Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
Útlönd
Belgar banna lest-
un erturúrgangs
Gizur Helgaaai, DV, lúbecfc
Eiturbrennsluskipin Vulcanus
n og Vesta geta nú ekki lestað
eiturúrgang 1 belgísku hafnar-
borgiiuii Antwerpen til brennslu
á haíi úti.
Miet Smet, umhverfismálaráð-
herra Belgiu, hefúr neitaö að
framiengia leyfi v-þýskra fyrir-
tækja sem heimilaði þeim að
fiyfja eiturúrgang til Antwerpen.
Vulcanus II hefur nú verið
dreginn til haínar eftir aö dönsk-
um fiskiskipum tókst aö flækja
troll i skrúfu skipsins sem þá
varð að hætta við brennslu þrjú
þúsund tonna af eiturúrgangí.
Skemmdir á skipinu hafa ekki að
fullu verið kannaðar en talið er
víst að þær nemi milljónum
króna.
Ejölmiðlar telja engan vafa
leika á því að grænfriðungar hafi
skipulagt skæruhemað dönsku
fiskibátanna og segja hreyfingu
grænfriðunga nú vera orðna að
þrælskipulögðu stórveldi sem
betra sé að hafa með sér en á
móti. Útgerð Vulcanusar II hefur
nú höfðað mál á hendur útgerð-
um dönsku fiskibátanna.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggö (%) hæst
Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 14-17 Lb.Úb
3ja mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16-20 Úb.Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir
nema Vb
Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 6-17 Ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán meo sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14-24,32 Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb
Sterlingspund 8.25-9 Ab.Úb. Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3.5 Ab.Vb
útlWéxtir Útlán óverðtryggð ?r Ib lægst
Almennirvíxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) 30,5-31 eða kge
Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir
Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb
Isl. krónur 28-29 Vb
SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
överðtr. sept. 87 29,9
Verðtr. sept. 87 8.4%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalaokt. 1797 stig
Byggingavísitala okt. 328 stig
Byggingavísitala okt. 102,4 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 5%1.okt.
VERÐBRÉFASJÖÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl.
frá Fjárfestingarfélaginu):
Avöxtunarbréf 1,2768
Einingabréf 1 2,301
Einingabréf 2 1,356
Einingabréf 3 1,422
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,367
Lífeyrisbréf 1,157
Markbréf 1,206
Sjóðsbréf 1 1,154
Sjóðsbréf 2 1,117
Tekjubréf HLUTABRÉF 1,249
Söluverð að lokinni jöfnu m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 114 kr
Eimskip 278 kr.
Flugleiöir 196 kr.
Hampiðjan- 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr.
lönaöarbankinn 143 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaöar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkað-
inn blrtast i DV á fimmtudögum.
Ekki reiðubúnir
til toppfúndar
George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, og Gorbatsjov Sovétleiðtogi ásamt samningamönnum sínum.
Simamynd Reuter
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, tilkynnti á frétta-
mannafundi í Moskvu í gær að
mistekist hefði að ákveða hvenær
halda skyldi toppfund leiðtoga stór-
veldanna tveggja.
Shultz tilkynnti einnig aö Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum hefði
ekki tekist að ganga frá samningi um
útrýmingu meðaldrægra kjarna-
flauga. Framfór hefði þó orðið viö
lausn erfiðustu samningsatriðanna
og ekki bæri nú mikið á milli.
Shultz átti í gær viðræður við Sé-
vardnadze, utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, og Gorbatsjov Sovétleið-
toga. Viðræðurnar við Gorbatsjov
urðu lengri en áætlað hafði verið og
bjuggust menn því við meiri árangri.
Shultz sagði að öll svið vopnaeftir-
lits hefðu verið rædd og bornar hefðu
verið fram nýjar tillögur varðandi
langdræg kjarnavopn. Ágreiningur
ríkti þó enn milli stórveldanna um
geimvopn og gagnflaugakerfi. Tillög-
ur beggja stórvelda þar að lútandi
virtust ekki samrýmanlegar. Sovét-
ríkin eru algjörlega andvíg stjörnu-
stríðsáætlun Reagans Bandaríkja-
forseta. Gaf Shultz í skyn að
Sovétríkin hefðu viljað að minnsta
kosti rammi að samkomulagi um
langdræg kjarnavopn og geimvopn
yrði tilbúinn áður en toppfundur
yrði haldinn.
Að sögn Shultz kvaðst Gorbatsjov
ætla að senda Reagan Bandaríkjafor-
seta bréf bráölega en Shultz sagðist
ekki vita um innihald bréfsins. Einn-
ig sagði Shultz að Gorbatsjov hefði
lýst yfir vilja sínum til að koma til
Bandaríkjanna á þessu ári ef mögu-
legt væri.
Tassfréttastofan tilkynnti í gær að
Gorbatsjov hefði borið fram tillögu
um bann við framleiðslu, tilraunum
og staðsetningu á meðaldrægum og
skammdrægum kjamaflaugum frá
1. nóvember næstkomandi.
„Barschel gjör-
þekkti innihald
ásakananna“
Gizur Helgason, DV, Lubecfc
Uwe Barschel, hinn látni forsætis-
ráðherra vestur-þýska sambandsrík-
isins Schleswig-Holstein, vissi í
smáatriðum um innihald þeirra
bréfa er höfðu að geyma nafnlausar
ásakanir í garð Björns Engholm for-
sætisráðherraefni sósíaldemókrata
og helsta andstæðings Barschels.
Þetta fullyrti aðalritari fjármála-
ráðuneytisins í Schleswig-Holstein,
Carl Hermann Schleifer, er hann
mætti fyrir nefnd þá er rannsakar
Barschel hneykslið.
Schleifer sagði nefndinni frá því að
þegar í febrúar hefði hann átt langar
viðræður við Barschel og þar heföu
ásakanirnar á hendur Engholm um
skattsvik verið til umræðu. Schleifer
segist hafa haft á tilfinningunni að
Barschel hafi gjörþekkt innihald
ásakananna.
Ennfremur sagði Schleifer að
Barschel hefði á ný komið inn á
meint skattsvik Engholms sama dag
og Der Spiegel skrifaði um málið í
fyrsta skipti, það er að segja þann 7.
september síðastliðinn. Barschel á
þá að hafa rætt við Scleifer í bílsíma
sínum og veitt honum góð ráð um
það hvernig ijármálaráðuneytið gæti
á væntanlegum blaðamannafundi
snúið sér út úr hugsanlegum fyrir-
spurnum um skattsvikamálið.
Dómsyfirvöld í Hamborg hafa gefið
svissnesku lögreglunni leyfi til að
rannsaka þann orðróm að blaða-
menn þýska vikublaösins Stern, sem
fyrstir urðu til að finna Barschel,
hafi tekið með sér gögn frá hótel-
herbergi hans.
Langtímafangi
25 ár í fangelsi
Levko Lukyanenko, lögfræðing-
ur frá Úkraínu, hefur bráðum setiö
í fangelsi í tuttugu og fimm ár.
Lukyanenko dvelur í endurhæf-
ingarvinnubúðum í Perm héraði, í
deild ætlaðri föngum sem taldir eru
„sérstaklega hættulegir síbrota-
menn“. Vinna fangarnir í sérstök-
um sveitum og búa við erfiöustu
aðstæður sem leyfðar eru í sovésk-
um lögum.
Levko Lukyanenko, sem er 59
ára, útskrifaðist frá Moskvuhá-
skóla og starfaði sem lögmaður í
borginni Lvov í Úkraínu 1958 til
1960. Sat hann þar í héraösstjóm
kommúnistaflokksins.
Lukyanenko var fyrst handtek-
inn árið 1961 og var þá dæmdur til
dauða fyrir „landráð" og „andso-
véskan áróður og undirróður" og
fyrir að taka þátt í andsovéskum
samtökum. Dómurinn var mildað-
ur í fimmtán ára fangavist.
Hafði Lukyanenko verið félagi í
samtökum sem beittu sér fyrir
þjóðaratkvæöagreiðslu um úrsögn
Úkraínu úr Sovétríkjunum en það
er réttur hvers lýðveldis innan
ríkjasambandsins að segja sig úr
lögum við Sovétríkin.
Árið 1976 gekk Lukyanenko í
samtök sem höfðu það að markmiði
að fylgjast með því hvemig sovésk
yfirvöld virtu mannréttindaá-
kvæði Helsinkisáttmálans frá 1975.
Hann var handtekinn 1977 og þá
dæmdur til tíu ára refsivistar og
fimm ára útlegðar innanlands.
Sagt er að Lukyanenko hafi sjálf-
Bjarni Hmrikæan, DV, Bordeaux:
Það fór eins og marga grunaði.
Franska rOdssfjómin hefur neyðst
til þess að breyta aöeins stefnunni
í efnahagsmálum í kjölfar óróa síð-
ustu daga á veröbréfamarkaðnum
og vegna stöðunnar í vaxtamálum.
Upphaflega stóð til að vopnasölu-
fýrirtækið Matra, sem verið hefur
í eigu ríkisins, yrði boðið til kaups
firá og með mánudeginum í næstu
viku. En fyrr í þessari viku til-
kynnti fjármálaráðherra Frakka,
Edouard Balladur, aö sölunni yrði
frestaö „um nokkra daga eöa
nokkrar vikur“.
Á blaðamannafundi, sem ráð-
herrann hélt, reyndi hann að gera
sem minnst úr þessari ákvöröun
og vildi alls ekki segja aö um hlé
værí að ræða á sölu ríkisfyrir-
tækja.
Önnur mikilvæg breyting snertir
fjárlög ríkisins. Hingaö til hefúr
halli ríkissjóðs verið fjármagnaður
með langtimalánum á hinum al-
menna markaöi. Það hefúr haft í
för með sér hækkandi vexti sem
aftur hefur áhrif á starfsemi verð-
bréfamarkaöarins í París. Nú æöar
ríkið hins vegar aö minnka lang-
tímalán sín og auka skammtíma-
lánin, það er að segja fjármagna
haliann meö ríkisskuldabréfúm.
Þetta hefúr tvennt í för meö sér.
Annars vegar veröur meira fjár-
magnsframboð á hinum almenna
markaöi og staða veröbréfamark-
aðarins styrkist en hins vegar má
búast við að ríkisskuldabréfín auki
verðbólgu.
ur hafnað fyrri boðum um náðun
þar sem hann hafi engan glæp fra-
mið og að fangelsun hans sé
mannréttindabrot.
Lukyanenko er sagður þjást af
magasári og hjartasjúkdómi.
Amnesty International hvetur
einstaklinga til þess að skrifa til
Júrí Kashlev, yfirmanns mannrétt-
indamáladeildar sovéska utanrík-
isráðuneytisins, og fara þess á leit
að Lukyanenko veröi látinn laus
nú þegar skilyrðislaust. Skrifið til:
SSSR, RSFSR, 121000 Moskva, Smo-
lenskaya-Sennaya ploshchad 32/34,
Ministerstvo Inostrannykh Del
SSSR, Dept. Humanitarian Affairs,
Kashlev Yu.
Tíu ára svindl
vopnaverksmiðju
Páll Vilhjáhnsson, DV, Osló:
Kongsberg Vábenfabrikk braut
margsinnis á síðasta áratug
COCOM-reglurnar um viðskipti við
austantjaldsríki. Þetta er helsta nið-
urstaðan á lögreglurannsókn í
Noregi sem gerð var á viðskiptum
vopnaverksmiðjunnar við ríki Var-
sjárbandalagsins.
Rannsóknin var fyrirskipuð þegar
upp komst í fyrravetur um um-
fangsmikla sölu á hátækni til Sovét-
ríkjanna. Seldi Kongsberg
Vábenfabrikk, í samvinnu við jap-
anska stórfyrirtækið Toshiba, Sovét-
rikjunum tækni til að smíða
hljóðlátar skrúfur í kafbáta.
Viðskipti Kongsberg Vábenfabrikk
við austantjaldsríkin skaða stöðu
Noregs í samstarfinu innan Nató og
tengslin við Bandaríkin hafa einnig
kólnað í kjölfar málsins.
Vopnaverksmiðjan er í eigu norska
ríkisins.