Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. 9 Utlönd Arásir á tvö skip í morgun Irakar ruíu í gær flögurra daga hlé, sem orðið hefur á árásum á skipaferð um Persaflóa, þegar þeir réðust, á tvö olíuflutningaskip á flóanum í morgun. Að sögn talsmanns hers íraka réðust flugvélar þeirra á olíuskip sem biðu við eina helstu olíuútflutningshöfn Ir- an í morgun. Að árásinni aflokinni sneru flugvélamar til baka og lentu heilu og höldnu. Þetta er seytjanda árás sem íraskar flugvélar gera á skip á flóanum, frá því stjómvöld i Bagdad ákváu að binda enda á hlé það sem varð eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna birti ályktun um Persaflóastríðið þann 20. júlí síðastliðinn. Upplýsingamálaráðherra íraks sagði fréttamönnum í gær að írak hygðist halda áfram að gera árásir á olíuskotmörk og önnur efnahagsleg skotmörk í íran þar til stjómin í Te- heran gengi að ályktun Öiyggisráðs- ins. íranir sögðu í morgun að þeir hefðu skotið niður herflugvél frá írak yfir Persaflóa og hefði flugvélin verið í ír- anskri lofthelgi. írönsk freigáta fyldi í gær breskum olíuskipum á Persaflóa eftir en'ekki kom til neinna árása af hennar hálfu. Ríkis- stjómin segir af sér Allir tuttugu og sex ráðherrar rík- isstjómarinnar á Filippseyjum lögðu fram afsagnir sínar í morgun og munu þær taka gildi í fyrramólið. Ráðherramir gengu á fund Coraz- on Aquino, forseta landsins, og afhentu henni afsagnir sínar, eftir að ritari hennar, Joker AiToyo, sak- aði þrjá af þekktustu kaupahéðnum landsins og þekktan liðsforingja úr hemum um að vinna að röskun jafh- vægis í landinu (sjá frétt á síðu 10). Ráðherramir leggja fram afsagnir sínar á þessum tíma til þess að gefa forsetanum svigrúm til þess að end- urskipuleggja stjóm sína, að sögn talsmanns þeirra. Carisson hittir Reagan í dag Gunnlaugur A Jónssan, DV, Lundi; í fyrsta sinn síðan Tage Erlander heimsótti John F. Kennedy 1961 er nú sænskur forsætisráðherra í opin- berri heimsókn í Bandaríkjunum. Ingvar Carlsson átti í gær fund með George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington og í dag mun hann hitta Reagan forseta að máli. Á fundi með fréttamönnum í gær forðaðist Carlsson alla gagnrýni á hendur Bandaríkjunum. Hann sagði til dæmis að Svíþjóð og Bandaríkin hefðu sama takmark í afvopnunarmál- um þó skoðanimar væm ólíkar um hvaða leiðir væm heppilegastar að markmiðinu. Það var á dögum Víetnamstríðsins sem samskipti þjóðanna versnuðu mjög. Ekki síst vegna harðrar gagn- rýni Olofs Palme, þáverandi mennta- málaráðherra, í garð Bandaríkjanna fyrir stríðsrekstur þeirra í Víetnám, er sat lengi í ráðamönnum í Was- hington. En nú em báðir aðilar þeirrar skoð- unar að nauðsynlegt sé að bæta samskiptin. Og heimsókn Ingvars Carlsson í Washington er liður í þeirri áætlun. Irönsk herskip fylgja skipaumferð um flóann eftir. Símamynd Reuter u! 1 feíÉfl H . J S ~--j -/ Alvöru 4-stjömu \ í frystihólf. K; VAREFAKTA er voltorð dönsku neytendastofnunarinnar um eiginleika vara, sem framleiðendur og innflytjendur geta sent henni tll prófunar, ef þeir vilja, með ödnim oröum, ef þeir þora! EKTA DÖNSK GÆÐIMEÐ ALLT Á HREINU - fyrir smekk og þarfir Noröurlandabúa - gsöi á góðu verði! þorir og þolir KALDAR STADREYNDIR um þaö sem máli skiptir, svo sem kælisviö, frystigetu, einangrun, styrk- leika, gangtíma og rafmagnsnotkun. Hatúni 6a, sími (91) 24420 Badteppin komin Útsalan heldur áfram TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, Siöumúla23, Selmúlamegin. Simar 686260 og 686266.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.