Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Fólk reiddist Almenningur á íslandi reiddist Bandaríkjamönnum fyrir afskipti þeirra af hvalveiöideilunni. íslendingum sýnist sitt hverjum um svokallaðar vísindalegar hval- veiðar. En við erum stolt þjóð. Landsmenn hafa ekki sætt sig við, að Bandaríkjamenn hafa tekið okkur á kné sér og sagt okkur, hvað við eigum að gera. Vafalaust gætu flestir farið að ráðum alþjóðlegra stofnana, ef talið væri, að þær væru réttilega skipaðar og dómbærar um máhn. Þó viljum við standa á rétti okkar. Við viður- kenndum ekki afskipti alþjóðadómstólsins í Haag af landhelgismálum okkar. En sízt viljum við una því, að risaveldið Bandaríkin ráðskist með okkar mál. Þessi afstaða kemur glöggt í ljós í síðustu skoðana- könnun DV um varnarliðið. Eru menn fylgjandi eða andvígir dvöl varnarliðsins hér á landi? Útkoman varð, sem kunnugt er, sú, að svo htlu munaði nú á fylgismönn- um og andstæðingum varnarliðsins, að munurinn á fylgi er ekki marktækur. Sem sagt jafntefli. Mönnum bland- ast ekki hugur um, að hvalveiðimálið ræður þarna úrslitum. Þess vegna hefur þeim fækkað svo mjög, sem vilja hafa þetta varnarlið. Þetta er ef til vill illt, en ekki fráleit afstaða. Munurinn á niðurstöðum nú og þeim, sem komu út fyrir fjórum árum, er mikill. Nú eru aðeins 50,5 prósent þeirra, sem taka afstöðu, fylgjandi varnarliðinu. Árið 1983 voru þeir um 64 prósent eða nærri tveir þriðju. Sama útkoma og þá varð 1980. En fylgismenn varnarhðs- ins komust niður undir fimmtíu prósent þeirra, sem afstöðu tóku, árið 1976. Þá höfðu þorskastríð við Breta staðið og voru landsmönnum að sjálfsögðu efst í sinni. Brezkar freigátur ógnuðu lífi og limum íslenzkra sjó- manna. Sá hildarleikur stóð lengi. Fjölmargir íslending- ar, sem áður höfðu verið fylgjandi varnarliðinu, sneru við blaðinu. Þeir sögðu sem svo, að okkur væri lítil stoð í hinu bandaríska varnarhði, þegar stórþjóðin Bretar kæmist upp með að beita okkur yfirgangi innan land- helgi og uppi við landsteina. Til hvers var þá varnarlið- ið? spurðu menn. Þarna varð mjög mikil breyting á afstöðu fólks. Niðurstöður skoðanakannana DV og fyrirrennara þess endurspegla alla þessa afstöðu. Augljóst er, hvern- ig fylgi varnarhðsins hefur dvínað og farið niður undir fimmtíu prósent bæði eftir þorskastríð og nú vegna hvalveiðideilunnar. Eftir 1976, þegar fylgið við herinn var í lágmarki, óx það að nýju hin næstu ár. Kannski gerist það enn. Þessar niðurstöður DV-kannana eru mjög merkilegar og veganesti fyrir utanríkisráðherra, þegar hann ræðir við Bandaríkjamenn. Raunar hafa valdhafar í Washington aldrei skUið, að íslendingar eru of stolt þjóð til að þola svipaða meðferð og sum önnur ríki sætta sig við af hendi Bandaríkjamanna. Nú fara viðræður í hönd um samskipti ríkjanna. Kannski takast sættir í hvalveiðideilunni, en það er ekki nóg. Banda- ríkjamenn verða að breyta grundvallarafstöðu í okkar garð. Vissulega er þörf á vörnum landsins. EUa væri ísland opið og óvarið, ekki aðeins fyrir árásum ríkja, heldur og hvers kyns hryðjuverkamanna, sem hér vúdu fá fót- festu. Ógrynni er af félögum hermdarverkamanna víða um heim og ísland auðvelt aðgangs. Því eiga menn ekki að rugla saman þörf á vömum landsins og öðmm efn- um. En Bandaríkjamenn hafa gott af þeirri lexíu, sem þeir fá nú í skoðanakönnun DV. Haukur Helgason „Það er kominn tími til þess að foreldrar hafi val um það, hvort þeir vilja vera heima hjá börnum sínum fyrstu æviárin eða borga öðrum fyrir þá ábyrgð að ala þau upp.“ Jafnrétti Nýlega var haldið fjölmennt lands- þing Landssambands framsóknar- kvenna að Varmahlíð í Skagafirði. Þingið einkenndist af málefnalegri umrceðu og baráttuhug framsóknar- kvenna af öllu landinu. Yfirskrift þingsins var „Jafnrétti í framsókn" og er ekki óeðlilegt að konur í Framsóknarflokknum hvetji til þess. Sjómmálaflokkur, sem ætlar að fylgja kröfum tímans, verður að sýna jafnrétti í verki innan flokks- ins. Stjómmálaflokkur, sem treystir konum jafnt sem körlum til ábyrgð- arstarfa innan flokksins, mun stækka og eflast. Framsóknarkonur era tilbúnar að leggja á sig mikla vinnu fyrir flokk- inn. Þennan stafsvilja þarf að virkja. Takist það verður þess ekki langt að bíða að jafnrétti verði í Framsókn og Framsóknarflokkurinn stærsti stjómmálaflokkur á íslandi. Fjölbreyttari atvinnu á landsbyggðina í ályktunum þings LFK var m.a. fjallað um búháttabreytingar í sveit- um og mikilvægi uppbyggingar nýbúgreina. Brýnt er að auka á fjöl- breytni atvinnu í dreifbýli og með bættum samgöngum ætti að vera auðvelt að flytja vinnu frá höfuð- borgarsvæðinu út í dreifbýliö án mikils tilkostnaðar. Vegna mikillar þenslu á vinnu- markaðnum á höfðuborgarsvæðinu hafa nokkur fyrirtæki flutt inn er- lent vinnuafl. í sjálfu sér er ekki ástæða til að amast við erlendu vinnuafli, en er það skynsamleg byggðastefna að flytja inn vinnuafl þegar atvinnu vantar í dreifbýlinu? Lögð var áhersla á það áð auka úrvinnslu landbúnaðarvara heima í héraði og í sjávarútvegi þarf átak í markaðsmálum og nýtingu fleiri fiskstofna sem era vannýttir um- hverfis landið. Ferðamálastefna Á landsþingi LFK var lögð áhersla á að mörkuð yrði opinber ferðamála- stefna þar sem ríkið legði fram heildarramma en hvert byggðarlag sæi um skipulag og framkvæmd. Brýnt er að auglýsa og kynna landið og þá möguleika sem hér era í boði og að reglur um umgengni um KjaUarinn Unnur Stefánsdóttir fóstra, dagvistarfulltrúi ríkisspítala ar horft er til lengri tíma er vísinda- leg þekking á lífríki forsenda ákvarðana um vemdun og hófsam- lega nýtingu náttúra og auðlinda. Áhersla var lögð á að bannaður yrði innflutningur og notkun þeirra efna, sem vísindamenn telja að valdi eyðingu ósonlagsins sem hjúpar jörðina. Auka þarf áróður fyrir því að fólk noti ekki umhverfi sitt sem rusla- haug. Miða ber að því að komandi kynslóðir erfi landið í betra ástandi en nú er. Stighækkandi fjölskyldulaun Það kom fram á þingi LFK í Varmahlíð að enn er langt í land að allir foreldrar hafi öraggan sama- stað fyrir böm sín á vinnutíma. Við framsóknarkonur viljum koma á stighækkandi fjölskyldu- „Framsóknarkonur eru tilbúnar að leggja á sig mikla vinnu fyrir flokkinn. Þennan starfsvilja þarf að virkja. Takist það verður þess ekld langt að bíða að jafnrétti verði 1 Framsókn og Framsókn- arflokkurinn stærsti stj ómmáiaflokkur- inn á íslandi.“ landið séu öllum ljósar. Lögð var áhersla á að settar yrðu reglur um það hvað ferðamenn mættu taka með sér til og frá landinu og efHrlit haft með því. Ferðamannaþjónustan er fjöl- breytt atvinnugreixí. Þeir sem í ferðaþjónustu vinna þurfa að eiga kost á menntun á því sviði. Æskilegt er að háskóli í ferðaþjónustugrein- um starfi hér á landi og ætti hann að vera staðsettur utan Reykjavikur. Stofnað verði umhverfis- málaráðuneyti Framsóknarkonur vora einhuga um að mörkuð yrði heildarstefna í umhverfis- og náttúruvemdarmál- um og sérstakt umhverfismálaráðu- neyti færi með heildarstjóm þeirra mála. Talið er nauösynlegt að auka rannsóknir á náttúra landsins. Þeg- launum til handa foreldrum. Launin fari hækkandi eftir fjölda bama og greiðslan verði hærri fyrstu æviár bams. Það er kominn tími til þess aö foreldrar hafi val um það hvort þeir vilja vera heima hjá bömum sínum fyrstu æviárin eða borga öðr- um fyrir þá ábyrgð að ala þau upp. í dag hafa foreldrar ekkert val, móðir og faðir era annaðhvort í skóla eða vinna utan heimilis og dagvistarheimili nægja aðeins fyrir hluta þeirra bama sem dagvistun þurfa. „Stuðlum að jafnrétti“ í upp- eldi bama okkur. Gefum foreldrum val um það hvort þeir annast böm sín sjálfir fyrstu árin eða setja þau á dagvistarheimili. Þessu munum við framsóknar- konur m.a. berjast fyrir á næstu mánuðum. Unnur Stefánsdóttir í framsókn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.