Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. Fréttir Seiðarannsóknir Hafrannsóknastofnunar: Þovskurinn töluvert fyrir neðan meðallag - og ýsuárgangurinn virðist vera mjóg lélegur Við hina árlegu könnun fiskseiða á vegum Hafrannsóknastofhunar, sem stóð yfir dagana 5. ágúst til 10. september, kom í ljós að klak þorsks og ýsu á þessu ári virðist hafa geng- ið illa. Þorskseiði fundust viða en ekki í miklu magni og miðað við reynslu síðustu ára virðist flest benda til að þorskárgangurinn 1987 verði töluvert lakari en í meðalári. Af ýsuseiðum fannst mjög lítið og bendir flest til þess að ýsuárgangur- inn verði mjög lélegur. Einnig fannst fremur lítið af loðnu- seiðum en að sögn Hjálmars Vil- hjálmssonar flskifræðings segir það ekki alla söguna miðað við reynslu síðustu ára. Það sem frekar ræður úrslitum er hvemig seiðunum reiðir af næsta vetur. Dæmi eru þess að mikið hafi fundist af seiðum að hausti en árgangurinn hafi síðan ekki orðið jafnstór og búist hafði verið við. Loðnuseiði eru mjög veik- buröa á fyrsta ári og því ráða aðstæður í hafinu afar miklu um framhaldið, meiru en hjá seiðum ýmissa annarra fiska. Loks kom í ljós að ástandið virðist gott í karfanum, eitt besta ár sem lengi hefur komið, miðað við seiða- rannsóknir. Þess ber þó að geta að þar vantar meiri samanburð miðað við aðrar fisktegundir vegna þess hve takmarkaðar karfarannsóknir okkar hafa verið á liðnum árum. Hjálmar sagði að í bígerð væru breytingar á vinnubrögðum hjá Haf- rannsóknastofnuninni í þá átt að byggja meira en gert hefur verið til þessa á samanburði milli ára. -S.dór Fiskverö á Austfjörðum: Deilan að breiðast út Svo virðist sem deila togarasjó- manna og útgerðar, sem hófst á Eskifirði, sé að breiðast út til fleiri staða á Austfjörðum. Að sögn þeirra Aðalsteins Jónssonar útgerðarmanns og Hrafnkels A. Jónssonar, formaims Verkalýðs- og sjómannafélagsins Ár- vakurs á Eskifirði, situr allt fast í deilunni þar, togaramir bundnir og ekkert ræðst við. Á Fáskrúðsfirði hefur verið greitt meðalverð Fiskmarkaðarins í Hafnar- firði í sumar en 18. september síðast- liðinn sagði frystihúsið verðinu upp. Að sögn Eiríks Stefánssonar, form- anns Verkalýðsfélags Fáskrúösfjarð- ar, telur félagið uppsögnina ólöglega og hefur skrifað frystihússtjóminni bréf þar sem segir að sjómenn liti svo á að fiskverðið frá í sumar sé enn í gildi. Ekkert hefur verið ræðst við um málið á Fáskrúðsfirði. Báðir togaram- ir, Ljósafell og Ásfell, koma inn á mánudaginn. Þá verður haldinn fund- ur hjá sjómönnum um hvert fram- haldið verður. Þegar Álftafellið kom inn til Stöðvar- fjarðar í gær úr fyrsta veiðitúr að loknu rækjuúthaldi sumarsins var ekkert fiskverð til á Stöðvarfirði. Sjó- menn höfðu í gær ekkert fengið að vita hvaða verð þeir fengju fyrir fisk- inn og ekkert hefur veriö rætt um málið milli útgerðar og sjómanna. Álftafellið á aö fara aftur út í dag en sjómenn segjast ekki fara út fyrr en samið hefur verið um fiskverð. -S.dór Viðskiptaráðherra: Skellti þaki á kaupleiguna Ný reglugerð viðskiptaráðherra um erlendar lántökur tekur gildi á mánu- daginn. „Yfirleitt verður ekki heimilað hærra lánshlutfall en 70% af innlendu vprði við kaup á fjármunum eða við framkvæmdir en 60% fylgi láni ábyrgð innlends banka, tryggingarfélags eða opinbers fj árfes tingarlánasj óðs, “ segir þar. Sams konar ákvæði er sett um kaupleigulán. Undanfarið hefur mátt taka 100% lán erlendis þegar ekki hefur fylgt sér- stök ábyrgð en 67% með ábyrgð. Ábyrgðarlánin skerðast því litið en almennu lánin um 30%. Um leið verða lánasamningar flóknari og ljóst þykir að innlendi hluti fiármögnunarinnar hækkar kostnaðinn talsvert vegna óhagstæðari kjara hér. Þá hefur viðskiptaráðherra tilkynnt að eftirlit með starfsemi kaupleigufyr- irtækja verði „bætt og samræmt" þannig að sömu reglur gildi um öll form fiármögnunar. Fjármálaráð- herra segir fyrstu hugmyndir um að sefja undir hugsanlegt skattalegt hag- ræði af kaupleigu séu að leigumunir skuli eignfærðir í reikningum leigu- taka og taldir þannig fram til skatts. -HERB Útflutningur á kartöflum: Flutningskostnaðurinn helmingurinn af verðinu „Við höfum verið að kanna mögu- leikana á útflutningi á kartöflum. Markaðurinn er fyrir hendi en hann krefst þess að samið sé strax. Verðið sem er í boði er hins vegar það lágt að ef ekki fást útflutningsbætur fyrir kartöflumar þá borgar það sig frekar fyrir bænduma að henda þeim en flyfia út,“ sagði Gestur Einarsson, ficimkvæmdasfióri Ágætis. Gestur sagði að markaðurinn væri aðallega í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi. Hæsta verð sem boðið hefði verið næmi 1,50 til 2 krónum sænskum en það samsvarar 9-12 íslenskum krónum. Verði kartöflumar fluttar sjóleiðina mun flutningskostnaður ekki verða lægri en helmingur verðsins sem fæst fyrir kartöflumar eða um fimm krón- ur á kílóið. -ATA Verksmiðjuhús Enteks. Húsið er of Iftið þar sem verksmiðjan verður að eiga stóran lager. Nú er svo komið að húsið er að „springa" vegna lagersins. DV-mynd Oskar Örn Getum framleitt 2-3 kílómetra á klukkustund - segir stjómarformaður Entek h/f í Hveragerði „Það var mikil ásókn blaðamanna þegar verksmiðjan tók til starfa. Við höfðum hvorki tíma né áhuga á að vera með starfsemina í blöðunum. Það var vegna þess að mestur hluti framleiðslunnar fer á erlendan fnarkað. Það hefur því ekki þjónað hagsmunum okkar að auglýsa fyrir- tækiö - ef það hefði haft í fór með sér ókeypis auglýsingar eða umfiöll- un upp á sölu hér innanlands þá hefði það verið stórkostlegt," sagöi Ingvar Karlsson, sfiómarformaður Enteks h/f í Hverageröi. Entek hefur nú starfað á þriðja ár og allt frá því verksmiðjan tók til starfa hefur hvílt mikil leynd yfir framleiðslu hennar og rekstri. Entek ffamleiðir áveiturör úr gúmmíi og plasti. Áveiturörin eru sérstök fyrir það að þau eru eins og net og við smáþrýsting opnast þau og hleypa úr sér vatni. Rörin geta allt að því andað með jarðveginum, þ.e. hleypt meira vatni frá sér efjarð- vegurinn er þurr og lokast ef hann er blautur. Hráefiiið er fengið úr gömlum hjólbörðum og öðrum úr- gangi. Því er um endurvinnslu að ræða. Hráefiúð er ekki unnið hér heima heldur flutt inn erlendis frá. Selja 98% erlendis „Eg held að saga þessa fyrirtækis sé lítið öðruvísi en annarra fyrir- tækja, þetta er sama basliö og bamingurinn, nema að því leyti að um 98% af okkar framleiðslu fara til útlanda. Annað sem er öðmvísi er að varan fer að miklu leyti á markaði sem ekki em hefðbundnir markaðir íslands, ef svo má að oröi komast, svo sem í Saudi-Arabíu, Oman, Kuwait, Ástralíu, Japan og Malasíu. Þetta em önnur lönd en við eigum að venjast. Við getum framleitt tvo til þijá kílómetra á klukkustund. Viö keyr- um ekki alltaf á fullum afköstum, það er nfiög misjafiit. Vandamálið við þennan rekstur er það að við verðum aö hafa stóran lager. Ef okk- ur berst til dæmis göntun á 10 hektara lands, sem er ekki stórt, þá em þaö hundrað þúsund metrar. Vandamálið fyrir okkur er að þetta era stór verkefhi og taka langan tfina, þess vegna gengur þetta nokk- uð í bylgjum. Þegar koma toppar þá koma peningamir inn, svo kemur langt, dautt tfinabil sem við notum til að vinna að sölunni og gera tilboð. Við erum með stórt verkefni í Ala- in í Sameinuðu furstadæmunum, það er um 300 hektarar. Það er vegna skógræktar sem verið er aö fara út í þar. Vegna ófriðar í sumum þeirra landa, sem við seljum til, þurfiun við að seinka verkefiium á köflum." Eiga 12 milljónir útistandandi „Fyrirtækið stendur ekki illa en annað slagið höfum verið að lenda með reikninga í vanskilum. Það sem hefur valdið okkur vandræðum er að við eigum útistandandi um 12 milljónir króna. Þetta er hálfgerð „skreiðarsaga“ og það hefur orsakað viss greiðsluvandamál á vissum tím- um hjá okkur. Þetta skapast af því að það er ekki stöðugt fiárstreymi í þessu fyrirtæki. Það er basl að koma af stað nýju fyrirtæki, sérstaklega þegar bara er um útflutning að ræða. Það kostar okkur um hálfa milljón aö senda mann til Saudi-Arabíu og vera þar í viku til tíu daga. Kostnað- urinn er fljótur að koma.“ Verða aö eiga mikinn lager „Við eigum núna töluverðan lager af pípum fyrir Saudi-Arabíu. Við verðum að eiga þetta vegna þess að það er töluvert af málum á leiðinni. Þegar þeir verða búnir að negla allt niður þá vantar þá pípuna í gær. Við erum ömggir um að sefia þetta allt, við höfum þegar selt til Saudi- Arabíu fyrir um milfión dollara frá því að við byijuðum," sagði Ingvar Karlsson, sfiómarformaður Enteks h/f. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.