Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. Fréttir Þorskastríð og hvaladeila breyta viðhorfum tíl hersins Skoðanakannanir sýna okkur, hvaða áhrif þorskastríð og hvalveiði- deilan hafa á afstöðu almennings til þess, hvort hér eigi að vera vamarlið. Þetta kemur í ljós, þegar við förum yfir niðurstöður kannana allt frá 1968 til þessa dags. DV og fyrirrennarar þess gerðu margar kannanir á við- horfum til veru hins bandaríska hers. Nú birtir tímaritið Þjóðlíf nýja könn- un á þeirri afstöðu. Könnunin er gerð á vegum Ólafs Þ. Harðarsonar, lektors Félagsvísindadeildar Háskólans. Hún sýnir að mikið hefur dregið úr fylgi við herinn. Ástæðan er vafalaust deil- an um hvalveiðina. Þai' finnst mörgum Bandaríkjamenn sýna okkur yfirgang. Þetta gerðist einnig í síðasta þorska- stríði. Þá var jafhvel enn mjórra á mununum milli fylgismanna og and- stæðinga hersins en nú er. Mörgum íslendingum fannst þá, að Bandaríkja- menn styddu okkur síður en svo, meðan nánustu bandamenn þeirra, Bretar, sýndu okkur yfirgang. Þorska- stríð voru 1952 og 1958, sem er fyrir tíð skoðanakannana. Síðan hófst þorskastríð við Breta 1973, þegar við færðum landhelgi í 50 mílur. Annað þorskastríð hófst 1975, þegar við færð- um í 200 mílur, Lítum á niðurstöður skoðanakannananna. Árið 1971 styðja tveir af hverjum þremur vamarliðið, af þeim sem afstöðu taka. Næsta könn- un var 1976. Þá styðja aðeins um 51 prósent herinn á móti um 49 prósent- um, þegar litið er á þá, sem taka afstöðu. Þessi mikla breyting var tví- Bandarískir hermenn á Keflavíkurflugvelli mælalaust til komin vegna þorska- stríðanna. Það gerist einnig nú. í DV-könnun 1983 var fylgi við herinn enn á ný komið upp í um tvo af hverjum þrem- ur af þeim, sem tóku afstöðu. Nú eru hlutföllin 55 gegn 45. Þetta er talsverð breyting. Fylgi vamarliðsins hefur oft verið um tveir þriðju af þeim, sem tóku af- stöðu. Það var öllu minna 1970, að líkindum vegna þess að Bandaríkin vora lítið vinsæl í heiminum vegna klandursins í Víetnam. Viðreisnar- stjóm var að ljúka ferli sínum hér og erfiðleikar miklir. - Sjá nánar um niðurstöður á meðal- fylgjandi töflu og súluriti. -HH Niðurstöður skoðanakannana um fylgi við dvöl varnarliðsins. Þetta eru kannanir DV og fyrirrennara þess og nú síðast könnun Ólafs Þ. Harðarsonar lektors, sem birt er í Þjóðlífi. 1968 1970 1971 1976 1980 1983 Nú Fylgjandi 57,0% 40,0% 53,0% 43,7% 53,8% 51,8% 39,0% Andvigir 33,0% 33,0% 26,5% 41,7% 30,8% 29,7% 31,4% Óákveðnir 10,0% 27,0% 20,5% 14,7% 15,3% 15,0% 27,8% Svara ekki 3,5% 2,0% í töflu, sem birt er í Þjóðlífi, er þeim sleppt, sem neituðu að svara (2%) og þeim, sem sögðu „veit ekki“ (3%). Þeir eru taldir með í töfl- unni hér og taldir óákveðnir, sem sögðu „veit ekki“. Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu í þessum skoðanakönnun- um, verða niðurstöðurnar þessar: 1968 1970 1971 1976 1980 1983 Nú Fylgjandi 63,3% 54,8% 66,7% 51,2% 63,6% 63,6% 55,0% Andvígir 36,7% 45,2% 33,3% 48,8% 36,4% 36,4% 45,0% Hvalveiðimálið veldur því að þeim fækkar, sem vilja hafa herinn. Súluritið sýnir hlutföllin milli fylgismanna og andstæðinga þess, að hér sé varnarlið. Þar sést, hvernig þorskastríð og hvalveiðideila hafa áhrif. Vinir okkar í vestrinu Bandaríkjaforseti hefur skrifað íslendingum bréf. Það er auðvitað ekki á hverjum degi sem Reagan sest niður við hréfaskriftir til vina sinna, enda varð uppi fótur og fit hjá ríkisstjóminni og þingflokkamir héldu sérstaka fundi til að lesa bréf- ið frá Reagan. En verra var með innihaldið vegna þess að Reagan var ekki að segja frá heilsu sinni eða draumförum heldur var hann að til- kynna íslendingum að þeir mættu ekki veiða hval. Það hefur nefhilega staðið til hér á íslandi að veiða tutt- ugu dýr það sem eftir lifir af hvala- vertíðinni og þótti ekki mikið. En vegna einskærrar umhyggju fyrir hinum íslensku vinum sínum gaf forsetinn sér tíma til að líta upp frá önnum sínum heima fyrir og spyrja samstarfsmenn sína í Hvíta húsinu: hvemig er það með íslendingana? Era þeir enn að óhlýðnast okkur með því að veiða hvali? Og þá gat einhver ráðgjafinn upplýst forsetann um þessar tuttugu sandreyðar sem meiningin var allra náðarsamlegast að veiða. Era mennimir orðnir vitlausir? sagði forsetinn og má mikið vera ef honum datt ekki í hug að senda flug- móðurskipin frá Gulfflóanum hingað á norðurslóðir. Aðrir vildu senda tundurduflaslæðarana með flotan- um enda er það alvarlegasta mál í Hvíta húsinu þegar fslendingar veiða hvali - jafnvel alvarlegra held- ur en útistöðumar við franskeisara. Við látum ekki fslendingana komast upp með það sem þeir vilja gera sjálf- ir, sagði Reagan. Við verðum að hafa vit fyrir þeim, sagði hann og færðist allur í aukana. En Bandaríkjamenn era ýmsu vanir og hafa langa reynslu af vin- áttu sinni við íslendinga. Sérlegir ráðunautar forsetans töldu óþarfa að senda flotann. Það er nóg að skrifa bréf sögðu þeir. íslendingar era hræddir við bréf. Setja bréf í póst og þá guggna þeir á stundinni. Og það varð úr. Reagan sendi bréf- ið og það fór eins og ráðunautamir sögðu. íslensku ráðherramir lögðu niður rófuna, skulfu af lotningu og báðu um fund með þessari vinaþjóð sinni sem er svo almennileg að senda þeim bréf þegar fiskveiðamar ganga út í öfgar. Auðvitað förum við ekki að veiða sandreyðamar úr því að Reagan er á móti því að við veiðum sandreyðar. Bandaríkjamenn era svo góðir við okkur. Þeir gera okkur þann greiða að éta fiskinn okkar ormétinn og þeir hafa tekið að sér að vemda okkur fyrir illum öflum í heiminum sem vilja skipta sér af okkar innanlandsmálum. Vináttan milli þjóðanna er traust. Hún er gagnkvæm sem lýsir sér í því að Bandaríkin gefa okkur ráð og við förum eftir þeim. Bandaríkja- menn segja til um hvort við megum veiða hvali eða ekki og við látum þá ráða því hvort við veiðum hvali eða ekki. Þannig verða menn vinir. Þannig treysta menn vináttuböndin. Það er í rauninni alveg makalaust hvað Bandaríkjamenn era góðir við okkur. Svo skrifar Reagan okkur prívat bréf sem sýnir að hann er vakandi og sofandi yfir velferð okk- ar. Þetta má ekki vanmeta og þetta má ekki misvirða. Nú er um að gera að vera hlýðinn og þægur svo að Reagan verði ekki vondur og hætti að vera vinur okkar. Hann gæti tek- ið upp á því að hætta að borða fiskinn og kalla vamarliðið heim. Hvar stæðum við þá, aumir íslend- ingar, sem eigum allt undir vinát- tunni. Steingrímur hefur ákveðið að hitta Bandaríkjamennina sjálfur. Það dugar ekki minna þegar vinir manns era annars vegar. Það dugar ekki að senda Steina og ekki Dóra vegna þess að þeir gætu spillt vináttunni. Forsetinn hefur óskað eftir fundi til að koma vináttu sinni á framfæri og Steingrímur ætlar að mæta fyrir hönd þjóðarinnar til að taka við vin- arkveðjunum. Það er ekki á hverjum degi sem sjálfur Bandaríkjaforseti skrifar Is- lendingum bréf til að vara þá við að spilla langvarandi vináttu út af tutt- ugu sandreyðum. Það má heldur enginn misskilja þessa umhyggju. Forsetanum er annt um okkur en ekki hvalina. Hann er að vemda íslendinga en ekki hvalastofninn. Þess vegna skrifaði hann bréfið. Þess vegna setur hann á okkur við- skiptabann. Þess vegna er banda- ríski herinn með alvæpni á íslandi. Vináttan er fyrir öllu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.