Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987. 23 menn með mikla reynslu og hafa starfað lengi í sinni grein, sumir hjá RÚV en aðrir á öðrum stöðum. Þessi nýjasta íjárfesting okkar, þetta síðasta þrep, er fólgið í aö koma á samtengingu allra tækja þannig að við getum hvenær sem er notað tæki í flestaUa vinnu án þess að blokkera önnur tæki af. Við vinnum í því núna að koma þessum tækjum í gagnið fyrir ára- mótin. Að mínum dómi er þetta síðasta þrepið í uppbyggingunni, lokaáfangi, og þá getum við farið að huga betur að rekstrinum. Þá munum við Myndversmenn fara að líta í kringum okkur eftir fleiri verkefnum.“ - Meinar þú fyrir utan sjónvarps- stöðina? „Já, það er stefna okkar að reka Myndverið sem sjálfstætt fyrir- tæki. Við munum sinna Stöð 2 en jafnframt vinna fyrir alla aðra að- ila sem óska eftir því. Áður fyrr vorum við mikiö með fjölföldun en það hefur minnkað vegna mikillar vinnu fyrir Sjónvarpsfélagið en mér sýnist að við getum snúið okk- ur að því aftur. Við höfum í huga að gera ódýrar auglýsingamyndir. Stór hluti íslenskra fyrirtækja hef- ur ekki efni á því að láta gera eða sýna rándýrar sjónvarpsauglýs- ingar. Til þess að geta sinnt þessu þarf að gera ódýrar en áhrifamikl- ar auglýsingar sem kosta þessi fyrirtæki ekki meira en það að þau hafi efni á að auglýsa vörur sínar og þjónustu. Við höfum einnig unn- ið mikið fyrir Námsgagnastofnun og þar sé ég fyrir mér talsverða framtíð í gerð alls kyns náms- gagna.“ Miklar kröfur - Hefur þetta fyrirtæki vaxið of hratt að þínum dómi? „Þetta hefur verið ansi hraður vöxtur en þetta er ákveðið lögmál sem gildir. Allt byggist þetta á sölu myndlykla til áskrifenda. Þeir eru stærsti viðskiptaaðili Sjónvarps- félagsins. Með fleiri áhorfendum koma fram fleiri kröfur, til dæmis um innlenda dagskrárgerð. Eftir því sem þetta er stærra hjá þeim því meiri kröfur eru gerðar til okk- ar. Það er í rauninni alltaf verið að gera meiri kröfur til okkar. Dag- skrárgerðarmenn gera kröfur, þeir vilja betri búnað í stúdíóin, frétta- menn gera kröfur til okkar og þannig er þetta alltaf. Eitt er víst og það er að þetta hefur ákveðin takmörk og ég er hræddur um aö þetta sé í hærri kantinum, þessi mikla fjárfesting á svo skömmum tíma. Ég þakka því bara að bankar og lánafyrirtæki hafa traust á Myndverinu." - Menn tala um að Stöð 2 ráði fólk til starfa nær daglega og þenjist út og sé að verða eins og hver önnur stofnun. Er þetta rétt? „Ég ætla mér ekki að svara fyrir Stöð 2 en Myndverið hefur 56 menn á sínum vegum og við höfum reynt að hafa eins fáa starfsmenn og við getum. Þar fyrir utan höfum við milli 25 og 30 þýðendur á okkar snærum. Eg get sagt þér aö hjá fyr- irtæki eins og íslenska myndver- inu gengur ekki að hafa of marga starfsmenn eða of mörg tæki. Allt verður að vera nákvæmlega miðað við þarflr á hveijum tíma. Við er- um með 8 tíma útsendingu á dag og það þýöir að talsverðan fjölda þarf til þess að það gangi. Við erum að framleiða innlent myndefni fyr- ir Stöð 2 og ég þori að fullyrða að kostnaðurinn er einn þriðji af því sem það kostar hjá RÚV. Svona til gamans get ég nefnt sem dæmi að breska sjónvarpsstöðin TV-AM, sem sendir út morgunsjónvarp í þrjá tíma á dag, aðallega viðtals- þætti, hefur um 450 manns í vinnu, bæði dagskrárgerðarmenn og tæknimenn.“ Erfitt kosningasjónvarp - Voruð þið smeykir að fara út í þessa fjárfestingu í byijun hjá fyr- irtæki sem óvíst var hvort ætti framtíð? „Jú, auðvitað vorum við smeykir en við höfðurn ýmislegt í pokahom- inu til vara. Þessi tæki hefðu öll nýst í annað. Það komu upp ákveð- in atvik sem rugluðu kerfinu alveg, atvik sem ákveðið var að fara í með ipjög stuttum fyrirvara. Þetta gerði okkur líflö mjög erfitt." - Getur þú nefnt dæmi? „Kosningasjónvarpið var til dæmis mjög erfitt. Þá þurfti að leggja dag við nótt til að útvega tæki til að þetta væri hægt. Ég held að kosningasjónvarpið sé stærsta afrek Stöðvar 2 til þessa. Það var mikið lagt undir og aUt gert í mikl- um flýti og þar eiga tæknimenn svo sannarlega skilið hrós.“ - Hvert er þitt starf hér? „Þegar við fluttum myndbands- deild Texta hingað uppeftir þá fylgdi ég með og er forstjóri þessa fyrirtækis. Mitt starf hingað tfl hef- ur verið að stjóma fyrirtækinu svona almennt. Fram að þessu hef- ur mitt starf aðallega snúist í kringum fjármál, það er að segja fjármagnsöflun og tækjakaup. Jafnframt hef ég fylgst með þessu tæknilega séð eftir þvi sem ég hef getu tfl. Þetta er sérhæft svið og ég hef við hlið mér mjög færa menn á þeim sviðum. Við eram með frá- bæra tæknimenn hér og fram- kvæmdastjóri tæknisviðsins er með margra ára reynslu. Við erum með hljóðmeistara, myndmeistara, framleiðslustjóra og tæknistjóra. Þessir menn vinna sjálfstætt og ég læt þá axla sína ábyrgð. Þeir taka oft mjög mikilvægar ákvarðanir í sambandi við val á tækjum og bún- aði. Þessir menn verða að leggja það á sig, fyrir utan sína vinnu, aö fylgjast með þróuninni þvi hún er mjög hröð í þeirra grein.“ Stéttaskipting milli deilda - Hafa komið upp einhver vanda- mál í sambandi við að þetta era í raun tvö fyrirtæki undir sama hatti? „Það hafa ekki beint komið upp vandamál. Við höfum unnið vel saman. En það er eðlilega ákveðinn skoðanamunur. Þaö er eitt dálítið einkennilegt sem ég kynntist er ég kom hingað uppeftir og ég held að sé einhver draugur frá RÚV. Það er ákveðin stéttaskipting á milli tæknifólks og dagskrárgerðarfólks sem mér finnst alveg út í loftið. Mér finnst allt í lagi að út á við ■ eigi menn sínar sjónvarpsstjörnur en innanhúss eiga allir að vera jafnir. Það er hið eina sem ég hef fundið. Ég get nefnt sem dæmi að eftir kosningasjónvarpið var haldið hóf hér fyrir alla sem að því stóðu. Þá stóð einn merkur sjónvarps- maður upp og hélt smátölu og sagði: „Ég hef það ákveðna prinsip að þakka aldrei tæknimönnum af sérstökum ástæðum en ég get ekki annað en brotið það núna því þeir hafa unnið frábært verk.“ Svona tal á ekki að þekkjast á einkastöð. Annars er samstarfið gott og vandamálin, sem komið hafa upp, era lítilfjörleg miðað við allan ár- angurinn. Annars held ég að skoðanaskipti verði alltaf talsverð þar sem era annars vegar fram- sæknir dagskrárgerðarmenn og hugmyndasmiðir, sem era að reyna að koma sínu fram, og hins vegar við sem þurfum að passa upp á fjármögnun, tækjabúnað og rekstur hans, þannig að allt veröur þetta að leysast í sameiningu," sagði Ragnar og bætti við: „Annars var þetta snjallt fyrirkomulag í byijun því að á meðan íslenska sjónvarpsfélagið var að vinna í því að koma upp sendibúnaði og afla erlendra sambanda, kaupa kvik- myndarétt og rétt á annars konar þáttum beindum við okkar starfi inn á að útvega fjármagn til tækja- kaupa til að sinna þeim verkefnum sem lágu fyrir. Eðlilega vora þeir ekki með neina fastmótaða stefnu og skiptu um skoðun nær daglega og við voram því með fáa fasta punkta en fylgdum bara á eftir.“ Ekki mikið fyrir sjónvarp - Vorað þið Textamenn með ein- hverja reynslu í sjónvarpsvinnu? „Nei, en það sem við voram að vinna niöurfrá kom okkur að góð- um notum, t.d. í sambandi viö textagerð, en um 85% af útsendri dagskrá er textað erlent myndefni. Menn vora orðnir færir á tækin og þau fóra í fullan rekstur hér í Stöð 2.“ - Hvert er verksvið Texta núna? „Félagi minn, Valdimar, rekur Texta og er sem fyrr í að texta kvik- myndir fyrir kvikmyndahúsin og þar vinna 4 menn í dag. Kvik- myndatextavinna er allt öðravísi en myndbandsvinna. Tefli er einn- ig í fullum rekstri þó myndbanda- væðingin hafi minnkað. Ég held að það sé að koma jafnvægi á þann markað, svipað og hefur gerst í öðram löndum.“ - Hvað kom til að þú fórst út 1 texta- og myndbandsvinnu á sínum tíma? „Ég rak áður Heildverslun R. Guðmundsson og Kvaran sem var lítil og gekk ekkert allt of vel. Þar verslaði ég með vörur fyrir tré- og jámiðnað þannig að það var óskylt því sem ég er að fást við í dag. Ég útskrifaöist úr Vélskólanum 1960 og vann eftir þaö á ýmsum stöðum, m.a. hjá G. Þorsteinsson og John- son. Valdimar hafði kynnst kvikmyndahúsavinnu þar sem fað- ir hans rak á sínum tíma Hafn- arbíó. Textunin hafði alltaf verið unnin erlendis og hann hafði hug á aö koma þessu inn í landið og fékk mig í lið með sér. Við fórum utan og keyptum tæki og síðan fór ég til Svíþjóðar og lærði á þau. Fé- lag kvikmyndahúsaeigenda hafði einnig verið með þessa hugmynd í maganum lengi en framkvæmdi hana aldrei þannig aö við Valdimar voram fyrstir og höfum verið einir á þessum markaði hér á landi. Síð- an kom ég hingað og eiginlega hefði ég síst trúað því að ég ætti eftir að sitja hér og reyna aö stjóma mynd- veri.“ - Ertu mikiö fyrir sjónvarp? „Nei, ég er ekki mikiö fyrir sjón- varp. Ég á mörg áhugamál, ég hef gaman af að teikna og mála mynd- ir. Ég á sumarbústað við Álftavatn þar sem ég og fjölskylda mín höfum verið mjög mikiö. Reyndar var að koma upp leiðindamál í sambandi við hann því fyrir sex árum var okkur hjónunum leyft að byggja bústað þar sem áður hafði staöiö bústaður tengdaforeldra minna í tæp 40 ár og viö hjónin höfum ver- ið þarna meira eða minna í 26 ár. Þegar gera átti umsaminn samning um vera okkar þama gekk allt til baka og okkur var gert að fara. Þetta var okkur hjónunum mjög sárt. Ég fékk þó sem betur fer ann- að land skammt frá þannig aö ég er að færa bústaðinn þessa dagana og hefja nýtt landnám," sagði Ragnar. Hann er kvæntur Dagnýju Bjömsdóttur og eiga þau þijú böm, 15,22 og 25 ára. Ragnar hefur verið þijá vetur í Myndlistarskólanum og fer á nær allar málverkasýning- ar. Hann á ekki langt að sækja þá hæfileika því faðir hans, Guð- mundur Þorsteinsson, málaði mikið. Einnig segist hann fara á flesta leiki með KR því hann sé al- inn upp í vesturbænum og þar af leiðandi mikill KR-ingur. Nokkuð töff að standa í þessu - Ertuánægðuríþessunýjastarfi? „Já, ég er ánægður þó að það hafi veriö mikill hraði á öllum hlut- um hér. Það er nokkuð töff að standa í þessu og allir verða að standa sig. Þau fyrirtæki, sem ég hef veriö með, hafa ekki verið stór þannig að Myndverið er miklu stærra og vandasamara." - Finnst þér þá ekki viðbrigði að vinna hjá fyrirtæki sem er í svdðs- Ijósinu? „Jú, en það er nú svo að vdð sem erum tæknimegin sleppum vdð sviðsljósið því vdð eram hinum megin vdð myndavéhna." - Ertu sáttur vdð dagskrá Stöðvar 2? „Já, að flestu leyti. Dagskrárgerð- arfólkið hefur þaulhugsaö hvemig þetta á að vera og auðvdtað getur maður ekki ætlast til þess að það sé alltaf fótbolti á skjánum þótt maður hafi gaman af honum. Dag- skráin verður að vera fjölbreytt og ná til sem flestra. Ég horfi afitaf á ensku og þýsku knattspymuna." - Ertuánægðurmeðþáttinn 19:19? „Já, ég held ég verði að segja það. Vafalaust má endurskoða hann og ég held að það verði gert. Svona þættir verða alltaf að vera í endur- skoðun og hugmyndin sem slík er góð. Áhorfandinn tekur líka þátt í að breyta svona þætti með því að láta skoðanir sínar í ljós.“ - Hefur þú eitthvað skipt þér af dagskránni? „Ég kem ekkert nálægt henni. Ég sit fundi á hveijum mánudags- morgni með öllum deildum innan Stöðvar 2 en síðan era öll sérmál rædd í deildunum og dagskrárgerð er alveg fyrir utan okkar svdð. Okk- ur er bara tilkynnt hvað vdð eigum að vdnna þvd vdð eram þjónustufyr- irtæki fyrir þá. Ég vdl taka fram að fyrstu þrjá mánuði Stöövarinnar unnum við fyrir aðra en Sjónvarps- félagið. í kringum 24% af heildar- sölu vora til annarra. Það er einmitt það sem vdð stefnum að aftur núna. Viö eram tilbúnir til að opna okkur fyrir öllu nýju þegar vdð eram búnir að koma Myndver- inu á ákveðinn standard sem gildir. Þá verður okkur kleift að vdnna alla tæknivdnnu fyrir íslenska sjónvarpsfélagið ásamt allri þeirri tæknivdnnu sem vdð getum unnið fyrir aðra.“ Lítil yfirbygging - NúhafaStöðvarmennleitaðann- að eftir tæknivdnnu: „Já, vdð gátum á tímabih ekki annað öhu og þá var leitað til htiha fyrirtækja eins og Plúsfilm, Saga- film og fleiri fyrirtækja með verkefni. Það er ekkert slæmt um það að segja en það er stefna okkar að vdð vdnnum aha vdnnu fyrir ís- lenska sjónvarpsfélagið því það bætir rekstrarafkomu okkar sem gerir það að verkum að vdö getum þá selt vdnnuna til þeirra á betra verði. Maður verður að hafa það í huga vdö rekstur á svona stóra fyr- irtæki, þar sem fjárfest hefur veriö fyrir á annað hundraö milljónir, að vdð vdljum ekki missa vdnnu út úr Myndverinu. Það veröur að hta á það í því Ijósi að vdð eram með tæki sem gera allt. Viö byijum á byijuninni og vdnnum verkiö til enda. Sum fyrirtækin era kannski með eina myndavél og eitt hljóð- tæki og geta selt þessa þjónustu ódýra en þá verðum vdð að taka vdð vdnnunni og klára hana.“ - Þú hefur þá verið driffjöður og kraftur þessa fyrirtækis: „Ég hef reynt að gera mitt besta,“ svarar Ragnar og brosir. „Yfir- bygging þessa fyrirtækis er lltil; fyrir utan mig eru þijár stúlkur sem sjá um skrifstofustjórn, bók- hald, innheimtu og tohamáí. Þaö er nokkuö gott miðað vdð umfang. Hinir 52 era fólk í fullri tækni- vdnnu.“ -ELA „Menn geta verið sjónvarpsstjörnur út á við en hér inni eru allir jafnir,“ segir Ragnar m.a. sem segir vera nokkra stéttaskiptingu milli deilda á S,öð 2- DV-myndir Kristján Ari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.