Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987. 15 Reykjavíkurboig gerir sér- stakt átak í trjáræktarmálum Áhugi landsmanna á gróður- og trjárækt hefur aukist til muna á síö- ustu misserum. Reykvíkingar eru ekki eftirbátar annarra landsmanna í þeim efnum sem sést best á falleg- um húsagörðum í gömlum og nýjum hverfum Reykjavíkur. Raunar er það orðið svo að hús teljast varla fullbyggð fyrr en búið ,er að ganga frá lóðum og setja niður itré og annan gróður. Þetta er mikHl munur frá því sem áður var. Bæjar- og sveitarfélög á hveijum stað mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum efnum og þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi. Það gera þau helst með því að snyrta lóðir umhverfis stofnanir og fyrirtæki sem eru í eigu þeirra. Margt gott - annað miður Hvemig hefur Reykjavikurborg, höfuðstaður landsins, staðið sig í þessum efiium? Því er hægt að svara á þann veg að ýmislegt hefur verið vel gert en annað hefur farið miður. Ef litið er á fyrirtæki í eigu Reykja- vikurborgar þá skera tvö þeirra sig úr hvað varðar lóðarfrágang. Þetta eru Rafmagnsveitan og Hitaveitan. KjaUarinn Alfreð Þorsteinsson varaborgarfulitrúi Framsóknarflokksins Miklu verra er ástandið á skólalóð- um borgarinnar, þó að það sé raunar misjafiit. Steinsteypa og malbik er því miður aðall of margra skólalóða. Þama þarf að taka til hendinni og breyta kaldranalegu umhverfi í hlý- legra umhverfi með gróðursetningu sem skólaböm ættu að sjá um sjálf undir leiðsögn kennara sinna. Með því lærðu þau einnig að mngangast og að bera virðingu fyrir gróðrinum. Framtak sem tekið er eftir Á homi Sundlaugavegar og Reykjavegar, á lóð Sundlauganna, hafa nýlega verið gróðursett tré og hefur sú framkvæmd gerbreytt um- hverfi Sundlauganna. Þetta ffamtak Reykjavíkurborgar sýnir hvað hægt er að gera á þessu sviði. Eftir þessu er tekið. Hins vegar er svæðið með- fram Reykjavegi að Suðurlands- braut, sem snýr að aðalíþróttasvæði Reykvíkinga í Laugardal, mjög óhrjálegt og til vansa fyrir Reykja- víkurborg. Meðfram Suðurlandsbraut hefur gróðursetning farið ffam af hálfu félagasamtaka í samvinnu við Reykjavíkurborg og virðist það ætla aö takast vel. Vert er einnig að minnast á gróðursetningu tijáa innst við Miklubrautina þar sem beygt er inn á Reykjanesbraut pg í næsta nágrenni. Sú ffamkvæmd er til fyrirmyndar. Og síðast en ekki síst er ástæða til að geta um tijágróð- ur sem komið hefur verið fyrir á Laugaveginum. Sá trjágróður gerir gamia Laugaveginn hlýlegan og aðl- aðandi ásamt öðrum þeim breyting- um sem þar hafa verið gerðar. Ðetur má ef duga skal Þær jákvæðu breytingar sem Reykvíkingar hafa orðið varir viö ýta undir það að enn stærra átak sé gert. Framsóknarflokkurinn hefur löngum lagt áherslu á umhverfis- mál. Þau mál eru farin að skipta almenning meira máli nú en nokkru sinni fyrr. Á síðasta borgarstjómar- fundi iagði Framsóknarflokkurinn til að 20 milljónum króna yrði varið á næstu tveimur árum tÚ. að gera átak í trjárækt í Reykjavík á svæð- um þar sem Reykvíkingar fara daglega um, t.d. við fjölfamar um- ferðargötur, skóla, dagheimili og dvalarheimih aldraða. Með þessu á ekki að skerða ffamlög til gróður- setningar á útivistarsvæðum Reykjavíkur heldur á að líta á þetta sem viðbót við árleg framlög Reykja- vikurborgar í garðyrkjumálum. í tillögunni er gert ráð fyrir að þessi fjárveiting dreifist mÖh ára. Tihögunni var vísað th afgreiðslu fjárhagsáætlunar og mun þá koma í ljós hvort meirihluti borgarstjómar hefur áhuga á að gert verði myndar- legt átak í þessum málum. Alfreð Þorsteinsson „Steinsteypa og malbik er þvl miður aðall of margra skólalóða. Þama þarf að taka til hendiimi og breyta kaldranalegu umhverfi í hlýlegra umhverfi með gróð- ursetningu.“ Siglt á vit morgunroðans í vel reknum fyrirtækjum hefur það þótt ágæt viðmiðun að um 10% af tekjum sé árlega varið til vöraþró- unar og rannsókna, th þess aö fylgjast með breytingum og th þess að kanna nýja möguleika. Sé þetta ekki gert leiðir það fyrr eða síðar th stöðnunar. Ef forráðamenn fyrir- tækjanna kanna ekki nýja mögu- leika og tækifæri í tíma missa þeir af lestinni og dragast aftur úr öðrum sem fylgjast betur með. Opinberir aðhar, ríki og sveitarfé- lög, eiga þó erfiðara með að meta hve miklu fé eða tfina sé rétt að verja th þessara mála en einkafyrirtæki. Samt má leiða líkur að því að ekki sé síður nauösynlegt að opinberir aðhar fylgist mjög vel með hvers konar þróun og breytingum sem era að eiga sér stað. Þau mistök, sem opinberir aðilar gera, era líka oft afdrifaríkari en þau sem einkaaðhar gera og sama máh gegnir um þau tækifæri sem kunna að glatast. Hlutverk, staða og möguleikar ís- lands hafa tekið mjög miklum breytingum á undanfömum árum og áratugum. Hér nægir að benda á útfærslu landhelginnar, aukna auö- lindalögsögu og bættar samgöngur. Enn höfum við samt ekki skhið nema að htlu leyti þær breytingar sem nú era að eiga sér stað og nýja möguleika sem era óðum að opnast. Möguleiki á nýrri siglingaleið Einn þessara möguleika er tengd- ur nýrri siglingaleið um Norður- íshaf, mihi Evrópu og austurstrand- ar Bandaríkjanna annars vegar og Austurlanda fjær hins vegar, en að undanfömu hefur dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur bent á að hugsan- lega kunni að vera hagkvæmt að koma upp umskipunarhöfii á íslandi vegna þessara flutninga. Margt bendir th að rétt væri að verja nokkra fé og tfina th þess að kanna þetta mál. Framfarir í sigling- um með aðstoð gervitungla og framfarir í gerð ísbrjóta og sérstak- lega styrktra skipa til íshafssigiinga hafa gert það að verkum að nú er Kjallaiinn ,Einn þessara möguleika er tengdur nýrri siglingaleiö um Norður-Ishaf milli Evrópu og austurstrandar Bandaríkj- anna annars vegar og Austurlanda fjær hins vegar,...“ „Norðausturleiðin frá okkar heimshluta til Japan er líka mun styttri en aðrar siglingaleiðir sem nú em famar.“ unnt að sigla slíkum skipum mihi íslands og Japans, þessa leið, 8-4 mánuði á ári. Eirrnig er hugsanlegt að frekari tækniframfarir geti lengt þennan tfina töluvert. Umtalsverðir flutningar eiga sér nú þegar stað meðfram norðurströnd Síberíu eða um 6 mihjón tonn árlega. Th saman- burðar má geta þess að flutningar um Reykjavíkurhöfh námu árið 1986 samtals um 1,5 mhlj. tonna. Verulegur sparnaður Norðausturleiðin frá okkar heims- hluta til Japan er líka mun styttri en aðrar siglingaleiðir sem nú era famar. Siglingaleiðin frá London th Tokyo er um 12.400 sjómhur ef farið er um Panamaskurðinn, 14.200 ef farið er suöur fyrir Góðrarvonar- höföa og 11.100 ef farið er gegnum Súezskurðinn. Norðausturleiðin mihi London og Tokyo er hins vegar einungis um 7000 sjómhur. Hér getur því verið um verulegan spamað að ræða, sérstaklega hvað viðvíkur þungaflutningum milh þessara svæða. Ef ákveðiö væri að koma upp slíkri umskipunarhöfn á íslandi mætti safna þar saman vörum sem ættu að fara th Austurlanda þá mánuði sem ekki er fært á milli en þeir mánuðir sem fært er væra notaöir th flutninga. Vörum mætti síðan dreifa frá þessari umskipunarhöfn aht árið. Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu hafa að undanfömu sýnt þessu máh nokkum áhuga og ákveð- ið að halda málþing um þetta efni í byijun október nk. th aö reyna að meta hvort rétt sé að sinni að leggja frekari vinnu í þetta mál. Ef niöur- staða þessa málþings er jákvæð er æskhegt að fleiri hagsmunaaðilar tengist þessu máh áður en lengra er haldið. Hér geta miklir hagsmunir verið i húfi ef rétt er á haldið en hins vegar má tefia fthlvíst að við njótum htilla ávaxta af þessum möguleikum ef við sitjum aðgerða- laus með hendur í skauti. Gestur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.