Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. Sljóminál Kosningamar í Borgaraflokknum: Engin spuming um Albert og Júlíus? Albert Guömundsson, formaður Borgaraflokksins og Júlíus Sólnes varaformaöur. Menn innan Borg- araflokksins telja það enga spum- ingu aö þannig verði úrslitin í kosningu formanna flokksins mn helgina. Þrír hafa gefið kost á sér í varaformanninn, þeir Júlíus Sólnes, Ásgeir Hannes Eiríksson og Bene- dikt Bogason. Þá er rætt um Óla Þ. Guðbjartsson sem hugsanlegan kandidat í ritarann. Kosningamar fara fram eftir hádegið á laugardag- inn á landsfundi Borgaraflokksins á Hótel Sögu. Búist er við yfir 500 manns á lands- fundinn. Skilyrðið til að sækja fundinn er aö vera flokksbundinn í Borgaraflokknum. Þeir sem hafa at- kvæðisrétt á fundinum em allir þeir sem hafa skráð sig á fundinn áður en hann hefst. Engjr fulltrúar em þvi kjömir eins og oftast tíðkast á landsfundum annama stjómmála- flokka. Ekki hörð keppni milli þremenninganna Einn þingmanna Borgaraflokksins sagði við DV að sér virtist ekki hörð keppni í gangi á milli þeirra Júlíus- ar, Ásgeirs og Benedikts. Ástæðan fyrir því að þeir gæfu kost á sér væri meira persónulegur metnaður fremur en að harður skoðanaágrein- ingur væri í gangi. Ásgeir Hannes Eiríksson, verslun- armaður í Reykjavík, betur þekktur sem pylsusali hér í borg, gaf fyrstur opinberlega kost á sér í varafor- manninn. Löngu áður hafði það legið í loftinu að Júlíus Sólnes myndi gefa kost á sér. Ásgeir Hannes skipaði fimmta sæti flokksins í kosningunum í vor. Júlíus er þingmaður Borgara- flokksins fyrir Reykjaneskjördæm- ið. Hann varð fimmtugur á árinu og er prófessor í verkfræði við háskól- ann. Innan Borgaraflokksins er rætt um að hann sé hæfastur sem vara- formaður, jafnframt að hann hafi unnið mjög vel fyrir flokkinn í veik- indum Alberts Guðmundssonar. Hann hafi raunverulega verið for- ingi flokksins að undanfömu. Benedikt Bogason var 1 fjórða sæti Borgaraflokksins í Reykjavík í al- þingiskosningunum og er varaþing- maður. Benedikt er verkfræðingur að mennt og var, líkt og Júlíus og Ásgeir Hannes, virkur í Sjálfstæðis- flokknum áður en Borgaraflokkur- inn varð til. Albert styður Júlíus Albert Guðmundsson hefur lýst því yfir að hann styðji Júlíus Sólnes til varaformanns. Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif. Orð Alberts era þó ekki lög í flokknum, hver og einn landsfundargestur hlýtur aö taka sjálfstæða ákvörðun um hvem það kýs í varaformanninn. Júlíus bauð upp á þann kost á dögunum að ef það fyndist einhver frambjóðandi sem allir gætu sætt sig við sem varaformann færi hann ekki fram. Hann er sagður hafa komið fram með þennan kost til að forðast allan slag svona í byijun ferlis flokksins. Þessu var hafnaö. Ásgeir og Benedikt fá Reykjavíkurfylgi Ásgeir Hannes er sagður sækja styrk sinn fyrst og fremst til Reyk- víkinga innan Borgaraflokksins og það sama er aö segja um Benedikt Bogason. Júlíus kvað eiga sterk ítök í Reykjavík en jafnframt úti á landi, það geri gæfumuninn. Júlíus býr á Seltjamamesi. Þess má minnast að Júlíus hefur fariö víða um land í sumar til að byggja upp flokksstarfið úti á lands- byggöinni. Það kemur honum til góða á Sögu á laugardaginn. Uppi era raddir innan Borgara- flokksins að ákveðin valddreifing sé nauösynleg í stjóm flokksins. Þessi hópur óttast að öll völd fari á hendur Fréttaljós: Jón G. Hauksson þingmanna hans. Aðrir telja að það sé eðlilegt að þingmaður gegni emb- ætti varaformannsins. Þremenningarnir miklir mátar Þeir þremenningar era allir miklir mátar og hafa allir unnið gjfurlegt starf fyrir flokkinn. AUir era þeir í undirbúningsnefnd landsfundarins og starfa af krafti. Það er haft eftir borgaraflokksfólki að í raun væra allir tilbúnir að styðja hvem og einn þeirra þremenninga í varaformann- iim. „Það veröa örugglega engar deilur innan flokksins eftir kosningamar. Það fer enginn í fylu. Þeir era allir það góðir vinir,“ sagði áðumefndur þingmaður Borgaraflokksins. „Þetta er ekki spuming um ágreining held- ur hvað hver og einn þeirra telur að hann eigi skilið." Fimmtán manna stjóm Stjóm Borgaraflokksins verður fimmtán manna. Átta formenn kjör- dæmafélaganna og síðan sjö aörir; formaðurinn, varaformaðurinn, rit- ari og fjórir meðstjómendur. Fyrst minnst er á ritarann þá hef- ur Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður flokksins frá Selfossi, verið nefndur til sögunnar og sömuleiðis Ólafur Granz úr Vestmannaeyjum, sem skipaði annað sæti listans á Suður- landi. Bent er á að varla komi það til greina að tveir menn úr sama Kjördæmi bítist um þennan stól. Það sem er kannski merkilegra er að hvorki Óli Þ. né Ólafur Granz hafa lýst yfir áhuga sínum á ritaranum; þó um þá sé talað sem kandidata í embættið. Landsfundurinn um helgina er merkilegur fyrir annað en kosning- amar, á fundinum verður stefnan mörkuö. Átján málaflokkar verða afgreiddir, svo sem í húsnæðismál- um, launamálum og þess háttar. Þama fá þingmennimir línuna fyrir veturinn, hvað þeir eiga að leggja áherslu á innan þingsala. í baráttunni um varaformanninn era helstu stuðningsmenn Benedikts Bogasonar sagöir vera nánustu vinir hans. Nefiid hafa verið nöfii fólks eins og Ragnheiðar Ólafsdóttur, sem var eitt sinn bæjarfulltrúi á Akra- nesi, og Rúnars Sigurðar Birgisson- ar, sem var ellefti á lista flokksins í Reykjavík. Engir sérstakir hafa verið nefndir sem helstu stuðningsmenn Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar. Almennt er talið að hann sæki fylgi sitt til Reyk- víkinga, enda hefur hann unnið kröftugt starf fyrir flokkinn, sérstak- lega fyrir kosningamar í vor. Júlíus kvað hafa tekið það rólegast af þeim þremenningum vegna kosn- inganna. Kannsi sigurviss. Það kemur allt í ljós á Sögu eftir hádegið á morgun hver vinnur. Skyndileg stemmning á fundinum með einum þremenninganna gæti komiö upp á. Helena fjarri góðu gamni Ekkert hefur verið minnst á Hel- enu Albertsdóttur vegna kosning- anna en hún var sú sem kom sá og sigraði sem kosningastjóri Borgara- flokksins í vor. Helena býr í Banda- ríkjunum og hefur ekki skipt sér af kosningunum. „Ég held að símakostnaðurinn hjá Helenu gæti orðið hár ef hún væri að taka þátt í kosningunum búandi í Bandaríkjunum. Það er dýrt að hringja að vestan," sagði einn Borg- araflokksmaður um þátttöku He- lenu í kosningunum á Sögu á morgun. -JGH Albert í gærkvöldi: Boigaraflokkurinn fer fram í næstu sveitarstjórnarkosningum „Ég á von á því að Borgaraflokkur- inn bjóði fram í næstu sveitarstjómar- kosningun um land allt,“ sagði Albert Guðmundsson í fyrirspum á lands- fundi Borgaraflokksins á Hótel Sögu í gærkvöldi. Landsfundurinn verður formlega settur eftir hádegi í dag. Albert kom víða við í framsöguræðu sinni. Hann minntist á hvemig leiðir skildu á milli hans og Sjálfstæðis- flokksins, „eftir margra ára farsælt starf. Því er nú nauðsynlegt að bola úr flokknum sjálfstæðum einstakling- um enda era þeir í vegi fyrir alræði ný-fijálshyggjunnar,“ sagði Albert um Sjálfstæðisflokkinn. Um ríkissljómina: „Gömlu andstæð- ingamir; Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og Framsókn, hafa sameinast í vinstri ríkissljóm undir forystu Sjálf- stæðisflokksins." Hann minntist á fjárlagahallann og viðskilnað Þorsteins Pálssonar sem fjármálaráðherra. Þá sagöi hann: „Það var haldinn Stykkishólmsfundur á sínum tíma til að losna viö mig úr fjár- málaráðuneytinu." Mörgum orðum fór Albert um Borg- araflokkinn sem hann sagði vel undirbúinn og til frambúöar. „Borg- araflokkurinn veröur flokkur fólksins, flokkur fiöldans, en ekki hinna fáu,“ sagði Albert Guðmundsson. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.