Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 48
60 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. Leikhús i kvöld kl. 20. Fimmtudag 29. okt. kl. 20. Laugardag 31. okt. kl. 20. Faðirinn eftir August Strindberg. Sunnudag kl. 20.30. Miðvikudag 28. okt. kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Forsala Auk ofangreindra sýninga er nú tekið á móti pöntunum á allar sýningar til 30. nóv. i sima 1-66-20 á virkum dögum frá kl. 10 og frá kl. 14 um helgar. Upplýsingar, pantanir og miðasala á allar sýningar félagsins daglega í miðasölunni i Iðnó kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Sími 1-66-20. ÞAK SF.M KIS Sýningar i Leikskemmu LR við Meist- aravelli. I kvöld kl. 20, uppselt. Sunnudag kl. 20. Miðvikudag 28. okt. kl. 20. Föstudag 30. ckt. kl. 20. Laugardag 31. okt. kl. 20. Miðasala I Leikskemmu sýningardaga kl. 16-20. Simi 1-56-10. ATH! Veitir.gahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. Urval GOTT BLAÐ Þjóðleikhúsið Brúöarmyndin eftir Guðmund Steinsson Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrimsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Leikarar: Arnór Benónýsson, Erlingur Gislason, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Gisladóttir, Halldór Björns- son, Herdís Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Róbert Arnfinnsson og Sigurð- ur Skúlason. Sunnudag kl. 20.00, 2. sýning. Miðvikudag kl. 20.00, 3. sýning. Fóstudag 30. okt. kl. 20.00, 4. sýning. Rómúlus mikli eftir Friedrich Durrenmatt I kvöld kl. 20.00, siðasta sýning. Yerma eftir Federico Garcia Lorca. Laugardag 31. okt. kl. 20.00. Litla sviðið, Lindargötu 7: Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Simonarson Sunnudag kl. 20.30. uppselt. Miðvikudag kl. 20.30, uppselt. Föstudag 30. okt. kl, 20.30, uppselt. Sunnnudag 1. nóv. kl. 20.30, uppselt. Miðvikudag 4. nóv. kl. 20.30, uppselt. Föstudag 6. nóv. kl. 20.30, uppselt. Laugardag 7. nóv. kl. 20.30, uppselt. Sunnudag 8. nóv. kl. 20.30, uppselt. Fimmtudag 12. nóv. kl. 20.30. Ath. Miðasala er hafin á allar sýningar á Brúðarmyndinni, Bilaverkstæði Badda og Yermu til mánaðamóta nóv.-des. Miðasala opin í Þjóðleikhúsinu alla daga nema mánudaga kl. 13.15-20.00. Sími 11200. Forsala einnig I síma 11200 mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00-12.00. EunOCAOO Kvikmyndahús Bíóborgin Nornirnar frá Eastwick Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. Tin Men Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. Svarta ekkjan Sýnd kl. 7.05 og 9.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5 og 11.10. Töfrapotturinn Sýnd kl. 3 sunnudag. Pétur Pan Sýnd kl. 3 sunnudag Hundalif Sýnd kl. 3 sunnudag Bíóhöllin Rándýrið Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hefnd busanna II, Sýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11. Hver er stúlkan? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. Logandi hræddir Sýnd kl. 5 og 9. Bláa Betty Sýnd kl. 9. Lögregluskólinn IV. Sýnd kl. 7 og 11.15. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7. Blátt flauel Sýnd kl. 9. Ofurmúsin Sýnd kl. 3 laud. og sunnud. Mjallhvit og dvergarnir sjö Sýnd kl. 3 laud. og sunnud. Hundalíf Sýnd kl. 3 laud. og sunnud. Öskubuska Sýnd kl. 3 laud. og sunnud. Háskólabíó Beverly Hills Cops II. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Laugarásbíó Salur A Særingar Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Miðaverð 250. Salur B Fjör á framabraut Sýnd kl. 5, 7 og 9.05. Salur C Komið og sjáið Sýnd kl. 5, 7.35 og 10.10. Regnboginn Stjúpfaðirinn Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Malcom Sýnd kl. 3, 5 og 7. Á öldum Ijósvakans Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklæði Guðs Sýnd kl. 9 og 11.15. Omegagengið Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Vild'ðú værir hér Sýnd kl. 7. Supermann IV Sýnd kl. 3 og 5. Gullni drengurinn Sýnd kl. 7, 9 og 11.15. Lina Langsokkur Sýnd kl. 3 sunnudag. Stjörnubíó La Bamba Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hálfmánastræti Sýnd kl. 5 og 11. Kæleiksbirnirnir Sýnd kl. 3. Sýningar Tilkynningaj ITC Irpa - kynningarfundur Markmiö ITC er að efla hæfileika til samskipta, auka starfsafköst og styrkja sjálfstraust og forystuhæfi- leika félagsmanna sinna. Hjá ITC færðu tækifæri til aö efla og þjálfa: fundarsköp, framsetningu skoðana, skipulagningu, hópvinnu, ræðu- mennsku og forystuhæfileika. Almennur kynningarfundur verður haldinn í sal Sparisjóðs Vélstjóra að Borgartúni 18 laugardaginn 24. októ- ber kl. 15. - Kafíiveitingar. Aðalfundur Átthagasamtaka Héraðsbúa verður haldinn í Veitingahöllinni, Húsi verslunarinnar, Kringlunn’ 7, þriðjudag- inn 27. október og hefst hann kl. 20.30. Framhaldsstofnfundur Sögu- félags Árnesinga Á síðastliðnu vori var haldinn stofnfund- ur Sögufélags Árnesinga að Borg í Grímsnesi og mætti þar á fjórða tug manna víðs vegar úr sýslunni. Ekki var þó gengið endanlega frá stofnun félagsins heldur ákveðið að boða til framhalds- stofnfundar að hausti og nú hefur verið ákveðið að hann verði á Hótel Selfossi næsta fimmtudag, 29. október. Fundur þessi hefst kl. 20.30 og verður, auk aðal- fundarstarfa, hlýtt á erindi Hallgerðar Gísladóttur sagnfræðings um máltíða- skipan og hversdagsmat á íslenskum bændaheimilum. Allir áhugamenn um sögu og menningarvarðveislu í sýslunni eru hvattir til að mæta á fundinn og skrá sig í hóp stofnfélaga. Nánari upplýsingar veita Bjarni Harðarson í símum 91-17593 og 25814 og Kristján Eiríksson í síma 99-6144. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík Hefjum vetrarstarfið með vetrarfagnaði í félagsheimili Seltjarnarness í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20. Bæjarréttindi Borgarness 1 dag, laugardag 24. október, tekur gildi ný samþykkt um stjórn sveitarmálefna í Borgarnesi. Þar er m.a. kveðið svo á um að sveitarfélagið nefnist hér eftir bær, sbr. akvæði í 2. mgr. 10. gr. sveitarstjórn- arlaga nr. 8/1986. Sveitarstjórn Borgar- ness hefur ákveðið að efna til nokkurra hátíðarhalda í tilefni þessara tímamóta. I samkomuhúsinu í Borgarnesi er sýning á verkum í eigu Listasafns Borgarness. I dag kl. 13 verður setning Vesturlands- móts í sundi í íþróttamiðstöðinni. Kl. 13.15 verður guðsþjónusta í Borgarnes- kirkju. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason FIM-salurinn, sýnir Margrét 25 olíumálverk, öll máluð Garðastræti 6. á þessu ári. Sýningin er opin daglega kl. Nú er síðasta sýningarhelgi á sýningu 14-19 og lýkur sýningunni sunnudags- Margrétar Jónsdóttir í FlM-salnum. Þar kvöldið 25. október. messar. Kaffidrykkja verður í Hótel Borgarnesi. Milli kl. 17 og 19 verður opið hús í Grunnskólanum fyrir yngri börnin (6-11 ára). Barna- og unglingadansleikur fyrir 12-17 ára verður í Iþróttamiðstöð- inni frá kl. 20-24 og dansleikur verður frá kl. 22 í Hótel Borgarnesi. Allir bæjarbú- ar, svo og brottfluttir Bórgnesingar og aðrir velunnarar bæjarins, eru boðnir velkomnir til hátíðarhaldanna. Hið íslenska náttúrufræðifélag Mánudagskvöldið 26. október segir Margrét Hallsdóttir jarðfræðingur frá nýjum rannsóknum á gróðurbreytingum eftir landnám. Rannsóknirnar byggjast á greiningu frjókorna úr jarðvegi þriggja landnámsjarða á Suðurlandi; Reykjavík, Mosfelli í Grímsnesi og Þrándarholti í Hreppum. Niðurstöður Margrétar eru m.a. þær að skógar hafa horfið strax á 10. öld. Fyrirlesturinn, sem er öllum op- inn, verður í stofu 101 í Odda, hugvísinda- húsi Háskólans, og hefst kl. 20.30. Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga Landsráðstefna samtakanna verður hald- in í dag, laugardag 24. október, að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Hefst ráð- stefnan með hefðbundum aðalfundar- störfum fyrir hádegi. Að loknu matarhléi um kl. 13.30 verða stuttar framsögur um efni starfshópa. Gert er ráð fyrir að ráð- stefnunni ljúki um kl. 17. Um kvöldið verður opið hús frá kl. 20-24 í Risinu, Hverfisgötu 105. Allir herstöðvaandstæð- ingar eru hvattir til að mæta á ráðstefn- una og leggja þannig sitt af mörkum við stefnumótun og skipulagningu barátt- unnar á næsta ári. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir til starfa. Borgfirðingafélagið í Reykja- vík heldur félagsvist að Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18, á morgun, sunnudag, kl. 14. Bókmenntakynning í Borgar- bókasafni Borgarbókasafn Reykjavíkur gengst í samvinnu við bókaútgáfuna Vöku/Helga- fell fyrir kynningu á barnabókum í dag, laugardag, kl. 13 í Sólheimasafni. Kynn- ingin verður síðan endurtekin í aðalsafn- inu í Þingholtsstræti kl. 16. Á bókmenntakynningunni lesa rithöund- arnir Guðmundur Ólafsson og Kristín Steinsdóttir úr verðlaunabókum sínum „Emil og Skundi" og „Franskbrauð með sultu". Höfundarnir munu árita bækur sínar, sem verða á boðstólum að kynning- unni lokinni. Allir eru velkomnir til bókmenntakynninganna og í lok hverrar dagskrá: verður boðið upp á franskbrauð með sultu. Landsfundur Friðarhreyfingar íslenskra kvenna Friðarhreyfing íslenskra kvenna heldur landsfund sinn í Sóknarsalnum í Reykja- vík, Skipholti 50a, í dag, laugardag, og hefst hann kl. 14. Sá dagur er í ár al- þjóðlegur friðardagur, verður af því tilefni hringt öllum kirkjuklukkum landsins á hádegi og þagnarstund kl. 17. Gestur á fundinum verður að þessu sinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti alþjóð- legra þingmannasamtaka, sem mikið hafa látið afvopnunarmál til sín taka. Friðar- frumkvæði sex þjóðarleiðtoga. Mun Ólafur flytja erindi um efnið Afvopnun- arsamningar stórveldanna, hvað svo? Hefst erindi Ólafs kl. 17.10. Áður munu sex konur úr friðarhreyfingunni segja frá ráðstefnum og kynnisferðum erlendis um friðar- og varnamál. Ennfremur verður rætt um starf hreyfingarinnar. Þannig munu t.d. íslenskar konur taka þátt í norrænni ráðstefnu kvenna í Osló á næsta sumri sem haldin er undir kjörorðinu jafnrétti, framþróur friður. landsfundur- inn allur eða hluti hans er öllum opinn en konur sem starfað hafa að friðarmálum eru sérstaklega hvattar til að mæta. Kvikmynd um konur á Sri Lanka „The Wrong End of The Rope“ verður sýnd í Hlaðvarpanum á sunnudaginn kl. 20.30. Einn þriggja höfunda myndarinnar, hollenska kvikmyndagerðakonan Carla Risseeuw, verður viðstödd sýninguna og mun svara spurningum áhorfenda. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Goðheimum, Sigtúni 3. Húsið verður opn- að sunnudag 25. okt. kl. 14. Dagskrá kl. 17, I. Sr. Emil Björnsson les úr væntan- legri bók sinni. 2. fris Erlingsdóttir syngur við píanóundirleik. Veitingar dans fram eftir kvöldi. Klúbburinn Þú og ég heldur bingó laugardaginn 24. október kl. 21 að Mjölnisholti 14. Félagsvist Húnvetningafé- lagsins vérður spiluð laugardaginn 24. október kl. 14. Spilað verður í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Veitingarog verðlaun. Allir velkomnir. íþróttafélag Reykjavíkur 80ára lR-ifigar ætla að fagna 80 ára afmæli fé- lagsins laugardaginn 24. október í Víkingasal Hótel Loftleiða. Félagið var stofnað 11. mars 1907 og er með elstu iþróttafélögum landsins. ÍR-ingar hafa undanfarin ár staðið í miklum fram- kvæmdum á svæði félagsins við Skógarsel í Breiðholti. Miðar eru seldir í Sport- markaðinum, Skipholti 50. Skákhátíð Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Skákfélags Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn og Skákfélagið efna til fjölteflis sunnudaginn 25. október og hefst taflið kl. 19 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar teflir Helgi Áss Grétars- son, 10 ára efnilegur skákmaður við 40 unglinga á aldrinum 5-15 ára. Allir ungl- ingar og aðrir skákáhugamenn velkomn- ir. Helgarskákmót Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skákfélag Hafnarfjarðar standa sameiginlega að helgarskákmóti laugardaginn 24. október nk. Tefldar verða 13 umferðir, 15 mínútna skákir, eftir Mondrad-kerfi. 10 vegleg peningaverðlaun verða, samtals að fjár- hæð kr. 90.000 þau hæstu 40.000. Flestir stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar eru nú þegar búnir að tilkynna þátttöku sína. Teflt verður í Iþróttahúsinu við Strandgötu og hefst taflið kl. 10 f.h. Vænt- anlegir þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega og hafa með sér töfl. Skák- dómari verður Sigurberg Elentínusson. Síðdegiskaffi fyrir eldri Reyð- firðinga og Eskfirðinga verður sunnudaginn 25. október kl. 15 í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Vetrarfagnaður Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 21.30 í Domus Medica, Egilssgötu 3. Hin vinsæla hljómsveit Upplyfting leikur. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun laugardaginn 24. okt., 1. vetrar- dag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Við sníðum gönguna eftir veðrinu. Markmiðið er: Samvera, súrefni, hreyf- ing. Nýlagað molakaffi og pönnukökur 1. vetrardag. Allir velkomnir. 15ára afmæli Kiwanisklúbbsins Elliða Kiwanisklúbburinn Elliði í Reykjavík heldur upp á 15 ára afmæli.sitt laugardag- inn 24. október nk. í tilefni þessa afmælis var sleginn afmælispeningur í 200 eintök- um. Meðfylgjandi mynd sýnir er félagar úr Kiwanisklúbbnum Elliða afhenda for- seta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, afmælispening nr. 1 og fána klúbbsins. Hjól fannst Rautt drengjahjól er í óskilum. Upplýs- ingar í síma 35652. Fundir Hið íslenska sjóréttarfélag Fræðafundur í Hinu íslenska sjóréttarfé- lagi verður haldinn laugardaginn 24. október nk. í stofu 103 í Lögbergi og hefst hann kl. 14. Fundarefni: Nicholas Hambro, framkvæmdastjóri Nordisk Skibsrederforening í Osló, llytur tvo fyr- irlestra, er hann nefnir: 1) „Time Chart- er-Parties. Comments on the recent developments in engiish and scandina- vian case law, particularly relating to claims for speed and consumption, diffici- encies, off hire and liabilities." 2) „Probl- ems facing the shipping industry when cargoes ara discharged without present- ation of original bills og lading“. Að loknum fyrri fyrirlestrinum verður kaffi- hlé en í lok hvors fyrirlesturs mun fyrir- lesarinn svara fyrirspurnum fundar- manna. Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjó- rétt, sjóvátryggingarétt og siglingamál- efni hvattir til að mæta. Landsfundur Friðarhreyfingar íslenskra kvenna verður haldinn iaugardaginn 24. október á degi Sameinuðu þjóðanná. Fundurinn verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst kl. 14 og lýkur um kl. 18. Fundurinn er öllum opinn. Fræðslufundur hjá NLFR Náttúrulækningafélag Reykjavíkur er að hefja vetrarstarf sitt um þessar mundir. I vetur verða haldnir nokkrir fræðslufund- ir með völdum fyrirlesurum þar sem fjallað verður um ýmis áhugaverð efni en nefna má grasalækningar og tengsl mat- aræðis og krabbameins. Á fyrsta fræðslu- fundinum verður sérstakur fyrirlesari, Ásta Erlingsdóttir, sem nefnd er grasa- læknir. Hún talar þar um starf sitt og reynslu af notkun jurta við að bæta heilsu fólks en þekkingu sína fékk hún frá föður sínum, Erlingi Filippussyni grasalækni. Fræðslufundurinn verður haldinn mánu- daginn 26. október kl. 20.30 í Templara- höllinni við Skólavörðuholt. Allir áhugamenn eru velkomnir á þennan óvenjulega fræðslufund á meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.