Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1987, Page 7
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1987. 7 Viðskipti Ráðstefna íslensk-ameríska verslunanáðsins í Bandaríkjunum: Að auka viðskiptin milli íslands og Bandaríkjanna Ólaíur Amaascn, DV, Bandaríkjunum: Ísjensk-araeríska verslunarráðið stóð fyrir ráðsteftiu um viðskipta- möguleika milli íslands og Banda- endur. JónSigurössonviðskiptaráö- Vilftjálmur Egilsson hagfr., Davið maður, Siguröur Helgason, ríkjanna í Washington á föstudag í herra flutti erindi um efiiahagsraái Scheving Thorsteinsson frkvsft., stjórnarform. Flugleiöa, og Magnús síðustu viku. Ráöstefiian var geysi- ísiendinga. Fleiri íslendingar tóku Ingimimdur Sigfussonforstj., Sigur- Gústafsson, forstj. Coldwater, svo velsóttenallsvoruyfirl30þátttak- þátt í ráðsteftiunni, menn eins og jón Sighvatsson kvikmyndageröar- nokkri séu nefhdir. -JGH Jon Sigurðsson viðskiptaráðherra: Við verðum að kæla hagkerfið í þenslunni Ólafur Amarstm, DV, Bandaríkjunuin: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fjaUaði í ávarpi sínu um tvenns konar markmið íslenskra stjómvalda - ann- ars vegar að stuöla að stöðugleika í íslensku efnahagslífi og hins vegar að auka frelsi í útflutningsmálum og gjaldeyrisviðskiptum. Sérstaklega lagði Jón áherslu á að ísland yrði opn- að frekar fyrir erlendri fiárfestingu. í samtali við DV sagði Jón að ríkis- sljómin hefði skipað nefnd til að fara yfir lög og reglur um erlenda fjárfest- ingu á Islandi. Jón sagði að þær fjölmörgu mismunandi og flóknu regl- ur væm slíkar að óaðgengilegt væri fyrir þá sem vflja stofna til samstarfs við erlenda aðfla. „Hlutverk þessarar nefndar er að einfalda þessar reglur og beinum við þessum málum til ein- hvers eins aðila í stjómkerfinu. Mér virðist eðlflegt að það sé í viðskipta- ráðuneytinu eða því ráðuneyti sem fer með gjaldeyrismál því að það em þau sem binda öfl þessi mál saman,“ sagði Jón. „Reglumar era orðnar gamlar og að mörgu leyti úreltar. Ég legg mikla áherslu á að breyta þessum málum meðal annars vegna þess að það er ekki skynsamlegt að fá ein- göngu lánsfé í útíöndum til að fjárfesta á íslandi. Ef við getum fengið erlenda aðtía til að taka þátt í áhættunni með okkur þá taka þeir einnig þátt í sveifl- unum með okkur sem ég tel tvímæla- laust heppilegt, auk þess sem fjármagninu getur fylgt og þarf að fylgja tækniþekking, aögangur að mörkuöum og stjómunarþekking og tækni sem við getum án efa lært mik- ið af,“ sagði Jón. Ríkið ekki heppilegur þátttakandi í atvinnulífinu Jón sagðist telja svona almennar breytingar vera skylduverk stjóm- valda til að hægt verði að auka fjöl- breytileika í íslensku atvinnulífi sem væri forsenda stöðugleika og batnandi lífskjara á komandi árum. Jón sagði að það þyrfti að opna landið tfl að það gæti í framtíðinni verið áfram ákjós- anlegur staður til að búa á. Á sjöunda og áttunda áratugnum hefði innflutn- ingsverslunin nánast verið gefin ftjáls og nú væri komið að fjármagnsmark- aðnum og útílutningsversluninni. Jón sagðist telja það hlutverk ríkisins að skapa ramma en ríkið ætti ekki að velja samstarfsaðfla eða atvinnugrein- ar eins og álver eða kísflmálmverk- smiðjur. „Ríkið er ekki heppilegur þátttakandi í atvinnulífi. Þaö á að skapa rammann og marka almennar leikreglur sem menn geta gengið að og treyst á. Þetta tel ég ákaflega mikil- vægt í skiptum okkar við önnur lönd á komandi árum,“ sagði Jón. Ráðherrann sagðist telja samskiptin við Evrópubandalagið mikilvæg en hann vildi einnig lita til vesturs og reyndar svo langt að við yrðum komn- ir í austrið, það er að segja í Kyrrahaf- ið, og nefndi hann meðal annars vesturströnd Bandaríkjanna og Japan og önnur Austurlönd. Þar sagðist hann telja að yrðu miklar efnahagsleg- ar framfarir á næstu árum. Jón Sigurðsson sagði það ljóst að heimurinn í dag væri mjög samtengd- ur og aö viðskiptalega séð væri veröld- in nálægt því að vera ein hefld. Sagði hann að olíukreppumar sýndu það svo að ekki yrði um villst. Einnig minntist Jón á aö olíuverðfaflið, sem vissulega hefði komið að mörgu leyti vel við íslendinga, hefði einnig komið ifla við okkur því Nígeríumenn gætu nú ekki borgað fyrir skreið frá okkur. Verðum að stíga á bremsuna Jón sagði að þrátt fyrir að við þyrft- um nú að auka sveigjanleika í við- skiptalífi okkar væm markmiðin nú tvíþætt og hvort öðm tengt. „Viö þurf- um að auka frelsi og stöðugleika og jafnvægi samsiða. Þetta verðum við að hafa í huga þegar við ráðum okkar ráðum. Núna fyrst um sinn verður jafnvægissjónarmiðið að vera ráðandi. Við verðum einfaldlega að kæla hag- kerfið sem hefur gengið í gegnum mikið þensluskeið undanfarin þrjú ár. Nú veröum við að stíga á bremsuna." -JGH Sigurjon Sighvatsson kvikmyndagerðarmaöur: Miklir möguleikar í út- flutningi sjónvarpsmynda Ólafur Amaison, DV, Bandaríkjunum: „Ég hef lengi haft áhuga á nýjungum í íslensku atvinnuflfi og útílutnings- greinum. Það sem ég hef mestan áhuga á er virkjun á íslensku hugviti. Ég hef jafnframt óbilandi trú á ís- lensku vatni til Bandaríkjanna. í mörgum svonefndum sólarríkjum Bandaríkjanna, sem hingað til hafa verið ráðandi varðandi heilsuæðið svokaflaða, er yfirvofandi vatnsskort- ur á næstu árum. Þar ætti að geta myndast nýr markaður fyrir íslenskt vatn,“ sagði Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður í Kaflfomíu, við DV á ráðstefnunni. Sigurjón rekur í félagi við annan mann fyrirtæki sem nefiiist Propag- anda og framleiðir það auglýsinga- myndir og tónflstarmyndbönd. Fyrirtækið hefur einnig framleitt leiknar myndir í fullri lengd. Sigurjón sagði að markaðssókn ís- lendinga með vatn og aðrar útflutn- ingsvörur byggöist fyrst og fremst á markvissri markaðssetningu. „Það ér eitt helsta vandamái Islendinga hve léleg og ómarkviss markaðssetning okkar er, ekki aðeins í Bandarikjunum heldur einnig á íslandi." Að dómi Sigurjóns er nauðsynlegt fyrir íslendinga að tfleinka sér í fram- tíðinni þekkingu á þeirri nýju tækni sem nú ryður sér til rúms í heiminum. Nefndi hann sem dæmi samskipta- tækni og þekkingu varðandi mynd- miðla. Siguijón telur að tfl að við getum varist erlendum áhrifum á menningu okkar í framtíðinni verðum við að tileinka okkur hina nýju tækni. Siguijón sagðist sjá möguieika í framtíðinni fyrir íslendinga að fram- leiða sjónvarpsmyndir og einnig að efna til samstarfs við erlenda aðila um kvikmyndagerð á íslandi. „Kostnaður við kvikmyndagerð á íslandi er lítill miðað við önnur lönd og landið því ákjósanlegt tfl kvikmyndagerðar. Það sem við höfum fram að færa era hugmyndir því að við eigum mikið af bókmenntaverkum, bæði nýjum og gömlum. Þama er óplægður akur. Viö þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að þetta þarf gífurlegan undirbúning. Við þurfum sjálfir að eiga frumkvæðið. íslenska sjónvarpið hefur algjörlega brugðist á þessu sviöi. , Það er of dýrt fyrir okkur að markaðs- setja kvikmyndir, til dæmis í Banda- ríkjunum. Sjónvarpsdreifing er hins vegar miklu ódýrari, þar liggja okkar möguleikar,“ sagði Siguijón. -JGH Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- gerðarmaður. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. DV-myndir Ólafur Arnarson Davíð Scheving Thorsteinsson: Bandarísk fyrirtæki ákaflega svifasein Ólafur Amaisan, DV, Bandaríkjunum; Davíð Scheving Thorsteinsson fjall- aði í ræðu sinni um samskipti sin við Bandaríkin. Hann hafði fremur ófagra sögu að segja. „Ég hef oft furðaö mig á þvi hvemig á því stendur að land með gífurlegar náttúruauðlindir eins og Bandaríkin geti verið með jafnó- hagstæðan viðskiptajöfnuð. Ég tel eina skýringuna þá að bandarísk fyrirtæki era ákaflega svifasein og klaufsk í samskiptum viö viðskiptaaðfla sina.“ Davíð tók dæmi frá eigin reynslu. Hann nefndi það að hér áður fyrr hefði fyrirtæki hans flutt inn appelsínu- þykkni frá fyrirtæki í Flórída. Eins og venja er í viöskiptum var farið fram á bankaábyrgð. Það var vandkvæðum bundið því aö íslenski bankinn hafði ekki viðskiptabanka í Flórída. Máflð þurfti því að fara í gegnum marga banka og var ekki öll sagan þar með sögð. „Fyrirtækið í Flórída krafðist þess aö bankaábyrgðin hljóðaði upp á ná- kvæma upphæð pöntunarinnar hveiju sinni. Magn viðskiptanna var um það bil ein pöntun í mánuði og aldrei var sama verð á vörunni. í hveijum mánuði þurfti því að senda nýja bankaábyrgð eftir krókaleiðum. Ég kaupi þvi mitt appelsínuþykkni núna annars staðar." Davíð sagðist telja að bandarísk fyr- irtæki þyrftu að vakna heldur betur til lífsins og bæta þjónustu sína ef Bandaríkjunum ætti að takast að vinna bug á viðskiptahaflanum. -JGH Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf.: Flutningsgetan lítil fyrir ferska fiskinn Ólafur Amaisan, DV, Bandarilgunum: Stefnir hf., dótturfyrirtæki Heklu hf„ er stærsti aðilinn sem stendur í ferskflskútflutningi til Bandaríkjanna. Ingimundm- Sigfússon, forstjóri Heklu hf„ sagði við DV á ráðstefnunni að eitt helsta vandamáflð varðandi fersk- fiskútflutning til Bandaríkjanna væri lök staða dollarans. „Þrátt fyrir miklar verðhækkanir á fiski á Bandaríkja- markaði dugir það ekki tfl. Ég sé þess vegna ekki fram á aukn- ingu fiskútflutnings til Bandaríkjanna á næstu árum. Aðalvandamáflö í ferskfiskútflutningnum er hins vegar að mínu mati flutningsgetan. Við höf- um farið út í aö leigja vél en það hefur sín vandamál. Allt þarf að vera þaul- skipulagt og svo raskast allt ef veður hamlar sjósókn," sagði Ingimundur. Ingimundur sagði það einnig vera vandamál að ef of mikið magn kæmi í einu á markaðinn þá lækkaði verðið. Ingimundur sagðist hins vegar vera ánægður þegar á heildina væri fltið. Stefnir er stærsta fyrirtækið í fersk- fiskútflutningi og veltan á því sviði umtalsverð og góð búbót fyrir inn- flutningsfyrirtæki eins og Heklu hf. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.