Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
Fréttir
Bjórinn með meirihluta
í báðum deildum Alþingis
Viö endanlega úrvinnslu á skoö-
anakönnun, sem DV birti 16. maí í
vor um afstöðu nýs Alþingis til
sterka bjórsins, kemur í ljós aö bjór
í ÁTVR hefur meirihluta í báðum
þingdeildum. Það eina sem getur
breytt þeirri niðurstöðu er að vara-
þingmenn með annars konar viðhorf
sitji í einhvetjum mæli á þingi þegar
málið hlýtur afgreiðslu.
Efri deild
í efri deild er 21 þingmaður. 13 eru
fylgjandi sterka bjórnum, einn þó
með fyrirvara um að hann hafi ekki
séð væntanlegt bjórfrumvarp. Fylg-
ismenn eru: Eyjólfur Konráð Jóns-
son, Guðmundur Ágústsson,
Guðmundur H. Garðarsson, Halldór
Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Jó-
hann Einvarösson, Júlíus Sólnes,
Karvel Pálmason, Salóme Þorkels-
dóttir, Stefán Guðmundsson, Eiður
Guönason, Valgerður Sverrisdóttir
og Danfríður Skarphéðinsdóttir sem
gerir fyrirvara.
Andvígir eru 7 þingmenn: Karl
Steinar Guðnason, Jón Helgason,
Skúli Alexandersson, Svavar Gests-
son, Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
Margrét Frímannsdóttir og Guðrún
Dalasýsla:
Aligæsir skotn-
aráfæri
Byssumenn gerðu sér lítið fyrir
og skutu á aligæsahóp viö bæinn
Hofakur í Dalasýslu í vikunni
sem leið. Ein gæsanna drapst,
þrjár særðust og tvær gæsir vant-
ar. Ástvaldur Elisson bóndi
sagöist halda að skotárásin hefði
farið fram í ijósaskiptunum ann-
aðhvort á raiðvikudagskvöld eða
flmmtudagsmorgun.
Gæsimar voru við útihús i stór-
um hópi. Ástvaldur sagði að ekki
kæmi til greina að um óviijaverk
heföi verið að ræða. Gæsirnar eru
hvítar, flekkóttar og nokkrar grá-
ar.
Hann sagði aö skotveiðimenn
væru plága á hveiju hausti. Þeir
færu um allt í leyfisleysi og skytu
á báða bóga. Hann sagði það vera
lágmark að menn kæmu heim að
bæjunum og fengju leyíi.
Ástvaldur sagöi að til væru ein-
staklingar sem væru kurteisir og
bæðu um leyfi en þeir væru færri.
Hjá sýslumannsembættinu er
unnið að rannsókn máisins. Ekk-
ert hefur komið fram sem bendir
til hver eða hveijir frömdu
verknaðinn. -sme
Athugasemd
Matthías Á. Mathiesen hefur sent
blaðinu eftirfarandi athugasemd:
„Vegna fullyrðinga í DV í gær um
að ég hafi átt þátt í því að Ikense var
gerður að ræðismanni í Nígeríu vil
ég taka fram að hvorki ég sem við-
skiptaráðherra né viðskiptaráöu-
neytið kom nærri vali Ikense sem
ræðismanns í Nígeríu."
Leiðrétting
í þættinum „í gærkvöldi" í gær
urðu þau leiðu místök að myndir
rugluðust og var birt mynd af Sturlu
Birgissyni matreiöslumanni sem átti
þama engan hlut aö máli enda um-
tjöllunin um dagskrá útvarps og
sjónvarps komin frá alnafna hans,
Sturlu Birgissyni. Eru hlutaðeigandi
aðilar beðnir velvirðingar á þessu.
- með 24 atkvæði vís í neðri deild og 13 í efri deild
Bjórinn ó visan meirihluta á Alþingi. Það styttist því væntanlega i að lands-
menn geti svalað þorsta sinum með sterkum bjór.
Agnarsdóttir sem hefur þó fyrirvara
á afstöðu sinni. Egill Jónsson vill
þjóðaratkvæðagreiðslu og segist
muni hlíta niðurstöðunni.
Samkvæmt þessu má talsvert út
af bera til þess að bjórinn falli í efri
deild.
Neðri deild
í neðri deild eru 42 þingmenn og
þar er meirihlutinn með bjómum
heldur tæpari en í efri deild. Að vísu
era 24 fylgjandi honum en þar af era
3 með fyrirvara. Á móti kemur að 9
era óákveðnir, þar af aö minnsta
kosti einn þingmaöur sem lýsti sig
frekar hlynntan bjómum. Aðeins 9
era ákveðnir á móti.
Fylgismenn bjórsins í deildinni
era: Matthías Bjamason, Geir H.
Haarde, Þorsteinn Pálsson, Friðrik
Sophusson, Eggert Haukdal, Birgir
ísleifur Gunnarsson, Pálmi Jónsson,
Ólafur G. Einarsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Jón Sæmundur Siguijónsson,
Kjartan Jóhannsson, Guðrún Helga-
dóttir, Valgerður Sverrisdóttir,
Ragnar Arnalds, Guðmundur
Ágústsson, Guðmundur Bjamason,
Steingrímur Hermannsson, Jón
Kristjánsson, Guðmundur G. Þórar-
insson og Ingi Björn Albertsson.
Kristín Einarsdóttir og Kristín
Halldórsdóttir era einnig fylgjandi
bjómum en hafa fyrirvara á um
hvemig málið kemur fyrir. Loks er
Hjörleifur Guttormsson fylgismaður
bjórsins en með fyrirvara um að
landsmenn.hafi jafnan aðgang að
honum.
Á móti bjómum era Friðjón Þórð-
arson, Sverrir Hermannsson,
Ragnhildur Helgadóttir, Árni Gunn-
arsson, Geir Gunnarsson, Ólafur Þ.
Þórðarson, Albert Guðmundsson,
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir og
Málmfríður Sigurðardóttir.
Óákveðnir era Páll Pétursson,
Alexander Stefánsson, Matthías Á.
Mathiesen, Sighvatur Björgvinsson,
Óli Þ. Guðbjartsson og Hreggviður
Jónsson. Jón Sigurðsson vill þjóðar-
atkvæði og segist myndi greiöa
atkvæði gegn bjómum þar. Stein-
grímur Sigfússon er hlynntur bjóm-
um með margvíslegum skilyrðum
sem tæplega veröa öll uppfyllt. Loks
er Þórhildur Þorleifsdóttir óákveðin
en frekar hlynnt bjómum.
-HERB
Síldarsalan til SovétríKjanna:
Erffðari en nokkru sinni
- segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra sagði í samtali viö DV
að sér sýndist að í ár myndi verða
erfiðara að fá Sovétmenn til aö kaupa
af okkur verkaða síld en nokkru
sinni fyrr og hefði það þó oft ''erið
erfitt. Hann sagði mikla erfiðleika
hafa skapast við það að Sovétmenn
frestuðu viðskiptaviðræðum þjóð-
anna um einn mánuð en þær áttu
að hefjast í þessari viku. Frestunin
eykur enn á óvissuna um síldarsöl-
una en síldveiðamar standa nú sem
hæst og mikilvægt fyrir saltendur að
vita eitthvað um málið.
í vor er leið sagðist Steingrímur
hafa rætt þessi mál við Riskov, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna, og eftir
þaö hefðu samningaviöræður farið
af stað. Samningamenn Sovétríkj-
anna halda hins vegar stíft við það
að við verðum að selja á sambærilegu
veröi og Kanadamenn og Norömenn.
Það hefur oft komið fram aö íslend-
ingar geta ekki selt á sama verði og
Kanadamenn sem ríkisstyrKja síld-
veiðar og vinnslu og bjóða í skjóli
þess mun lægra verð en nemur
kostnaði. Steingrímur sagðist hafa
minnst á þessa ríkisstyrki í viöræð-
um sem hann átti við sjávarútvegs-
ráðherra Kanada fyrir skömmu.
Hann hefði tjáö sér að með þvi að
styrkja síldveiöar og vinnslu væra
Kanadamenn í raun aö halda uppi
byggðastefnu á austurströndinni en
í skjóli þeirra bjóða þeir svo lægra
síldarverð.
Steingrímur sagðist ekki geta sagt
um það á þessari stundu hvort síldar-
salan til Sovétríkjanna kæmi inn á
sitt borð með sama hætti og gerðist
í fyrra þegar Matthías Bjarnason,
þáverandi viðskiptaráðherra, tók
málið að sér. Þá var hótað að minnka
olíukaup okkar frá Sovétríkjunum
og eftir það féllust Sovétmenn á að
kaupa af okkur síld á skikkanlegu
verði.
-S.dór
Sild söltuð á Eskifirði.
DV-mynd Emil Thorarensen
Lifeyrissjóðiniir njóta
sérkjara hjá bönkunum
- slík viðskipti voru orsök erfiðleika Alþýðubankans i fyrra og framan af þessu ári
Lífeyrissjóðir landsins njóta sér-
vaxtakjara hjá þeim bankastofnun-
um sem geyma fé þeirra. í flestum
tilfellum fá lífeyrissjóðirnir sömu
vexti og greiddir eru fyrir peninga
á sparisjóðsbók sem er bundin til
tveggja ára, en fé þeirra er samt
óbundið. Einnig eru dæmi þess að
lífeyrissjóðir láti banka sjá um líf-
eyrissjóðslán fyrir sig. Þá leggja
þeir fé inn á bankann á hæstu vöxt-
um en síðan lána bankarnir út á
5% til 7% vöxtum.
Þaö var einmitt þetta sem olli
erfiðleikum Alþýðubankans í fyrra
og framan af þessu ári og varð til
þess að Stefán Gunnarsson var lát-
inn hætta sem bankastjóri.
Halldór Björnsson, stjórnarfor-
maður lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og
Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar, sagði í samtali við DV að þegar
því var komið á að Alþýðubankinn
annaðist lánveitingar lífeyrissjóðs-
ins með þessum hætti hefði
hugmyndin verið sú að bankinn
gæti náð inn þeim mismun sem var
á innláns- og útlánsvöxtum, með
lánum til fyrirtækja eða annarra
sem tóku lán með hæstu vöxtum
til stutts tíma.
„Það kom svo í ljós að dæmið
gekk ekki upp og átti sinn þátt í
erfiðleikum bankans," sagði Halld-
ór.
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Sambands almennra lífeyris-
sjóða, sagðist ekki vita hvaða kjör
lífeyrissjóðirnir hafa hjá bönkun-
um, þar sé hver sjóður sér. Hann
sagði það mikið leyndarmál hver
kjörin væru hjá sjóðunum.
Bankamaður, sem DV ræddi við,
sagði lífeyrissjóöina hóta því að
taka fé úr bönkunum og fara með
það út á verðbréfamarkaðinn ef
þeir fengju ekki þau kjör sem þeir
vildu. Þarna væri ekki um neinar
smáupphæðir að ræða heldur tugi
milljarða, þannig að bankarnir
ættu ekki hægt um vik að neita,
gætu það hvorki né gerðu. Hann
sagði að þarna væri að hluta til
komin skýringin á hve háa vexti
sjóðirnir vilja fá á skuldabréfin
sem þeir kaupa af byggingasjóði
ríkisins.
-S.dór