Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 30
.42 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. L.L. Cool J - Bad Judas Priest - Priest.. .live. Hvor skyldi vera verri, Michael Jackson eða L.L. Cool J? Báðir eru leðurtöffarar með keðjur. Báðir sýnast svalir. Herslumunurinn iiggur í bak- grunni þeirra. L.L. Cool J ól manninn í skuggahverfum New York borgar meðan Michael sat í virðulegum fjöl- skylduboðum Jackson ættarveldisins. Michael er bara vondur í þykistunni. Rapparinn L.L. Cool J hefur vakið athygli á sjálfum sér í Bandaríkjunum með þessari fyrstu plötu sinni. Það var enda tilgangurinn. Platan er gefin út á vegum Def Jam fyrirtækisins sem hefur á sínum snærum RUN DMC og Beastie Boys. Þetta er Rip, Rap og Rup fjölskyldan. L.L. stendur tríóunum tveim nokkuö að baki. Platan BAD hefur að geyma ekta göturapp sem átti hvað mestum vinsældum að fagna fyrir um þremur árum. RUN DMC brutu þá ísinn og þessi stórborgartóniist náöi útbreiöslu víðar en meðal svartra Bandaríkja- manna. RUN DMC hafa breyst tölu- vert síðan þá, þökk sé upptökustjóran- um, Rick Ruben. Hann hefur þróað sérstæða blöndu rapps og heavy metal tónlistar sem vakið hefur mikla at- hygli. Ruben hefur einnig unnið með Beastie Boys og þar hafa hiutimir líka gengið eins og í sögu. L.L. Cool J rapp- ar aftur á móti upp á gamla móðinn, með einstaka undantekningum þó. í sem rappið er óneitanlega sprottið úr. Það hefúr ekkert með góðmennsku að gera. Þorsteinn J. Vilhjálmsson Gatnamálastjóri þvi liggur munurinn. Sá svali hefur fengið góða hjálp við gerð plötunnar. Russel Simmons hefur meðal annars gefið honum nokkur ráð. Hann er faðir Josephs Simmons í RUN DMC og hjálpaöi þeim piltum af stað á sínum tíma. Cool á aukin heldur engan þátt í að semja lögin, ef lög skyldi kaila, né heldur semur hann textana. Platan byijar á dæmigerðu lagi fyrir plötuna, I’m Bad, þar sem piltur lýsir íjálglega helstu göllum sín- um. Fyrsta hiiðin einkennist af frumeindum rappsins, trommutakti, plötuscratchi og sögumanni sem ryður út úr sér orðum með þartUgerðum rytma. Hin hliðin byijar á nokkuð skemmtilegu lagi, Go Cut Creator Go, þar sem rokkslagaramir Johnny Be Good og Rock around the Clock eru færðir í rappbúning. Besta lag plöt- unnar er ennfremur að finna á seinni hliðinni, I Need Love. Lagið er byggt upp á rólegum trommutakti og meló- dískri laglínu sem leikin er á hljóm- borð. Cool sjáifur er með rólegra móti þar sem hann lýsir næstum tragískum óforum í eigin ástarmálum. Bad nær örugglega ekki viðlíka út- breiðslu og plötur Beastie Boys eða RUN DMC, nema ef vera skyldi fyrir tilstilli lagsins I Need Love. Höfuðvígi L.L. Cool J verður eftir sem áður í Bandaríkjunum. Ekki það að þarlend- ir séu svo miklu verri en aðrir jarð- arbúar - Evrópubúa vantar einfald- lega þann þjóðfélagslega bakgrunn Hæ, hó, hvar er hempan? Bárujámsblesamir frá Birming- ham, Judas Priest, hafa í heUan áratug verið í framvarðasveit þungarokksins en virðast aöeins vera að gefa eftir í kjölfar plötunnar Turbo. Sú þótti fuU- framúrstefnuleg fyrir jafníhaldsama tónlist og þungarokkið og áhangendur Prestanna hrundu af þeim eins og dauðar lýs. Þessi tvöfalda tónleikaplata Prest- anna er að mínu viti ekki annað en tilraun til þess að græða þau sár sem Turbo olli. Hvort það tekst er ég ekki allsendis viss um því hér er farið um býsna troðnar slóðir. Judas Priest sendi í lok síðast ára- tugar frá sér tónleikaplötuna Unleash- ed in the East. Sú þykir enn í dag á meðal bestu tónleikaplatna þunga- rokksins en þessi nýja er tæpast nema í meðaUagi. Þó að lögin á þessum tveimur umræddu tónleikaplötum séu engan veginn þau sömu vantar aUan þann kraft og neista sem einkenndi fyrri plötuna. Hér er aUt í sínum fostu „mega“ skorðum; hljómburðarkerfi upp á þúsundir vatta, þokkalega lifleg- ir áhorfendur, fimm þrælvanir rokkarar en neistann vantar. Fyrir þá sem t.d. hafa séð myndbandið með tónleikum Prestanna frá 1983 er hér aUt við það sama. Þó svo að égsé ekki fyUUega sáttur við þessa plötu Roberts Halford og lærisveina hans fer því fjarri að hún sé alvond. Metal Gods, You’ve Got Another Thing Coming og fleiri ylja manni um hjartarætur en „Kanaklisj- umar“ sem alfarið er beint tíl banda- rískra ungUnga, sem vUja hafa allar sveitir eins, eru aUt ofmargar og skaða plötuna beinlínis. Ef sljömugjöf væri notuð fengi þessi tónleikasamsuöa hálfa þriðju stjömu, satt - en tekur mig óneitanlega sárt. Sigurður Sverrisson Mason Ruffner - Gypsy Blood bestu gerð Gamalt heiðarlegt rokk hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár. En það lifir enn og á eftir að lifa um ókomna framtíð því í rauninni er það undirstaðan undir aUt það sem verið er að gera í dægurtónlistinni þó búið sé að skrumskæla það ískyggUega á stundum. Mason Ruffner er imgur breskur gítaristi af gamla skólanum, leikur örUtið hrátt blúsrokk af mikiUi innlif- un og á það sameiginlegt með mörgum þeim meisturum, sem hann tekur sér til fyrirmyndar, að hann semur öU sín lög sjálfur og syngur að auki. Hér má heyra sterk áhrif frá Jimmy Hendrix, Eric Clapton, Graham Park- er og Dave Edmunds svo nokkrir séu nefndir en sá síðastnefndi hefur verið frumkvöðullinn í því að koma Ruffner á framfæri og sér á þessari plötu bæði um upptökustjóm og gítarleik. TóUstin er sem fyrr sagði blúsrokk upp á gamla móðinn; melódískt og leUdð af krafti og öryggi. Ruffner er stórgóður lagasmiður og hér eru mörg gullfaUeg rokklög eins'og, Fightin’- Back, Distance Thunder, Under Your SpeU og Ain’t Gonna Get It. AUt em þetta góðar melódíur og Ruffner syng- ur með ekta hijúfri tUfinningu. Fyrir gamla blús- og rokkhunda er ánægjulegt til þess að vita að enn þann dag í dag koma fram ungir menn sem ekki láta glepjast af gervimennsku samtímans heldur halda í gamlar hefðir. Mason Ruffner er maður fortíð- ar með mikla framtíð. -SþS- Blúsrokk af Sæl oú!... Það fór svo að lok- um að broltför Johnny Marr úr The Smiths varð banabítí hljómsveitarinnar. Leiðtoga hljómsveitarinnar Wlorrissey leist ekki á að fá nýjan mann til liðs við sveitina og ákvað hljómsveitina og vinnur hann nú að sólóferli. Hvað hinir tveir sem eftir eru, þeír Andy Rourke og fi/like Joyce, ætla að taka sér fyrir hendur er ekki vitað ennþá ... Fleirí hljómsveitir eru nýhættar; aðstandendur islensku hljóm- sveitarinnar Tíbrá hafa til- kynnt um andlát sveitarinnar andlát. Ekki ervitað hvað eft- irlifandi liðsmenn hyggjast innar Cult, var handtekinn á dögunum eftir sögulega tón- ieika i Vancouver i Kanada. Þar brutust út meiriháttar slagsmál undir lok tónleik- anna er öryggisvörðum og áhorfendum faustsaman. Barst leikurinn upp á sviðið þarsem hljómsveitarmeðlimir voru ióöa önn að spila og syngja. Fannst Astbury söngv- arai heldur óþyrmilega i skrokk á i svor og var síðan teymdur af sviðinu af einu vöðvabúnt- inu. Þar með varð fjandinn laus i salnum; lögreglan kom á staðinn, skakkaði leikinn og handtók svo að ábendingu útkastara, Astbury söngvara fyrir likamsárás. Fjölmenn réttarhöld eru i uppsigl- ingu ... Bruece Springsteen er nu með nýja breiðskífu klára og mun hún bera nafníð Tunnel Of Love. Og nú i vi- kunni kom útfysta smáskifan Fleiri gamlir rokkarar eru að vakna tíl lífsins á ný; Gibba Gibb bræður hafa nú tekið höndum saman á nýjan leik og er splunkuný breiðskifa væntanleg frá þeim innan tið- ar. Hún á að heita E.S.P. og er fyrsta plata þeirra bræðra í sex ár.... Hljómsveit Jo- hnny Lydon (Rotten), PIL, tónleikahaldi á næstunni vegna meiðsla sem bassaleik- Dias, varð fyrir á flugvellinum í Genúa á Italíu. Hann ku hafa dottið um töskukerru ... pása ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.