Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
5
Atvimumál
Rækjurannsóknir á Islandi:
Byggjum á 20 ára gömlum
úreHum vísindarannsóknum
- segir Jón Jóhannesson hjá Rannsóknastofnun fískiðnaðarins
Niðurstöður nýjustu rannsókna varðandi rækjuvinnslu eru iðnaðarleyndarmál.
Fiskveiðistefnan:
Breytinga að vænta í
ferskfiskútflutningi
Talið er víst að breytingar verði
gerðar á útflutningi á ferskum fiski í
gámum í fiskveiðistefnu þeirri sem nú
er í mótun. Á þessu stigi er ekki vitað
hverjar þær verða. Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra sagði í
samtali við DV að hann hefði lengi
verið þeirrar skoðunar að ferskfiskút-
flutningurinn væri orðinn of mikill og
að finna þyrfti leiðir til að minnka
hann.
Nú er það þannig að þau skip, sem
flytja þorsk út í gámum, tapa 10% af
úthlutuðum aflakvóta sínum. Halldór
segist vera þeirrar skoðunar að skerða
eigi kvótann enn frekar hjá þessum
aðilum.
Þá hefur verið sett sérstakt gjald á
gámaútflutninginn og er það nú inni
í umræðunni að hækka það frá því sem
nú er.
Margir hafa hrokkið við vegna upp-
lýsinga sem fram koma í skýrslu þeirri
er Hilmar Victorsson vann fyrir at-
vinnumálanefnd Vestmannaeyja um
áhrif gámaútflutnings á atvinnulíf
bæjarins og þá upphæð sem Hilmar
segir þjóðarbúið tapa á ferskfiskút-
flutningi i stað þess að fullvinna
fiskinn heima.
Halldór Ásgrímsson sagðist mundu
kynna sér niðurstöður skýrslunnar á
næstunni.
-S.dór
Tveir togarar
seldir frá Sigló
GyKi Kristjánssan, DV, Akureyii
Mikill urgur mun vera meðal fólks
á Siglufirði vegna þess að tveir togar-
ar hafa verið seldir frá staðnum á
undanfomum dögum og með þeim fer
um þrjú þúsund tonna aflakvóti.
Samherji hf. á Akureyri hefur keypt
togarann Sveinborgu af Sæmundi Ár-
elíussyni. Sveinborg er 300 tonna skip
og mun kaupverðið hafa verið 145
„Það þýðir ekkert að mótmæla þvi
að þær rannsóknir sem við byggjum á
varðandi rækjuvinnsluna eru allt að
20 ára gamlar. Nýjustu rannsóknir á
þessu sviði eru enn iðnaðarleyndar-
mál, sem við höfum engan aðgang að,
og það myndi kosta milljónatugi að
kaupa þá þekkingu. Þess vegna getum
við ekki annað gert en að byggja upp
okkar eigin rannsóknir og byggja á
þeim. Það kostar auðvitað peninga
sem við aftur á móti höfum ekki að-
gang að sem stendur," sagði Jón
Jóhannesson sem veitt hefur útibúi
Rannsóknastofnunar sjávarútvegsins
á ísafirði forstöðu.
Jón sagði að rækjuiðnaðurinn á Is-
landi væri smár og því miður hefði
hann verið homreka þar til fyrir svo
sem tveimur árum. Staðreyndin væri
sú að þróunin hefði verið mjög ör á
síðustu árum og sökum þess hve van-
nærður rækjuiðnaðurinn væri hér á
landi hefði hann ekki haft neinn
möguleika á að kaupa sig inn í þær
rannsóknir sem fram hefðu farið varð-
andi rækjuna.
Jón sagði að enda þótt hægt væri
að kaupa ákveðna þekkingu í formi
tækja og véla myndum við aldrei
standa jafnfætis öðrum þjóðum í þessu
efhi nema við stunduðumm rannsókn-
ir sjálfir.
Jón nefiidi sem dæmi um þýðingu
þess að við stæðum okkur sem allra
best á þessu sviði að ef nýtingin hjá
okkur myndi batna um 1% í rækjunni
jafngilti það 160 milljónum króna í
auknum útflutningstekjum. Hér væri
því ekki verið að ræða um nokkrar
krónur heldur hundruð milljóna
króna. -S.dór
milljónir króna. Samkvæmt heimild-
um DV mun skipið verða gert út til
ísfisksveiða.
Þá keypti Útgerðarfélag N-Þingey-
inga á Þórshöfii fyrir nokkrum dögum
togarann Skjöld af ísafold hf. fyrir 125
milljónir króna. Skjöldur, sem er 230
tonna „tappatogari", hét áður Siglfirð-
ingur. Skipið var byggt árið 1964 en
algerlega endurbyggt fyrir þremur
Britax
COMFY RIDER BARNABÍLSTÓLL
HAUSTTILBOÐ
Höfum fengið takmarkað magn
af þessum viðurkenndu stólum á
sérlega hagstæðu verði.
Nú kr. 2.967 áður kr. 3.980
BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS H.F. ©
SKELJUNGSBÚÐIN SÍÐUMÚLA 33
Rýmingarsala. Allt að 50% afsláttur. Teppaland Grensásvegi 13 sími 91-83577. Dúkaland Grensásvegi 13 simi 91-83430
Þar sem þú gengur að gœðamerkjum. |