Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. Utlönd Rust sækir um náðun Mathias Rust, flugmaöurinn ungi sem dæmdur hefur verið til vistar í þrælkunarbúöum eftir lendinguna nálægt Rauöa torginu í Moskvu, virð- ist treysta á nýtt andrúmsloft í Sovét- t ríkjunum undir forystu Gorgatsjovs og hefur Rust farið fram á náðun. Skiptar skoðanir eru um það í Moskvu hvort Rust verði látinn laus fyrir tímann en hann fékk flögurra ára dóm. Mörg dagblöð, þar á meðal Prav- da, málgagn kommúnistaflokksins, hafa verið samþykk ákæruatriðunum. Margir eldri sovéskir borgarar virðast einnig hafa verið sömu skoðimar. Aftur á móti hefur hið áhrifamikla vikurit Mosvkufréttir speglað viðhorf yngra fólks sem álítur að Rust hafi ekki haft neitt illt í huga með flugi sínu sem hann kallaði friðarför. Mathias Rust treystir nú á velviid Gorbatsjovs. Símamynd Reuter EyerW«-Ch*mpa9«»k 8kemmtir8..9.og10.okt. HLJÓMSVEITN SAGA CLASS sýndi og sannaði í gærkvöldi að hér er engin venjuleg hljómsveit á ferð. Nýja húshljómsveitin í Evrópu er meiri háttar. DAMON MENDAY frá Mallorca er með bestu tónlist sem heyrst hefur á Islandi í langan tíma. 20 ára aldurstakmark Aðgöngumiðaverð kr. 500,- FRUMSÝNINGARPARTI Háskólabíó frumsýnir í dag lögg- una í Beverly Hills II og að sjálf- sögðu verður frumsýningarpartí í Evrópu í kvöld. Segir bandarísku skýrsluna galdrakukl Gísli Guátmmdsscn, DV, Kanada; Umhverfismáiaráðherra Kanada er yfir sig hneykslaður á niðurstöð- um fimm ára rannsóknar banda- rískrar nefndar um áhrif mengunar frá Bandaríkjunum sem veldur súru regni í Kanada. Kailar hann skýrsl- una galdrakukl og segir hana langt frá því að vera sanna. Fylgi hún á engan hátt vísindaiegu hlutleysi. Vísindamenn Kanada segja meng- un frá Bandaríkjunum eiga fimmtíu prósent sök á eyðileggingu vatna þeirra og skóglendis. Síðastliðin sex ár hafa þeir reynt að fá Bandaríkja- menn tÚ að setja lög er skyldi öll helstu mengunarvaldandi iðnfyrir- tæki þeirra fil að hreinsa úrgangs- efni sín áður en þeim er fleygt út í andrúmsloftið. Hreinsitæki eru dýr og þykir Kanadamönnum sem Bandaríkin séu að firra sig ábyrgð með skýrslu þessari er kostaði þá þtjú hundruð miiljónir Bandaríkja- dollara. Bandaríska skýrslan segir meðal annars að orsök eyðileggingar vegna súra regnsins sé enn óviss og ólík- legt sé að það hafi áhrif á kanadískt umhverfi. En kanadískar skýrslur um sama efhi hafa sýnt fram á að mengun sem berst frá Bandaríkjunum eigi aö stórum hluta sök á eyðileggingu alls lifs í fjórtán þúsund kanadískum vötnum og séu önnur þijú hundruð þúsund í hættu ef ekkert verði að gert. HAUSTSALA A BILUM TIL SÖLU EFTIRTALDIR BÍLAR: Volkswagen Golf árg. ’81, ’82, ’85 Volkswagen Jetta árg. ’85 Opel Kadett 1,3 árg. ’85 Ford Escort 1,1 árg. ’86 Fiat Uno 60s árg. ’86 Suzuki Fox (yfirbyggður), árg.’85 Lada Sport árg. ’87. Einnig nokkrir bílar skemmdir eftir árekstur og veltu. Bílarnir eru til sýnis á bílaleigu Flugleiða við Flugvall- arveg. Bílaleiga Flugleiða sími 690200. BÍLALEIGA FLUGLEIDA BYRJENDANÁMSKEIÐ fyrir karla og konur sem áhuga hafa á að læra að kasta spjóti, kúlu, kringlu eða sleggju. Kennari hinn landsfrægi kastari Erlendur Valdimarsson. Námskeiðið hefst 26. sept. kl. 15.00 á kastvellinum í Laugardal. Frjálsíþróttadeild ÍR Shultz hitti Sévardnaze, starfsbróður sinn frá Sovétríkjunum, í gær Símamynd Reuter Aukinn þiýst ingur á íran I kjölfar 90 mínútna langs fundar Sévardnaze, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, og Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ákváð Bandaríkja- stjóm að fresta kröfu um tafarlaust vopnasölubann á írani með það fyrir augum að örva írani til að fallast á vopnahlé sem yrði þá á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Áður ætluðu Bandaríkin að kalla saman fund í Öryggisráðinu ásamt Bretum og var ætlunin að krefjast tafarlauss vopna- sölubann. Óvíst er þá hvort slík tiilaga hefði fengist samþykkt þar sem vitað er að Kínverjar munu hafiia slíkri til- lögu og aðrir meðlimir Öryggisráðsins ekki mjög ánægðir. Sovétmenn hafa hins vegar viljað taka upp frekari viðræður við írana tíi að reyna að fá þá tíl að samþykkja vopnahié, en bæði þeir og aðrir með- limir Öryggisráðsins hafa lagt ríka áherslu á vopnahlé. Bandaríkjastjóm hefur undirstrikað það að hún skirrist ekki við að grípa tíl harkalegra refsiaðgerða gegn Irön- um sjái þeir ekki að sér og mundi þá vopnasölubann verða þar efst á blaði. I ræðu sem Reagan hélt í gær kom einnig fram aö Bandaríkjamenn myndu halda skipaleiðum í flóanum opnum héðan í frá og ekki yrði hikað við að beita vopnavaldi gegn hveijum þeim aðila sem reyndi að hindra sigl- ingar um flóann. Caspar Weinberger er væntanlegur til Persaflóa í dag. Sagt er að hann muni fá hlýjar móttökur í arabaríkj- um umhverfis flóann vegna þyrluár- ásarinnar á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.