Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. 5 DV Hækkar kinda- Kjötið um 20 krónur kflóið? Nái kröfur bænda um 8 til 9 prósent hækkun á sauöfjárafuröum fram aö ganga í yfimefiid verðlagsmála land- búnaðarins hækkar kindakjötið um rúmlega 20 krónur kílóið til neytenda á næstunni, að sögn Guðmundar Sig- þórssonar, skrifstofustjóra landbún- aðarráðuneytisins. Smásöluverð kindakjöts er um 280 krónur kílóið í heilum og hálfum skrokkum. Vænst er aö yfimefndin taki ákvörðun fyrir mánaðamótin. Ágreiningur varð í 6 manna nefnd- inni um hærra sauðfjárverð til bænda. Verðákvörðuninni var því skotið til yfimefndarinnar. Hana skipa 1 full- trúi neytenda, 1 fuiltrúi bænda og oddamaður ríkisins, sem er Guö- mundur Magnússon prófessor. Frá byijun júní hefur verö sauð- fjárafurða hækkað um 1,94 prósent og kom hækkunin tíl framkvæmda um miðjan september. Krafan nú um 8 til 9 prósenta hækkun er til viðbótar við þá hækkun. Þegar hefur náðst samkomulag um 1,5 prósenta hækkun á afurðum naut- gripa sem era kjöt og mjólk. -JGH Bjórmálið á þingi í haust? Til skammar að Alþingi taki ekki af skarið „Því fer auðvitað víðs fjarri að ég hafi á fundi fyrir kosningar talað fyrir hönd þingflokks sjálfstæðismanna varöandi bjórmálið," sagði Geir H. Haarde alþingismaður í tilefni um- mæla Guttorms Einarssonar þar að lútandi í DV í fyrradag. „Eins og allir vita tala þingmenn aðeins fyrir sjálfa sig í þessu máli. Ég sagöi hins vegar á þeim fundi sem Guttormur vitnar til að ég vildi að þingið afgreiddi þetta mál sjálft án þjóðaratkvæðagreiðslu og það sem fyrst, helst strax í haust,“ sagði Geir. Spumingu um það hvort Geir myndi leggja fram bjórfrumvarp á næsta Al- þingi svaraði hann þannig: „Ég hef nú ekki tekið neina ákvörðun um það en ég get vel hugsað mér að eiga aðild að flutningi frumvarps um þetta efni nú í haust. Það er alveg til skammar að mínum dómi að Alþingi skuli ekki enn hafa tekiö af skarið í bjórmálinu," sagði Geir H. Haarde. -ój Fréttir Einn maður vinnur á við þrjá til fjóra með því að nota skömmtunarvélina frá Handtmann. DV-mynd Brynjar Gauti Kjdtiðnaðarvél í fískinn: Skilar þriggja manna vinnu Vélvæðing í kjötiðnaði er farin aö koma fiskiðnaðinum til góða. Þar á meðal er svokölluð skömmtunarvél frá vestur-þýska fyrirtækinu Handt- mann sem mótar bitablokk og mam- ing og skilar allt að þriggja manna vinnu. Sláturfélag Suðurlands selur vélina hér á landi og var með hana á sjávarútvegs§ýningunni. Það em Færeyingar og Danir sem hafa mtt brautina fyrir skömmtunar- vélina og hafa Færeyingar til dæmis notað hana til þess að skammta svo- kallað ufsa-mix og kolmunnamaming í öskjur. Hámarksafköst vélarinnar em 3-4 tonn á klukkutíma og seljandi gerir ráð fyrir að vélin borgi sig á þrem árum. Sláturfélagið notar þijár skömmtun- arvélar í kjötvinnslu sinni og rekur sérþjálfaða viðhaldsdeild fyrir sig og aðra notendur hér og heldur einnig stóran varahlutalager. Að áliti sérfræðinga hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem DV leitaði til, er skömmtunarvélin ein af athyglis- verðustu nýjungunum sem sýndar vora í Höllhini, enda hver vél á við 2-3 starfsmenn sem ekki virðast á lausu um þessar mundir. -HERB bára FULLKOMIN VÉL A FRÁBÆRU VERÐI Heitt og kalt vatn, 400/800 snúningar, islenskar merkingar á stjórnborði, 18 þvottakerfi, sjálfstætt hitaval. kr. 27 >997j" Vörumarkaöurinn hl. Kringlunni, sími Nýja línan frá komin ásamt sígildu skónum, með sóla sem óþarft er að kynna, í flestum litum og tegund- um. 1 ;\,‘7 , Litir svart, blátt. Verð 4.140. HERRASKÓR 0 y Litir grátt. Verð 4.330. ** Litir svart. Verð 3.995. Litir svart, brúnt. Verð 4.140. ^ H.I4U. Urval af leðurstígvélum Litir svart, grátt. Verð 3.995. Litir svart. Verð 8.190. Litir svart, brúnt. Verð Litir svart Verð4 620 Litir svart. Verð4.730. Litir svart. Verð 6.130. 4.998. SENDUM I POSTKRÖFU SENDUM í Austurstræti 6 - sími 22450. Laugavegi 89 - sími 22453. Litir svart. Verð 6.130. PÓSTKRÖFU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.