Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987.
Jarðarfarir
Halldóra Lilja Jónasdóttir, Hafnar-
götu 78, Keflavík, sem andaðist í
Landspítalanum fostudaginn 18.
september, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 26.
september kl. 14.
Gísli G. Elísson, Vinaminni, Seyðis-
firði, verður jarðsunginn frá Seyðis-
fjarðarkirkju laugardaginn 26.
september kl. 14.
Unnur Margrét Guðmundsdóttir,
sem andaðist 20. september sl., verð-
ur jarðsungin frá Akureyrarkirkju
kl. 13.30.
Sveinn Jóhannsson, Varmalæk,
verður jarðsunginn frá Reykjakirkju
laugardaginn 26. september kl. 14.
Utfór Einars Guðmundssonar,
bónda í Hátúni, fer fram frá Akureyj-
arkirkju, Vestur-Landeyjum, laugar-
daginn 26. september kl. 11.
Guðlaug Ólöf Bjarnadóttir andaðist
að morgni 21. september í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu Neskaupstað. Útforin
fer fram 2. október.
Katrín Sigurðardóttir, Höfðagötu 2,
Hólmavík, lést 18. september sl. Hún
verður jarðsungin frá Hólmavíkur-
kirkju laugardaginn 26. september
kl. 14.
TJkyimingar
Geimvarnir: Áætlanir risa-
veldanna og áhrif þeirra.
Öryggismálanefnd hefur gefið út ritgerð-
ina Geimvarnir: Áætlanir risaveldanna og
áhrif þeirra. Ritgerðin er eftir Albert Jóns-
son fréttamann og stjórnmálafræðing, sem
nýlega hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Öryggismálanefndar. Markmiðið
með ritgerðinni er að gera stuttlega grein
fyrir áætlunum beggja risaveldanna um
LUKKUDAGAR
25. sept.
30997
Bíltæki frá
Hljómbæ
að verðmæti
kr. 20.000.-
Vinningshafar hringi i síma
91-82580.
vamir. Einnig er greint frá tæknilegum
möguleikum og vandamálum sem áætlanir
standa frammi fyrir, fjallað um stöðu rann-
sókna á þessu sviði og spurt hvaða líkur
séu á því að urrnt verði að koma upp vöm-
um sem máli skipti. Loks er rætt um áhrif
hugsanlegra varnarkerfa á vígbúnaðar-
kapphlaupið og stöðugleika í samskiptum
risaveldanna. Ritgerðin er í fjölriti og er
59 bls. að stærð. Hún er til sölu í helstu
bókaverslunum en má einnig fá gegn
póstkröfu frá skrifstofu öryggismála-
nefndar, Laugavegi 26.
Fundur trúnaðarmannaráðs
Verkalýðsfélagsins Einingar
Á fjölmennum fundi í trúnaðarmannaráði
Verkalýðsfélagsins Einingar, sem haldinn
var miðvikudaginn 9. september 1987, var
staðan í kjaramálum V.M.S.Í. rædd mjög
ítarlega. í framhaldi af þeim umræðum var
eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
Fundur trúnaðarmannaráðs Verkalýðs-
félagsins Einingar, haldinn á Akureyri 9.
sept. 1987, lýsir vonbrigðum sínum yfir því
að ekki skuli hafa náðst full eining innan
Verkamannasambandsins um kröfugerð
og annan undirbúning þeirra samninga-
viðræðna sem nú eru að héfjast. Fundur-
inn skorar á öll félög innan Verkamanna-
sambandsins að sameinast einhuga að
baki þeirri kröfugerð sem mótuð var á
formannafundi þess 7. þ.m. og mæta sem
samstíga heild til samningsviðræðna.
Jafníramt leggur fundurinn áherslu á að
ljúka þeim fastlaunasamningum sem eftir
er að gera sem fyrst. Þá felur fundurinn
formanni og öðrum stjórnarmönnum að
starfa fyrir félagsins hönd að samninga-
gerðinni eftir því sem þörf verður á á
hverjum tíma.
Æfingatafla knattspyrnudeild-
ar Fram innanhúss 1987/88
2. flokkur (f. 1969, 1970 og 1971): miðviku-
dagar kl. 20.30 - 22.00.
3. ílokkur (f. 1972 og 1973): laugardagar
kl. 13.00 - 14.40.
4. flokkur (f. 1974 og 1975): sunnudagur
kl. 9.40 - 11.20.
5. flokkur (f. 1976): sunnudagur kl. 17.10 -
18.50.
5. flokkur B og 6. flokkur A (f. 1977 og
1978): sunnudagur kl. 15.30 - 17.10.
6. flokkur (f. 1979 og 1980): sunnudagur
kl. 13.50 - 15.30.
Kvennaflokkur: laugardagar kl. 13.00 -
14.40 (Hlíðaskóli).
Æfmgar verða í íþróttahúsi Álftamýrar-
skóla hjá öllum flokkum nema kvenna-
flokki sem verður í fþróttahúsi Hlíðaskóla.
Athugið! Æfingar hefjast laugardaginn 26.
september.
Signý Sæmundsdóttir, Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Sungið og leikið af list
Afskaplega var notalegt að hlýða á
tónleika í Norræna húsinu í þriðju-
dagskvöldið. Þar komu fram Signý
Sæmundsdóttir sópransönkona,
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari og Sigurður Ingvi
Snorrason klarinettuleikari og fluttu
Tónlist
Leifur Þórarinsson
efiiisskrá sem var bæði vönduð og
skemmtileg.
Fyrri hlutinn var helgaöur klari-
netti og píanói, stefiiulausum til-
brigðum op 7 eftir Wemer Schulze,
sem stundum hefúr komiö hér og
látið Ijós sitt skína, og Grand duo
concertante eftir Weber.
Verk Schulze er í nokkuð hlutlaus-
um og gamaldags miðevrópustíl,
ekki stórmerkileg músík en áheyri-
leg þegar hún er jafii vel flutt og
þama gerðist Sigurður hefur mikið
vald á sínu hljóðfæri og þeim stíl sem
hann hefúr valið sér að leika, eða
drukkið í sig á námsárum sínum í
Wien. Þess vegna hljómaði duo We-
bers sérkennilega haminn í tilfinn-
ingu, með sorglegan gáska á
baksviðinu. Og Anna Guðný skilaði
píanóhlutverkinu af miklu öryggi,
en kannski ívið mekanískt fyrir
minn smekk. Svo kom söngkonan.
Hún söng eingöngu Schubert, og er
greinilega vel skóluð í þýskri lieder-
hefð. Að vísu fannst mér nokkuð
vanta spennu í frásögnina framan
af, líkt og allt færi í að vanda söng-
inn, sem er út af fyrir sig ágætt. En
svo kom þetta smám saman og í síö-
asta laginu, Der Zwerg, sem ég
minnist ekki að hafa heyrt áður,
mátti heyra fúllmótaðan og sterkan
Ijóðasöng.
Lokaverk tónleikanna var svo Der
Hirt auf dem Felsen eftir Schubert,
langt og mikið lag fyrir sópran, klari-
nett og píanó. Það var yndislega
sungið og leikið, með birtu og yl.
í gærkvöldi
Sigurður Snævarr hagfræðingur
Tal með öllu bamaefiti
Aukið framboð fjölmiðla hefur
ekki aukið fjölbreytni þeirra. Þannig
eru ftjálsu útvarpsstöðvamar
steyptar í sama mótið og hafa að
mínu mati ekki staðið sig nærri nógu
vel. Gamla Gufuradíóið er orðið ró-
andi og oft eru í því merkilegir
þættir sem verða einkennilega mikið
undir, helst að fólk heyri þá þegar
það hggur á spítala.
’ Af fréttum gærkvöldsins ber auð-
vitað hæst ráðningu Kristjáns
Jóhannssonar til Scala óperunnar.
Kristján er í raun allt of góður lista-
maður til að láta eins og Garðar
Hólm. Perla viðtalsins við Kristján
var auðvitað sú að söngurinn í Scala
myndi leiða til þess „að fleiri óperu-
hús vilja ráða mig“. Þá má geta þess
að tenórhlutverkin í Hoflendingnum
fljúgandi eru tvö og bæði mjögUtO.
Reyndar var þetta síðasti fimmtu-
dagurinn sem Ríkissjónvarpið hefúr
lokað. Mér finnst Stöð 2 hafa yfir-
höndina á sjónvarpsmarkaðnum.
Framtak þeirra í þá átt að hafa ís-
lenskt tal við teiknimyndir er lofs-
vert en tal ætti að vera við aflt
bamaefni sjónvarpsins. Fyrrverandi
menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, setti í reynd reglugerð
um íslenskt tal við íþróttaviðburði.
Mér er stórlega til efs að íslenskt
mál verði vandaðra við að Bjami
Fel. tauti inn á ensku knattspym-
una. Hins vegar er ég sannfærður
um að íslensku máli stafi hætta af
textuðu bamaefni en ólæs böm hafa
ekkert gagn af textanum og yfirleitt
gengur hann allt of hratt fyrir sig til
að stautfær böm nái atburðunum.
Hér með skora ég á menntamálaráð-
aðist við Stöð 2 enda fimmtudagur. Sigurður Snævarr allt bamaefni verði með tafl.
Kvikmyndahátíð DV
Matador
Spænsk 1985. Leikstjóri: Pedro
Almodóvar. Handrit Pedro Almodóvar
og Jesús Ferrero. Kvikmyndataka: Angel
Luis Fernández. Aðalhlutverk: Assumpta
Serna, Antonio Banderas, Nacho Mart-
inez, Eva Cobo, Julietta Serrano og
Eusebio Ponce
Spænski kvikmyndaleikstjórinn
Pedro Almodóvar er hinn mesti ær-
ingi. Þetta kemur vel fram í kvik-
myndinni Matador þar sem tekin
em fyrir spænsku táknin blóð og
ástríða, að ógleymdum sjálfum
dauðanum.
Kvikmyndin fjallar annars vegar
um fyrrverandi nautabana, Diego
Montes, sem dundar sér við að tæla
ungar stúlkur til samræðis við sig
og drepur þær svo þá leikurinn
stendur hæst. Hann hittir konu,
Maríu Cardenal lögfræðing, sem á
sér ekki ósvipuð áhugamál og fella
þau hugi saman.
Inn í þessa sögu fléttast svo strákl-
ingur, Angel að nafni, sem nemur
nautadráp hjá Diego. Hann fltur upp
til meistara síns og reynir þess vegna
að nauðga kærastu hans. Með þvi
vill hann sanna karlmennsku sína,
að hann geti rétt eins átt við konur
eins og naut, en máflð er bara að
spjótið er fulldeigt til að stinga af
nokkra gagni.
Þegar nauðgunin mistekst kærir
Angel sjálfan sig og þegar lögreglan
leggur ekki trúnað á sögu hans játar
hann á sig ýmis óupplýst morð sem
í raun vora morðin sem meistari
hans framdi. Lögregluna hafði lengi
grunað að Diego væri morðinginn
en hafði ekkert því til sönnunar,
hvorki lík né annað. Angel er látinn
benda á hvar flkin era grafin og
finnast þau í garði Diegos.
Meðan þessu fer fram takast náin
kynni með Diego og Maríu. Vitandi
að ástarsamband verði þeim báðum
að aldurtila ákveða þau að fara sam-
an í sumarbústað og pjótast þar. Þau
iðka þar hinn aldagamla leik nauta-
banans að horfast í augu við
dauðann, það era ekki vamarlausir
elskhugar í þetta skipti, þau era jafn-
okar.
Næst gerist það að Angel verður
svona líka skyggn. Hann sér hvaö
verða vill og að þau skötuhjúin era
að sigla út í opinn dauðann. Hann
eltir þau ásamt lögreglunni en of
seint, Diego og María hafa orðið
hvort öðra að bana í villtum ástar-
leik.
í sýningarskrá er sagt að orðið
Matador sé þýtt með íslenska orðinu
nautabani. Spænska orðið matador
þýðir drápari en annað starfsheiti
nautabana er torero sem þýðir naut-
ari. íslenska orðið nautabani er því
þýðing beggja spænsku orðanna sem
era steypt saman sem eitt væri. Tit-
ill myndarinnar er því Drápari, sem
er ekki endilega bundið við dráp á
nautum eins og berlega kemur fram
í myndinni enda er nautaat dýrkim
dauðans sem slíks en ekki einhver
sláturhúsaskemmtun.
Myndin er fúll af grárri glettni og
hefur alla burði til að ganga vel í
landann, en undirritaður er sann-
færður um að þessi mynd eigi fullt
erindi á almennar sýningar.
-PLP
Glysveröld sjónvarpsins
Ginger og Fred
Ítalía/Frakkland/V-Pýskaland 1985.
Lelkstjóri: Federico Fellini. Kvikmynda-
taka: Tonino Deili Colli, Ennlo Guarnieri.
Tónlist Nicola Piovani. Aöalhlutverk:
Glulletta Masina, Marcello Mastroianni
og Franco Fabrizi.
Enn býður meistari Fellini til
veislu og að þessu sinni tekur hann
heim sjónvarpsins fyrir og dregur
hann sundur og saman í háði - heim
sem aflir þekkja og þó Felflni flklega
manna best. Hann mun hafa gengið
á mála hjá sjónvarpinu um tíma og
virðist beiskur eftir þá raun - sem
betur fer þó ekki beiskari en það aö
hann getur sagt frá reynslu sinni á
hvíta tjaldinu.
Öxull myndarinnar era þau Pippo
og Amelía sem vora frægt danspar
í „gamla daga“ þegar þau komufram
sem leikaramir frægu, Ginger Ro-
gers og Fred Astaire, og fram-
kvæmdu nokkur af þeirra frægustu
danssporum. Nú hefur sjónvarps-
stöð einni dottið það snjallræði í hug
að dusta rykið af þeim og fá þau til
að koma fram í jólaskemmtiþaetti og
endurtaka leikinn.
Ef hægt er að fetta fingur út í eitt-
hvað í þessari mynd Felfinis þá er
það flklega helst saga þeirra Pippo
og Amefiu sem verður fremur lang-
dregin og ómarkviss á köflum, svo
sem þegar þau era að rifja upp gam-
alt ástarsamband sitt sem því miður
vekur aldrei forvitni. Þó er vel skilj-
anlegt af hveiju Felflni vill hafa þetta
heiðursfólk með því það auðveldar
frásögnina að láta þau leiða myndina
áfram. í gegnum þau fáum við að
sjá þá ómanneskjulegu og glys-
gjömu umgjörð sem sjónvarpið kýs
að skapa. Þá er leikur þeirra Giuli-
etta Masina og Marcello Mastro-
ianni frábær og er einkar ánægjulegt
að sjá hve vel Masina leikur en hún
gerir það fyrir persónu Ameflu sem
unnt er að gera. „Ömmuímynd"
hennar verður sannfærandi og fyrir
hennar tilstilfl sjáum við gamla konu
sem heldur vel höfði þó að hún skflji
ekki fúllkomnlega á hvaða leið heim-
urinn er - eða ætti maður frekar að
segja leiö sjónvaipsins.
Það rennur smám saman upp fyrir
þeim að þau era 1 raun aðeins ,Trík“,
viðundur sem þjóna óseðjandi ný-
ungaþörf sjónvarpsins ásamt dans-
andi dvergum, kynskiptingi,
rugluðum aðmírál og hópi annars
undirmálsfólks sem kaupir falska
sjálfsímynd með því að selja sig sjón-
varpinu. Heimur sjónvarpsins er
óseðjandi ginnungagap sem ávallt
krefst nýmetis enda þarf að fylla
dagskrána dag hvem óháö því hvort
nokkuð hefur raunverulega gerst
Öll uppsetning myndarinnar er
stórkostieg og er oft ótrúlegt ímynd-
unarafl Fellinis við að byggja upp
fallegar senur þar sem hugsað er
fyrir hveiju smáatriði myndramm-
ans. Sviðsmyndin kórónar síðan
verkið og tekst henni næstum að
gera smekklausan íburð sjónvarps-
salar fallegan. Reyndar spillti fyrir
að myndin var sýnd í C-sal og leið
hún ifrjög fyrir það en skoriö var af
umgerð hennar út af því. Þá var ein-
tak það sem boðið var upp á af
myndinni orðið ansi lúið - hefúr lík-
lega farið eins og einn hring um
hnöttinn áður en það hafiiaði hér.
Hér á landi hefúr orðið bylting í
sjónvarpsmálum á síöasta ári og þó
að við eigum vissulega (og sem betur
fer) langt í land með að nálgast ítafl
þá er okkur flklega ráölegast að
draga einhvem lærdóm af þessari
mynd Felflnis.
-SMJ