeir Benediktsson í Árnesi sem þann aðila sem sé best til þess fallinn að taka móti fénu. 5. september 1985 ritaði Þór Magnússon : þjóðminjavörður, formanni sóknarnefndar, langt bréf þar sem hann útskýrir til hvers sóknarnefnd hafi fengið það fé sem hún hefur undir höndum. í upphafi bréfs þjóðminjavarðar segir: „Ég leyfi mér að senda þér bréf þetta til að reyna að útskýra betur það sem ég hefi áður sagt í síma um fjárveitingar þær sem veittar hafa verið á síðustu árum til viðgerðar Árneskirkju gömlu og hvernig því er til komið og hversu því skyldi varið." í bréfi þjóðminjavarðar kemur einnig fram að til álita hafi komið að kalla féð til baka en honum hafi borist tvö bréf það eru bréfin sem áður segir frá. Samþykkt safnaðarins og bréf áhugahóps um endurbyggingu gömlu kirkjunnar. Þjóðminjavörð- ur gerir athugasemd um samþykkt safnaðarins þar sem segir að veita skuli það fé sem fengist hafi til endurbyggingarinnar til hennar. Segir þjóðminjavörður að slíkt hafi ekki þurft að samþykkja, það hafi alla tíð verið vitað og legið í augum uppi. I bréfinu segir einnig að fé það sem sent var frá ríkisféhirði til viðhalds á kirkjunni væri veitt í sama tilgangi, og ætti ekki til ann- ars að ganga. Varðandi áhugahóp þann sem ákvað að. vinna að endurbygging- unni og leitaði til þjóðminjavarðar um hvort stofna þyrfti formlegt fé- lag til verksins og eins hvort hann gæti haft milligöngu um ráðningu smiðs, sagði þjóðminjavörður að hann teldi áhugahópinn nægja, enda félli hann að samþykkt al- menns safnaðarfundar. Hann benti hópnum einnig á góðan smið sem tekið hefur að sér framkvæmdir. Þjóðminjavörður segir að það hafi komið sér spánskt fyrir sjónir þegar formaður sóknarnefndar sagði í símtali að hann vissi ekki hver áhugahópurinn væri. I bréfi sínu segir þjóðminjavörður einnig: „Ljóst er, að þessar fram- kvæmdir kosta nokkurt fé, enda er búið að taka út og afla efniviðar til viðgerðarinnar. Hefur enda ve- rið treyst á fé það, sem veitt hefur verið til viðgerðar kirkjunnar, og nemur 120 þúsund krónum. Ég end- urtek að því fé var veitt til þess verks og ekki annars. Vil ég því í allri vinsemd fara fram á að féð verði losað úr sparisjóði í þessum tilgangi. Að sjálfsögðu er eðlilegast að áhugamannahópurinn sjái um greiðslur og fjárhald viðgerðarinn- ar. Tel ég vegna samtala að Valgeir Benediktsson í Árnesi sé sá sem forgöngu hafi í þessu máli og að hann yrði því best valinn til að hafa féð á hendi." Að endingu segist þjóðminja- vörður vona að þetta mál megi vel fara og að þær öldur, sem risið hafa í kringum það, lægi innan tíð- Þjóðminjavörður skrifar menntamálaráðuneyti Þrátt fyrir bréf það sem Þór Magnússon sendi Gunnsteini Gíslasyni, formanni sóknarnefnd- ar, hefur fénu ekki verið skilað. 23. október skrifaði þjóðminjavörður bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem hann skýrir hvernig mál þetta sé statt og hvað hafi gerst í því. í bréfinu segist Þór Magnússon hafa kannað hvort ekki væri rétt að varðveita gömlu kirkjuna. Hann segist hafa talað við sóknarprest- inn og fleiri og hafi allir verið jákvæðir í garð varðveislu kirkj- unnar. Hann segist hafa fengið því framgengt að á fjárlögum 1983 hafi verið veitt til verksins 45 þúsund krónur. Nokkru síðar var þess vart að nokkur ágreiningur var meðal heimamanna um endurbygging- una. Sumir vildu rífa hana og reisa nýja, aðrir vildu ekki nýja heldur endurbyggja þá gömlu. Þjóðminja- vörður talar um „sveitaróeiningu". í bréfinu segir þjóðminjavörður: „Átti ég símtal við formann sókn- arnefndar um þetta mál og skýrði fyrir honum svo vel sem ég gat hvernig fé þetta væri til komið. Væri það fengið fyrir minn atbeina og hefði verið inni í fjárveitingu ríkisins til Þjóðminjasafnsins því sem veitt var til varðveislu gamalla bygginga þessi ár og væri ávísað af ríkisféhirði að beiðni minni. Mætti enda augljóst vera að Þjóð- minjasafnið legði ekki fé til bygg- ingar nýrra kirkna, heldur til verndar og varðveislu þeirra kirkna sem teljast mættu menning- arminjar." „Má af þessu sjá að fé það sem veitt var á fjárlögum árin 1983 og 1984, kr. 95 þúsund alls, (á fjárlög- um þessa árs bættust 50 þúsund við) er veitt til viðgerðar Árnes- kirkju þeirrar sem nú stendur og reist var upphaflega árið 1850 og ber að nota í þeim tilgangi en ekki til annars. Vil ég því vinsamlegast fara þess á leit við háttvirt ráðu- neytið að það komi enn á ný þeim boðum til réttra aðila að féð verði afhent þeim sem nú hefur verið veitt leyfi til að standa að viðgerð kirkjunnar." Þráttfyriralltlætur nefndin ekki segjast Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli liggur sóknarnefndin á fénu. Samkvæmt því sem formaður nefndarinnar segir er líklegast að fénu verði skil- að til ríkisféhirðis þrátt fyrir óskir þjóðminjavarðar um að svo verði ekki gert. Núverandi og fyrrver- andi íbúar sóknarinnar, sem talað var við í gær, sögðust engan veginn skilja hvers vegna fénu væri haldið frá þeim sem vinna að endurbygg- ingu gömlu kirkjunnar. Næstelsta hús Strandasýslu Hin umdeilda kirkja var byggð árið 1850. Hún er aðeins ellefu árum yngri en elsta timburkirkja á landinu. Á kirkjunni voru gerðar endurbætur skömmu fyrir aldamót. Kirkjan er líklega næstelsta hús í Strandasýslu. Enda segir í einu bréfa Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar: „Árneskirkja er næstelsta hús í Strandasýslu og ætti það að vera nokkurt metnað- armál sýslubúum að hlynnt sé að slíkum menningarminjum." -sme Davið Oddsson: Dæmigert minnihlutamál Allsnarpar umræður urðu á síðasta fundi borgarstjórnar um lóð sem Iðn- aðarbankinn hefur fengið úthlutað á gatnamótum Safamýrar og Miklu- brautar en íbúar hverfisins hafa eindregið mótmælt því að bygging rísi á þessum stað sem þeir telja grænt útivistarsvæði. „Þetta er dæmigert minnihlutamál. Þetta mál var endanlega afgreitt á borgarráðsfundi 18. ágúst en borgar- ráð fór þá með völd borgarstjórnar. Ákvörðunin felur í sér að þetta svæði megi nýta undir bankastarfsemi en endanleg úthlutun fer fram síðar. Þetta voru eiginlega bara framhalds- umræður," sagði Davið Oddsson borgarstjóri við DV „Minnihlutinn var bara að fiska í gruggugu vatni og reyna að finna ein- hverja óánægju eins og oft vill verða með stjórnarandstöðu. Þessari ák- vörðun verður ekkert breytt," sagði Davíð. -ATA Gninur um íkveikjur: Brennuvargur á ferð? Grunur leikur á að í Reykjavfk gangi brennuvargur laus. Upptök tveggja eldsvoða, sem urðu í byrjun vikuntmr, eru til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu rfkiains. í þeim tilfellutn leikur grunur á að um ikveikju hafi verið að ræða. Ekki er ^jóst hvort samband er á milli brunanna. Fyrra tilfellið er þegar eldur var laus í fbúð é annarri hæð að Garða- stræti 13a. Maður, sem var í íbúð- inni, var fiuttur á slysadeild og þaðan á Landspítalann. í hinu tilfellinu varð laus eldur í Gfetmeiœilinu að Brautarholti 22 í Reykjavík. Þar braust út eldur í herbergi sem ekki er búið í. Eldurinn var í rúmi og nimfatnaði. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.