Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. 9 Litir brúnt, verð 3.415. Litir brúnt, verð 3.510. Litir svart, verð 2.972. Herraskór Litir svart, verð 3.537. Dömu- og unglingaskór Litir svart, verð 3.721. Herraskór "/ ^ Litir svart, verð 3.438. Austurstræti 6 - sími 22450 - Laugavegi 89 - sími 22453 Utlönd Nýtt valdarán á Fijieyjum Rabuka ofursti á Fijieyjum tilkynnti í morgun að hann hefði tekið völdin í sínar hendur og réði nú yfir útvarps- stöð landsins og dagblaði. Einnig hafði herinn ráðist til inngöngu á skrifstofur pósts og síma. Ástæðuna fyrir þessu öðru valdaráni sínu á fáeinum mánuð- um segir hann vera að vemda markmið fyrra valdaránsins. Tiiraunir til þess að ná sambandi við Ffiieyjar frá Ástralíu voru árang- urslausar og sagði talsmaður fjar- skiptasambands Ástraliu að hann héldi að frekar væri um tæknilegar ástæður að ræða en pólítískar vegna galla í kerfinu í Suva. Samkvæmt áætlun, sem tilkynnt var á miðvikudaginn, var gert ráð fyrir að stjómarandstöðuflokkamir fengju Rabuka ofursti tilkynnti í morgun að herinn á Fijieyjum hefði tekið völdin í sínar hendur. -Símamynd Reuter jafiimarga fulltrúa í stjóm landsins undir forystu Ganilau landstjóra. Markmiðið var að koma á betra ástandi í landinu eftir nokkurra mán- aða stjómarkreppu sem fylgdi í kjölfar valdaránsins þegar Timoci Bavadra var steypt af stóh. Stuðningsmenn Rabuka ofursta hafa áður tilkynnt að þeir myndu beita valdi ef þörf væri á til þess að koma í veg fyrir tilraunir Ganilaus til að mynda bráðabirgðastjóm. Vilja þeir að indverskættaðir Fijibúar séu í meirihluta. Ekkert var minnst á landstjórann í tilkynningunni sem herinn gaf út í morgun né heldur framtíðarhlutverk hans. Viðræðum um aifnám verslunarhafta slitið Gísli Guátramdssan, DV, Onlario: Slitnað hefur upp úr viöræðum milli kanadískra og bandarískra ráða- manna um afnám verslunarhafta milli þjóðanna. Formaður kanadisku samninga- nefndarinnar sagði að Bandaríkin hefðu ekki tekið til við málefni sem væm Kanadamönnum áríðandi og hefði hann ekki séð sér annað fært úr þvi svo var komið en aö slíta samn- ingaumleitunum. Flaug formaðurinn strax til Ottawa á fund Brians Mulroney forsætisráð- herra og skýrði honum frá gangi mála. Aö fundi þeirra loknum vildi hvorug- ur gefa út neina yfirlýsingu. Bandaríkjamenn sögðu það vera mikil vonbrigði að upp úr slitnaði í viðræðum þeirra við Kanadamenn. Segja þeir samt að ágreiningsefnin séu ekki óleysanleg. Segjast þeir vera til- búnir að setjast aftur að samninga- borðinu hvenær sem er. Fullnaðaruppkast að samningi um afhám verslunarhafta átti að vera lok- iö fýrir 5. október. Nú virðast litlar líkur vera á því að það takist. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Pétur L Pétursson KULDASKOR Á FRÁBÆRU VERÐI Þjóðvarðliðar sunnimúslíma í Líbanon hafa heitið þvi að finna og refsa byssumönnunum þremur sem drápu franskan jesúitaprest í Sidon í gær. Þrír ungir byssumenn skutu á prestinn við skrifstofiidyr hans í háskólan- um þar sem hann starfaðl Höfðu þeir spurt eftir prestinum þjá ritara hans og opnaði presturinn dymar íyrir þeim en reyndi að hörfa til baka er einn þeirra tók fiam byssu. Er þetta fyrsta morðið á Frakka í Líbanon fiá því að sendiráðsstarísmað- m- var skotinn í Beirút í fyrra. Sjö Frakkar eru meðal þeirra tuttugu sjö útlendinga sem saknaö er i Líbanon og taldir eru vera í gíslingu. Hingað til hafa engin samtök lýst yfir ábyrgð á moröinu. Jesúítapresturinn kom til Líbanons fyrir þremur árum og er ekki vitað hvort morðiö hafi getað verið af pólítískum ástæðum. Sex bandarískar orrustuflugvélai- sýndu listir sinar i himinhvolfinu fýrir ofan Peking í Kína í gær. Er það fyrsta sýnings erlends flughers í Kína frá því aö kommúnistabylt- ingin var gerð þar áríð 1949. Wang Hai, sem var Ðughetja í Kór- eustríðinu á sjötta áratugnum, lýsti yfir ánægju sinni raeð sýninguna og þóttl hún góð að því er opinber fréttastofa í Kína greindi frá. Nokkur þústmd kínverskir her- menn og embættísmenn fylgdust meö sýningunni sem var við Nanyu- an herflugvölUnn fyrir sunnan höfuöborgina. Student Kvenstúdent var skotinn í höfuðið af lögreglumanni í Santiago i Chile í gær. Var hún meðal hundruða stúdenta og háskólamenntaðra manna sem safiiast höfðu saman til aö mótmæla afskiptum hersins af málum þjóöar- háskólans. Ástand ungu konunnar er alvarlegt. Samkvæmt opinberri lögregiuskýrslu var 9kotinu hleypt af í ógáti er ar segja lögregluna hafa skotið upp í loföð er mótmælendur hófu göngu sina niður í miðbæinn. Er mótmæiendur gerðu hróp að lögreglunni var skotið inn í mannþröngina. Brutust stúdentamir inn í leikhús þar sem lögreglumaðurinn haföi leitað skjóls og brutu þeir þar rúður og slitu símaleiðslur. Óeirðir hófust 1 háskólanum fýrir mánuöi er nýr rektor, skipaöur afPinoc- het, var skipaður. * tíma. Francois Mitterrand Frakklands- forseti sagði í gær að Frakkar og Vestur-Þjóðverjar hefðu hafið um- ræöur um að sefja á laggfinar sameigninlegt hemaðarlegt örygg- isráð. Tilkynntí forseönn þetta er hann heimsótti sameiginlegar her- æfjpgar þjóðanna í Vestur-Þýska- landi ásamt Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Sagöi Mitterrand aö slíkt öryggisr- áð myndi ekki hafa áhrif á tengsl ríkjaima viö Nató eða stefira EYakka í kjamorkuvopnamálum. í S-Kóreu Átta hundraö stúdentar í Seoul í Suður-Kóreu köstuöu í gær bensín- sprengjiun að lögreglu sem beitti þá táragasi. Hrópuðu stúdentamir slagorð aö Roh Tae-Woo, nánum bandamanni forsetans Chun Doo Hwan. Roh er frambjóðandi stjómarinnar í for- setakosningunum í desember næstkomandi. Sögöu stúdentamir aö hann ætlaði sér að blekkja þjóð- ina. Frá þvi f júní hefúr ágreiningurinn milli stjómarinnar og stjómarand- stöðuflokkanna minnkaö það mikiö aö gerö hafa veriö sameiginleg drög að nýrri lýðrceðislegri stjórnai-skrá. Franskur prestur myrtur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.