Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. 10 ' Útlönd dv Póstverslun með ungar eiginkonur að austan Þúsundir karlmanna í mörgum löndum eignast eiginkonur sem þeir hafa keypt gegnum póstverslanir. Geta fyrirtækin séð hvaða karlmanni sem er fyrir ungri og fallegri eiginkonu frá Austurlöndum fjær. Simamynd Reuter Ján Onruir HaDdórasan, DV, Landan; Fyrir eitthvað rúmlega tvö hundr- uð þúsund krónur er unnt að kaupa eiginkonur austan úr heimi í gegn- um póstverslanir í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og fleiri lönd- um. í Bretlandi einu munu nú um tutt- ugu fyrirtæki vera starfandi í þessari vaxandi viðskiptagrein sem sér þús- undum evrópskra karlmanna íyrir eiginkonum á þessu ári. I greinum, sem hafa birst að und- anfomu í breskum, hollenskum og þýskum blöðum, kemur fram að flest þessara fyrirtækja geta tryggt hvaða karlmanni sem vera skal unga og fallega eiginkonu frá Thai- landi, Fihppseyjum, Sri Lanka eða Indónesíu og skiptir aldur, útlit eða geðsmunir karlmannsins engu í því sambandi. Einn ánægður viðskiptavinur sagði nýlega frá því í bresku blaði að hann hefði fengið að velja á milli sjötíu og fimm kvenna í Thailandi sem honum vora sýndar á nokkrum dögum. Sjálfur lýsti hann sér sem gömlum og feitum manni sem engin ung kona í Evrópu myndi líta við. Annar benti á, þessari starfsemi til vamar, aö ekki einungis konum- ar heldur líka fiölskyldur þeirra gengju til þessara viösldpta með fus- um og ftjálsum vilja og að yfirleitt entust hjónaböndin vel. Þrælasala Það era hins vegar margar undan- tekningar frá þeirri staðhæfingu. í Þýskalandi hefur sérstaklega borið á því að konur, sem komið hafa til landsins með þessum hætti, hafi endað sem vændiskonur eða hálf- gildings þrælar á snærum eigin- manna sinna. í mörgum tilvikum hefur það einn- ig borið viö að menn hafi skihð við þessar konur eftir stutta skemmtun og skihð þær eftir eignalausar, rétt- indalausar og oft máhausar í við- komandi löndum. Á þessu hefur sérstaklega borið í Þýskalandi þar sem alvarlegustu eða flestu dæmin um grimmilega misnotkun á þessu fátæka kvenfólki hafa komið upp á yfirborðiö. Varpað á dyr í mörgum tflvikum hafa viðskipta- vinir þessara innflutningsfyrirtækja einfaldlega verið að leita sér að prív- atvændiskonu og þjóni og þegar konumar hafa leitað eftir annarri stöðu á heimiiinu hefur þeim stund- um verið varpað á dyr eða þær gerðar út sem vinnuafl. Sögur hafa einnig heyrst um kon- ur sem hafa verið látnar ganga á milli í vinahópum um hrið og síðan seldar í vændi eða vinnu á börum stórborga Evrópu. Sögur af þessu tagi hafa gengið í flestum löndum Evrópu og Ameríku síðustu misserin en fátt hefur verið gert af opinberri hálfu til þess aö rannsaka þessa verslunarstarfsemi eða örlög þeirra kvenna sem með þessum hætti era seldar vestrænum karlmönnum. Karlrembumarkaður Eigendur þessara póstverslana með kvenfólk hafa ekki einungis reynt að höfða til þeirra karlmanna sem vegna úthts, aldurs eða annars hafa skerta möguleika á hjóna- bandsmörkuðum heima fyrir heldur hafa þeir einnig reynt að höfða til manna sem era htið sáttir við skán- andi stöðu kvenna á Vesturlöndum. Þannig hafa fyrirtæki í Bandaríkj- unum og víðar auglýst konur „sem hefur verið kennt aö hlýöa karl- mönnum". Önnur fyrirtæki hafa í auglýsingum sínum notað orðalag eins og „hefðbundnar" konur eða talað um konur með „austræn" ein- kenni og vilja með því nota þær hugmyndir sem vestrænir karl- menn gera sér um austrænar konur sem litlar, undirgefnar og fahegar dúkkur með sérstaka hæfileika og kuxmáttu í eldhúsi og svefnherbergi. Nægilegt framboð í mörgum löndum Asíu er nægi- legt framboð af konum í þessi viðskipti, ekki síst í Thailandi og á Fihppseyjum sem þykja þar að auki framleiða hvað fahegustu konumar. Þjóðartekjur í þessum löndum era um sjö hundrað dollarar á ári á hverja manneskju í Thailandi og rúmlega fimm hundrað doharar á ári á Fihppseyjum eða innan við tuttugasti hluti þess sem gerist í Norðui-Evrópu. Þessar tölur segja ekki heldur aUa söguna því stærsti hluti auðsins lendir í höndum millistéttar sem inniheldur minna en tíunda hluta íbúanna. Á FUippseyjum era th að mynda meira en tveir þriðju þjóðar- innar fyrir neðan þau tekjumörk sem stjómvöld hafa kallað hungur- mörk. „Einstakt happ“ Þessum þjóðum fjölgar líka með slíkum hraða aö mhljónir ungs fólks bætast í sífeUu við aUtof lítinn at- vinnumarkað og í yfirfullar borgir þessara landa. Flest fólk hefur eign- ast frá fimm upp í tíu böm og þessi böm verða síðan strax á unga aldri að reyna að finna aðferð th þess að draga eitthvað í búið. Það er því hjá miklum fjölda fólks í þessum löndum séð sem einstakt happ ef ein dóttirin krækir sér í rík- an mann sem getur vikið einhveiju htilræði að hinum. Fyrirtækjum í þessum greinum hefur þvi gengið vel að útvega konur og raunar svo mjög að þau kvarta undan ásókn. Árangurslaus mótmæli í Austur-Asíu hafa nokkrir hópar, og þá sérstaklega hreyfingar kvenna, orðið th þess að mótmæla þessari starfsemi en það án þess að viðkomandi stjómvöld hafi séð ástæðu th þess að gera mikið í þessu. Fréttaritari DV varð raunar vitni að mótmælastöðu nokkurra fhipp- eyskra kvenna fyrir framan hótel í Manila á Fihppseyjum. Konumar sögðu að á hótehnu væri hehl hópur manna frá Skandinavíu kominn th þess að ná í konur sem þeir hefðu keypt sér í gegnum póstverslun. Inni fyrir vora norskir karlmenn í heldur þvinguðum samræðum við nýjar eiginkonur sem þeir höfðu hitt í fyrsta sinn þá um daginn eða daginn áður. Konumar, sem allar vora rétt af bamsaidri, vora hlaðnar inn- kaupapokum og virtust ekki síður ánægðar með nýja dótið sitt en Nors- aramir með sín leikföng. Alvöruhjónabönd Þó að æði margt sé fordæmanlegt í þessari verslun með eiginkonur er heldur ekki rétt að hta fram hjá því að í mörgum thvikum hefur þetta leitt th alvöruhjónabanda þar sem konumar hafa fengiö stöðu th jafiis við menn sína. Oft virðist eðh þess- ara viðskipta vera í raun það að í skiptum fyrir að veita meira efna- hagslegt öryggi en th er fyrir flesta í Austur-Ásíu fái karlmennimir yngri og fahegri konur en þeir myndu fá í Evrópu út á sitt útht, aldur, ríkidæmi, gáfnafar eða hvað- eina annað sem reynist gjaldmiðhl á þessum markaði. Grimmheg og útbreidd misnotkun á trausti þessara ungu kvenna er hins vegar slík að þörf virðist á inn- gripi opinberra aðha í þessa starf- semi hins ftjálsa markaðar. Gífurleg fátækt er á Filippseyjum og i Thailandi. Barnmargar fjölskyldur líta þvi á það sem einstakt happ ef ein dóttirin getur krækt sér í rikan mann sem getur vikiö einhverju lítilræði að hinum fjölskyldumeðlimun- um. Sfundvísi er dyggð Á háannatíimanum, maí-ágúst, voru 94% lendinga ÍAmsterdam á réttum tíma. ■ Við œtlum að gera enn betur í vetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.